Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 29 KAMMERHÓPUR Salarins heldur sína fimmtu og næstsíðustu TÍBRÁR-tónleika á þessu starfsári í Salnum í dag kl. 16. Flytjendur eru Peter Máté, Sif Tulinius, Þór- unn Ósk Marinósdóttir og Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson. Tónleikarn- ir eru um klukkustundarlangir með stuttu tónleikaspjalli en að þessu sinni er það tónskáldið Þor- kell Sigurbjörnsson sem segir stuttlega frá Brahms og verk- unum tveim sem flutt verða á tón- leikunum, Scherzo fyrir fiðlu og píanó og Píanókvartett í A-dúr. Tónsmiðja verður fyrir börn 3 ára og eldri meðan á tónleik- unum stendur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sif Tulinius fiðluleikari, Peter Máté píanóleikari, Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Brahms í flutningi Kammerhóps SalarinsÍSLENSKUM kórsöngvurum á aldrinum 17–26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í Heimskór æskunnar (The World Youth Choir) 19. mars og veitir Þorgerð- ur Ingólfsdóttir kórstjóri nánari upplýsingar. Heimskór æskunnar hittist í Sviss 11. júlí og æfir í Hasliberg- Goldan í tvær vikur. Síðan mun kórinn fara í tónleikaferðalag í aðrar tvær vikur um Sviss, Ítalíu og Austurríki. Stjórnendur kórsins í sumar verða Maria Guinand frá Venesúela og Johannes Prinz frá Austurríki. Kórfélagar verða sjálf- ir að bera kostnað af ferðinni milli heimalands og Zürich í Sviss. Heimskór æskunnar var stofn- aður árið 1989. Kórinn hefur starf- að einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kórfélagar eru 96 og valdir úr hópi þúsunda umsækjenda hvaðan- æva að úr heiminum. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunnáttu í nótna- lestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kórsöng og kórstarfi. Nokkrir íslenskir kórsöngvarar hafa við góðan orðstír sungið með Heimskór æskunnar. Inntökupróf í Heimskór æskunnar ÚT ER komin hjá JPV-útgáfu Hvað er þá maðurinn – Úr heimi trúar- bragðanna. Bókin er að mestu byggð á erindum sem sr. Rögnvald- ur Finnbogason flutti í Rík- isútvarpið á árunum 1973–1979. Sr. Rögnvaldur var fæddur í Hafnarfirði 15. október 1927. Hann varð stúd- ent frá MR 1947, guðfræðingur frá HÍ 1952 og vígðist til prests sama ár. Hann var sóknarprestur víða um land, lengst á Staðastað frá 1973 til dauðadags. Hann lést í Borgarnesi 3. nóvember1995. Trúarbrögð skipa ríkan sess í lífi fólks um víða veröld og vekja tíðum forvitni og undrun. Hér er fjallað um hindúasið, gyðing- dóm og íslam, dulhyggju og loks um rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna og íkón hennar. Þar sem rætt er um framandi trúarbrögð er reynt að nálg- ast viðfangsefnið frá sjónarhóli þeirra sem þessi trúarbrögð aðhyll- ast, svo sem trúaðra hindúa, gyðinga og múslíma. Kristín R. Thorlacius bjó bókina til prentunar og ritar formála. Mynd á kápu er eftir Tryggva Ólafs- son og kápuhönnun annaðist Jón Ás- geir. Menningarsjóður, Kristnisjóður, Héraðssjóður Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis og Héraðssjóður Borgarfjarðarprófastsdæmis styrktu útgáfu bókarinnar. Ritgerðir ♦ ♦ ♦ Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2003, í Súlnasal, Radisson SAS Hótel og hefst fundurinn kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03. 2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein hlutafélagalaga. 3. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað fyrir fundinn. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Radisson SAS Saga Hótel og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðapantanir eru í síma 550 8000. Hafnarfjörður, 4. mars 2003 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR N O N N I O G M A N N I | Y D D A • N M 0 8 8 6 6 / s ia .i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.