Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Handritshöfundar íHollywood (aðminnsta kosti þeirsem skrifa fyrir sjónvarp) eru sagðir miður sín upp til hópa þessa dagana og munu margir hverjir gera lítið annað en að mæla götur draumaborgarinnar með hendur í vösum. Þáttur þeirra við gerð vinsæls skemmtiefnis í sjónvarpi er nefnilega hættur að vera nauðsynlegur. Leik- arar sem hafa haft lifibrauð sitt af því að leika í sjónvarps- þáttaröðum eru líka margir hverjir í tilvistarkreppu sem og leikstjórar slíkra þáttaraða. Raunveruleikasjónvarps- æðið sem hófst með yfirmáta vinsældum Survivor-þáttanna (sem hófu göngu sína sumarið 2000) virðist ætla að verða að- eins meira en sú bóla sem bú- ist var við í fyrstu. Þegar þætt- ir á borð við Big Brother, Who Wants to Marry a Millionare og Temptation Island hófu örugga siglingu í kjölfar vin- sælda Survivor spáðu sjón- varpsspekúlantar því að þrátt fyrir miklar vinsældir þessara nýju þátta myndi nýjabrumið senn fara af þeim og áhorf- endur flykkjast aftur að leikn- um drama- og grínþáttum. En það var öðru nær. Greinin hef- ur þróast og framleiðendur keppast við að búa til nýja þætti undir merkjum hennar sem margir njóta metvinsælda meðal áhorfenda. Af 13 vinsæl- ustu sjónvarpsþáttum þessa vetrar í Bandaríkjunum eru sjö raunveruleikaþættir, þar á meðal Bachelor, Bachelorette, og Joe Millionare, en lokaþátt- ur hans dró að sér fleiri áhorf- endur en nokkuð annað sjón- varpsefni í Bandaríkjunum í vetur, um 40 milljónir manna. Í sumar stendur svo til að frumsýna í Bandaríkjunum að minnsta kosti 24 nýjar raunveruleikasjónvarps- þáttaraðir. Þeirra á meðal eru þættir þar sem tvær ungar konur sem búa við allsnægtir, Paris Hilton (erfingi hótel- keðjunnar) og besta vinkona hennar, flytja inn á fábreytt sveitaheimili. Önnur þáttaröð í svipuðum dúr sýnir líf tveggja fjölskyldna af ólíku samfélags- stigi sem skipta tímabundið um ,,mömmur“. Þá er í bígerð ,,alþjóðleg“ útgáfa af Bachelor þar sem piparsveinn flýgur um heiminn og tínir konur upp í flugvélina sína í leit að hinni einu réttu. Og svo mætti lengi telja. Svo virðist sem raunveru- leikasjónvarpið sé komið til að vera og er ,,blessun“ stórfyr- irtækja eitt af því sem talið er til merkis um að greinin sé ekki lengur á jaðrinum eða neðanjarðar. Kanónur á borð við McDonalds, Ford, Coca Cola og Master Card auglýsa nefnilega ekki hvar sem er. Í fyrstu vildu fyrirtæki sem vönd eru að virðingu sinni ekki skella auglýsingum sínum inn í auglýsingahlé þátta sem taldir voru …ja svona í lágkúrulegri kantinum. Þættir sem eru drifnir áfram af mannlegri nið- urlægingu og berstrípa þrá mannsins eftir athygli og við- urkenningu sama hvað hún kostar þóttu ekki við hæfi virðulegra fyrirtækja; að minnsta kosti ekki til að byrja með. Nú skammast þau sín ekki lengur og auglýsa hvert í kapp við annað og er ,,sam- þykki“ stórfyrirtækjanna lík- lega frekar til vitnis um að það sem sjokkerar á það til að venjast, en hitt að gæði þátta af þessu tagi hafi almennt orð- ið meiri. Stórauknar auglýs- ingatekjur hafa tryggt fjár- hagslegan grundvöll greinarinnar enn frekar – en raunveruleikasjónvarpsþættir eru tiltölulega ,,ódýrir“ í fram- leiðslu miðað við skrifaða og leikna þætti. Sigurvegari Survivor fær til dæmis (einn allra þátttakenda) milljón doll- ara fyrir að taka þátt í öllum þáttunum, á meðan aðalleik- arnir í Friends (sex talsins) fá milljón dollara á mann fyrir hvern einasta þátt. Þegar vikið er að sjálfum vinsældunum og leitast við að skýra forsendur þeirra er við- kvæðið oft hið sama; óskilj- anlegt, hneykslanlegt, þvílíkt rugl, maður skammast sín en horfir samt, það er magnað að svona fólk skuli vera til o.s.frv. Þetta sjónvarpsefni virðist vera þeim eiginleikum gætt að fólk verður hneykslað á sjálfu sér fyrir að fylgjast með og hrífast með, skilur ekki hvers vegna það er að horfa en getur samt ekki hætt. Stundum er líka sagt að þegar skrifað sjón- varpsefni er slæmt þá sé það slæmt, en þegar raunveru- leikasjónvarpsefni er slæmt þá verði það ennþá betra. Um leið er ljóst að raun- veruleikasjónvarp stendur engan veginn undir nafni. Þættirnir eru vandlega klippt- ir og límdir þannig að atburð- arrásin er í stórum dráttum eftir höfði framleiðenda þeirra. Eins er ljóst að margir þátttakenda eru leikarar eða annars konar skemmtikraftar sem vilja koma sér á framfæri og eru því alls ekki að taka þátt á þeim forsendum sem lagt er upp með. Þetta vitum við, en okkur er alveg sama, það er alveg jafn gaman að horfa. Og stundum koma augnablik þar sem þátttak- endur virðast berskjaldaðir og segjast sjá eftir öllu saman; ,,þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á ævinni,“ ,,ef ég hefði vitað að ég yrði svona ástfangin, hefði ég aldrei verið með í þessu,“ ,,ef ég hefði bara fengið að kynnast henni við eðlilegar aðstæður“. Ómögu- legt er að vita hvort fólk mein- ar yfir höfuð nokkuð með þessu. Kannski eru játningar þess efnis að fólk skammist sín nú aðeins fyrir að taka þátt í raunveruleikasjónvarps- þáttum einungis til þess falln- ar að fá mann til að trúa því að þetta sé nú að einhverju leyti raunverulegt allt saman. Og sá vafi sem þátttakendur skilja eftir í huga áhorfenda - eru þeir að grínast eða er þeim al- vara? - virðist duga til að halda okkur við efnið. Trista Rehn, söguhetja Bachelorette – kvenútgáfu Piparsveinsins, talaði einmitt í anda sannrar raunveruleikasjónvarpshetju þegar hún svaraði því hvort henni þætti ekkert undarlegt að hafa kynnst tilvonandi eig- inmanni sínum við þær að- stæður sem þættirnir buðu upp á (það er að segja að hafa valið hann úr hópi 30 manna sem hún ,,kynntist“, og sum- um þeirra allnáið, fyrir framan myndavélarnar). ,,Auðvitað ekki,“ sagði hún, ,,þetta er frá- bær saga. Og þegar börnin okkar spyrja hvernig mamma og pabbi kynntust þá eigum við það allt saman á spólu!“ Ekki skrýtið að meðalhand- ritshöfundi gangi erfiðlega að toppa þetta. Í alvöru. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Í alvöru? bab@mbl.is H VER er uppáhalds frí- stundaiðja þín? Að hlaupast á brott. En íþrótt? Að hlaup- ast á brott.“ Í þessari yf- irlýsingu Dieters Roth er, að mati Laszlos Glozers pró- fessors í nútímalistasögu í Hamborg, fólginn sá kjarni sem einkennir allan listferil þessa kunna listamanns. Þennan kjarna útfærði Dieter síðar nánar í þversögn sem hann áleit sér eiginlega, en hún fólst í því að „koma til þess að fara“ („arriving to depart“). Þessum þætti í fari Dieters og listsköpun gerir Glozer áhugaverð skil í bókinni „Unique Pieces“, en hún var gefin út af Dieter Roth stofnuninni í Hamborg nýverið og er hin fyrsta í þriggja binda röð sem gefin verður út á næstunni. Dieter Roth (1930-1998) er öllum listelskum Íslendingum að góðu kunnur, enda hafði hann mikil áhrif á þær kynslóðir listamanna sem uxu úr grasi á því 40 ára tímabili, frá 1957–1998, sem Ísland var fastur punktur í lífi hans. En Dieter var að sjálfsögðu ekki einungis áhrifavaldur hér á landi, heldur er óhætt að fullyrða að tíminn hafi ótvírætt leitt í ljós mik- ilvægi hans sem eins margbrotnasta og áhrifa- mesta listamanns tuttugustu aldar. Áhrif hans á aðra listamenn eru slík að vísað hefur verið arfleifðar hans með þeim orðum að hann hafi fyrst og fremst verið „listamaður listamann- anna“, eins og segir í kynningu bókarinnar „Unique Pieces“ fremur en listamaður er kom- ið var á framfæri fyrir tilstilli stofnanavaldsins í listheiminum. Þrátt fyrir að Dieter Roth hafi allt fram ásíðustu tíma að mestu leyti veriðóþekkt stærð meðal almennings, ervissulega óhætt að halda því fram að listheimurinn sem slíkur hafi verið frekar fljót- ur að átta sig á því sem í honum bjó. Hann var ekki nema þrítugur þegar hann fékk mikilvæga viðurkenningu fyrir list sína; verðlaun stofn- unar Williams og Normu Copley, en í dóm- nefndinni voru auk Williams Copley sjálfs, þeir Marcel Duchamp, Max Ernst, Herbert Read og Richard Hamilton. Strax um 1967 fór frægð- arsól Dieters að rísa á alþjóðlegum vettvangi og á næstu árum ferðaðist hann mjög víða og sýndi verk sín beggja megin Atlantsála. Dieter var ótrúlega afkastamikill á sviði myndlistar og engin svið hennar voru honum óviðkomandi. Helsta framlag hans til samferða- manna sinna var þó líklega það hversu ferskar, eða jafnvel byltingarkenndar, þær hugmyndir er birtust í verkum hans voru alla tíð. Dieter notaði marga og ólíka miðla til að finna list sinni farveg, svo sem ljósmyndatækni, kvikmyndir, myndbönd, teikningar, hljóðupptökur og drasl af ýmstu tagi, en allt frá því byrjun sjöunda áratugsins voru verk hans þess eðlis að þau kollvörpuðu viðteknum hugmyndum um efnis- eiginleika, hlutverk og tilgang lista. Á þeim tíma hóf hann t.d. að vinna verk er byggðust á rannsókn hans á hverfulleikanum, ekki síst með því að nota óstöðug efni á borð við súkkulaði, ost, krydd og brauð til listsköpunarinnar. Allt frá fyrsta degi voru þessi verk síbreytileg því niðurbrotið – eða rotnunarferlið – varð að mik- ilvægum þætti þeirra. Ef litið er yfir ævistarf hans er ljóst aðDieter safnaði ekki einungis samanmisleitu safni hluta í listrænum til-gangi, heldur var hann einnig afar af- kastamikill við skráningu og flokkun af ýmsu tagi. Þannig tókst honum öðrum fremur að setja þá sundurlausu mola er hrjóta af borði hversdagstilverunnar í það samhengi er um- breytti þeim í kraftmikil og einstök listaverk. Bókverk hans hafa einnig haft mikla þýðingu í gegnum tíðina – en þau skipta hundruðum – og lét Richard Hamilton eitt sinn hafa eftir sér að „bækur hans einar og sér myndu duga til þess að skipa honum í heiðurssæti á sviði lista tutt- ugustu aldar“. Eins og Laszlo Glozer bendir á var í list- sköpun Dieters ætíð fólgin sterk viðleitni til þess að kanna mörkin á milli lífs og lista, en sá könnunarleiðangur varð óhjákvæmilega til þess að stundum skarst í odda á milli hans og stofnana listheimsins eða jafnvel dyggra vina. Dieter gætti þess þannig alla tíð að falla ekki inn í það umhverfi er hugsanlega gæti haft sljóvgandi áhrif á sýn hans á starfsumhverfi sitt eða hlutverk listarinnar í samfélagslegum skilningi. En þótt hann hafi orðað afstöðu sína á þann veg að hann „hlypist á brott“, þá er ástæðulaust að taka þau orð of bókstaflega – þau eru fyrst og fremst myndlíking fyrir þörf hans til að leita stöðugt á ný mið og um leið and- stöðu hans við stöðnun. Þótt honum væru boðn- ar virðingarstöður við kennslu innan listaaka- demíunnar rakst hann illa í þeim hópi og entist því yfirleitt stutt á hverjum stað. Samt eru ótal- margir til frásagnir um það hversu mikilhæfur kennari hann var og víst er að aðferðin sem hann tileinkaði sér og nefndi „engin-kennsla sem kennsla“ (non-teaching as teaching) virðist hafa verið nemendum hans, á þeim umrótatím- um er hann var upp á sitt besta, mikill inn- blástur – einskonar mótvægi við hefðbundnari og kreddufastari kennslu er fyrst og fremst horfði til hefðar fortíðar. Sem dæmi um það hversu öflugur hann var sem kennari má nefna frásögn gamals nem- anda hans og samstarfsmanns, Jan Voss, er hann flutti vorið 1999 við Moore lista- og hönn- unarskólann í Bandaríkjunum og nefndi „Diet- er Roth, minn föðurlegi vinur“. Þar segir hann að Dieter hafi fyrst og fremst litið á listaskóla sem „opinn markað fyrir hugmyndir“. Hann minnist þess er Dieter kom með vin sinn, hinn fræga listamann Robert Filliou, í skólann og nemendurnir urðu vitni að tilurð þekkts verks er Filliou nefndi, „The Principle of Equiva- lence“ (Jafngildislögmálið). Titill verksins vísar auðvitað til kenninga Einsteins um jafngildi, en með verkinu kom Filliou þeirri skoðun sinni á framfæri að það skipti engu máli hvort verk væri „vel gert, illa gert eða ógert“, þar sem hann áleit listina óháða slíkri stigveldishugsun. „Með því einu að setja rauða sokka í gul box“ tókst Filliou „að víkka út hugmyndir okkar um listina með áhrifaríkum hætti“, segir Voss. Námið hjá Dieter afhjúpaði að lokum fyrir hon- um þá staðreynd að sem nemandi á sviði lista var hann „knúinn til að fleygja fyrir borð miklu magni af listtengdri þráhyggju, stöðnuðum list- hugmyndum, listrænum fordómum og meinlok- um, um leið og hann öðlaðist innsýn inn í list sem lífið“. Samtal sem Jan Voss átti eitt sinn viðDieter, afhjúpar einstaklega vel óvenju-lega afstöðu hans til tilverunnar. Í sam-talinu segir Dieter Voss frá erfiðleikum sínum með að nota orðasambönd á borð við „það er“ eða „ég er“, þar sem honum fannst þau svo afgerandi að þau gætu ekki falið í sér mögu- leika til frekari þróunar. Þessi rótgróna andúð Dieters Roth á stöðnun segir meira en nokkuð annað um þann kraft sem knúði hann áfram við rannsókn hans á sambandi lífs og listar. Sú rannsókn náði hápunkti þegar hann, sem fulltrúi Sviss á Feneyjatvíæringnum árið 1982, sýndi sitt eigið hversdagslíf í jafnmarga daga og tvíæringurinn stóð á óteljandi skjám. Þetta sjálfsævisögulega verk, sem hann nefndi „Dag- bók“, sætti miklum tíðindum á sínum tíma, en þar er það einmitt „ferð hans til Feneyja, frek- ar en hin hefðbundna og upphafna viðvera list- ar hans, sem hann leggur fram á þessum áber- andi vettvangi sem sýningu sprottna beint úr daglegu lífi“, eins og Glozer orðar það. Líf Dieters Roth spannaði einhverja mestu átakatíma í heimssögunni. Hann var fæddur í Þýskalandi árið 1930 og var aðeins barn að aldri er heimsstyrjöldin hófst. Sem ungur mað- ur fór hann því ekki varhluta af þeirri hugsun eftirstríðsáranna að fortíðin væri ekki sá jarð- vegur er betri framtíð gæti sprottið úr og í kjöl- farið hefur hann rannsókn sína á eðli (hvers- dags)lífsins og tengslum einstaklingsins við umhverfi sitt. Í þeirri rannsókn „hljópst hann á brott“ frá hefðinni og stofnunum hennar með meðvituðum hætti – ekki af því hann gæti ekki horfst í augu við það sem við honum blasti, heldur vegna þess að hann hafði hugrekki til þess að takast á við og kanna hið óþekkta. Og það er vitaskuld fyrir slíkt hugrekki sem Dieter Roth hefur áunnið sér orðstír þess sem með réttu má teljast „listamaður listamannanna“. Listamaður listamannanna „Án titils“, verk eftir Dieter Roth, unnið í Reykjavík árið 1964 úr hverfulu efnum hversdagsleikans; konfekti, súkkulaði, límbandi, akrílmálningu, móti og málmhandföngum á málmplötu í pappakassa. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.