Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LITLAR sjáanlegar framfar-ir hafa í raun orðið í Kosovoá þeim tæplega fjórum ár-um sem Sameinuðu þjóð-irnar og Atlantshafsbanda- lagið (NATO) hafa farið þar með stjórn mála, í kjölfar þess að serb- neskar öryggissveitir hröktust þaðan á brott eftir loftárásir NATO 1999. Vísbendingar eru þó um að samskipti Albana og Serba – þeirra fáu sem eft- ir eru í Kosovo – séu ögn friðsamlegri, svo virðist sem tíminn hafi tekið til við að græða þau sár sem átökin 1998– 1999 skildu eftir sig. Ljóst er að tvennt stendur Kosovo einkum fyrir þrifum. Hið fyrra er stjórnarskrárleg staða héraðsins en því er nú stjórnað af sérstökum full- trúa Sameinuðu þjóðanna; Þjóðverj- anum Michael Steiner. Engin niður- staða er komin í það hvort áhrifaaðilar í alþjóðamálunum vilji að Kosovo verði sjálfstætt ríki eða hvort neyða eigi Kosovo-Albana, sem telja meira en 90% íbúanna, til einhvers sambands við Serbíu. Bandaríkja- menn eru sagðir aðhyllast fyrri kost- inn en Evrópumenn óttast hins vegar frekari óstöðugleika á Balkanskagan- um, verði Kosovo veitt sjálfstæði. Á hinn bóginn má ljóst vera að seinni kosturinn er ekki raunhæfur. Albanar munu aldrei taka slíkt í mál. Undanfarið ár hefur Steiner rætt um að ákveðin skilyrði verði að hafa verið uppfyllt, áður en tekist verði á um stóra spursmálið (Steiner talar um „standards before status“) en marga grunar að helst vilji menn ein- faldlega ekki þurfa að takast á við þessa spurningu: henni ýta menn semsé á undan sér. Skyndikennsla í lýðræði Stefnt hafði verið að því að smám saman yrði dregið úr völdum Steiners – sem segja má að sé einvaldur; þrátt fyrir að búið sé að kjósa sérstakt heimastjórnarþing hefur hann sem fyrr neitunarvald gegn öllum álykt- unum sem þaðan koma – og að heima- menn tækju við. Þessi þróun hefur hins vegar verið hæg, stjórnmála- mönnum til mikillar armæðu sem bíða þess óþreyjufullir að fá að ráða sínum málum sjálfir. Fyrir þessari hægu þróun eru auð- vitað gildar ástæður. Fulltrúar SÞ og annarra stofnana, sem þarna koma að málum, hafa viljað tryggja réttindi minnihlutahópa (Serba, sígauna og annarra sem fyrst eftir átökin máttu sæta ofsóknum) og að búið væri að koma á fót lýðræðisstofnunum þeim, sem þarf til að Kosovo verði það opna og frjálsa samfélag, sem að var stefnt. Þá hefur spilling verið landlæg í Kos- ovo og ýmsir áhrifamenn í stjórnmál- um, sem ólust upp við sósíalisma Tító- tímans, hafa lagt áherslu á að skara eld að eigin köku, fremur en skapa skilyrði fyrir opnu og lýðræðislegu markaðssamfélagi. Kemur einfaldlega á daginn, hér sem annars staðar, að lýðræði verður ekki kennt á örfáum árum; þar er um að ræða ferli sem tekur mörg ár, ef ekki áratugi, og því þarf að fylgja ákveðin hugarfarsbreyting. Athygli vekur þó reyndar í þessu sambandi, að helstu stjórnmálaleið- togar héraðsins hafa kunnað mætavel að tileinka sér þau hugtök, sem fulltrúar alþjóðasamfélagsins hamra á; lýðræði, mannréttindi, frjálst hag- kerfi og umburðarlyndi gagnvart öðr- um þjóðarbrotum. Vakti athygli blaðamanns að bæði Ibrahim Rugova og Hashim Thaci, leiðtogi næststærsta stjórnmála- flokksins í Kosovo (PDK), ræddu um mikilvægi einkavæðingar í viðtali, sem þeir áttu við Morgunblaðið. Spurningin sem því miður vaknar er sú hversu djúpur skilningur þeirra og virðing fyrir slíkum hugtökum ristir; hvort hugsanlega sé aðeins verið að segja fulltrúum alþjóðastofnananna það sem þeir vilja heyra. Erfitt að fá fjárfesta inn Hitt atriðið, sem veldur erfiðleikum í Kosovo, er sú staðreynd að erfitt er að fá utanaðkomandi aðila til að fjár- festa í héraðinu; m.a. vegna fyrra at- riðisins. Alþjóðafjármálastofnanir eru t.a.m. tregar til að lána fé til verkefna þar, enda miðast lán þeirra oft við rík- isábyrgðir – en sem fyrr segir er Kos- ovo ekki sjálfstætt ríki heldur undir verndarvæng SÞ. Þá hafa ýmis mannúðarsamtök, sem dældu fé í góðgerðarverkefni í Kosovo fyrstu misserin, nú snúið sér að öðru; verkefnin blasa við í Afgan- istan, svo dæmi sé tekið. Loks er altalað að albönsk mafía hafi hér mikil umsvif, sem ekki eykur líkurnar á því að laða erlent fjármagn til héraðsins. Er haft í flimtingum að þessi öfl tengist PDK-flokki Thacis tryggðaböndum. Annað sem veldur óvissu er ör- yggisástandið, en sá möguleiki er allt- af fyrir hendi að átök blossi upp að nýju, í Kosovo eða nágrannalandinu Makedóníu. Eignarrétturinn er óljós í Kosovo, þó að SÞ hafi verið að vinna að úrbótum í þeim efnum, og slíkt er auðvitað ekki til þess fallið að menn vilji fjárfesta. Gagnrýna má heimamenn, þ.e. Kosovo-Albana, fyrir að einblína um of á sjálfstæðiskröfuna. Oft á tíðum virðist sem þeim sé ókleift að einbeita sér að þjóðþrifamálum, vegna þess hversu ofarlega í huganum fullveld- isdraumurinn er. Þarf ekki annað en aka um héraðið til að sjá að mikið vantar upp á að menn sýni frumkvæði og hugvit; allir virðast vilja selja bens- ín, kókdósir, opna netkaffihús eða selja sígarettur. Fæstum virðist detta nokkuð nýtt í hug, sem selja megi öðru fólki. Ekki búið að tryggja rafmagn En það má sannarlega gagnrýna alþjóðastofnanirnar einnig. Furðu vekur til að mynda að íbúar Kosovo skuli enn þurfa að búa við þann skort á raforku sem er staðreynd; jafnvel þó að unnið hafi verið að úrbótum í þeim efnum allt frá því að SÞ komu til skjalanna sumarið 1999. Var því haldið fram við blaðamann í heimsókn til Kosovo í vikunni að mis- tökin hafi falist í því að menn tóku í upphafi að reyna að gera við og við- halda gömlum raforkustöðvum, sem eru í útjaðri Kosovo. Staðan sé sú í dag að þær séu einfaldlega handónýt- ar; þó sé búið að eyða jafnmiklu fé í viðhald þeirra og hefði kostað að reisa glænýtt orkuver fyrir þremur árum. Er óhætt að segja að það fé, sem al- þjóðastofnanir og góðgerðarsamtök hafa dælt inn í Kosovo, sé ekki ýkja sjáanlegt í umhverfinu (þó að þess beri að geta að búið er að framkvæma umfangsmiklar viðgerðir á vegakerf- inu). Sá sem þessi orð ritar undrar sig til dæmis alltaf á því hvers vegna ekki er ráðist í umhverfis- og tiltektarátak: þar sem atvinnulausum Kosovo-bú- um – atvinnuleysið er um 50% um þessar mundir – yrði borgað lítið fé fyrir að tína upp kókdósir og annað rusl í náttúrunni. Áður en ráðist er í að reyna að gera stærri drauma að veruleika er nefni- lega ágæt regla að hafa tekið til í garðinum sínum heima. Reuters Þúsundir Kosovo-Albana mótmæltu því fyrir rúmri viku að stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag hefði gefið út ákæru á hendur Fatmir Limaj, fulltrúa á heima- stjórnarþingi héraðsins og fyrrverandi foringja í Frelsisher Kosovo (UCK). Framfarirn- ar ekki ýkja sjáanlegar Þó að tæplega fjögur ár séu liðin síðan átökum lauk í Kosovo-héraði vantar enn mikið upp á að aðstæður séu þar viðunandi. Davíð Logi Sigurðs- son heimsótti Kosovo í byrjun vikunnar. david@mbl.is I BRAHIM Rugova var óum- deildur leiðtogi Kosovo- Albana lengi framan af. Það var hann sem á sínum tíma markaði þá stefnu að sjálf- stæðisbarátta þeirra skyldi verða háð með friðsömum hætti; ekki ætti að taka upp vopn eins og gert var í Slóveníu, Króatíu og í Bosníu- Herzegóvínu. Rugova taldi öruggt að alþjóðasamfélagið myndi huga að réttindum Kosovo-búa þegar samið yrði um frið á Balkanskaganum. Svo fór þó ekki, Kosovo „gleymdist“ við samningaborðið í Dayton í Ohio þeg- ar samið var um frið í Bosníustríðinu 1995. Í þessu liggja rætur átaka í Kosovo 1998–1999, auk þeirra of- sókna sem Kosovo-Albanar máttu þola af höndum Serba í héraðinu. Ein af afleiðingum þess að ekki var tekið á málefnum Kosovo við samningaborðið 1995 var sú að tiltrú á Rugova minnkaði heimafyrir. Reiðir ungir menn (sjá viðtal við Hashim Thaci annars staðar á opnunni) töldu ljóst að trúin á passíva mótspyrnu myndi engu skila, beita yrði öðrum brögðum, aðeins máttur sverðsins yrði til að tryggja réttindi Kosovo- Albana og sjálfstæði héraðsins frá Belgrað, þar sem Slobodan Milosevic réð ríkjum. Þrátt fyrir þetta hefur Rugova haldið stöðu sinni sem helsta sam- einingartákn Kosovo-Albana þó að færri hafi trú á að hann sé rétti mað- urinn til að stjórna landinu. Flokkur hans, LDK, er stærsti flokkurinn á þingi og sjálfur var Rugova kjörinn forseti héraðsins eftir þingkosning- arnar 2001. Forseti hvers skal ósagt látið, Kos- ovo er ekki sjálfstætt ríki og Samein- uðu þjóðirnar og Atlantshafs- bandalagið (NATO) stýra héraðinu, en ekki heimamenn. Þakkar Íslendingum aðstoðina Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Rugova að máli skömmu eftir athöfn á flugvellinum í Pristina sl. mánudag sem haldin var í tilefni þess að Ís- lendingar tóku formlega við stjórn flugvallarins. Notaði Rugova þetta tækifæri til að þakka Íslendingum fyrir að taka verkefnið að sér, sem og fyrir þá vinsemd sem þeir hefðu sýnt Kosovo-Albönum sem hraktir voru frá heimilum sínum þegar djöf- ulgangurinn var sem mestur 1999. Sjálfstæði skiptir ykkur mestu máli – en það virðist vera uppi eins konar pattstaða í þeim málum. Eru það þér vonbrigði? „Ég hef farið fram á að Kosovo verði viðurkennt sem sjálfstætt ríki sem allra fyrst. Sem stendur erum við hins vegar í samstarfi við stofn- anir alþjóðasamfélagsins. Sjálfstæði myndi róa hluti í Suð- austur-Evrópu í heild sinni. Íbúar Kosovo vilja sjálfstæði sem allra fyrst, en það er ekki ástæða til að gera of mikið úr vonbrigðunum; að mörgu leyti stafa þau af því hversu skammt er nú í að markmiðið náist. Við viljum þó að þetta eigi sér stað fyrr en síðar.“ Við hvað miðarðu þá – fulltrúar alþjóðasamfélagsins tala um ár, jafnvel áratugi, í þessu sambandi? „Við gerum þá kröfu að þetta ger- ist fyrr. Og alþjóðasamfélagið hefur á þessu skilning. Ég trúi því að alþjóða- samfélagið muni komast á þá skoð- un að betra sé að þetta gerist fyrr en seinna. Miklar framfarir hafa nefnilega átt sér stað á þeim þremur og hálfu ári sem eru liðin frá stríðinu. Með viðurkenningu sjálfstæðis yrði okkur gert kleift að sækja um fé úr sjóðum alþjóðlegra fjármálastofnana, en það skiptir sköpum fyrir okkur. Ég er hlynntur sjálfstæðu Kosovo sem yrði aðili að stofnunum Evrópu og að Atlantshafsbandalaginu (NATO), að ekki sé talað um varanlegt vináttu- samband við Bandaríkin. Bandaríkin hafa hjálpað okkur mjög mikið,“ segir Rugova. Sögur heyrast af vaxandi spennu í samskiptum íbúa Kosovo og starfsliðs alþjóðastofnana. Hefur þú áhyggjur af slíkri þróun? „Um slíkt er ekki að ræða. Þjóðin veit að Sameinuðu þjóðirnar og aðr- ar stofnanir, sem hér hafa útibú, eru hér til að veita okkur aðstoð og hjálp. Hvað stofnanirnar sjálfar varðar þá snýst spurningin um að þeim er ætlað að afhenda Kosovo-búum meiri völd um eigin mál, þar eru átakalínur.“ Segir Rugova að Steiner hafi lýst því yfir að stefnt sé að því að fulltrú- ar heimamanna taki smátt og smátt við þeim völdum, sem hann hefur sem æðsti embættismaður SÞ. Því fyrr sem þetta ferli fari af stað, því betra. Segist Rugova hér vera að tala um mikinn meirihluta þjóðarinnar. Auðvitað séu til þeir sem vilji al- þjóðastarfsliðið á burt. „99% þjóðar- innar styðja hins vegar veru alþjóða- starfsliðsins í Kosovo.“ Kosovo þarfnast fjármagns Rugova átti fund með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra á mánu- dag og vék hann þar m.a. að því hvort möguleiki væri á því að aðilar á Íslandi vildu fjárfesta í Kosovo. Hann sagðist vilja styrkja tengsl Kos- ovo og Íslands, ekki síst í efnahags- málunum. Lýsti hann markmiðunum þannig að stefnt væri að einkavæð- ingu, auknum samskiptum Serba og Albana og lýðræðisþróun í landinu. „Við getum lært ýmislegt af sögu ykkar, eins og raunar af öðrum minni þjóðum sem hafa þurft að takast á við þau verkefni sem fylgja því að menn taki við stjórn eigin mála,“ sagði Rugova í samtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson „Bandaríkin hafa hjálpað okkur mjög mikið,“ segir Ibrahim Rugova. Sjálfstætt Kosovo verði aðili að ESB og NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.