Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Piper Cub, TF-KAS. Luscomb, TF-KAT. Jón H. Júlíusson flugvirki. UM ÁRAMÓTIN 1943–1944 voru nokkrir svif-flugmenn að ræðasaman um drauminnað eignast kennslu- flugvél. Fannst mönnum að nú væri kominn tími til að menn lærðu vélflug hér á landi og stofn- aður löggiltur flugskóli, sem gæti útskrifað einkaflugmenn og und- irbúið menn til atvinnuflugprófs. Á svifflugæfingum á Sandskeiði og einnig á fundum Svifflugfélags- ins var félögum tíðrætt um að finna leið til þess að kaupa flugvél til kennsluflugs. Eftir töluverðan undirbúning var komin samstaða 20 manna um að stofna flugskóla og fékkst loks leyfi Flugmála- stjórnar til starfseminnar og var félagið formlega stofnað 16. júlí 1944. Stofnendurnir voru allir meðlimir Svifflugfélags Íslands og samþykkt af meirihluta félags- manna að láta skólann heita Vél- flugdeild Svifflugfélags Íslands. Stofnendurnir skuldbundu sig til að leggja fram fé til kaupa á flug- vél og einnig fé til reksturs flug- skólans. Skólinn var því óháður Svifflugfélaginu, en ef skólinn hætti störfum gengu eignir hans til SFFÍ. Ákveðið var að leita til Sigurðar Ólafssonar flugstjóra, eins af stofnendum Loftleiða. Hann var að undirbúa ferð til Ameríku til þess að kaupa farþegaflugvél fyrir Loftleiðir. Sigurður tók vel í að kaupa hagkvæma kennsluflugvél fyrir vélflugdeildina. Í september 1944 keypti Sigurður tvær Lus- comb Silvari 8A flugvélar af Troy Flyers INC. í New York. Önnur vélin var keypt fyrir Filippus bræður og félaga þeirra. Lus- combarnir komu til landsins síðast í september, en breska hernáms- liðið neitaði okkur um að setja vél- arnar saman á Reykjavíkurflug- velli, og einnig flugæfingar hvar sem var á landinu. Fluttum við þá Luscombinn upp á Sandskeið og settum hann þar saman. Að því loknu kom Axel Kristjánsson í Rafha, skoðunarmaður Flugmála- stjórnar, og gaf út flughæfnisvott- orð. Strákarnir sem „hræddust ekki hervélar Hitlers“ Margar leiðir voru reyndar með aðstoð ýmissa diplómata og vin- skapar við að fá flugrekstrarleyfi hjá hernámsliðinu. Tveir sterkustu stuðningsmenn svifflugs og reynd- ar alls flugs, þeir Agnar Kofoed- Hansen lögreglustjóri og Guð- brandur Magnússon forstjóri ÁTVR reyndu að þoka málinu áfram, en allt kom fyrir ekki. Að síðustu leitaði stjórn félagsins til Vestur-Íslendingsins Ragnars Stefánssonar ofursta í bandaríska setuliðinu. Hann tók okkur vel og sagðist skyldu gera hvað sem hann gæti við að útvega okkur leyfi til reksturs skólans. Hann hélt samt að það myndi taka nokkrar vikur að fá svar: Já eða nei. Heimsstyrjöldin stóð nú sem hæst og Bretar og Bandaríkja- menn voru farnir að hafa betur í stríðinu. Þá loks fékkst leyfi til kennsluflugsins, með nokkrum ákveðnum skilyrðum. Breski flugherinn var flúinn frá Kaldaðarnesflugvelli vegna vor- flóða í Ölfusá og varð fyrir miklu tjóni á vélum og öðru stríðsgóssi. Setuliðið gaf leyfi til að við not- uðum Kaldaðarnesflugvöllinn til flugæfinga. Leyfið var veitt „þess- um strákum sem hræddust ekki hervélar Hitlers“. Flugvélar óvina- hersins flugu oft á stríðstímanum yfir Suðurlandið á leið sinni til Reykjavíkur og Keflavíkur. Við höfðum ekki talstöðvar, en þær voru bannaðar af öryggis- ástæðum. Síma höfðum við ekki heldur og gátum því ekki látið vita til Reykjavíkur ef við heyrðum í eða sáum þýskar sprengjuflugvél- ar. Við þekktum þýskar vélar af myndum og af vélarhljóði, sem var ólíkt vélarhljóði bresku og banda- rísku hervélanna. Setuliðið setti okkur stífar flug- reglur. Við máttum ekki fljúga stærri hring út frá flugvellinum, en að Ármóti, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Ingólfsfjalli og norður með Ölfusá að sjó. Okkur var tjáð að ef við færum út fyrir þessi mörk, ætt- um við á hættu að verða skotnir niður af loftvarnarbyssum. Her- menn setuliðsins myndu ekki þekkja flugvél okkar og telja hana því óvinaflugvél. Flugskólinn fékk undanþágu hjá hernum í nokkra daga til að setja flugvélina saman á Sandskeiðinu og til reynsluflugs þar, en ekki mátti fljúga neitt út frá Skeiðinu. Kristinn Olsen, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, prufu- flaug Luscombnum, að samsetn- ingu lokinni og kenndi okkur fyrstu flugtökin. Á Sandskeiðinu var lítil braut milli djúpra sprengigíga, en þeir voru út um allt Skeið til þess að varna því að óvinaflugvélar gætu lent þar öllum að óvörum. Ekki var það að ástæðulausu að herinn hafði áhyggjur á þeim möguleika að þýskar flugvélar lentu á Sandskeiðinu, því þýski ræðismaðurinn Werner Gerlach hafði sést keyra, rétt fyrir hernám- ið, hvað eftir annað með ofsahraða þvert og endilangt Sandskeiðið. Við urðum vitni að því á svif- flugsæfingum, að þýskar sprengi- flugvélar flugu lágflug í nokkurra feta hæð yfir Sandskeiðinu í átt til Reykjavíkur. Þær hafa sjálfsagt Luscomb TF-KAB, Stearman TF-KAU og Tiger Moth TF-KAV. Fyrir framan vélarnar eru þeir Halldór Beck, Guðmundur Baldvinsson og Hörður Jónsson. Sigurður H. Ólafsson gjaldkeri. Matthías Matthíasson ritari. Fyrsti vélflug- skóli á Íslandi Draumurinn um kennslu vélflugs á Íslandi varð að veruleika á árum síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir tilstilli félaga Svifflugfélagsins. Kennslunni var þó sniðinn þröngur stakkur og fóru æfingar fram á Kaldaðarnesflugvelli. Matthías Matthíasson (með flugskírteini 139) rifjar upp skóladvölina. Ásbjörn Magnússon meðstjórnandi. Kjartan Guðbrands- son formaður. Guðmundur Baldvinsson framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.