Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 37 ÁGÆTI Hjálmar. Erindi þessa bréfs er að þakka þér fyrir að opna augu mín fyrir því að ég á ekki lengur heima í kirkjunni sem ég hef tilheyrt frá því að ég var skírður. Þetta gerðist daginn sem þú meinaðir nokkrum guðsbörnum aðgang að guðshúsi vegna þess að þér líkuðu ekki bæn- arefni þeirra. Þau ætluðu að biðja almættið um styrk í baráttu sinni gegn Kárahnjúkavirkjun, en þín skoðun virtist vera sú að slíkar bænir væru pólitískar og ættu því ekki heima í kirkju. Mér fannst þetta aðfinnsluvert og hefði þótt eðlilegt að þetta ylli uppnámi með- al kirkjunnar manna en þar sem engin opinber viðbrögð hafa borist úr þeim ranni hlýt ég að álykta að innan Þjóðkirkjunnar þyki sjálf- sagt að ritskoða bænarefni kirkju- gesta. Auðvitað get ég ekki fullyrt að fyrir engum í þessum hópi hafi vakað að nota guðshús í áróðurs- skyni með því að biðjast fyrir í kastljósi fjölmiðla, eins og Jesús varar við: „Verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkund- um og á gatnamótum til þess að menn sjái þá.“ [Matt. 6:5] Þó held ég að óþarfi sé að efast um að bæn- arefnin hafi verið fólkinu afar hug- leikin. Hins vegar getur á engan hátt talist óviðurkvæmilegt að leita til drottins með sín dýpstu hjartans mál, hvort sem þau varða einkalíf manns eða umhverfi. Frelsarinn væntir þess af hinum trúaða að hann knýi á með það sem hann finnur í hjarta sér: „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.“ [Lúk. 11:9-10] Jesús segir: „Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fá- nýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit hvers þér þurfið áð- ur en þér biðjið hann. En þannig skuluð þér biðja.“ [Matt. 6:7-10] Síðan kennir hann Faðirvorið. Skilji ég Jesú rétt fullyrðir hann þarna að hinn trúaði komist ekki hjá því að opinbera hjartans mál sín fyrir drottni í bæninni, þótt hann geri ekki annað en að fara með Faðirvorið. Guð þekkir bæn- arefni okkar á undan okkur sjálfum og veit hvers við þörfnumst betur en við sjálf. Þannig biður hver sá, sem er í senn trúaður og hefur pólitískar hugsjónir, sífellt pólitísk- ar bænir. Og reyndar er fordæmið til. Sýknt og heilagt er verið að biðja bænir sem varða pólitík í kirkjum landsins. Í öllum messum er farið með langa bænaromsu sem er köll- uð almenna kirkjubænin. Öðru hverju segir presturinn: „… fyrir Jesú Krist, drottin vorn,“ sem kirkjugestir bonta með orðunum: „Drottinn, heyr vora bæn.“ Í öllum útgáfum þessarar bænar er beðið fyrir fósturjörðinni, ríkisstjórninni, jafnvel dómstólum og Alþingi, og í öllum tilfellum er gengið svo langt í pólitískri afstöðu að biðja fyrir því að friður og eining ríki meðal þjóð- anna. Er þetta pólitísk afstaða kirkjunnar til heimsmála eða fánýt mælgi? Ég hélt því að það væri í lagi að biðja fyrir jafnhefðbundnu póli- tísku málefni og umhverfisvernd. Reyndar þarf hvorki prestsmennt- un né guðfræðilegar hundakúnstir til að taka afstöðu með umhverf- isvernd á kristnum forsendum. Jes- ús segir okkur dæmisögu um vonda vínyrkja sem fá vínekru til um- sjónar og berja og drepa alla sem landeigandinn sendir til að rukka leiguna svo hann fær ekki neitt fyr- ir sinn snúð. [Matt. 21:33-39] Eins og ég skil söguna er það hlutverk okkar að annast sköpunarverkið fyrir skaparann, en ekki að rupla það og ræna. Við erum ráðsmenn yfir jörðinni, ekki eigendur hennar. Okkur ber heilög skylda til að skila henni af okkur í ekki síðra ástandi en við tókum við henni. Við megum yrkja hana en ekki eyðileggja, jafn- vel ekki fyrir fúlgur fjár. Víst er hægt að afgreiða þessa afstöðu á fljótlegan og þægilegan hátt sem pólitískt dægurþras sem ekki eigi heima fyrir augliti al- mættisins, en fyrir kristna um- hverfissinna er hér á ferðinni hvorki meira né minna en grund- vallarafstaða þeirra til hlutverks síns í sköpunarverkinu. Ef mér líð- ur eins og vondu vínyrkjarnir séu að ná völdum í aldingarði drottins kemst ég ekki hjá því að segja guði það í bæninni, reyndar vissi hann það á undan mér. Nú er það af sem áður var þegar enginn var svo mikill guðsvolaður aumingi að kirkjunni þætti ekki betra að hafa hann í sínum röðum og verstu fúlmenni gátu jafnvel notið kirkjugriða. Nú eru umhverf- issinnar ekki guðshúsum hæfir og lokað á þá þegar þeir knýja á, á þeim forsendum að bænarefni þeirra eigi ekki heima þar. Þú hlýt- ur að skilja að ég get ekki tilheyrt kirkju þar sem bænarefni mín eru óvelkomin. Þetta er í raun ekki spurning um afstöðu til umhverf- ismála heldur til bænarinnar. Ég ætla ekki að hætta að fara með Faðirvorið á kvöldin og fela allar bænir mínar í því, persónu- legar sem pólitískar, meðvitaðar sem dulvitaðar, eins og ég er vanur og Jesús leiðbeinir um: „Þegar þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í her- bergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“ [Matt. 5:6] Hins vegar hef ég greinilega ver- ið boðflenna í Þjóðkirkjunni í hart- nær fjóra áratugi. Ég þakka þér fyrir að gera mér það ljóst. Lifðu heill. Eftir Davíð Þór Jónsson „Ef mér líður eins og vondu vínyrkjarnir séu að ná völdum í aldingarði drottins kemst ég ekki hjá því að segja guði það í bæninni.“ Höfundur er þýðandi. Að vera guðshúsum hæfur – opið bréf til sr. Hjálmars Jónssonar Vantar herslumuninn? nb.is býður veðlán til allt að 25 ára með 6,90 –10,35% vöxtum. Hámarksveðhlutfall hefur verið hækkað í 75% af markaðsverði eigna sem er talsvert hærra en býðst víðast annars staðar. Lánin eru háð lánshæfismati nb.is. Eingöngu er hægt að veðsetja eigin eignir. 75%ve∂hlutfall! • Kauptu eldhúsinnréttingu • Kláraðu bílskúrinn • Gerðu allt þetta og meira til... • Leggðu lokahönd á íbúðina • Greiddu upp óhagstæð skammtímalán • Komdu garðinum í stand • Endurskipuleggðu fjármálin A B X / S ÍA 9 0 2 1 2 3 2 Spurðu fasteignasalann, kynntu þér málið á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 Allt a∂ Banki með betri vexti FURUGRUND 42 OPIÐ HÚS Í DAG Björt og skemmtil. 88 fm. 3ja her- bergja endaíb. á 1. hæð í Steni- klæddu fjölbýli. Parket á gólfum með góðum innréttingum. Rúmgóð- ar 6 fm suðursvalir, sem ekki eru inni í heildar fm fjölda. Sameign og íbúð í fráb. ástandi, m.a. hefur sam- eign nýlega verið máluð. Áhv. 2,6 m. V. 11,5 m. (3165) OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL: 14:00 OG 18:00 STEFÁN INGI MUN TAKA VEL Á MÓTI YKKUR. ÁSBRAUT 7 OPIÐ HÚS Í DAG. Virkilega góð 90,3 fm 3ja her- bergja íbúð á 1. hæð í afar snyrtilegu fjölbýli. 2 rúmgóð svefnherbergi. Eldhús með fal- legri innréttingu, nýlega stands- ett. Stofa rúmgóð með útgang á góðar suðursvalir. Blokkin öll ný- lega standsett að utan. Áhv. 4,9 m. V. 12,4 m. (3619) Opið hús í dag á milli kl: 14:00 og 16:00. Lára Guðrún og Guðmundur Ingi taka vel á móti ykkur. NJÁLSGATA 32 OPIÐ HÚS Í DAG. Virkilega kósý 2-3 herbergja íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi með sérinn- gangi. Parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla og þvottahús í kj. Eignin var öll tekin í gegn fyrir 4. árum. Áhv. 5,6 m. V. 9,5 m. (3093) Opið hús í dag á milli kl: 15:00 og 17:00. Björg tekur vel á móti ykkur. WWW.EIGNAVAL.IS Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  BRATTAKINN 4 - HF. - SÉRH. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Opið hús í dag frá kl. 14-16. Nýkomin í einkas. á þessum góða stað mjög góð ca 100 fm neðri hæð ásamt 31 fm bílskúr, samtals um 130 fm. Góð staðs. Suðurgarður. 3 herb., þar af eitt í kjallara. Laus strax. Verð 13,9 millj. María tekur á móti áhugasömum vænt- anlegum kaupendum í dag. FJÓLUHLÍÐ 1 - HF. - SÉRH. Opið hús í dag frá kl. 14-17 Glæsil. fullbúin 115 fm efri sérh. í vönduðu nýju tvíb. Vandaðar sérsmíð- aðar innréttingar. Parket. Þrjú rúmgóð svefnherb. Glæsil. eign í alla staði. Hagst. lán. Verð 16,9 millj. Kristinn og Ragnhildur bjóða gesti velkomna. JÖRÐ ÓSKAST Landmikil jörð með veiðihlunnindum, skot- og stangveiði, óskast. Æskileg staðsetning Vesturland, Suðurland eða Austurland. Upplýsingar í síma 897 7061
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.