Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Góð 94 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð t.h. Ljós innrétting í eldhúsi, tvær stof- ur, tvö svefnherbergi og baðherbergi, hægt að hafa 3 svefnherb. Parket og dúkar á gólfum. 20 fm bílskúr. LAUS STRAX. Verð 13,4 millj. Nánari upplýs- ingar veitir Kristján á staðnum. Hvassaleiti 12 - Opið hús kl. 13-15 Til sýnis fjórar 4ra herbergja íbúðir í Naustabryggju á 2., 3. og 4. hæð. Íbúð- irnar seljast tilbúnar til innréttinga eða fullfrágengnar án gólfefna. Nánari upp- lýsingar veitir Sigurður á staðnum. Naustabryggja 57 - Opið hús kl. 14-16 Kristín ætlar að sýna glæsilega 105 fm efri hæð í fallegu húsi neðst í Barma- hlíðinni ásamt 24 fm bílskúr. Tvær rúmgóðar stofur og tvö stór svefnher- bergi. Nýlegt eldhús og nýlegt parket. Áhv. hagstæð lán u.þ.b. 7 millj. LAUS STRAX. Barmahlíð 5 - Opið hús kl. 14-16 I Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefur sett fram tillögu um skip- un þverpólitískrar nefndar til að ræða framtíð Íslands í samvinnu Evrópuríkja. Með tillögunni hefur hann lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stærsta utanríkismál þjóðar- innar. Ber því að fagna þessari hug- mynd. Málið er flókið og hefur margar hliðar; pólitískar, efnahags- legar og stjórnskipulegar. Þær koma allar til skoðunar hjá nefnd- inni ef af skipun hennar verður. Hér á eftir er farið nokkrum orðum um stjórnskipulega hlið þessa máls. II Tilefnið er ærið, enda getur Ísland ekki gengið í ESB að óbreyttri stjórnarskrá vegna þess að aðild hefði í för með sér framsal ríkisvalds til sambandsins umfram þau tak- mörk sem stjórnarskráin setur. Breytingar á stjórnarskrá þarf að samþykkja á tveimur þingum, með kosningum á milli. Þótt ríkisstjórn og/eða þingmeirihluti kunni að taka pólitíska ákvörðun um að sækja um aðild að ESB getur hin sama rík- isstjórn eða meirihluti af þessari ástæðu ekki fyrirfram tryggt að lagagrundvöllur verði til staðar til þess að aðild sé möguleg. Ræðst það af niðurstöðum þeirra kosninga sem nauðsynlegt er að halda áður en breyting á stjórnarskrá getur tekið gildi. Af þessu verður einnig ráðið mikilvægi þess að ná breiðri póli- tískri samstöðu um málið. Ennfrem- ur er af þessi ástæðu erfitt fyrir ein- staka flokka að setja aðild að ESB á oddinn í kosningabaráttu þeirri sem nú stendur yfir þar sem það er lög- fræðilega ómögulegt að efna loforðið að fullu á komandi kjörtímabili, jafn- vel þótt öllum öðrum hindrunum yrði rutt úr vegi. Bent er á að ferli til að breyta stjórnarskrá má ekki rugla saman við mögulega þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að ESB, enda getur niðurstaða slíkrar at- kvæðagreiðslu ekki breytt stjórnar- skránni. Um er að ræða tvo aðskilda þætti í heildarferlinu. III Í tengslum við undirbúning að fullgildingu og lögfestingu EES- samningsins á sínum tíma risu tals- verðar deilur um það hvort samning- urinn væri samrýmanlegur stjórnar- skránni. Aftur reyndi á þessi álitaefni, í minna mæli þó, í tengslum við þátttöku Íslands í Schengensam- starfinu. Á grundvelli málsmeðferð- ar í þessum tilvikum, síðari umræðu um málefnið og almenna lagafram- kvæmd á þessu sviði má lýsa rétt- arstöðunni á Íslandi þannig: Framsal valdheimilda ríkisins til alþjóðlegra stofnana er að vissu marki heimilt. Fyrir því eru sett eft- irfarandi skilyrði: (i) að framsalið sé byggt á lögum, (ii) að það sé afmark- að og vel skilgreint, (iii) að það sé ekki verulega íþyngjandi, hvorki fyr- ir íslenska ríkið né þegnana, (iv) að það sé byggt á samningi sem kveði á um gagnkvæm réttindi og skyldur og mæli fyrir um samsvarandi fram- sal ríkisvalds annarra samnings- ríkja, (v) að hinar alþjóðlegu stofn- anir sem vald er framselt til byggist á lýðræðislegum grundvelli og að þær viðurkenni almennar megin- reglur um réttláta málsmeðferð og stjórnsýslu, (v) að framsalið leiði af þjóðréttarsamningi sem stefnir að lögmætum markmiðum í þágu friðar og menningarlegra, félagslegra eða efnahagslegra framfara. Þar sem stjórnarskráin heimilar ekki berum orðum framsal ríkis- valds er hér er um að ræða fram- setningu sem byggð er á túlkun á lagaframkvæmd, fræðilegum við- horfum og skoðunum höfundar og ekki er víst að fullt sammæli yrði um hana meðal íslenskra lögfræðinga. Í því sambandi er ennfremur skylt að geta þess að ýmsir lögfræðingar voru og eru enn á þeirri skoðun að EES-samningurinn hafi verið and- stæður stjórnarskránni, einkum vegna valdheimilda eftirlitsstofnun- ar EFTA og EFTA-dómstólsins á sviði samkeppnismála. Þá ber að hafa í huga að fyrrgreind framsetn- ing er eingöngu lögfræðileg og sker ekki úr því álitaefni hvort EES- samningurinn sé ófullnægjandi frá pólitísku sjónarmiði þar sem hann hafi falið í sér óhæfilegt framsal á fullveldi íslenska ríkisins, einkum þegar hafðir eru í huga möguleikar þess til að hafa áhrif á samningu þeirrar löggjafar ESB sem taka ber upp í EES-samninginn. IV Réttarstaðan, eins og henni er lýst hér að framan, er óljós. Þess vegna er eðlilegt að hugað verði að því hvort rétt sé að freista þess að skýra réttarstöðuna með því að setja í stjórnarskrá ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Slík breyting er nauðsynleg til þess að tryggja nægilegan lagagrundvöll undir aðild að ESB, eins og fyrr seg- ir. Þá má færa ýmis rök fyrir slíku ákvæði sem eru í sjálfu sér óháð hugsanlegri aðild að ESB og varða þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi almennt. Röksemdir sem koma til skoðunar eru m.a. eftirfarandi: (i) Sérstakt ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar framsal ríkisvalds að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fæli í sér yfirlýsingu af hálfu ís- lensku þjóðarinnar um vilja hennar til að stuðla að friðsamlegum sam- skiptum ríkja á grundvelli þjóðarétt- ar. Íslenska ríkið lýsti því þar með yfir, að í því skyni að auðvelda að sammannlegum og alþjóðlegum markmiðum verði náð sé það reiðubúið að deila valdheimildum sínum með öðrum ríkjum og eftir- láta sameiginlegum stofnunum ákvörðunarrétt sinn á ákveðnum sviðum, gegn því að önnur ríki geri slíkt hið sama. Þetta eru almennar röksemdir sem skírskota ekki til ESB sérstaklega. (ii) Ákvæðið gæti einnig haft þann tilgang að treysta fullveldið í sessi með því að setja framsali ríkisvalds skorður, en heim- ildir til þess samkvæmt gildandi rétti eru óljósar og ytri mörk heimils framsals ef til vill ekki nægilega skýr. Ákvæði af þessu tagi væri því til varnar fullveldinu en hefði ekki þann megintilgang að skapa svig- rúm til að takmarka það. Þetta sjón- armið var áberandi í ýmsum Evr- ópuríkjum þegar ákvæði af þessu tagi voru sett í stjórnarskrá annarra ríkja og má nefna Noreg sem dæmi. (iii) Ákvæðið yrði til þess fallið að löghelga með ótvíræðum hætti þá lagaframkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Íslandi og treysta þar með stöðu Íslands sem stjórnarskrárrík- is. (iv) Ákvæði af þessu tagi gæti al- mennt greitt fyrir því að yfirvöld á hverjum tíma hefðu nægilegt svig- rúm samkvæmt stjórnarskrá til að gæta pólitískra og efnahagslegra hagsmuna ríkisins í samskiptum og samningnum við aðrar þjóðir. (v) Ákvæðið myndi einnig miðast að því að kveða á um sérstaka málsmeðferð í tilfellum sem slíkum og eftir atvik- um gera ríkari kröfur til málsmeð- ferðar og lýðræðislegrar ákvörðun- artöku (svo sem áskilnaði um aukinn meirihluta ef því er að skipta). Þar með yrði skotið traustari lýðræðis- legum stoðum undir ákvarðanir um framsal ríkisvalds. V Eftir heimsstyrjöldina síðari voru sett í stjórnarskrár ýmissa ríkja í Evrópu ákvæði sem beinlínis og ber- um orðum gerðu ráð fyrir að heimilt væri að takmarka fullveldi þeirra með því að framselja valdheimildir ríkisins að vissu marki til alþjóð- legra stofnana. Rökin að baki þess- um ákvæðum voru þau að með því hefðu ríki aukið svigrúm til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi í því skyni að tryggja frið og efla samskipti við önnur ríki sem grundvölluð væru á alþjóðalögum og friðsamlegri lausn deilumála, jafnvel fyrir sjálfstæðum stofnunum sem hefðu vald til að taka bindandi ákvarðanir. Það er of langt mál að gera grein fyrir þessum ákvæðum í stjórnar- skrám aðildarríkja ESB í stuttri blaðagrein. Geta má þessara meg- inatriða: Í sumum ríkjum voru ákvæðin sett óháð áformum um inn- göngu í EB og áður en hugmyndir um stofnun bandalaganna höfðu ver- ið ræddar að ráði. Var aðild að þeim því ekki sérstaklega höfð í huga. Þetta á við um Ítalíu, Þýskaland, Danmörku og að nokkru leyti Frakkland. Ákvæðin höfðu að geyma almenna heimild til að fela al- þjóðastofnunum meðferð ríkisvalds í takmörkuðum mæli á grundvelli samninga við önnur ríki. Í Frakk- landi og á Ítalíu var aðild að Evrópu- bandalögunum þó ákveðin án skír- skotunar til þessara ákvæða og raunar án þess að stjórnskipuleg vandamál hafi að ráði mótað um- ræðuna um aðild í þessum löndum. Í Þýskalandi og Danmörku var þess- um ákvæðum aftur á móti beitt við inngöngu í Evrópubandalögin. Í þessu sambandi er einnig rétt að nefna Noreg þótt ekki sé í ESB. Ákvæði 93. gr. norsku stjórnar- skrárinnar sem heimilar takmarkað framsal ríkisvalds var í fyrsta og eina skiptið beitt þegar landið gerð- ist aðili að EES-samningnum. Í sumum löndum varð aðild að Evr- ópubandalögunum tilefni til breyt- inga á stjórnarskrá. Þetta á við um Grikkland, Holland, Írland, Lúxem- borg og Svíþjóð. Í Hollandi var ákvæðinu þó ekki beitt og landið gekk í Evrópubandalögin á grund- velli almennra laga án þess að heim- ildin væri notuð. Ekki varð að sinni úr að ákvæði í sænsku stjórnar- skránni væri beitt þar sem bið varð á aðild Svíþjóðar að bandalögunum. Málsmeðferð var einnig nokkuð mis- munandi þegar kom að fullgildingu samningsins um Evrópusambandið. Í sumum löndum var af því tilefni gerð breyting á stjórnarskrá og kveðið sérstaklega á um aðild að Evrópusambandinu. Þetta á við um Frakkland, Írland, Þýskaland, Portúgal og að nokkru leyti Spán. Þessi ákvæði vísa beinlínis berum orðum til samningsins um Evrópu- sambandið og heimila þátttöku þess- ara ríkja í þeirri samvinnu. Í öðrum tilvikum voru hin eldri ákvæði talin nægja. Þetta á við um Belgíu, Grikk- land, Ítalíu, Lúxemborg og að nokkru leyti Spán. Í sumum þessara landa var þetta gert með almennum lögum, og án þess að fram hefði farið veruleg stjórnskipuleg umræða að séð verði. Aðstæður í Hollandi voru sérstakar að því leyti að aftur var ekki talin ástæða til að beita ákvæði stjórnarskrárinnar við inngöngu landsins í Evrópusambandið. Ennfremur ber þess að geta að stjórnarskrárákvæðin eru mismun- andi þegar kemur að kröfum um meirihluta við þinglega afgreiðslu. Stundum er gerð krafa um einfaldan meirihluta (t.d. Belgía, Ítalía og Þýskaland). Oftast er gerður áskiln- aður um aukinn meirihluta þingsins. Algengt er að miða við 2⁄3 en þó allt upp í að krefjast 5⁄6, eins og í Dan- mörku. Þar sem aðeins er miðað við einfaldan meirihluta er litið svo á að lýðræðislegur grundvöllur ákvörð- unartöku sé nægilegur með sér- stöku ákvæði í stjórnarskrá. Þá gilda í sumum löndum sömu reglur og um breytingar á stjórnarskránni. Að síðustu má geta þess varðandi Evrópusambandið sérstaklega að það var nokkuð mismunandi frá einu landi til annars hvaða atriði í samn- ingnum það voru sem réðu úrslitum um að talið var nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá. V Ef tekin er pólitísk ákvörðun um að setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds til al- þjóðastofnana er haganlegt að skoða fyrirmyndir í öðrum ríkjum og enn- fremur taka mið af því sem telja má að sé þegar gildandi réttur á Íslandi. Í samræmi við það er eðlilegt að eft- irfarandi atriði séu höfð í huga: (i) Framsal valdheimilda ríkisins sé alltaf afturkræft. Í sumum löndum er þetta atriði orðað svo að alþjóða- stofnun sé falin framkvæmd valds (ekki valdið sjálft). (ii) Framsal rík- isvalds megi ekki leiða til lakari rétt- arstöðu þegnanna en leiðir af stjórn- arskrárbundnum réttindum þeirra. Þetta sjónarmið fær aukið vægi ef fallist er á að markmið fullveldis sé að standa vörð um lýðréttindi þegn- anna. (iii) Heimildin verði takmörk- uð við það að framsal sé aðeins heimilt í ákveðnum tilgangi, þ.e. til að efla og treysta samskipti þjóða sem byggjast á þjóðarétti í þágu friðar, öryggis og efnahagslegra, fé- lagslegra og menningarlegra fram- fara. Þetta skilyrði má einnig orða svo að framsalið leiði af þjóðréttar- samningi sem stefni að lögmætum markmiðum. (iv) Ganga verði út frá skilyrði um gagnkvæmni, sem felur í sér að önnur ríki verði að framselja meðferð ríkisvalds með sama hætti. (v) Sett verði skilyrðið um að ríkið eigi sjálft aðild að viðkomandi al- þjóðastofnun og þar með ákvörðun- um um beitingu þess valds sem henni er fengið. (vi) Stofnanir sem um ræðir séu lýðræðislegar og hafi í heiðri málsmeðferðarreglur sem tryggi réttláta málsmeðferð sem sé a.m.k. sambærileg við það sem ís- lenskir þegnar njóta í samskiptum við innlend yfirvöld. (vii) Framsalið sé takmarkað. Það felur í sér að það sé vel afmarkað í hverju tilviki hvaða valdheimildir um er að ræða. Ennfremur verður að byggja á þeim skilningi að einstaka þættir ríkis- valds (löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds) verði ekki framseldir í heild sinni, aðeins tilteknar afmark- aðar valdheimildir í ákveðnum til- gangi. (viii) Að framsal eigi sér stað með lögum frá löggjafarþingi. Enn- fremur þarf að huga að málsmeð- ferð, einkum því hvort rétt sé að gera ráð fyrir auknum meirihluta þingsins þegar lagafrumvarp er af- greitt. Verður þar að sjálfsögðu að taka mið af aðstæðum í íslenskum stjórnmálum. VI Málefni það sem hér vakin athygli á verðskuldar mun ítarlegri umfjöll- un en rúmast í stuttri blaðagrein enda hefur hér aðeins verið getið meginatriða. Undir í þeirri umræðu er staða Íslands sem fullvalda ríkis í samfélagi þjóðanna. Mikilvægt er að vandað sé til hennar. Jafnvel má færa fyrir því rök að heppilegt kunni að vera að ræða breytingar á stjórn- arskránni án þess að tengja það sér- staklega við hugsanlega aðild að ESB. Má leiða líkur að því að með því að skilja þetta að aukist líkur á að ákvörðun í þessu efni verði tekin með heildarhagsmuni íslensku þjóð- arinnar til lengri tíma að leiðarljósi, fremur en að menn skipi sér í fylk- ingar með eða á móti slíkum breyt- ingum á stjórnarskrá eftir afstöðu þeirra til ESB sérstaklega. STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS OG FRAMSAL RÍKISVALDS Eftir Davíð Þór Björgvinsson „Jafnvel má færa fyrir því rök að heppilegt kunni að vera að ræða breytingar á stjórnarskránni án þess að tengja það sér- staklega við hugsan- lega aðild að ESB.“ Höfundur er prófessor við lagadeild HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.