Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölustarf Sölumaður óskast hjá innflutningsfyrirtæki. Reynsla af sölu á matvöru og eða sælgæti æsk- ileg, þó ekki nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendast til auglýsingd. Mbl. merktar: „GD-03“ fyrir 17.mars 2003. Sölustörf/ umboðsmenn Öflugt innflutningsfyrirtæki á sviði hreinlætisv- ara til heimila og fyrirtækja, auk umhverfis- vænna hreinsiefna fyrir prentiðnaðinn, vill ráða söluaðila sem fyrst. Jákvæðni og vilji til að ná árangri nauðsynlegir eiginleikar. Jafnframt leitum við að umboðsaðilum víðs- vegar á landinu. Mjög góðir tekjumöguleikar fyrir rétta aðila - sveigjanlegur vinnutími. Umsóknir, merktar: „Gott tækifæri“, sendist til augldeildar Mbl. fyrir 12. mars nk. Störf í Korpuskóla 2003—2004 Kennarar til að kenna 8.—10. bekk, alls 33 nemendur. Við leitum að 2—3 kennurum sem vilja koma og vinna saman við kennslu þessa aldurshóps. Þetta er gott og áhugavert tækifæri fyrir kennara eða kennarahóp sem hafa áhuga á að vinna saman og efla þróunar- og nýbreytnistarf í unglingadeild. Umsjónarkennara í 5. bekk Tónmenntakennara Sérkennara Námsráðgjafa Korpuskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.—10. bekk. Nemendur verða um 200 skólaárið 2003—2004. Skólinn er í bráða- birgðahúsnæði á Korpúlfstöðum. Einkunnarorð skólans eru: Sjálfstæði — ábyrgð — samvinna. Korpuskóli er móðurskóli í þróun kennsluhátta. Stefna skólans er að leggja áherslu á að þróa einstaklingsmiðað nám, sjálfstæði í vinnu- brögðum, samvinnu og samkennd nemenda. Hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar skólastarfinu er að kenna til skilnings og greindarkenningar Gardners. Lögð er áhersla á aukna tölvunotkun og upplýsingaleit við vinnu verkefna, fjölbreyttar kennsluaðferðir og þróunar- og nýbreytnistarf. Lögð er áhersla á að kennarar vinni saman og beri sameigin- lega ábyrgð á kennslu mismunandi blandaðra hópa. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 30. mars. Frekari upplýsingar gefur Svanhildur María Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, sími 525 0600, tölvupóstfang svanh@ismennt.is . Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Starfsfólk óskast Saga Heilsa og Spa er vaxandi fyrirtæki í heilsuvernd og heilsutengd- ri ferðaþjónustu. Það býður upp á læknisfræðilega ráðgjöf, margs- konar þjálfun og fjölbreyttar meðferðir sem stuðla að aukinni vellíð- an. Hjá okkur starfar fólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu og nú vantar okkur fleiri starfsmenn í nýja heilsumiðstöð að Nýbýla- vegi 24, Kópavogi. Við leggjum áherslu á góða samvinnu starfs- manna og viðskiptavinir okkar eiga að geta treyst á fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Starfsmaður í móttöku Þarf að hafa reynslu af móttöku og sölustörf- um. Góð framkoma er skilyrði sem og tungu- málakunnátta, sérstaklega enska og norður- landamál. Skilyrði er reynsla í sölu og móttöku eða eða sambærlegu starfi innan ferða- eða heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar Óskum eftir samstarfi við sjúkraþjálfara (einn eða fleiri) sem geta rekið sjálfstæða sjúkraþjálfunarþjónustu innan heilsumiðstöðv- arinnar sem þó er hluti af þverfaglegri sam- vinnu lækna, hjúkurnarfræðinga og annars fagfólks á staðnum. Húkrunarfræðingar Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í heilsu- vernd fullorðinna, starfsmanna fyrirtækja og eða lífstílsráðgjöf. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað í þverfaglegu teymi fagfólks sem sér um heilsuvernd og þjálfun og sé tilbúinn til að starfa innan og utan heilsumiðstöðvarinnar. SPA - fræðingar Við leitum að þeim sem hafa lært eða fengið sérstaka þjálfun í SPA meðferðum, sérstaklega vatnsnuddi, heilsuböðum, víxlböðum og leir- meðferð. Nuddfræðingar/Sjúkranuddarar Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi við heilsumiðstöðvar og/eða heilsutengda ferðaþjónustu. Íþróttafræðingar/Íþróttakennarar Leitað er eftir íþróttafræðingum sem hafa reynslu í þjálfun leikfimishópa, í tækjasal og sundlaug. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af stjórn gönguhópa eða kraftgöngu. Aðrir sérfræðingar Leitað er eftir þeim sem hafa sérþekkingu í slökun og þjálfun t.d. í Yoga. Upplýsingar veita; Kristmann Hjálmarsson rek- strarstjóri, Anna Dagný Smith hjúkrunarfræð- ingur, Eva Ásrún Albertsdóttir sölu- og markað- stjóri, Guðmundur Björnsson læknir. „Því að hver dagur er dýrmætur!“ Saga Heilsa & Spa heilsumiðstöð, Nýbýlavegur 24, 200 Kópavogur, sími 5112111 — fax 5811171 mottaka@sagaheilsa.is — www.sagaheilsa.is . Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði frá 15. apríl nk. Um er að ræða fullt starf en möguleiki er á hlutastarfi sé þess óskað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálf- ari í síma 483 0300 eða 483 0333, netfang: runa@hnlfi.is . Sunnudagur 9.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni8.123  Innlit 15.604  Flettingar 65.566  Heimild: Samræmd vefmæling Viktor Kortsnoj Hann var umsvifalaust tekinn í óvina tölu af íslensku þjóðinni þegar hann blés sígarettureyk í gríð og erg framan í Jóhann Hjartarson í einvígi þeirra fyrir tæpum hálfum öðrum áratug. Skapti Hallgrímsson rabbaði við þenn- an gamla skákref, sem reyndist glaðlegur og skemmtilegur náungi. Og hann sagðist hafa hætt að reykja fyrir nokkrum árum, eiginlega alveg óvart! Morgunblaðið/Ómar ferðalögValenciasælkerarZabaione á vetrarmorgnibörnÁrstíðirnarbíóCharlie Kaufman Sigurbjörn Sveinsson Sameiningin raskaði framgangi Sameining Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 9.mars 2003 w w w .d es ig n. is © 20 02 Jasper rúm með stillanlegum botni og heilsudýnu, fáanlegt í kirsuberi eða eik. Stærðir 90x200 cm eða 90x210 cm. Með Apple heilsudýnu kr. 99.800,- Með heilsudýnu kr. 119.900,- Horft á sjónvarp Ótrúlegt marstilboð til eldri borgara! Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 48 Af listum 28 Bréf 48/49 Birna Anna 28 Dagbók 50/51 Listir 28/31 Krossgáta 53 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 36/37 Bíó 58/61 Minningar 42/46 Sjónvarp 52/62 Hugvekja 47 Veður 63 * * * NÚ hillir undir lok loðnuvertíðar og hafa mörg skip þegar klárað kvóta sinn og hætt veiðum. Verði ekki út- hlutað meiri kvóta á vertíðinni verður heildaraflinn a.m.k. 280 þúsund tonn- um minni en í fyrra og má ætla að út- flutningsverðmæti þeirra nemi vel á fimmta milljarð króna. Sjómenn segj- ast þó sáttir við afrakstur vertíðar- innar. Upphafsúthlutun í loðnu var fyrir yfirstandandi vertíð 410.022 tonn en á síðustu vikum hefur síðan 355 þús- und tonnum verið bætt við kvótann í þremur áföngum, síðast um 50 þús- und tonn á föstudag að lokinni mæl- ingu fyrir Suðausturlandi. Heildar- kvótinn er því nú 765 þúsund tonn. Ákvörðun um kvóta vertíðarinnar verður tekin að lokinni athugun rann- sóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE fyrir Vestfjörðum nú um helgina. Á síðustu vertíð veiddu íslensk skip alls um 1.051 þúsund tonn af loðnu. Verði heildarkvótinn ekki aukinn meira en orðið er verður veiðin í ár því um 286 þúsund tonnum minni en í fyrra. Ætla má að útflutningsverð- mæti 286 þúsund tonna af loðnu nemi nú tæpum 4,3 milljörðum króna, sé miðað við að allur aflinn færi til bræðslu. Nú er búið að veiða um 684 þúsund tonn á vertíðinni og því tæpt 81 þús- und tonn eftir af heildarkvótanum. Loðnuskipin voru á föstudag vest- ur úr Garðskaga, í ágætri veiði að sögn Gísla Runólfssonar, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK. Hann sagðist þó vera í síðustu veiðiferð vertíðar- innar, enda kvótinn uppurinn. „Það eru ekki mörg skip sem enn eiga eftir kvóta og mér sýnist fátt benda til þess að kvótinn verði aukinn úr þessu, enda er ekki útlit fyrir göngu að vestan. Ég á því ekki von á að skipin verði að veiðum nema fram í miðjan þennan mánuð, þessi sem hafa geymt sér kvóta til hrogna- vinnslunnar. Í heild hefur þetta verið ágæt vertíð, þótt vissulega sé aflinn töluvert minni en í fyrra. Það hefur verið góð veiði síðustu vikur, svona þegar gefið hefur á sjó,“ sagði Gísli. Sjómenn sáttir með loðnuver- tíðina þrátt fyrir minni kvóta Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Hólmaborg SU á miðunum vestur af Garðskaga. Skipið er aflahæsta skip vertíðarinnar, hefur borið á land tæp 33 þúsund tonn af loðnu. BRÚÐARMEYJAR, brúðir og brúð- gumar eru áberandi á brúðkaups- sýningunni í Smáralindinni um helgina. Þar getur að líta úrval fatnaðar sem hentar þegar brúð- kaup eru annars vegar og ekki er sýningin síður heppileg fyrir fólk sem verður gestir í brúðkaupi á næstunni því úrval brúðargjafa er þar til sýnis. Á sýningunni má einnig finna flest annað sem tengist brúð- kaupum, svo sem brúðarvendi og brúðkaupstertur. Sennilega eru þar þó engir kökusnúðar með kardimommu- og sykurhúð. Morgunblaðið/Jim Smart Ef þú giftist … EMBÆTTI land- læknis hefur upplýst að eitt til tvö dauðs- föll á ári hérlendis megi rekja til lyfja- mistaka. Þetta kemur fram í grein Lovísu Baldursdóttur í nýj- asta tölublaði Tíma- rits hjúkrunarfræð- inga. Telur Lovísa að ef aðstæður í heil- brigðisþjónustu hér á landi þróist í sömu átt og erlendis megi ætla að mistökum fjölgi. Að sama skapi þurfa heilbrigðisyfirvöld að greiða sífellt hærri fjárhæðir til sjúklinga sem hafa orðið fyrir mis- tökum. Í læknalögum er kveðið á um að yfirmönnum sé skylt að rannsaka öll mistök sem eiga sér stað, til- kynna þau yfirvöldum og sjúklingi sjálfum. Einnig skal yfirmaður beita fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að mistökin gerist ekki aftur. Hins vegar er hvergi í læknalögum kveðið á um á hvaða hátt heilbrigð- isstofnanir skuli standa að skrán- ingu og meðferð mistaka. Lovísa segir í grein sinni að flest mistök í heilbrigðisgeiranum megi rekja til vinnuferla, eða skipulags þjónust- unnar. Starfsmanna- mistök séu mun fátíð- ari. Þá eru brot á ákvæðum um lág- markshvíldartíma lækna og hjúkr- unarfræðinga, vinnu- álag, ófullnægjandi vinnuaðstæður og að- búnaður þekktir áhættuþættir ásamt slæmum merkingum lyfja. Skortur á fag- lærðu fólki og mikil starfsmannavelta auka einnig hættu á mistök- um. Nýr tækjakostur og ástand sjúklings auka auk þess hættu á mistökum samkvæmt grein Lovísu. Talið er að 1% líkur séu á að starfsmaður geri mistök við bestu hugsanlegu aðstæður. Séu að- stæður íþyngjandi eykst hættan. Lovísa telur að skráning, eftirlit og fyrirbygging mistaka við með- ferð sjúklinga sé ekki nægilega góð hér á landi. Árangursríkast sé að skoða og skilja aðdraganda og or- sök mistakanna til að læra af þeim. Þannig má minnka líkurnar á því að þau endurtaki sig í stað ofuráherslu á ábyrðarskyldu einstaklingsins. Standa þarf betur að skrán- ingu mistaka Lovísa Baldursdóttir SIGURBJÖRN Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, telur að væntingar um betri þjónustu við sjúklinga eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi ekki gengið eftir. Til marks um það sé að sumir biðlistar séu ekki að styttast. Þá hafi þjónusta minnkað á sumum sviðum. „Rúmum hefur fækkað í tilteknum greinum, t.d. í taugasjúkdómum, æðaskurðlækningum og krabba- meinslækningum. Fjöldinn átti að standa í stað eða jafnvel aukast. Ákvarðanir hafa verið teknar um lokanir deilda með litlum fyrirvara. Starfsfólkið hefur auðsjáanlega ekki verið haft með í ráðum og óþægindi hafa skapast fyrir aðstandendur sjúklinga,“ segir Sigurbjörn. Hann segir hugsanlegt að skipu- leggja þurfi Landspítala – háskóla- sjúkrahús upp á nýtt. „Menn hafa til- hneigingu til að tala jákvætt um aukin afköst, fleiri innlagnir, styttri legutíma og þar fram eftir götunum. En þar er ekki allt sem sýnist. Það er hugsanlegt að sjúklingurinn beri skarðan hlut frá borði, að hann sé lagður oftar inn en nauðsynlegt er vegna þess að hann fái styttri legu- tíma en hann þarf. Þessi þróun hefur verið í gangi, en ég átta mig ekki á hvort hún er bundin sameiningunni eða hefði orðið hvort eð var. Síðustu árin hefur færst í vöxt að fólk sé út- skrifað veikt og það er jafnvel erfitt að taka inn bráðveika krabbameins- sjúklinga. Ég vil ekki kenna samein- ingunni um það.“ Sameining stytti ekki biðlistana Formaður Læknafélagsins um LSH  Þarfir sjúklinga/B2 FÉLAGALÁN AUKAST Lífeyrissjóðslán til einstaklinga uxu um tæpa 13 milljarða króna á síðasta ári og námu samtals rúmum 84 milljörðum króna um áramótin. Þau hafa vaxið um tæpa 30 milljarða króna á síðustu tveimur árum og hlutfall sjóðsfélagslána af heildar- eignum lífeyrissjóðanna hefur aukist úr 9,9% í 12,4%. 15% feðra í lengra orlof Töluverður hluti feðra, eða 14,9% árið 2001 og 13,2% árið 2002, nýtir sér hluta af sameiginlegum rétti for- eldra til foreldraorlofs til viðbótar við kynbundinn rétt sinn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við fæðing- arorlof til nýbakaðra foreldra á vinnumarkaði á þessu ári verði um fimm milljarðar króna, þar af fari tveir milljarðar til feðra. Manni bjargað úr strompi Slökkviliðs- og lögreglumenn björguðu karlmanni á þrítugsaldri upp úr strompi sem hann festist í þegar hann hugðist nota hann sem inngönguleið þar sem hann var lyklalaus. 280.000 tonna minni afli Heildarloðnuaflinn á yfirstand- andi vertíð verður að minnsta kosti 280.000 tonnum minni en í fyrra verði ekki meiri kvóta úthlutað. Gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti loðnuaflans verði því 4,3 milljörðum króna minni en í fyrra. Spá stríði eftir átta daga Bresk dagblöð spáðu því í gær að Bandaríkjamenn og Bretar myndu hefja hernað í Írak eftir átta daga, jafnvel þótt svo færi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki nýja ályktun sem heimilaði valdbeitingu. Rússar höfnuðu í gær tillögu Bandaríkjamanna og Breta um að Írökum yrði gefinn loka- frestur til 17. mars til að hlíta öllum afvopnunarskilmálum öryggisráðs- ins. Búist við eldflaugatilraun Varnarmálaráðuneyti Suður- Kóreu telur að Norður-Kóreumenn hyggist skjóta eldflaug í tilrauna- skyni á alþjóðlegt hafsvæði á næstu dögum, hugsanlega um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.