Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján BjörnSigurðsson fædd- ist í Bæjum á Snæ- fjallaströnd 15. maí 1925. Hann lést á sjúkrahúsi í Hamil- ton í Ontario í Kan- ada 19. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson, f. 12. maí 1882, d. 25. mars 1959, og María Re- bekka Ólafsdóttir, f. 1. september 1880, d. 9. apríl 1970. Krist- ján var næstyngstur 16 systkina. Hin eru Sigurður Guðmundur, f. 1902, d. 1969, Ingi- björg Sara, f. 1904, d. 1931, Hall- dór Kristinn, f. 1905, d. 1931, Gunnar, f. 1907, d. 1996, María Rebekka, f. 1910, d. 1994, Óskar, f. 1911, d. 1977, Aðalsteinn, f. 1912, d. 1996, Jón 1913, d. 1915, Jón, f. 1915, d. 1984, Ásgeir Guðmundur, f. 1917, d. 1988, Arn- þrúður Guðbjörg Sigurðardóttir Kaldalóns, f. 1919, Torfi Salmundur, f. 1921, d. 2000, Hall- dór, f. 1923, d. 1997, Ólafur Marinó, f. 1927, og Magnús Benóný, f. 1911. Kristján kvæntist 3. nóvember 1949 eftirlifandi eigin- konu sinni Brynhildi Berndsen, f. 3. nóv- ember 1929. Börn þeirra eru Dagný María, f. 4. apríl 1949, Olga Margrét, f. 19. nóvember 1951, Sigurður, f. 27. apríl 1954, Her- mann Hans, f. 6. maí 1958, og Lloyd George, f. í Kanada. Útför Kristjáns var gerð í Hamilton. Það var snemma vors 2001 sem ég fékk tölvupóst frá Kristjáni frænda mínum, sem þá hafði búið í Kanada í um 30 ár og ég hafði lítið kynnst, nema sem barn og unglingur vegna þess að hann hélt alltaf góðu sam- bandi við móður mína Maríu Re- bekku, sem var eldri systir Krist- jáns. Þegar foreldrar mínir voru staddir í höfuðborginni var oftast farið í heimsókn til Kristjáns og Brynhildar og eins kom Kristján nokkrum sinnum á heimili okkar á Ísafirði. Mér er sérstaklega minnisstæð ein slík heimsókn þegar ég var um 11–12 ára gamall. Ég hafði þá verið í Tónlistarskóla Ísafjarðar og lært tónfræði hjá Ragnari H. og sótt pí- anótíma hjá Bettý Kristjáns í nokkur ár og fannst ég kunna nokkuð fyrir mér, en þegar Kristján settist við pí- anóið og spilaði Tunglskinssónötuna eftir Beethoven lýtalaust eftir eyr- anu frá upphafi til enda varð mér ljóst hve hæfileikaríkur Kristján var. Erindi hans við mig 40 árum síðar var að biðja mig liðsinnis varðandi útgáfu á ljóðabók sinni „Kveðja til Íslands“ sem hann hafði sent til Ís- lands í þeim tilgangi að fá hana gefna út, en enginn árangur orðið. Ég svar- aði honum strax að ég hefði engin tengsl inn í þennan útgáfubransa og nefndi sem hugmynd hvort hann vildi ekki frekar búa til nokkra texta við lög eftir mig, sem við gætum svo reynt að koma á framfæri saman. Við ákváðum að reyna þetta og urðu til 4 ný lög með textum eftir Kristján, áð- ur en veikindin rændu hann sköpun- argleðinni. En við skrifuðumst samt á fram á haustið 2002 en þá sagði hann mér í síðasta skeytinu sínu að heilsan væri alveg að þverra og hann væri t.d. búinn að missa röddina út af krabbameininu og gæti ekkert talað lengur. Nokkrir mánuðir liðu án þess að ég heyrði frá Kristjáni, og það kom mér því ekki á óvart þegar Her- mann sonur hans skrifaði mér til að tilkynna lát föður síns. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstæða frænda mínum og að okkar leiðir skuli hafa legið saman, þó aðeins hafi verið um stuttan spöl að ræða. Blessuð sé minning Kristjáns Björns Sigurðssonar. Guð blessi og styrki fjölskyldu hans. Erling Gunnarsson. KRISTJÁN BJÖRN SIGURÐSSON Ég er staddur á bryggjunni í Leith, sem er ein af útborg- um Edinborgar, á fal- legum haustdegi árið 1955, en í Edinborg hafði ég nýlega hafið nám í verslunarskóla. Á bryggjunni er ys og þys og mikil eftirvænting ríkir á svæðinu enda Ms. Gullfoss að leggjast að bryggju. Á þeim tíma var Gullfoss flaggskip íslenska flotans og var nú að koma við í Leith á einni af mörgum ferð- um sínum til Kaupmannahafnar. Fólkið stóð í hópum á bryggjunni þegar skyndilega víkur sér að mér hár og ljóshærður ungur maður sem segist heita Árni Ragnarsson og formálalaust spyr hann mig hvað ég sé að gera hér. Ég segi honum það, en þá kemur í ljós að Árni er að hefja nám við sama verslunarskóla og ég. Hann hafði áður lokið námi við Kennaraskóla Íslands og hafði nú áhuga á að mennta sig betur í verslunarfræðum. Okkur varð strax vel til vina, en þarna á bryggjunni hófst vinátta sem stóð í 47 ár. Á þessum tímapunkti hrannast minn- ingarnar upp. Árni veitti mér mikla aðstoð í námi, enda sýndi það sig að þarna hafði ég eignast frábæran vin sem alltaf var gott að leita til á lífs- leiðinni. Félagslífið í Edinborg á þessum árum þótti mjög fjölbreytt og ber hæst hina frægu Edinborg- ÁRNI RAGNARSSON ✝ Árni Ragnarssonfæddist á Flateyri við Önundarfjörð 16. maí 1935. Hann lést á Spáni 17. desember síðastliðinn. Bálför Árna fór fram á Spáni. Kveðjuathöfn um hann var haldin í kapellunni í Fossvogi 21. febrúar. arhátíð sem enn í dag er haldin árlega og einnig var vinsælt á þessum árum hjá Ís- lendingum að heim- sækja Alþjóðahúsið (The International house) um helgar en þar var oft glatt á hjalla. Í Edinborg kynntist Árni Guðfinnu Halldórsdóttur frá Ísa- firði og þar giftu þau sig 13. apríl 1956. Guð- finna reyndist Árna mikil stoð og stytta í lífinu og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn sem hafa verið stolt foreldra sinna. Eftir að dvölinni í Edinborg lauk fluttu þau til Íslands og stofnuðu heimili. Árni hóf fljótlega störf hjá Heimdalli, fé- lagi ungra sjálfstæðismanna, einnig hjá Raftækjaverslun Heklu í Aust- urstræti og síðan á skrifstofu Öl- gerðar Egils Skallagrímssonar. Þar starfaði hann í nokkur ár, uns hann keypti Hljóðfærahús Reykjavíkur í Hafnarstræti 1 í samvinnu við bróð- ur sinn Jóhann, sem lést langt um aldur fram. Fyrirtækið óx og dafn- aði í höndum Árna og að því kom að hann flutti fyrirtækið í stærra hús- næði á Laugavegi 96. Hljóðfæra- húsið rak hann í 20 ár en þá ákvað hann að selja og reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Þau hjónin keyptu Kodak Express-framköllunarfyrir- tæki við Suðurlandsbraut við hlið Hótels Esju. Það fyrirtæki ráku þau í nokkur ár uns þau seldu það og fluttu af landi brott til Spánar. Ekki má gleyma að minnast á hin eft- irminnilegu jólaboð og boðin til þeirra á gamlárskvöld en þau eru mér efst í huga þegar ég hugsa til Árna og Guðfinnu með miklu þakk- læti. Guðfinna stóð sem klettur við hlið Árna í alvarlegum veikindum hans á Spáni en Árni lést þar hinn 17. desember á síðasta ári og var öllum vinum sínum mikill harm- dauði. Ég votta Guðfinnu, börnum þeirra, svo og öllum aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Árna Ragnars- sonar. Magnús Sverrisson. Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og dóttir, GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, Hávegi 15, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 7. mars. Gylfi Björgvinsson, Sigmundur Hjörvar Gylfason, Martha Dís Brandt, Sveinn Viðfjörð Aðalgeirsson, Davíð Hermann Brandt, Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Sigurbjörg Lilja Gylfadóttir, Karl Gerhard Hafner, María Bóel Gylfadóttir, Hjörtur Hjartarson, Daníel Friðgeir Sveinsson, Ardri Karlsson Hafner, Markús Karlsson Hafner, Aðalbjörg Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sam- býlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR SIGURJÓNSSONAR fyrrv. flugstjóra, Háaleitisbraut 81, Reykjavík. Bertha I. Johansen, Magnús Már Harðarson, Sigurdís Haraldsdóttir, Kristján Harðarson, Helga R. Jóhannesdóttir, Sigríður Harðardóttir, Magnús Magnússon, Elísabet Þórdís Harðardóttir, Einar Tómasson, Hörður Harðarson, María Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Hef starfað við útfarir í 20 ár Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar og bróður, JÓNS KALDAL, Laugarásvegi 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E Landspítalanum við Hringbraut og heima- hjúkrunar Krabbameinsfélagsins. Steinunn Kaldal, Jón Kaldal, Guðrún Kaldal, Steinar Kaldal, Sóley Kaldal, Anna Kaldal, Kristinn R. Sigurbergsson, Dagmar Kaldal, Ingibjörg Kaldal og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.