Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G VELTI því fyrir mér hvort maðurinn á bak við glerborðið hafi fengið sérstakan bón- us hjá tímanum vegna langrar og dyggrar þjónustu í hans þágu. Franch Michelsen úrsmiður er enn að störfum í fyrirtækinu sem faðir hans stofnaði 1909 á Sauðárkróki og það eru ekki að sjá á honum þreytu- merki. Franch gefur lítið út á svona vangaveltur, brosir og segir að nú sé nafni sinn og sonur tekinn við rekstr- inum og sé þar með þriðji úrsmið- urinn með þessu nafni sem starfi á Ís- landi og fjórði ættliðurinn kominn á samning. Föður sinn segir hann hafa komið frá Danmörku til Sauðárkróks fyrir nær 100 árum, gagngert til þess að vinna við úrsmíði. Það fer raunar léttur hrollur um mig þegar ég hugsa um allar þær til- viljanir sem þarf til þess að hver og ein mannvera geti orðið til. Hefði hinn 25 ára gamli Jóti, Jörg- en Frank Michelsen frá Horsens, ekki lagt leið sína um Strikið í Kaup- mannahöfn vorið 1907 og hitt þar mann sem bauð honum starf á Íslandi hefði viðmælandi minn t.d. aldrei orð- ið til. Jörgen Frank var alls ekki á leið til Íslands þennan vordag heldur til Nýja-Sjálands þar sem hann hafði heyrt að góðir atvinnumöguleikar væru fyrir úrsmiði. Hann var nýkom- inn úr herþjónustu eftir hálft þriðja ár og framtíðin blasti við fullkomlega óráðin. Af ævintýralöngun æskunnar tók hann þessu atvinnutilboði frá Íslandi. Hann fékk far með farþegaskipinu Sterling sem var í för með Konungs- skipinu Birma, en það lagði af stað til Íslands sunnudaginn 21. júlí kl. 14.00 með Friðrik VIII og föruneyti innan- borðs, áleiðis í opinbera heimsókn til Íslands. Sterling kom til Reykjavíkur snemma morguns 29. júlí og þar með var Jörgen Frank búinn að leggja að baki talsverða leið til þess að nálgast Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöð- um í Sölvadal sem síðar varð móðir söguhetju okkar. Hún hafði yfirgefið foreldrahúsin á Akureyri eftir að þau brunnu til kaldra kola 18. október 1906, komið við í tveimur vistum en farið svo til Maríu systur sinnar á Sauðárkróki 1908 – og þá fór senn að draga til tíð- inda. Þar var þá fyrir Jörgen Frank Michelsen, orðinn sjálfstæður at- vinnurekandi. Hann hafði fyrst unnið á annað ár hjá Jóhannesi Norðfjörð en þegar hann hætti ákvað hinn ungi Dani að stofna sitt eigið úrsmíðaverk- stæði á Sauðárkróki, þar sem þá voru 443 íbúar. Hann fór til Danmerkur til að útvega sér viðskiptasambönd og sneri svo aftur til Sauðárkróks og átti ekki afturkvæmt á heimaslóðir fyrr en 26 árum síðar og aldrei síðan. Þess má geta að Franch Michelsen hefur ritað ævisögu föður síns; „Danski úrsmiðurinn sem varð Skag- firðingur“, sem kom út árið 2001 á vegum Sögufélags Skagfirðinga. „Þegar faðir minn kom til Dan- merkur eftir 26 ára veru á Íslandi voru allir hans kunningjar dánir eða fluttir og hann hafði fjarlægst systk- ini sín þrjú svo mjög að hann dreif sig sem fyrst aftur heim til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi,“ segir Franch sonur hans. Það var enda ekki í kot vísað fyrir Jörgen Frank að koma heim, hann átti gott hús og heimili, hafði þá eign- ast 12 börn með Guðrúnu konu sinni, sem hann kvæntist 10. júní 1910. Ári áður keypti hann húsið Baldur og rak þar fyrirtæki sitt þar til seint á árinu 1912 að hann keypti sýslumannshúsið á Sauðárkróki og í því timburhúsi, sem var hæð og ris með kjallara, fæddist Franch Bertholt kl. 23.00 hinn 31. desember 1913. „Ég rétt náði að fæðast á því herr- ans ári. Ég var fjórða barn foreldra minna og elstur sjö sona þeirra. Mamma þótti fríð kona, hún var yf- irveguð í fasi og hvorki skammaði né sló til okkar strákanna þótt mikið gengi stundum á. Hún talaði alvar- lega við okkur og við hlýddum. Hún var mikill sáttasemjari og mjög heimakær, næm og draumspök og einkar hjálpsöm. Hún var ekki í kvenfélaginu, sem þó þótti fínt. Hins vegar beitti hún sér fyrir að safna fyrir elliheimili. Hún hafði sem ung stúlka unnið á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki sem mágur hennar og systir sáu um rekstur á þá. Hún fór þaðan í vist til Popp kaup- manns, þar sem faðir minn kynntist henni,“ segir Franch. „Pabbi rak fyrirtæki sitt og stund- aði auk þess búskap, hann átti einna fjölbreytilegastan búpening á Sauð- árkróki, t.d. bæði svín, kanínur og geitur, – en með tveimur geitum hafði hann byrjað búskapinn. Hann var fyrstur til að stunda svínarækt á Sauðárkróki. Foreldrar mínir voru líka með heil- mikla garðrækt og varð ég snemma útfarinn í að reyta arfa. Pabbi byggði sérstaka kartöflugeymslu, jarðhús í Kirkjuklaufinni þar sem sól náði lítt til, og mun þessi geymsla vera til enn í dag. Lærði úrsmíði hjá föður sínum Pabbi var auk úrsmíðanna einnig við gullsmíði þótt hann væri ekki lærður gullsmiður. Hann smíðaði m.a. trúlofunarhringa úr 10 og 20 króna gullpeningum. Það gerði ég líka síðar. Ég lærði hjá pabba úrsmíði og það gerði einnig Guðni A. Jónsson, hann og faðir minn urðu miklir vinir. Pabbi hafði mörg járn í eldinum, auk úrsmíðanna og búskaparins stofnaði hann til að mynda útgerð- arfélagið Tindastól ásamt fleirum. Ég fékk ekkert kaup hjá pabba en ég mátti fá mér vinnu annars staðar með, það var þó ekki létt á kreppuár- unum. Verkstjórarnir sögðu við mig: „Þú þarft enga vinnu, pabbi þinn er auðvald.“ Pabbi var þó aldrei ríkur enda hafði hann mikla ómegð en við bjugg- um í góðu húsnæði og höfðum nóg að bíta og brenna. Ég fór eftir nám hjá pabba suður til Reykjavíkur og vann hjá fyrr- nefndum Guðna A. Jónssyni, hann var góður úrsmiður og hafði stundað framhaldsnám í Danmörku. Ég hafði ekki mikið að gera hjá Guðna og fór skömmu síðar aftur norður til pabba. Ég vildi fara út og læra meira. Pabba fannst það óþarfi en ég fór samt, – við skildum ósáttir. En það lagaðist seinna og hann studdi mig mjög vel. Þetta var árið 1937, en þegar ég ætlaði af stað með skipi til Danmerk- ur fékk ég botnlangabólgu, Jónas Kristjánsson skar mig upp og það gekk allt vel, en vegna þessa seinkaði mér og það var búið að ráða í plássið mitt þegar ég kom til Kaup- mannahafnar. Ég fékk snapvinnu, m.a. í Valby. Ég var heppinn að fá þar vinnu, ég gat unnið þar með skól- anum, það var þó ekki of vel séð af skólayfirvöldum.“ En hvaða eiginleikum þarf góður úrsmiður að vera gæddur? „Hann verður að vera rólegur og ekki skjálfhentur. Hann verður að hafa góða sjón og þolinmæði og þarf að geta hugsað og fundið út hvað er að hverju sinni,“ svarar Franch Michelsen. En skyldi hann vera laginn að „sjúkdómsgreina“ úr og klukkur? „Ég hef nú fengið gott orð fyrir það,“ svarar hann nokkuð stuttlega. „Ég var eini Íslendingurinn í skól- anum úti og mér fannst skólameist- arinn vera mér hliðhollur. Hann bauð mér t.d. að mæta í sinn stað á fyr- irlestur dansks vísindamanns um rannsóknir á Vatnajökli hjá Geo- grafisk Selskab. Ég hafði að baki fjögurra ára nám í úrsmíði þegar ég kom út og átti að vera sex mánuði í framhaldsnáminu en var við það heldur lengur. Meðan ég enn var úti fékk pabbi heilablóð- fall, þetta sögðu mér systkini frá Sauðárkróki sem ég hitti á Ráðhús- torginu. Ég fór þá beint í að ljúka við sveinsstykkið því ég bjóst við að þurfa að fara sem fyrst heim til að hjálpa mömmu. En pabba heilsaðist sem betur fór vel svo ég fór ekki heim að sinni. Ég lauk við sveinsstykkið og fékk einkunina UG sem táknar; óvenju gott. Í hernuminni Danmörku Skólameistari mælti með mér í starf hjá Carl Jonsèn konunglegum úrsmíðameistara. Hann bauð mér fyrsta ár sveinskaup en ég neitaði og fékk ákvæðiskaup og síðar jafn- aðarkaup, 84 krónur á viku. Við vor- um nokkrir starfandi á verkstæðinu, þar á meðal Færeyingur og Svíar. Ég var að vinna þarna þegar Danmörk var hernumin. Ég vaknaði við flug- véladyn um nóttina. Georg og Ottó bræður mínir voru í Kaupmannahöfn við nám líka þegar þetta var. Við vor- um að borða morgunmatinn þegar við fengum fréttirnar. Ég fór gangandi í bæinn og sá þýska hermenn stjórna umferðinni og keypti mér blað á Strikinu til að lesa í hádeginu um her- námið. Ég vildi komast heim til Íslands en það blés ekki byrlega fyrir þá fyr- irætlun. Úlfar Þórðarson augnlæknir var þarna líka og við hugsuðum okk- ur um tíma að fara suður til Ítalíu og taka þar Heklu eða Kötlu sem voru þá í saltfiskflutningum. Ítalía var þá ekki komin í stríðið. En af þessu varð ekki og kvöld eitt hringdi Úlfar í mig og sagði mér frá því að hann væri að fara með bátnum Frekjunni til Ís- lands. Mér þótti súrt í brotið að kom- ast ekki með. Með Esjunni heim til Íslands Ég hafði þá uppi ráðagerðir um að komast til Sviss eða Berlínar, þar sem voru góð úrsmíðaverkstæði. Ég hafði starfað hjá konunglegum hirð- úrsmiði með gott próf og þess vegna var mér opin leið í pláss á góðu verk- stæði. Tveir vinnufélagar mínir hjá Carl Jonsèn bentu mér á Konrad Felsing í Berlín og Göbbels í Genf sem bestu fyrirtækin í þessum lönd- um. Þeir höfðu verið þar. Ég skrifaði til Felsing og fékk ráðningu og at- vinnuleyfi í Þýsklandi en það dróst að ég fengi leyfi til að fara inn í landið. Í þýska sendiráðinu í Kaupmannahöfn var mér sagt að koma aftur eftir viku. Ég frétti að von væri á Esju til Pets- amo í Finnlandi, til að sækja Íslend- ingana, er væru á Norðurlöndum. Ég mætti ekki í þýska sendiráðinu en. fór þess í stað yfir til Málmeyjar og þaðan til Stokkhólms og þar fréttum við að Þjóðverjar hefðu farið með Esjuna til Þrándheims. Eftir viku var Esjan komin til Petsamo. Við fórum með járnbraut yfir alla Svíþjóð – ferð- uðumst daga og nætur. Ég var orðinn lasinn þegar við komum til Petsamo svo Kristbjörn Tryggvason læknir hlutaðist til um að ég fengi pláss í reyksalnum en ekki í lestinni þar sem ég átti að vera. Ekki var þó loftslagið gott í reyksalnum og seint komst ég í ró þar. Þetta var mjög einkennilegt ferða- lag, farnar miklar krókaleiðir, fyrst til Orkneyja þar sem átti að rannsaka skipið. Þeir sem það áttu að gera, tveir menn sem sendir voru frá Reykjavík, mættu ekki svo staðaryf- irvöld lögðu blessun sína yfir brottför okkar. Þegar við komum heim til Ís- lands varð uppi fótur og fit. Allt fór í baklás og nokkrir voru teknir fastir, m.a. Bjarni Jónsson læknir. Sveinn Björnsson og breski sendiherrann gengu í málið og við fengum að fara í land. Georgía kona Sveins var um borð í skipinu, það hefur vafalaust haft sitt að segja. Ég frétti seinna að það hefði fyrst átt að senda skipið út aftur með alla farþegana vegna þess að það hefði ekki verið skoðað eins og til stóð. Á land gekk ég 15. október 1940. Í farteski mínu var ég með nokkur sjónhverfingatæki. Breska liðsfor- ingjanum, er yfirheyrði mig og skoð- aði farangur minn, fannst þetta eitt- hvað grunsamlegt og bað mig að sýna sér nokkur brögð. Ég gerði það. Hann skoðaði ekki meira og sagði að ég mætti fara. Verslunarpláss og hjónaband Ég fór norður á Sauðárkrók og fékk úrsmíðavinnustofuna hjá pabba en hann hafði verslunina. Ég var á Króknum í þrjú ár og hafði allmikið að gera. Ég fékk mér umboðsmenn á nokkrum stöðum, er seldu úr frá mér og tóku við úrum til viðgerða. Ég ætlaði að setjast að á Sauð- árkróki en það gerðist tvennt, mér var boðið verslunarpláss í Reykjavík og svo var hitt að ég var búinn að finna mér konu þar syðra, Guðnýju Guðrúnu Jónsdóttur, sem ég vildi eiga. Ég hafði hitt hana heima hjá skátafélögum í Reykjavík. Hún var nokkrum árum yngri en ég og við höf- um nú verið gift í 57 ár. Við eigum sex börn. Eitt barn misstum við 1954, dreng sem lést tveggja ára, elsti son- ur okkar. Hann var slappur og heitur einn sunnudagsmorgun. Ég hringdi í lækni, Kristbjörn Tryggvason, hann kom og leit á barnið og bað okkur að hringja ef ástandið breyttist. Hann var kominn aftur hálftíma síðar með Sigurð Samúelsson lækni með sér. Sigurður sagði eftir að hafa skoðað drenginn að hann efaðist um að hann lifði daginn af. Hann reyndist sann- spár. Drengurinn lést á sjúkrahúsi um kvöldið. Úrsmíðaverkstæði og utanferð Eins og fyrr gat hafði mér staðið til boða verslunarpláss á Vesturgötu 21a og þar opnaði ég úrsmíðaverkstæði og verslun. Mikill uppgangur var þá á Íslandi. Allt gekk vel nema hvað að á Vest- urgötunni var brotist inn hjá mér og öllum lagernum stolið, farið var inn um gamla hurð sem neglt hafði verið fyrir með texi að innanverðu. Allt var ótryggt en það komst upp hver braust inn. Það gerði breskur her- maður, hluti munanna fannst í dóti sem hann var með í gömlu sundlaug- unum. Úrin voru merkt svo ég gat sannað eignarrétt minn á þeim. Ég fékk eitthvað af þeim aftur. Í framhaldi af rannsókn á þessu máli hér hjá rannsóknarlögreglu kom beiðni frá Bretum um að ég kæmi út til Englands til að bera vitni í herrétti um haustið 1945. Ég fór út með ís- lenskum lögreglumanni og við feng- um svo breskan lögreglumann í liðið þegar út kom. Hermaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og var rekinn úr hernum með skömm. Þetta snerist upp í skemmtiferð hjá mér, réttarhöldunum var frestað í nokkurn tíma vegna hátíðahalda þar sem konungshjónin og dætur þeirra áttu að mæta. Okkur var komið fyrir í útborg Edinborgar og höfðum það mjög gott þar. Við sáum hátíðahöldin, skoðuðum borgina og fórum svo nið- ur til London. En kalt var í vélinni sem við flugum með bæði út og heim aftur. Þetta var hervél, opin fram- arlega og það gustaði mikið inn, við skulfum þótt við værum klæddir í flugmannabúninga og drykkjum te ómælt á leiðinni. Innflutnings- og gjaldeyrishöft Eftir að stríðinu lauk komu til skjalanna innflutnings- og gjaldeyr- isnefnd og það gekk oft erfiðlega að fá leyfi til að flytja inn vörur. Maður þurfti að mæta snemma morguns, þá var yfirleitt komin löng biðröð og lítið fékkst upp úr krafsinu. Ég hafði mikið að gera við úrsmíð- ar og viðgerðir, ég flutti að Laugavegi 39 og þar var ég með fyrirtækið í 49 ár. Alls hafði ég 12 nemendur á þess- um tíma. Meðal þeirra er sonur minn sem nú rekur fyrirtækið hér en hinir eru sumir komnir í beina samkeppni við okkur. Armbandsúrin voru að ryðja sér til rúms á námsárum mínum á Sauð- árkróki og var ég orðinn þeim kunn- ugur. Hjá Carl Jonsèn í Kaupmanna- höfn var ég mikið í viðgerðum á fínum Á sérsamningi við tímann Úr og klukkur hluta sam- viskusamlega sundur ævi- tíma okkar í klukkustundir, mínútur og sekúndur. Franch Michelsen úrsmíða- meistari hefur smíðað og gert við þessi mælitæki um áratuga skeið. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við hann um nokkur atriði úr ævi hans og lífsstarfi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Franch Michelsen úrsmíðameistari á að baki langt starf í þágu tímans, ef svo má segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.