Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ læra að lesa er mikið og merkilegt. sumum börnum er það auðvelt, öðrum erfitt og allt þar á milli. Við höfum varið drýgstum hluta starfsævi okkar til að kenna litlum börnum að lesa. Nú er mikið rætt um lestrarörðugleika, les- blindu, og því langar okkur að segja frá reynslu okkar af lestrarkennslu. Við reynum að endurtaka ekki atriði sem komið hafa fram annars staðar, til dæmis í blaðagreinum um efnið. Við lærðum til verka í stúdenta- deild í Kennaraskólanum. Kennari okkar í lestrarkennslufræðum var Ísak Jónsson og æfingakennarar voru Björgvin Jósteinsson og Helga Magnúsdóttir. Auk framhaldsnáms höfum við gegnum tíðina lesið okkur til um efnið allt það sem við höfum komist yfir og tileinkað okkur það eftir því sem tilefni hafa verið til. Í frumbernsku er lagður sá þroskagrunnur sem einstaklingur- inn byggir á. Barnið upplifir um- hverfi sitt í gegnum allar færar skynleiðir. Lærir að túlka skynáhrif- in, leitt af uppalanda sínum, sem hvetur og gleðst yfir framförum. Barnið skynjar umhverfi sitt í þrí- vídd. Það kannar umhverfið og þarf tíma til þess. Á bernskuskeiðinu eru þroskaþættirnir margir. Ef til vill má segja að þættirnir samtvinnist í hugtakaskilningi og málþroska. Í tæknivæddu þjóðfélagi er lestur tal- inn sjálfsagður þáttur í málþroska einstaklings. Á bernskuárunum er grunnur lagður að lestrarnámi barnsins. Uppalendur tala við barnið, hlusta á það, segja barninu sögur, syngja með barninu, útskýra og lesa með því í hin ýmsu tákn umhverfisins. Nú er kominn tími til lestrar- námsins. Okkur finnst kjörtíminn vera við 5–6 ára aldurinn. Okkur finnst að börnin njóti þess að læra að lesa í hópi. Áður en farið er að kenna börn- unum á blaði í tvívídd fer fram mikil vinna. Kennarinn segir börnunum sögur um hvert málhljóð og tákn þess. Sagan er stutt, markviss minn- ishjálp um hljóðið og táknið – bók- stafinn. Barnið vinnur bókstafinn í leir, býr hann til úr perlum, garni, pinn- um, kubbum, þreifar stafinn á hrjúf- um pappír. Stafinn má baka og borða. Gerður er greinarmunur á sérhljóða og samhljóða. Barnið leik- ur stafinn, saman er farið í tengi- leiki. Hver stafur á sinn stað.Við þurfum að æfa vinstri – hægri. Æf- ing í tengingu skapar lestækni. Nú er komið að ritunarþjálfun. Vanda þarf til verks. Smám saman nær barnið tökum á lestrinum. Með æfingu verður barnið læst. Sum börn hafa lestrarörðugleika. Flest komast þá yfir með stuðningi, mikilli æfingu og þolgæði. Trú barnsins á eigin getu skiptir mestu máli og vilji þess til að ná tökum á viðfangsefn- inu. Nokkur börn eru „lesblind“ (við erum ekki sáttar við orðið lesblind- ur, því að ekki er um blindu að ræða). Á þessu stigi þurfa lesblind börn að leggja á sig því meiri vinnu. Kennari og uppalandi þurfa að hafa nána samvinnu. Ganga þarf út frá barninu sjálfu, þörfum þess og út- haldi, áhugamálum þess og því hvers konar vinnulag hentar barninu. Áríðandi er að barnið fái greiningu snemma, helst ekki seinna en 9 ára. Greininguna þarf að gera innan skólakerfisins. Nauðsynlegt er að foreldrar horfist í augu við niður- stöðu greiningar, það að barnið er lesblint. Samvinna verður að vera á milli barns, heimilis og skóla. Mik- ilvægt er að barnið og aðstandendur fái þann stuðning sem þeim ber. Frá upphafi yngri barna kennslu við Kennaraskóla Íslands 1932 kenndi Ísak Jónsson öllum kennara- nemum að kenna lestur þar til hann féll frá 1963. Í byrjun 6. áratugarins kynnti Ísak sér það sem þá var efst á baugi erlendis varðandi lestrar- vanda. Í Kennaraskóla Íslands kenndi hann um þau fræði. Og í Skóla Ísaks Jónssonar fengu börn með lestrarörðugleika einstaklings- kennslu. Gerð var einstaklingsáætl- un fyrir hvert barn og unnið í sam- ræmi við hana. Þróun lestrar- kennslu innan skólans byggist á þeim grunni sem Ísaks Jónsson lagði. Þekking á vandamálunum hefur aukist og margir íslenskir kennarar vinna merkilegt starf sem lýtur að lestrarkennslu. Yfirvöld mennta- mála þurfa að tryggja að öllum börnum standi til boða viðeigandi lestrarkennsla. Lestrarkennsla yngri barna er mikilvæg, hefur for- varnargildi ef vel tekst til. Því ber að leita allra leiða og vanda til kennsl- unnar sem best. Það er gleðiefni að sá áfangi skuli vera innan seilingar að viðurkennt er að lesblinda er eðlileg staðreynd í lífi margra. Gleymum ekki að ýmsir lesblindir geta þakkað fyrir þá sér- stöku gáfu sem oft fylgir lesblind- unni. Efir Sigríði Soffíu Sandholt og Þóreyju Kolbeins „Þekking á vandamál- unum hefur aukist og margir íslenskir kenn- arar vinna merkilegt starf sem lýtur að lestr- arkennslu.“ Höfundar eru kennarar við Skóla Ísaks Jónssonar. Sigríður Soffía Þórey Lestrarkennsla yngri barna Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 1. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 4. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 2. Hæð norðurhús. samtals 531 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu Vorum að fá í einkasölu sérstaklega fallega hæð (rishæð) og ris í góðu 3- býlishúsi. Um er að ræða 106 fm 5 her- bergja íbúð á tveimur hæðum en gólf- flötur er töluvert meiri. Íbúðinni fylgir 53 fm bílskúr. Stór suðurlóð. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 14. V. 18,2 m. 3112 Bárugata 29 - OPIÐ HÚS Vorum að fá í einkasölu alla húseignina nr. 14 við Laufásveg í Reykjavík. Húsið er um 380 fm og skiptist í kjallara, 1. hæð, 2. hæð og ris. Húsið er í dag skráð sem íbúðar- og verslunarhús- næði og býður upp á mikla möguleika, en eignin þarfnast gagngerðra endur- bóta. Laust fljótlega. Góð staðsetning með útsýni yfir tjörnina. V. 25,5 m. 2901 Laufásvegur EINBÝLI PARHÚS Samtún - með aukaíbúð 230 fm parhús á þremur hæðum með séríbúð í kjallara ásamt 34 fm sérstæð- um bílskúr. Á miðhæðinni er forstofa, hol, eldhús, baðherbergi, tvær samliggj- andi stofur, sjónvarpsstofa og svefnher- bergi. Í risi er stór stofa, svefnherbergi og snyrting. Í kjallara er kyndiklefi, þvottahús, tvær geymslur og séríbúð sem skiptist í stofu, eldhús, baðher- bergi, hol og svefnherbergi. V. 22,9 m. 2848 4RA-6 HERB. Svarthamrar - jarðhæð með sérinng. Falleg og björt 4ra-5 herbergja 113 fm íbúð í 4-býlishúsi við Svarthamra. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, geymslu m. glugga sem er notuð sem svefnherbergi, baðher- bergi, sérþvottahús og geymslu undir stiga. Fallegur garður til suðurs. Parket og flísar á gólfum. V. 13,9 m. 3138 Brávallagata Góð 4ra herbergja 82 fm risíbúð á þess- un vinsæla stað. Íbúðin skiptist í hol/ gang, stofu, eldhús, baðherbergi, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og sér- geymslu ásamt sameign. Parket á gólf- um, svalir til suðurs. V. 11,7 m. 3151 Bjarnastaðavör - Álftanes Erum með í einkasölu gott einbýlis- hús u.þ.b. 147 fm ásamt 32 fm bíl- skúr. Húsið er byggt út timbri og virðist í góðu ástandi m.a. parket á gólfum. Góð lofthæð í stofu. Húsið er laust nú þegar. V. 17,9 m. 3144 Hlynsalir - 3ja herb. m. bílskýli Erum með í sölu fallegar og bjartar 3ja herbergja íbúðir í fjögurra hæða lyftuhúsi þar sem hver íbúð er með sérinngangi af svölum. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru u.þ.b. 90 fm og afhendast fullbúnar með öllum inn- réttingum en án gólfefna innan 2ja mánaða. Mjög hagstætt verð eða frá 14,2 millj. 2870 Blönduhlíð - mikið standsett Falleg 4ra herb. um 112 mjög björt lítið niðurgr. kj. Íbúðin skiptist í gang, hol, tvö herb., 2 stofur, eldh. og bað auk sér- geymslu. Íbúðin er mjög mikið standsett, m.a. öll gólfefni, bað, eldhús, gler, skolp- og raflagnir o.fl. V. 13,7 m. 3154 Laufrimi - sérinngangur af svölum Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 97 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Parket og góðar inn- réttingar. Stórar svalir. 3143 Maríubakki Mjög falleg, björt og rúmgóð 111 fm 4ra-5 herbergja íbúð á efstu hæð í góðri blokk ásamt stóru aukaherbergi í kjallara með aðgangi að saml. baðherbergi. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús, þvotta- hús/búr, stofu, þrjú herbergi og baðher- bergi. Herbergi í kjallara hentar mjög vel til útleigu. V. 12,9 m. 3128 3JA HERB. Bárugrandi Mjög falleg 87 fm 3ja-4ra herbergja íbúð auk stæðis í bílageymslu í nýlegu fjölbýli í vesturbænum. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Niðurlímt parket. Sér- geymsla í kjallara og leikherbergi. 3140 2JA HERB. Ránargata Falleg og vel skipulögð 2ja herb. 49,7 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist þannig: stofa, eldhús, baðher- bergi, herbergi og hol. Parket á gólfum. V. 8,4 m. 3043 Reynimelur - laus fljótlega Mjög falleg og björt 2ja herbergja 60,5 fm kjallaraíbúð sem mikið hefur verið standsett m.a. ný eldhúsinnr. og parket. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, snyrt- ingu, svefnherbergi, stofu og eldhús. Áhv. 5,9 m. í húsb. 33 þús. á mán. V. 8,7 m. 3142 Nökkvavogur Nýkomin í einkasölu 2ja herbergja 52 fm íbúð í þríbýlishúsi á rólegum stað. Húsið er nýlega klætt að utan, nýtt dren og ný- legt gler. Sérinngangur. V. 8,2 m. 3149 Viggó Sigursteinsson Gsm :863-2822.eða 520-9305. Heimilisfang: Sunnuvegur 12. Stærð eignar: 161 fm. Verð: 19,9 millj. Viggó tekur á móti gestum á frá kl. 16-18. Um er að ræða glæsilega íbúð á 2. hæð með risi í góðu tvíbýli í grónu hverfi í Hafnarfirði auk bíl- skúrs. Íbúðin er hönnuð af arkitektinum Birni S. Hallssyni og hefur ekkert verið til sparað við að gera hana sem glæsilegasta. Íbúðin skiptist þannig að á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefn- herbergi. Borðstofa er með miklum sérsmíðuð- um skápum og eldhúsið er vel útbúið. Baðher- bergið og alrýmið með stiga upp á risloftið. Ris- loftið, sem líkist koníaksstofu, er með arni og stórum bogadregnum gluggum með útsýni til allra átta. Það er stærra en fermetrafjöldinn segir til um, því allt rýmið er nýtt með hillum. Þar er einnig eitt svefnherbergi. Allar innréttingar í íbúð- inni eru í stíl og skemmtilega hannaðar og lýs- ingin er vönduð. Þetta er glæsileg eign á róleg- um og góðum stað við Lækinn. OPIÐ HÚS - Hafnarfjörður - Sunnuvegur 12 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.