Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ K JÖTFARS er á boðstólum með grænum baunum, rauðkáli og kartöflustöppu. Mötuneytið er heimilislegt eftir því og laust við íburð. Ef undan er skilið eitt málverk af á og grjóti. Við borðin sitja bændur á Búnaðarþingi. Í fyrstu ræða þeir um offramboð á kjöti og lágt verð, sem hafi valdið bágri stöðu bænda. En svo taka þeir upp léttara hjal. – Eru bændur miklir orðhákar? spyr blaðamaður. – Þetta var nú tilþrifameira, svarar borðfélagi. Með stækkun búa og meiri menntun stéttarinnar varð meiri atvinnurekendabragur á þessu. Þó getur komið til fjörlegra orðaskipta. Þannig heyrir blaðamaður af því að einn fundarmanna hafi verið með „skemmtilegheit“ og fengið að heyra gamlan húsgang: Sálarmyrkur gegnum gekk glataði styrk og hætti að rata fór að yrkja og aftur fékk aldrei virkilegan bata. Búnaðarþingið stendur aðeins yfir í fjóra daga og er það styttri tími en áður þegar þau stóðu yfir í hálfan mánuð. – Þá var góður tími til að gera eitt og annað, segir bóndi og bætir við: Menn biðu Búnaðarþinganna með eftirvæntingu, en nú megum við ekki vera að þessu. – Við þurfum að sinna búskapnum, segir annar. – Það er orðið svo fámennt í sveitum, segir þriðji. Á Búnaðarþinginu í fyrra var tekist á um hvort höf- uðstöðvar Bændasamtakanna ættu að vera í Reykja- vík. Menn voru á því að efla byggðir landsins, en gátu þó ekki komið sér saman um flytja höfuðstöðvarnar út á land. Sigurður Loftsson frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi orti: Út um landsins byggðu ból bugast vonir manna og borgin er því besta skjól Bændasamtakanna. – Vísan var nákvæmlega eins og menn vildu hafa tillöguna; hún sagði ekki neitt. Þess vegna var vísan lögð fram og samþykkt á Bún- aðarþinginu; meira að segja með nafnakalli, segir Sigurður og hlær. – Það þýðir nú ekkert að tala við ykkur; það eru engin byggðavanda- mál hjá ykkur, segir annar. – Nei, við bara búum þar, svarar Sigurður og hlær meira. – Það er alltaf verið að tala um að efla byggðir landsins en samt bein- ast allar aðgerðir í þá átt að grafa undan byggðunum. Svo verða allir steinhissa þegar áhrifin koma fram, svarar hinn. Á setningu Búnaðarþingsins hélt Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra ræðu og lagði Strandamaðurinn Georg Jón Jónsson á Kjörseyri við Hrútafjörð út af henni: Ráðherra er að berja í bresti og benda á hve fagurt það yrði þegar ríður hann áfram á upprunahesti ættuðum norðan úr Skagafirði. – Mér hefur alltaf fundist Gnúpverjahreppur fallegt nafn, segir blaðamaður hugsi. – Já, það er ekki dónalegt, segir bóndinn sem situr gegnt honum og bætir við glaður í bragði: Ég er einmitt frá Gnúpverjahreppi. – Hvernig fólk eru Gnúpverjar? – Ósköp venjulegt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu körlum. – Gömlu skrýtnu? – Já. – Hvers vegna? – Þeir voru einsetukarlar flestir og áttu því fæstir afkvæmi. – Manstu eftir einhverjum? – Valla í Réttarholti. Hann var með íbúð í fjárhúsunum. En það eru mörg ár síðan hann féll frá. – Kom hann þá aldrei í Stiklum? – Nei, hann var nú ekki nógu skrýtinn til þess, svarar Gnúpverjinn og hlær. Við Gnúpverjar höfum aldrei náð svo langt í furðulegheitunum. Það vekur athygli blaðamanns að gengið er á milli matarborðanna með lista og bændur skráðir í móttöku um kvöldið hjá stjórnmálaflokki. – Ég er búinn að skrá mig á annan lista, segir borðfélagi blaðamanns og vísar listanum frá sér. Hann bætir við brosandi: Þetta er rúmlega fullt starf – það er heimboð í kvöld. – Í raun er þetta brot á hvíldartímanum, segir annar. – Ert þú frá Morgunblaðinu? Blaðamaður hafði verið á leiðinni út úr Bændahöllinni þegar hann er spurður. – Já, svarar hann. – Komdu, ég ætla að sýna þér skrifstofuna, segir ritstjóri Bænda- blaðsins, og æðir með blaðamann inn langan skrifstofugang sem myndi sóma sér vel í hvaða fjósi sem er. Þegar á skrifstofuna er komið ægir saman grænum fánum, bókum, fólki og tölvum. Blaðamaður hafði raun- ar ekki áttað sig á umfangi Bændablaðsins, sem kemur út 21 sinni á ári. Ofan á peningaskáp Bændablaðsins stendur íslenska sauðkindin. Ef- laust er hún að gæta skápsins. Hún er úr grjóti. Eins og fyrirmyndin. Og þrjóska í augnaráðinu. Það borgar sig ekki að fara í störukeppni. Morgunblaðið/Kristinn Borðað með bændum SKISSA Pétur Blöndal kynntist bænd- um yfir kjöt- farsi og kart- öflustöppu ÍSRAELSK herþyrla varð fjórum Palestínumönnum, þeirra á meðal Ibrahim Maqadme, öryggismálastjóra Hamas-hreyfingarinnar, að bana í flugskeytaárás í Gaza-borg í gær. Nokkrir særðust í árásinni. Einn af forystumönnum Hamas, Abdul Aziz al-Rantissi, hvatti liðsmenn hreyfingarinnar til að hefna drápanna með því að vega „ísraelska stjórn- málamenn, þingmenn og ráðherra“. Palestínskir björgunarmenn eru hér við flak bifreið- ar Maqadme eftir árásina í Gaza-borg í gærmorgun. Reuters Hóta að vega stjórnmálamenn í Ísrael VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Suður-Kóreu sagði í gær að Norður- Kóreumenn virtust vera að undirbúa nýja eldflaugatilraun. Háttsettur embættismaður í ráðu- neytinu sagði að svo virtist sem Norð- ur-Kóreumenn hygðust skjóta skammdrægri eldflaug á alþjóðlegt svæði á Japanshafi í tilraunaskyni á næstu dögum, hugsanlega um helgina. Embættismaðurinn sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hefðu gefið út yfirlýsingu um að siglingar væru bannaðar á ákveðnum svæðum á Jap- anshafi. Norður-Kóreumenn skutu eldflaug í hafið 24. febrúar, skömmu áður en nýr forseti Suður-Kóreu sór embættiseið. The New York Times skýrði frá því í gær að norður-kóreskar orrustuþot- ur, sem hindruðu flug bandarískrar njósnavélar í alþjóðlegri lofthelgi á sunnudaginn var, hefðu að öllum lík- indum ætlað að neyða njósnavélina til að lenda í Norður-Kóreu og taka áhöfn hennar í gíslingu. Ein þotnanna var aðeins 15 metra frá njósnavélinni um 240 km undan strönd Norður- Kóreu og orrustuþoturnar eltu hana í 22 mínútur. Hafna tillögu Bush Fregnir hermdu í gær að Norður- Kóreustjórn hefði hafnað tillögu George W. Bush Bandaríkjaforseta um að Kínverjar, Rússar, Japanir og Bandaríkjamenn hæfu viðræður við stjórnvöld í Pyongyang til að reyna að leysa deiluna um kjarnavopnaáætlun þeirra. Norður-Kóreumenn vilja tví- hliða viðræður við Bandaríkjastjórn. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eiga í viðræðum við stjórn Suður-Kóreu um að flytja bandaríska herliðið í Suður- Kóreu heim eða til annarra staða sunnar á Kóreuskaga. Var það haft eftir Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, á dögunum. „Við höfum átt í viðræðum við suð- ur-kóresk stjórnvöld um þetta mál og ég býst við að einhverjar breytingar verði gerðar,“ sagði Rumsfeld á fundi með starfsmönnum varnarmálaráðu- neytisins og fulltrúum hersins. Hann bætti við að ekki væri ráðið hvort bandaríska herliðið í Suður- Kóreu yrði flutt heim til Bandaríkj- anna, til herstöðva sunnar á Kóreu- skaga eða til herstöðva annars staðar í Austur-Asíu. Talið að N-Kóreumenn hyggist skjóta eldflaug Seoul. AFP, AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur gef- ið í skyn að hún muni ekki andmæla því að Ísraelar bregðist við af hörku geri Írakar eldflaugaárás á þá. Er þetta þveröfugt við afstöðu Banda- ríkjamanna í Persaflóastríðinu, er þeim tókst að telja Ísraela ofan af því að svara Scud-flaugaárásum Íraka. Óttuðust Bandaríkjamenn þá að aðgerðir Ísraela myndu vekja andúð arabaríkja og þannig rjúfa al- þjóðlega samstöðu gegn Írökum. Komi nú til stríðs við Íraka á ný segja bandarískir embættismenn að þeim myndi þykja betra ef Ísraelar héldu sig til hlés ef þeir yrðu ekki fyrir miklu tjóni. En Bandaríkja- menn myndu ekki koma í veg fyrir hefndaraðgerðir ef manntjón yrði mikið í Ísrael. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur sagt að hann viðurkenni rétt Ísraela til sjálfsvarnar, og for- sætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hefur sagt að þótt þjóð sín myndi hefna árása er yllu miklu manntjóni eða væru gerðar með efna- eða líf- efnavopnum yrði ekki ástæða til að hefna eldflaugaárásar sem ekki ylli tjóni. Á bak við tjöldin hefur náðst sam- komulag um að ef árás á Ísrael hef- ur ekki skelfilegar afleiðingar, en er engu að síður hörð, myndu Ísraelar og Bandaríkjamenn ræða málið og ákveða hvort þeir ættu að svara árásinni, að því er embættismenn segja. Því geti svo farið að ríkin verði ekki sammála. En breytt afstaða Bandaríkja- manna í þessu viðkvæma máli sýnir hversu miklu nánara samstarf þeir hafa við Ísraela vegna hugsanlegs stríðs nú en þeir höfðu fyrir Persa- flóastríðið. Í báðum löndunum eykst nú þrýstingurinn á Bush með að hann gefi Ísraelum frjálsar hendur við sjálfsvarnir. Í Bandaríkjunum hvetja bæði gyðingasamtök og íhaldssöm sam- tök kristinna, sem veitt hafa Bush tryggan stuðning, forsetann til að leyfa Ísraelum að fara sínu fram. „Ég er ekki viss um að við gætum hindrað Ísraela, en ég held að við ættum ekki að reyna það. Það væri ekki rétt af tryggum bandamanni að gera annað eins og það að halda aft- ur af Ísraelum til að tryggja að eng- in bandalagsþjóð Bandaríkjamanna dragi sig til baka,“ sagði Gary Bau- er, þekktur íhaldsmaður sem hefur unnið að skipulagningu samtaka gyðinga og kristinna til stuðnings Ísrael. Stjórn Bush myndi ekki halda aftur af Ísraelum AP Bandarískur hermaður á verði við Patriot-eldflaugaskotpalla á sam- eiginlegri varðstöð Bandaríkja- manna og Ísraela við Jaffa, suður af Tel Aviv í Ísrael. Washington. Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.