Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM Zither Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Út Exit Fávitar í spenni- treyjum Hadez að steypa betur saman ólík áhrif inn- an sveitarinnar. Annað lagið var einna best. Seinni hluti tilraunakvöldsins byrj- aði afskaplega vel, svo ekki sé meira sagt, því þeir Amos-félagar stóðu sig framúrskarandi vel, mjög þéttir og með allt á hreinu í útsetningum og spilamennsku. Gítarleikari og söngv- ari sveitarinnar stóð sig sérdeilis vel, söng skemmtilega með góðri dýnamík og skilaði liprum laglínum á gítarinn, en samspil gítarleikaranna er með helstu kostum sveitarinnar. Trommu- og bassaleikari voru líka traustir og skemmtilegur var bassaleikurinn í síð- asta lagi sveitarinnar, en rétt er að geta þess að nafn bassaleikarans mis- ritaðist í blaðinu sl. fimmtudag; hann heitir Hermann Albert Jónsson. Heimskir synir voru næstir á svið og enn kom afbragðssveit, að þessu sinni stunduðu menn hiphop en ekki rokk. Aðal þeirrar sveitar er hve flytj- endur, rappararnir þrír, voru vel und- irbúnir, kraftmiklir á sviðinu og sam- taka í keyrslunni, en rímur voru líka ágætar og undirspil gott, sérstaklega var takturinn flottur í þriðja laginu. Þeir synir fengu söngkonu til liðs við sig í öðru laginu og hún söng afskap- lega vel á lágu nótunum og gerði lagið grípandi flott. Mjög skemmtileg sveit. Blackout lék gruggað þungarokk en liðsmenn voru óstyrkir í fyrsta lagi, virkuðu ekki nógu vel æfðir. Þeir félagar náðu sér betur á strik í öðru laginu sem var hreinna þungarokk, en voru bestir í hröðu köflunum í loka- laginu, þótt lagið sjálft hafi ekki geng- ið vel upp. Þegar hér var komið sögu höfðu menn haldið sig við rokk í þyngri kantinum að mestu, en Denver gekk alla leið, skrúfaði allt í botn og söngv- arinn öskraði sem ætti hann lífið að leysa. Skemmtileg tilbreyting og margt mjög vel gert, sérstaklega í síð- asta laginu sem var hreint afbragð – frábær keyrsla. Hadez var síðasta hljómsveit á svið að þessu sinni, þétt rokksveit og vel undirbúin. Fyrstu tvö lögin voru vel gerð og spiluð, helst að millikaflar hafi stungið í stúf, sérstaklega í fyrra lag- inu. Þriðja lag Hadez gekk aftur á móti vel upp, fínasta rokk. Amos var öruggur sigurvegari úr sal, en dómnefnd kaus Heimska syni og ákvað að hleypa Einn einni sólinni líka áfram. Næsta kvöld Músíktil- rauna verður haldið í Tónabæ næst- komandi fimmtudagskvöld. Denver 21. Músíktilraunirnar hófust í Tónabæ sl. fimmtudagskvöld. Þá kepptu ellefu hljómsveitir á ýmsum aldri og víða að um sæti í úrslitum og fóru leikar svo að þrjár sveitir komust áfram. Mikið var af rokki í boði þetta fimmtudagskvöld, oft gruggkenndu eða Metallica-skotnu, en gerðist býsna pönkkennt þegar hljómsveita- menn réðu ekki alveg við það sem þeir voru að gera. Liðsmenn Back Door Sluts, sem var upphafssveit þessara músíktil- rauna, voru sportlega fáklæddir og tónlistin léttpönkuð. Fyrsta lagið var frumstætt og líflega flutt og það næsta enn pönkaðra. Þriðja lagið var svo býsna gott í annarri atlögu en kannski fulllangt í annan endann. Enn ein sólin byrjaði leik sinn með miklum látum, hörku rokk með góðri trommukeyrslu. Fyrsta af óteljandi gítarballöðubyrjunum opnaði svo næsta lag sem var metnaðarfullt en gekk ekki alveg upp, þarf sjálfsagt að æfa betur. Þriðja lagið var það besta að þessu sinni, skemmtilega poppað pönk. Út Exit var á álíka slóðum, þunga- rokkskennt popp, sérstaklega tvö fyrstu lögin, en þriðja lagið var sýnu best. Þeir félagar þurfa að vinna bet- ur í söngnum. Veleno-félagar voru víst að koma fram í fyrsta sinn en það var ekki að sjá á þeim, svalir á sviðinu. Þeir virt- ust þó ekki vera klárir í Músíktilraun- ir, því áheyrendur fengu aðeins að heyra hálft þriðja lag og varla það; fyrsta lagið ekki nema inngangskafli og hin tvö stutt. Annað lag þeirra fé- laga var sérkennilega saman sett, en með góðum sprettum, en það þriðja forvitnilegt. Hefðbundið bílskúrsrokk var næst í boði Fávita í spennitreyjum sem virkuðu ekki vel æfðir. Annað lagið var meira af því sama, en hékk varla saman; sérstaklega var sönglínan í því takmörkuð. Mesta pönkið var í síðasta laginu og það var það skásta. Síðasta hljómsveit fyrir hlé var Zither. Ýmislegt forvitnilegt var í gangi hjá þeirri sveit en hún þarf meiri tíma og æfingu, sérstaklega til Blackout Gruggkennt rokk í hávegum Músíktilraunir Fyrsta úrslitakvöld Músíktilrauna, hljóm- sveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins. Þátt tóku Veleno, Denver, Fávitar í spennitreyju, Blackout, Hadez, Út Exit, Heimskir synir, Einn ein sólin, Zither, Back Door Sluts og Amos. Haldið í Tóna- bæ fimmtudaginn 6. mars. Tónabæ Árni Matthíasson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 57 TÍSKAN Sunnudaginn 9. mars Tímaritið Hár & fegurð • www.fashiontv.is • Sími 562 8141 fashiontv.is 09:00 Keppni í ásetningu gervinagla 11:15 Keppni í leikhúsförðun 11:00 Keppni í dagförðun 12:30 Dómur í ásetningu gervinagla 12:30 Dómur í dagförðun 13:00 Keppni í ljósmyndaförðun 14:15 Dómur í leikhúsförðun 14:30 Keppni í tísku og samkvæmisförðun 14:30 Dómur Ljómyndaförðun 15:00 Keppni í tískulínu 15:40 Dómur í tískulínu 16:00 Dómur í tísku og samkvæmisförðun 16:15 Keppni í frjálsum fatnaði 16:30 Keppni í kvöld og samkvæmisfatnaði 17:00 Keppni í fantasíunöglum 17:00 Keppni í frístæl 17:00 Keppni í fantasíuförðun 17:20 Keppni í litun 17:40 Dómur í frístælkeppni 17:40 Dómur í litunarkeppni 18:30 Dómur í fantasíunöglum 19:00 Kristján Guðmundsson píanóleikari spilar 19:45 Verðlaunaafhending 20:00 Dómur í fantasíuförðun 20:25 Fantasíuförðun á sviði 21:00 Danssýning 21:20 Verðlaunaafhending 21:30 Sýning Karatefélags Reykjavíkur 21:40 Verðlaunafhending 21:45 Sýning frá Fjölni tattoo 21:50 Tískuhönnuðir og fatagerðarfólk sýna íslenska tísku. 22:00 Verðlaunafhending 22:10 Sýning Júdófélags Reykjavíkur 22:30 Verðlaunaafhending 22:45 Sýning frá L’anza 23:00 Verðlaunaafhending 2003 fashio ntv.is Stanslaus dagskrá frá 9-23 Back door sluts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.