Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 47 ÉG KEYPTI eitt sinn bókí Noregi, sem bar þaðáhugaverða nafn „Guð,hví sefur þú?“ Húnfjallaði um þjáninguna og dauðann út frá kristnum for- sendum. Skemmst er frá því að greina að ég varð fyrir sárum von- brigðum með hana, að ekki sé fast- ar að orði kveðið. Og með tilþrifum fleygði ég henni í ruslafötuna. Ástæðan fyrir því var sú að höf- undur komst að þeirri ein- kennilegu niðurstöðu að Guð stæði á bak við allt gott og slæmt í heim- inum, gleði og líf jafnt sem hörm- ungar og dauða. Og hvers vegna? „Jú, það stendur í heilagri ritn- ingu,“ var svar hans. Æði margir eru þeir, eins og hann, sem virðast ekki átta sig á því að Biblían er skrifuð af mönn- um og datt því ekki fullsköpuð af himnum ofan. Eða hvers vegna fæddist Guðs sonur í heiminn, ef ekki til að berjast gegn ógn myrk- ursins og veldi hins illa? Þetta litla atvik með bókina kom upp í hugann þegar ég fór að velta fyrir mér efni þessa pistils dagsins. Því skrifendurnir – burtséð frá guðlegum innblæstri og öðru slíku – voru aukinheldur mótaðir af þjóðfélagsandanum eða hugs- unarhættinum sem ríkti þar um slóðir á ritunartíma Biblíunnar og einkenndist af ofurvaldi karlkyns- ins. Kristin guðfræðihefð hefur því oft og miðað við framansagt, „eðli- lega“ af þeim sökum dregið upp af- ar neikvæða mynd af konum sem þær enn eru að berjast við að fá leiðrétta. Upphaf syndarinnar er t.d. gjarnan rakið til kvenna, eins og gert er í 1. Tímóteusarbréfi, 2. kafla, en þar segir Páll postuli: Konan á að læra í kyrrþey, í allri und- irgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnsburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helg- un, samfara hóglæti. En ef orð Krists eru borin sam- an við margt af þessum toga, bæði í Gamla og Nýja testamentinu, sést að þetta stenst bara engan veginn. Hann lagði kynin nefnilega að jöfnu og fór ekkert í grafgötur með það. Ég nefni þetta hér, vegna alþjóðlega baráttudags kvenna í gær og hins alþjóðlega bænadags þeirra í fyrradag, þar sem m.a. er beðið um aðstoð við að rétta af hina ósanngjörnu slagsíðu árþúsund- anna og nútímans í garð kvenna. Í allri hinni löngu baráttu þeirra fyrir jafnrétti má þó ekki gleymast að íslenskar konur standa mörgum kynsystrum sínum erlendis mun framar í ýmsu tilliti, þótt allir viti, að enn vanti mikið upp á að fullu jafnræði sé hér náð. Árið 1861 öðl- uðust ógiftar konur lögræði á Ís- landi, og árið 1900 fengu giftar konur ráðstöfunarrétt yfir aflafé sínu. Eftir sem áður réð eig- inmaður þó eignum búsins. Núna er réttur kvenna hinn sami og karla til eigna en með lögum frá 1923 komst loks á fullt jafnræði með hjónum að þessu leyti. Árið 1907 fengu konur í Reykjavík og á Akureyri kosningarétt og máttu bjóða sig fram til sveitarstjórna, og tveimur árum síðar, 1909, öðluðust konur annars staðar á landinu sama rétt. Árið 1915 fengu konur eldri en 40 ára kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, og fimm ár- um síðar, eða 1920, var það aldurs- skilyrði lækkað niður í 25 ár, til samræmis við rétt karla. Kosn- ingaaldur beggja kynja er núna 18 ár, eins og allir vita. En fram til 1911 var réttur kvenna á Íslandi til menntunar takmarkaður, líkt og í fjölmörgum öðrum löndum. Þær voru ekki taldar þurfa á annarri menntun að halda en þeirri sem tengdist hefð- bundinni félagslegri stöðu þeirra, enda var á þessum tíma almennt litið svo á að hæfileikar þeirra til menntunar væru takmarkaðir. Boðið var upp á kennslu í sér- stökum stúlknaskólum og hús- mæðraskólum sem veittu konum leiðsögn í hefðbundnum verk- efnum þeirra, heimilisfræðum, umönnun og hjúkrun. Þær áttu ekki rétt á námsstyrkjum og máttu ekki gegna opinberum emb- ættum að lokinni skólagöngu. Árið 1904 gekk ný reglugerð um fram- haldsmenntun í gildi og stuðlaði hún að því að menntun varð konum aðgengilegri. Árið 1911 var konum síðan veittur sami réttur og körl- um til menntunar og próftöku í öll- um menntastofnunum landsins. Á sama tíma öðluðust þær jafnan að- gang að styrkjum og heimild til að gegna opinberum embættum. Ís- land var þar með að líkindum fyrsta landið til að veita konum þann rétt. En þessi saga er næsta ömurleg engu að síður, eftir á að hyggja. Og kaldbrjósta hlýtur sá að vera sem ekki roðnar og blygðast sín við til- hugsunina um hvernig búið er að traðka á kvenþjóðinni í aldanna rás. Íslensk kirkja fyrri tíma er hér engin undantekning. En hún svífur ekki á þeim villigötum lengur, sem betur fer, og mun vonandi ekki gera það síðar. Jafnréttisáætlun hennar gengur allavega út á það „að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í íslensku þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta sér það jafnrétti sem tryggt er að lögum.“ Og eitt af þeim atriðum, sem áhersla er lögð á, er að endurskoða málfar í kirkjulegri boðun og starfi, þ.e.a.s. að forðast eða hætta að nota úti- lokunartal, sem víða er að finna í biblíulegum textum, eðli málsins samkvæmt. Að gera „bræður“ að „systkinum“ og annað þar fram eftir götunum. Að gera það ekki, er að viðhalda textamengun, sem Guð á engan þátt í. Konur Morgunblaðið/Kristinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í gær, 8. mars, var al- þjóðlegur baráttudagur kvenna og minnti hann umheiminn á, að enn skilur töluvert kynin að þegar kemur að mann- réttindum hvers konar. Sigurður Ægisson lítur af þessu tilefni á eitt og annað í íslensku sam- félagi málinu tengt. HUGVEKJA HARALDUR Benediktsson, for- maður Búnaðarsamtaka Vestur- lands, telur kornrækt eiga mögu- leika á að verða að einn af helstu vaxtarbroddum í landbúnaði og því eigi bændur og landeigendur að vanda sig þegar þeir velja land undir sumarbústaðabyggðir og skógrækt. „En ég tek fram að með þessu er ég engan veginn að setja út á skógrækt- ina enda er hún líka vaxtarbroddur, ekki síst með tilliti til bindingar kol- efnis og mengunarkvóta í framtíð- inni. En menn ættu engu að síður að huga að því að taka ekki að óathug- uðu máli land undir skógræktina sem væri nýtanlegt í akuryrkju.“ Hvorki tengdur stuðningur né tollavernd í kornræktinni Spurður um möguleikana í korn- rækt segist Haraldur m.a. vera að vísa til hugmynda um lífmassafram- leiðslu en eins hljóti hlýnandi lofts- lag að verða til þess að kornrækt færist á norðlægari slóðir. „Við ræktum nú þegar bygg á Íslandi með góðum árangri, við keppum við heimsmarkaðsverð á byggi og við njótum engrar tollverndar. Við erum harla ánægðir með árangurinn enda þótt við séum raunar að keppa við stórlega niðurgreidda kornvöru er- lendis frá. Því teljum við hugsanlega tækifæri felast í viðræðum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Við teljum að niðurstaða þeirra samninga geti skapað aukin tækifæri fyrir íslenska kornrækt.“ Haraldur bendir á að bændur skeri nú korn á um tvö þúsund hekt- urum lands og ef menn ætli sér að fullnægja innanlandseftirspurn þyrfti allt að því að tífalda fram- leiðsluna. „Heppileg kornræktarsvæði eru auðvitað takmörkuð auðlind en þau stækka þó með auknum árangri í kynbótum hér heima; ræktunar- svæði færist stöðugt norðar og víðar um landið. Ég tel því að menn eigi að huga vandlega að því þegar þeir eru að hugsa um að leggja land undir vegi, skógrækt, sumarbústaðalóðir, íbúðarbyggð o.s.frv.,“ segir Harald- ur. Land undir kornrækt takmörkuð auðlind Hlýnandi veður og lífmassafram- leiðsla stuðla að aukinni kornrækt Í TILEFNI af 75 ára afmæli Félags starfsmanna Landsbanka Íslands (FSLÍ) var opnuð sýning á hand- verki starfsfólks í útibúum Lands- bankans um allt land. Félag starfsmanna Landsbank- ans var stofnað 7. mars 1928 og er elsta félag starfsmanna á fjár- málamarkaði. Fyrsti formaður fé- lagsins var Hilmar Stefánsson en í dag gegnir Helga Jónsdóttir því hlutverki. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu félagsmanna á bankamálum, auka samstarf milli starfsmanna innbyrðis og milli þeirra og stjórnar bankans með það að markmiði að gera góðan banka enn betri, segir í fréttatilkynningu. Starfsmannafélagið rekur skrif- stofu í húsakynnum Landsbankans á Laugavegi 77. Sýna handverk á afmæli Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Handverk starfsfólks í útibúi Landsbankans á Laugavegi 77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.