Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINS og flestir vita sem vilja hafa stjórnvöld dregið jafnt og þétt úr framlögum til rekstrar Land- helgisgæslunnar allt frá lokum þorskastríðanna fyrir 27 árum. Nú orðið eru aðeins tvö varðskip gerð út og flugrekstur skorinn það mik- ið niður að varla nægir til viðhalds flugréttinda flugmanna stofnunar- innar. Þetta hefur gerst þrátt fyrir margfalda stækkun eftirlitssvæðis efnahagslögsögunnar og augljósa þörf á eftirliti. Margrítrekaðar beiðnir stjórnenda LHG til stjórn- valda um aðstoð hafa nær alltaf mætt daufum eyrum stjórnvalda. Í dag er svo komið að stór svæði lög- sögunnar eru í raun án eftirlits langtímum saman, sem er vafa- laust einhverjum að skapi. Starfs- mönnum Landhelgisgæslunnar þykir því mörgum að þeir hafi til lítils barist á sínum tíma. Maður spyr sig, er afrakstur Íslandsmiða skárri í dag en hann var fyrir síð- ustu þorskastríð? Undanfarið hafa birst blaða- greinar ýmissa aðila sem virðast hafa þann tilgang, meðvitað eða ómeðvitað, að þvinga fram breyt- ingar á innri starfsemi og skipulagi Landhelgisgæslu Íslands, en eink- um og sér í lagi breytingar á for- sendum fyrir rekstri stjórnstöðvar hennar. LHG hefur fært rök fyrir því að þetta skaði starfsemi Land- helgisgæslunnar, og rýri enn frek- ar getu hennar til starfa í þágu þjóðarinnar, en Landhelgisgæslan er nú nánast rekin á hungurmörk- um. Fyrirséð virðist að án breyttr- ar stefnu stjórnvalda verði að færa verkefni frá Landhelgisgæslunni, segja upp starfsfólki og hætta rekstri þyrlunnar TF-LIF. Stjórnstöð Landhelgisgæslunn- ar, sem nálgast nú sitt fimmtug- asta starfsár, hefur verið rekin með sólarhringsvakt undanfarin sextán ár, og er eins og mál hafa þróast eina virka sjóbjörgunar- stjórnstöðin á Íslandi. Fyrir um tveim árum gerði Ríkisendurskoð- un stjórnsýsluúttekt á skipulagi og rekstri Landhelgisgæslunnar. Í skýrslunni kom m.a. fram að einn helsti styrkur Landhelgisgæslunn- ar fælist í stjórnstöð stofnunarinn- ar, og lagði Ríkisendurskoðun til að starfsemi stjórnstöðvarinnar yrði styrkt frekar. Um svipað leyti voru LHG og SVFL í viðræðum um sameiginleg- an rekstur stjórnstöðvar LHG og Tilkynningarskyldu íslenskra skipa, en við það hefðu m.a. allar fáanlegar upplýsingar um skipa- ferðir verið tiltækar á einum stað, og bakland sjóbjörgunarstarfsemi SVFÍ eflt aftur, og skipaður sá sess sem henni ber að mati þeirra sem til þekkja. Rökin fyrir samein- ingunni eru betra rekstraröryggi fyrir starfsemi beggja aðila, góð samlegðaráhrif þar sem starfs- menn Tilkynningarskyldunnar og LHG starfa náið saman, betri tengsl við félaga í björgunarsveit- unum, umtalsverður sparnaður fyrir skattgreiðendur, en síðast en ekki síst skilvirkari þjónusta við fólk í neyð. Það kom því á óvart þegar Slysa- varnafélagið Landsbjörg söðlaði skyndilega um og tók ásamt ýms- um öðrum aðilum að beita sér fyrir því að sameina allar stjórnstöðvar í eina fyrir sjó, loft og land. Þar finnst mér koma í ljós áherslu- breytingar í starfsemi SVFL frá því sem áður var, þekking og reynsla á því sem snýr að hafinu og hættum tengdum því virðast vera á undanhaldi. Að mínu mati kemur þetta berlega í ljós í þessari meintu viðleitni til niðurrifs á starfsemi stjórnstöðvar LHG. Til að bæta gráu ofan á svart hvað varðar LHG ákvað samgönguráðuneytið að beita sér fyrir stofnun svokallaðrar vaktstöðvar siglinga, en væntanleg verkefni vaktstöðvarinnar eru að langmestu leyti í höndum Land- helgisgæslunnar. Rekstur vakt- stöðvarinnar í höndum annarra að- ila en LHG mun að mínu mati geta aflagt ýmis störf sem unnin hafa verið í stjórnstöð hennar, og í raun rekstrargrundvöll hennar. Hugmyndir um eina björgunar- stjórnstöð fyrir sjó og land virðast byggjast á því að sú stjórnstöð yrði einskonar samhæfingarstöð en aðr- ar stöðvar yrðu vaktstöðvar. Það hefur för með sér enn einn millilið- inn í stað þess að einn og sami aðili taki á móti neyðarköllum og bregð- ist við þeim. Að fenginni reynslu er vandséð hvernig slík samhæfing- arstöð getur bætt ástand björg- unarmála á hafinu umhverfis Ís- land. Reikna má með að slík stöð gæti verið starfhæf innan einnar klst. frá útkalli. Ef hins vegar er gert ráð fyrir sólarhringssímavakt í slíkri samhæfingarstöð þarf hún samt sem áður að leita til annarra aðila vegna fagfólks og björgunar- tækja. Það er grundvallaratriði við leit og björgun á sjó að aðgerðir hefjist án tafar. Hvað verður um Landhelg- isgæsluna? Eftir Hjalta Sæmundsson „Fyrirséð virðist að án breyttrar stefnu stjórnvalda verði að færa verkefni frá Landhelgisgæslunni, segja upp starfsfólki og hætta rekstri þyrlunnar TF-LIF.“ Höfundur hefur starfað yfir 30 ár hjá Landhelgisgæslunni og undan- farin 16 ár í stjórnstöð hennar. SUNNDAGINN 23. febrúar sl. var rætt við Sveinbjörgu Svein- björnsdóttur, íslenskukennara í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla, í frétta- tíma Stöðvar 2. Í lok viðtalsins skoraði hún á íslenskukennara í Menntaskólanum í Reykjavík að hætta að fella lesblinda nemendur á stafsetningu. Umrædd áskorun er tilefni þessarar greinar eða öllu held- ur sú ranga fullyrðing sem kemur fram í henni. Alþjóð til fræðslu verð- ur hér nú vikið að því sem MR gerir til að létta lesblindum einstaklingum námið. Flestum sem komnir eru til vits og ára er enn í fersku minni orðfærið á þeim æfingum sem notaðar voru við stafsetningarkennsluna fyrr á tíð og margir skemmta sér við að rifja upp ýmis kringilyrði úr þeim og mergj- aðar málsgreinar. Þessar æfingar heyra nú sögunni til. Hið sama verð- ur sem betur fer ekki sagt um staf- setningarreglur móðurmálsins og enn er þörf á að kenna þær og æfa nemendur í ritun af ýmsu tagi. Nú notum við kennslubók eftir Ragn- heiði Briem, fyrrum kennara við skólann, og æfingarnar sem í henni eru. Þær eru á nútímalegu máli þótt eitt og annað megi hugsanlega enn gagnrýna í málfarinu. Þegar nemandi sest í 3. bekk í MR, en fyrsta árið er nefnt 3. bekkur, er lögð fyrir hann könnun sem íslensku- kennarar setjast yfir í því skyni að greina hvort hann sé haldinn les- blindu. Þetta er gert við alla nem- endur. Á meðan Lestrarmiðstöð Kennaraháskólans var við lýði var þeim sem kennarana grunaði að væru lesblindir boðið að fara þangað í greiningu. Illu heilli var sú stofnun lögð niður sumarið 2002 og hlýtur það að teljast furðulegt að engin úr- ræði hafa komið í staðinn til þjónustu við skólana. Erfitt er að ívilna nem- anda með lengdum próftíma eða öðru nema fyrir liggi greining á vanda hans og því eru auðvitað margir í ógöngum. Það hlýtur að teljast nokk- uð seint að uppgötva fyrst í mennta- skóla að viðkomandi einstaklingur sé lesblindur. Undirrituð þekkti vel til í grunnskóla áður en sú mikla umræða sem nú á sér stað um lesblindu hófst. Þar er samband nemenda og kenn- ara nánara en í framhaldsskóla. Því má spyrja hvort ekki sé í flestum til- vikum hægt að greina vandann miklu fyrr og forða þannig mörgum frá beiskri þrautagöngu í skólakerfinu. Vandinn er hins vegar sá að úrræði liggja ekki á lausu. Rétt er þó að taka fram að foreldrar geta keypt grein- ingu hjá sálfræðingi en hún kostar tugi þúsunda. En hvað er gert fyrir lesblinda nemendur í MR? 1. Þeir sem greinast lesblindir eru í stafsetningartímum með sínum bekk á haustmisseri en er einnig boð- ið á stafsetningarnámskeið, bæði haust og vor, þar sem þeir geta aukið færni sína undir handleiðslu kenn- ara. 2. Þegar kemur að jólaprófi gilda eftirfarandi reglur: a. Nemendur fá lengri próftíma. Þetta gildir um öll próf sem þeir taka bæði um jól og að vori. Sama er að segja um liði b, c og e hér á eftir. b. Nemendur eru prófaðir í sér- stofu. c. Þeir fá stækkuð próf ef þeir vilja. d. Ef um próf í stafsetningu er að ræða fá nemendur prófið upplesið á snældu. Þeir mæta með „vasa- diskóið“ sitt og heyrnartól og geta spilað upplesturinn svo oft sem þá lystir til að ná sem bestum árangri. e. MR er bekkjaskóli og skólaárið er gert upp á vorin. Nemendur falla ekki á jólaprófi, hvorki lesblindir né aðrir. Ef illa gengur þurfa þeir á hinn bóginn að bæta sig þeim mun meira á vormisseri. 3. Nái lesblindur nemandi ekki lág- markseinkunn í íslenskum stíl að vori, en hún samanstendur af ein- kunn í stafsetningu og ritgerð, þá fær hann svonefnda biðeinkunn ef hann hefur sýnt fram á framfarir í námi. Hún fleytir honum áfram upp í næsta bekk en nemandanum er skylt að mæta á stafsetningarnámskeið og fá viðbótarhjálp uns viðunandi árangri er náð. Mikilvægi þess að uppgötva les- blindu sem fyrst liggur í augum uppi. Því er með öllu óskiljanlegt hversu erfitt er að fá greiningu fyrir nem- endur svo að veita megi þeim nokkra úrlausn mála sinna. Nóg er erfiði þeirra og andlegur sársauki samt. Skólakerfið er ekki sérlega vel í stakk búið til að sinna þeim en flestir kennarar eru allir af vilja gerðir að taka tillit til slíkra nemenda eins og frekast er kostur. Velvild og stuðn- ingur kennara má sín þó lítils ef stjórnvöld skapa skólastarfinu ekki þau skilyrði sem því eru nauðsynleg. Þá verður lítið úr þeirri háleitu hug- sjón að allir fái menntun við sitt hæfi. Hvað er sannleikur? Eftir Kristínu Jónsdóttur „Mikilvægi þess að upp- götva les- blindu sem fyrst liggur í augum uppi.“ Höfundur er íslenskukennari í MR. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  HAMRABORG - KÓP. - 2JA Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Nýkomin í einkas. á þessum fráb. útsýnis- stað mjög góð 60 fm íbúð á efstu hæð (8. hæð) í góðu lyftuhúsi. Góðar s-svalir. Ein- stakt útsýni. Stutt í alla þjónustu. Stæði í sameiginlegri bílageymslu. Verð 9,5 millj. 93790. Laus strax. ÞRASTARÁS 44 - HF. - LYFTA - BÍLSKÝLI Glæsilegar nýjar íbúðir til afhendingar í mars nk. Um er að ræða 2ja, 3ja og 4ra herb. lúxusíbúðir í lyftuhúsi auk stæðis í bílageymslu í vönduðu viðhaldslitlu lyftuhúsi. Frábær útsýnisstaður. Húsið afhendist fullbúið að utan (klætt), lóð frágengin, að innan afhendist íb. fullbú- in án gólfefna, bað og þvottaherb. flísalögð. Teikn. og skilalýsing á skrifst. Byggingaverktakar Feðgar ehf. Verð frá 10,9 millj. SALAHVERFI - KÓPAVOGI NÝJAR ÍBÚÐIR Lómasalir 10-12. Gott verð. Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir með sérinngangi í 4ra hæða lyftuhúsi á frábærum útsýnisstað ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðirnar af- hendast fullbúnar án gólfefna, en með flísa- lögðu baðherb. og þvottaherb. Vandaðar Modulia-innréttingar og góð tæki. Til af- hendingar í maí/júní 2003. Verktaki lánar allt að 85% af kaupverði. Glæsilegar, vandaðar útsýnisíbúðir. Upplýsingar og sölubæk- lingar á skrifstofu Hraunhamars, einnig á hraunhamar.is. Traustur verktaki. REYKJAVÍKURVEGUR - HF. EINBÝLI Nýkomið glæsil. mikið endurnýjað einb., kjallari, hæð og ris, skráð 99 fm. Nýklætt að utan, endurnýjaðir gluggar og gler o.fl. Þrjú svefnherb. Verð 12,9 millj. 72783 Viðar Böðvarsson, framkvæmda- stjóri Foldar, hefur verið í forsvari fyrir fasteignasölu í 23 ár. Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að kaupa eða selja fasteign að vita að reynsla liggur að baki hjá þeim sem annast viðskiptin. Tjaldaðu ekki til einnar nætur heldur byggðu við- skiptin á traustum grunni. Viðar Böðvarsson Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Traust og reynsla eru mikilvæg í fasteignaviðskiptum Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.