Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 27 og flóknum úrum er aðallinn átti, m.a. gerði ég við úr fyrir Alexöndru drottningu. Með því öðlaðist ég rétt til að sækja um og verða konunglegur hirðúrsmiður. En ég gerði það ekki og sé svolítið eftir því núna, ég hefði þá verið sá eini slíkur á Íslandi. En Íslendingar eru svona, þeir hugsa ekki um svona „pjatt“. Þótt ég sé danskur í föðurætt og hafi dvalið í Danmörku er ég Íslend- ingur í húð og hár – já og Skagfirð- ingur. Höggvarin úr og Rolex-úr Fyrstu armbandsúrin voru ekki höggvarin, en svo komu slík úr til sögunnar. Ég man að það kom til pabba norskur sölumaður með högg- varið úr, hann tók það af sér og henti því í vegginn hinum megin í herberg- inu. Ég hélt að það væri mölbrotið en það var þá heilt og gekk fínt. Nokkuð löngu síðar komu svo batt- erísúrin sem nú eru algengust ásamt úrum sem eru sjálftrekkt – trekkjast upp við hreyfingu. Við fengum umboð fyrir Rolex- úrin. Mér var boðið umboð fyrir þessi dýru úr og afþakkaði það. Taldi að það væri ekki hægt að selja svona dýr úr á Íslandi. Aftur var mér boðið um- boðið og afþakkaði aftur. En í þriðja skiptið sló ég til. Ég seldi fimm Rol- ex-úr fyrsta árið en nú er nokkuð góð sala í þeim. Þau ódýrustu eru á um 300 þúsund krónur og svo er hægt að fá þau upp úr öllu valdi eftir því hvað mikið er í þau borið. Margir útlend- ingar kaupa Rolex-úr hér, þau eru ódýrari hér en víða erlendis og svo fá þeir endurgreiddan virðisaukaskatt- inn. Þessi úr eru með sérstaklega vönduðu verki og mjög til þeirra vandað í hvívetna. Eitt sinn skáti — alltaf skáti Ekki aðeins er Franch Michelsen starfandi enn í fyrirtækinu sem hann stofnaði og rak í áratugi þar til sonur hans og nafni keypti það, hann er líka skáti og er nú að skrá hluta af sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. „Jónas Kristjánsson stofnaði fyrst tóbaksbindindisfélag á Sauðárkróki og í framhaldi af því, 22. mars 1929, var stofnað skátafélag á Sauðárkróki. Ég var kjörinn formaður 1931, þótt ég væri fullungur. Skátahreyfingin var þá að ryðja sér til rúms. Sá sem stofnaði skátafélagið á Akureyri hafði beint samband við Baden-Powell, Gunnar Guðmundsson, mikill áhuga- maður um æskulýðsstarf. Við gáfum út blað, fjölritað, það hét Skátablaðið og var átta síður, ég var ritstjóri þess. Árið eftir flutti ég til Reykjavíkur og Bandalag íslenskra skáta tók þá við blaðinu. Ég tók síðar við ritstjórn blaðsins af og til, m.a. var ég ritstjóri þegar ég var í Danmörku en það var nokkuð úrhendis svo það stóð ekki lengi. Á árum mínum á Sauðárkróki var ég í ýmsum félögum og lenti und- antekningarlítið í stjórn þeirra, svo sem Ungmennafélagsins, Tóbaks- bindindisfélagsins og fél. frímerkja- safnara, er ég stofnaði. Ég gekk t.d. í stúku og var á fyrsta fundi kosinn í embætti er ég hélt í þrjú ár. Svo var það á aðalfundi að stungið var upp á mér í embætti æðstatemplars. Ég mótmælti en það var ekki tekið til greina og seðlum var útbýtt. Ég skrifaði úrsögn á staðnum og fór út. Ég hætti að ganga í félög. Ég vildi helst starfa fyrir skátafélagið.“ Bjargaði tveimur hestum Ég spyr út í skátastarfið og Franch viðurkennir að hann geri lítið af því í dag að rekja spor eins og skátar voru þó frægir fyrir. – „En hvað með góð- verkin,“ segi ég. „Hvað er góðverk?“ spyr Franch á móti og brosir. „Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt í að bjarga hestum,“ segir hann svo treglega. „Ég var inni á verkstæði mínu á Króknum, allt í einu kom hlaupandi maður og sagði að það hefði dottið hestur niður um ís í Miklavatn í Skagafirði. Hann sagði að ég kynni svo mikið af hnútum að ég hlyti að geta hjálpað til að ná hestinum upp. Ég fór með manninum og okkur tókst að ná hestinum upp. Hinum hestinum var bjargað 1938 í Danmörku. Þá var ég í skátaforingja- skóla. Einn daginn var þrekraunaæf- ing og var ég flokksforingi þann dag. Við vorum sendir eldsnemma af stað matarlausir og áttum að þrauka dag- inn einhvern veginn. Þetta var próf- raun. Með í þessu voru svo alls konar æfingar. Við höfðum þegar æft að ná slösuðum manni út úr brennandi húsi. Litlu síðar kom hlaupandi mað- ur og sagðist hafa misst hest ofan í skurð og bað okkur að hjálpa sér að ná honum. Ég hélt að þetta væri ný prófraun en við fórum þó með mann- inum. Þegar við komum að skurð- inum lá þar niðri hestur á bakinu og spriklaði mikið. Við settum kaðla á hestinn og tókst með góðum hnútum að ná honum upp, mjög dösuðum.“ Franch hefur átt frumkvæði að mörgu innan skátafélaganna á Ís- landi. Hann sat m.a. í 18 ár í vara- stjórn og aðalstjórn Bandalags ísl. skáta, þar af „utanríkisráðherra“ í 10 ár. Hann stofnaði Skátablaðið fyrir 69 árum. Ritstjóri Foringjablaðs skáta var hann í 8 ár. Þá var hann ritstjóri Balsins í nokkur ár, sem er málgagn eldri skáta. Franch mun hafa skrifað í skátablöðin mest allra íslenskra skátaforingja og er enn að. Hann kom á Gilwell-foringaþjálfun á Íslandi er markað hefur verulega allt skátastarf og hefur á starfsferli sínum hlotið heiðursmerki úr gulli, þ.á m. tvö frá sænska skátasambandinu og er ann- að þeirra það æðsta sem þeir veita er- lendum skátaforingjum. „Ég starfaði í tveimur skátaflokk- um í Danmörku,“ segir Franch. „Skátastarfið er mikil þjálfun í mann- legum samskiptum. Ég hef sótt ótal skátamót heima og erlendis. Eft- irminnileg er mér skátaráðstefna sem haldin var í Svíþjóð 1939, rétt eftir að Rússar gerðu innrás í Finn- land. Ein kona mætti frá Finnlandi og hélt ræðu og lýsti ástandinu í Finnlandi á þann veg að flestir klökknuðu. Prins Gústaf Adolf stjórn- aði ráðstefnunni og sagði eftir ræðu finnsku konunnar: „Veskú Michel- sen.“ Ég brá á það ráð að slá á létta strengi og það var vel þegið. „Ég tel mig ekki kaupmann, ég er úrsmiður,“ segir Franch. „Ég gekk fljótlega eftir að ég kom suður í Úrsmiðafélag Íslands og síðan í Innkaupasamband Úrsmiðafélags Íslands, í því síðarnefnda var óánægja og sagði ég mig fljótlega úr því. Sama stjórn var í Úrsmiðafélag- inu og var ég strikaður úr því í leið- inni og var ég þar með utan félagsins nokkur ár. Ég var öðru hverju á næstu árum spurður hvort ég ætlaði ekki að ganga á ný í Úrsmiðafélagið. En ég neitaði því, sagðist aldrei sækja um inngöngu í það félag. Loks áttaði sig einn ágætur maður á því sem ég var að segja og mér var í framhaldi af því boðin innganga, sem ég þekktist. Ég hef starfað þar síðan, sat m.a. í stjórn í 6 ár og hef fengið heiðurmerki þess úr gulli. Sonur minn er nú formaður félagsins og rík- ir þar mikil eining.“ Franck hefur fengið til viðgerða 78 þúsund úr á sínum ferli sem skráð er í kladda fyrirtækisins: Franch Michel- sen úrsmíðameistari. Öll úr fá sitt númer í fyrstu innkomu svo hægt sé að sjá hvað gert hefur verið við hvert og eitt þeirra gegnum árin. Lögregl- unni hefur oft tekist að upplýsa inn- brot eftir úrum sem fundist hafa í þýfi, þau hafa komist í hendur réttra eigenda eftir skrá Michelsens. Franch þekkir mjög vel allt sem lýtur að úrum, hann á t.d. að hafa sýnikennslu á aðalfundi Úrsmíða- félagsins í þessum mánuði um við- gerðir á gömlum „cylinder“ úrum, en Franch mun vera eini úrsmiðurinn hér á landi er getur framkvæmt slík- ar viðgerðir. En það er ekki aðeins að Franch Michelsen þekki vel til innviða úra, hann á líka orðið eitt atriði sameig- inlegt með þeim. Þótt svo líti út sem Franch sé á „sérsamningi“ við tímann hefur hann ekki sloppið alveg við hans frægu „tönn“. Franch fékk hjartasjúkdóm fyrir 10 árum og fyrir nokkru var settur í hann gangráður. „Og nú geng ég fyrir batteríi eins og úrin sem ég er að selja og gera við,“ segir hann og brosir til mín í kveðjuskyni. gudrung@mbl.is 40.000 kr. afsláttur fyrir 4ra manna fjölskyldu - Spara›u tugi flúsunda! Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 95 03 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.