Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 1
Vill sjálfstætt Kosovo Ibrahim Rugova er helsta sameiningartákn Kosovo-Albana 22 Adam Sandler leikur í myndinni Örvita af ást Kvikmyndir 55 Rokkarar framtíðar Músíktilraunir Tónabæjar fara fram í 21. sinn Fólk 57 ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, hafnaði í gær tillögu Bandaríkja- manna og Breta um að Írökum yrði gefinn lokafrestur til 17. þessa mánaðar til að hlíta öllum afvopnunarskilmálum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að engin þörf væri á slíkum fresti og lýsti honum sem „óréttlætanlegum úrslitakostum“. „Það er enn möguleiki á pólitískri lausn og við teljum það rangt og hættulegt að gefa honum engan gaum,“ sagði Ívanov. Bresk dagblöð spáðu því í gær að Banda- ríkjamenn og Bretar myndu hefja hernað í Írak eftir átta daga hlíttu Írakar ekki af- vopnunarskilmálunum, hvort sem öryggis- ráðið samþykkir nýja ályktun, sem heimilar valdbeitingu, eða ekki. Jeremy Greenstock, sendiherra Bret- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að í síðustu ályktun öryggisráðsins hefðu Írakar verið varaðir við því að þeir stæðu frammi fyrir „alvarlegum afleiðingum“ hlíttu þeir ekki afvopnunarskilmálunum. Þegar hann var spurður hvort hann ætti við að stríð væri óhjákvæmilegt neituðu Írakar að afvopnast svaraði hann: „Já, þá hlyti að koma til hernaðar.“ Telur að ályktunin verði samþykkt Öryggisráðið kemur saman á morgun, mánudag, til að ræða tillögu Bandaríkja- manna og Breta um nýja ályktun. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, kvaðst telja að ályktunin yrði samþykkt þrátt fyrir andstöðu Frakka, Kínverja og Rússa. Rússar hafna nýrri tillögu um lokafrest Blöð spá því að stríð hefjist eftir átta daga Moskvu. AFP.  Stjórn Bush/6 NÝJAR tölur frá Tryggingastofn- un ríkisins sýna að töluverður hluti feðra, eða 14,9% árið 2001 og 13,2% árið 2002, nýtir sér hluta af sam- eiginlegum rétti foreldra til fæð- ingarorlofs til viðbótar við sinn kynbundna rétt. Yfirgnæfandi meirihluti nýbakaðra feðra nýtir sér sinn kynbundna rétt. Árið 2001 nýttu 82% feðra sér mánaðarlangt óframseljanlegt fæðingarorlof og árið 2002 nýttu 78% feðra sér tveggja mánaða orlof sem bundið er við þeirra kyn. Þessar tölur koma Ingólfi V. Gíslasyni, sérfræðingi hjá Jafn- réttisstofu, á óvart: „Það kemur mér á óvart að svona margir karlar nýta sér eitthvað meira en sinn kynbundna rétt til fæðingarorlofs. Við verðum að athuga að það að 80% karla sem eignast börn séu farnir að taka fæðingarorlof er mikið stökk frá því sem áður var. Fyrir gildistöku nýju laganna voru ekki nema 10–14 feður á ári sem fengu einhverjar greiðslur frá Tryggingastofnun vegna nýtingar fæðingarorlofs,“ segir Ingólfur. Árið 2001 var 3.331 karlmaður skráður í fæðingarorlof og 3.154 árið 2002. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar, telur lög- bindingu fæðingarorlofs feðra afar mikilvæga fyrir jafnrétti kynjanna. Hún færi feðrum nýjan reynslu- heim og breyti samskiptum for- eldranna á heimilinu og samskipt- um þeirra við börnin. Tryggingastofnun ríkisins gerir ráð fyrir að kostnaður við fæðing- arorlof til nýbakaðra foreldra á vinnumarkaði á þessu ári verði um 5 milljarðar króna, þar af fari 2 milljarðar til feðra. Tæp 15% feðra taka lengra fæðingarorlof Kostnaður við fæðingarorlof áætlaður 5 milljarðar á þessu ári  Feður í fæðingarorlofi/14–16 ÁRIÐ 2001 fengu feður greiddar að meðaltali 212.004 kr. á mánuði úr fæðingarorlofssjóði en mæður fengu að meðaltali 123.406 kr. Árið 2002 fengu feður greiddar að meðaltali 231.830 kr. á mánuði úr fæðingarorlofssjóði en mæður 138.964 kr. Ef miðað er við þessar tölur frá Tryggingastofnun ríkisins eru greiðslur til kvenna því ekki nema 58–60% af greiðslum til karla. Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru 80% af meðaltali heildar- tekna á tólf mánaða tímabili, sem lýkur tveimur mánuðum fyrir fæð- ingarmánuð barns. Þeir sem eru utan vinnumarkaðar og námsmenn fá greiddan fæðingarstyrk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem falla undir þennan flokk eru ekki með í þessum tölum enda er styrkurinn ekki greiddur úr Fæðingarorlofssjóði. Greiðslur til kvenna 60% af greiðslum til karla UM það bil fjórtán þúsund konur deyja af völdum heimilisofbeldis í Rússlandi á ári hverju, þrisvar sinnum fleiri en rússnesku hermennirnir sem hafa fallið í Tétsníu frá árinu 1999. Segja má því að á hverjum 40 sekúndum deyi rússnesk kona af völdum heimilisofbeldis. Á hverjum degi sæta 36.000 rússneskar konur barsmíðum eiginmanna sinna, sam- kvæmt skýrslu sem birt var í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hún bygg- ist á upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu í Moskvu. „Konurnar sem deyja af völdum heimilis- ofbeldis á ári hverju eru um það bil jafn- margar og hermennirnir sem féllu á tíu árum í stríðinu í Afganistan,“ sagði Natalia Abub- ikirova, leiðtogi rússneskra samtaka sem að- stoða fórnarlömb heimilisofbeldis. „Átökin í Tétsníu eru á meðal meginor- saka heimilisofbeldis rússneskra karlmanna, auk fátæktar, atvinnuleysis og áfengissýki,“ sagði Marina Regentova, sem veitir rúss- neskri ráðgjafarstofnun fyrir konur forstöðu. Hún bætti við að hermenn, sem barist hefðu í Tétsníu, hefðu orðið fyrir „miklu sálrænu áfalli“ og það bitnaði einkum á konum. Heimilisofbeldi í Rússlandi Um 14.000 konur deyja á ári hverju Moskvu. AFP. Í NÓGU var að snúast í Skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellerti hf. við Bakkatún á Akra- nesi þegar ljósmyndari átti þar leið hjá. Sig- urvon BA-55, 32 metra langt netaveiðiskip, það legið í nokkurn tíma. Sigurður Krist- jónsson keypti það nýverið á uppboði og er ætlunin að það komi í stað Magnúsar SH-205, sem er með heimahöfn á Rifi. var í slipp og beið þess að nostrað yrði við það. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins, þarf að yfirfara skipið allt og mála enda hefur Morgunblaðið/RAX Nostrað við Sigurvon BA á Akranesi ♦ ♦ ♦ Spjallað við háðfugl STOFNAÐ 1913 66. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.