Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „MÉR skrikaði fótur og datt ofan í strompinn og sat fastur á 4–5 metra dýpi,“ sagði ungur Reykvíkingur um reynslu sína þegar hann festist í strompi heima hjá sér á Laugaveg- inum um klukkan 7 í gærmorgun. Hann hafði týnt húslyklinum þá um nóttina og hugðist nota strompinn sem inngönguleið, en sú ráðstöfun átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Þarna sat ég pikkfastur, gargandi á hjálp. Ég var farinn að missa mátt í höndunum og mátti ekki miklu muna með björgunina.“ Nágranni hans nam loks köllin í honum og gerði lögreglu viðvart sem brá skjótt við. Hann varð fegnari en orð fá lýst þegar hann sá slökkviliðsmann fyr- ir ofan sig í opinu, beinandi vasa- ljósi niður í myrkrið. Slökkviliðs- menn brugðu kaðallykkju undir handarkrika mannsins og toguðu hann upp. „Fyrst bölvaði ég sjálfum mér fyrir asnaskapinn og síðan fór líðanin versnandi þegar röddin fór að gefa sig eftir öll hjálparöskrin. Enginn vissi af mér þarna og ég vissi ekki hvernig þetta myndi enda. Ég var alveg eins og litli sót- arinn þegar mér var bjargað upp, í rifinni skyrtu og sótsvörtum galla- buxum. Augu, nef og munnur voru full af sóti og ég var bikasvartur.“ Um er að ræða mjög óvenjulegt atvik og mun þetta vera í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem slökkvilið bjargar manni upp úr strompi, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. „Enginn vissi af mér“ Festist í strompi LÍFEYRISSJÓÐSLÁN til ein- staklinga uxu um tæpa 13 milljarða króna á síðasta ári og námu um ára- mót samtals rúmum 84 milljörðum króna. Þau hafa vaxið um tæpa 30 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og á sama tíma hefur hlutfall sjóðfélagalána af heildar- eignum lífeyrissjóðanna vaxið úr 9,9% í 12,4%. Þessar tölur eru byggðar á efna- hagsyfirliti lífeyrissjóða sem Seðla- banki Íslands tekur saman, en það byggist á úrtaki 25 stærstu lífeyr- issjóðanna, sem ná til tæplega 93% af lífeyriskerfinu. Vextir á lífeyrissjóðslánum eru almennt mun lægri en vextir á bankalánum, en talsvert er mis- munandi eftir sjóðum hverjir vext- irnir eru og eins hver möguleg há- marksupphæð láns er. Þannig getur lánsupphæð verið frá tveimur milljónum króna og upp í 6–7 millj- ónir króna og í sumum tilvikum er m.a.s. ekkert hámark á lánsupp- hæðinni, svo framarlega sem nægi- lega góð veð eru sett fyrir láninu. Algengt að vextir séu tengdir ávöxtunarkröfu húsbréfa Hvað vextina snertir þá er nú orðið algengt að þeir séu tengdir ávöxtunarkröfu húsbréfa með til- teknu álagi sem er nokkuð mismun- andi eftir lífeyrissjóðum eða allt frá því að vera 0,1% og upp í það að vera 0,75%. Vextirnir geta því breyst frá mánuði til mánaðar og hafa raunar lækkað nokkuð að und- anförnu vegna lækkunar á lang- tímavöxtum. Þá er einnig í nokkr- um tilvikum mögulegt að semja um fasta vexti allt lánstímabilið. Svo dæmi séu tekin eru vextir á lífeyrissjóðslánum lægstir hjá Líf- eyrissjóði verkfræðinga 3,5% en heimilt er fyrir stjórn að hækka þá í 5%. Vextir hjá Lífeyrissjóði bankamanna eru 5,12% nú eða 0,1% hærri en ávöxtunarkrafa húsbréfa. Algengt er síðan að vextir séu á bilinu 5,7–6,5%, samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðum sjóðanna. Þannig eru þeir 5,77% hjá Lífeyr- issjóði verslunarmanna og Söfnun- arsjóði lífeyrisréttinda. Þeir eru 5,8% hjá lífeyrissjóðnum Framsýn frá 1. mars, 5,87% hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, 5,9% hjá Lífeyrissjóði Austurlands, 5,91% hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, 5,92% hjá Lífeyr- issjóði sjómanna, 6% hjá Lífeyris- sjóði lækna, 6,16% hjá Lífiðn, 6,25% hjá Lífeyrissjóði Norður- lands, 6,40% hjá Alvíb, 6,53% hjá Lífeyrissjóði bænda og 6,7% hjá Samvinnulífeyrissjóðnum. Hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum eru vext- irnir 0,5% lægri en vextir hjá Spron, sem nú eru á bilinu 6,75– 9,9%, samkvæmt upplýsingum rekstraraðila sjóðsins. Til samanburðar eru kjörvextir á verðtryggðum bankalánum til langs tíma á bilinu 6,65–8,0% eftir bankastofnunum. Hæstu vextir eru á bilinu 9,10–10,50% og er um að ræða fasta vexti á lánstímanum. 13 milljarðar í félagalán Lífeyrissjóðslán til sjóðfélaga eru 12,4% af heildareignum sjóðanna ELVA Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björg- vinsdóttir og Ingrid Karlsdóttir, 18 ára, þykja einstaklega efnilegar í tónlist. Þær myndu kannski ekki taka undir það sjálfar, ef þær væru spurðar, en þetta segir deildarforseti tón- listardeildar Listaháskóla Íslands. Stúlkurnar eru allar í námi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð en jafnframt því stunda þær nám í Listahá- skólanum. Allar hafa þær leikið á fiðlu frá unga aldri og allar stefna þær á frekara nám í fiðluleik erlendis. „Þegar maður er kominn á þetta stig á Ís- landi þá er bara ekkert meira að gera hér,“ segir Elva, spurð út í frekara nám. Elva lýkur einleikaraprófi í fiðluleik í vor og ætlar utan í nám í haust, til Þýskalands eða Austurríkis. Helga stefnir að því að ljúka einleikaraprófi á næsta ári, ef vel gengur á „forprófi“ í vor. Hana langar líka að læra meira á fiðlu. Hún segir valið ekki endilega standa á milli skóla heldur skipti mestu að finna góðan kennara. „Manni finnst maður bara vera rétt að byrja. Mig langar að vera lengi í skóla og læra sem mest,“ segir hún og Elva tekur undir það. „Verður að forgangsraða“ Á hverjum degi sækja þær tíma í Listahá- skólanum, heimalærdómurinn í mennta- skólanum verður þá stundum að sitja á hak- anum. Samt gengur þeim vel í skóla. „Það verður að forgangsraða hlutunum,“ segir Helga. Spurðar út í námið í Listaháskólanum segist Elva finna mikinn mun á námi þar og í mennta- skólanum. Söguáfangi í MH sé t.d. ekki sam- bærilegur við söguáfanga í Listaháskólanum, sem sé mun strembnari. En kemst þá eitthvað annað að en lærdómur og fiðla? „Vinir mínir eru þolinmóðir,“ segir Helga, en viðurkennir að hún sé iðulega upptekin við fiðl- una þegar þeir hringi. Elva tekur undir það og segir að námið krefjist mikils aga. Ingrid Karlsdóttir var ekki í fiðlutíma þegar Morgunblaðið leit inn í tónlistardeildina eitt kvöldið í vikunni. Hún gerði lítið úr sérstöðu þeirra. Sagði það ekkert nýtt að tónlistarnem- endur sæktu námskeið í tónlist á háskólastigi. Spurð hvort það væri eitthvert líf fyrir utan fiðluna og skólann viðurkenndi hún að námið tæki mikinn tíma frá henni. Til varnar tónlistinni sagði hún á hinn bóginn: „Þetta verður lífið manns.“ Þrjár menntaskólastúlkur stunda jafnframt nám í fiðluleik í Listaháskólanum Morgunblaðið/Kristinn Helga og Elva æfa sig á fiðluna í Listaháskól- anum á föstudagskvöld. Einingarnar sem þær fá úr diploma-náminu í Listaháskólanum koma að góðum notum þegar þær sækja um í erlendum tónlistarskólum. Ingrid Karlsdóttir stefnir á frekara nám í tónlist eins og vinkonur hennar. „Finnst mað- ur bara vera rétt að byrja“ KVIKMYNDIN Niceland, sem Friðrik Þór Friðriksson mun leik- stýra eftir handriti Huldars Breiðfjörð fyrir Zik Zak-kvik- myndir, hefur fengið 340 þúsund evra styrk, jafnvirði 28,7 milljóna króna, frá evrópska kvikmynda- sjóðnum Eurimages. Áður hefur Niceland fengið styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, þýskum sjóði og breskum, auk 35 milljóna króna styrks frá Kvikmyndasjóði Íslands og fjármagns frá dreif- ingaraðilanum Bavaria í Þýska- landi og forsölu til sjónvarps- stöðva. Alls nemur þessi fjár- mögnun 2,3 milljónum evra eða um 200 milljónum íslenskra króna. Að sögn Skúla Malmquist hjá Zik Zak var myndin fullfjármögn- uð en ákveðið var að hækka kostnaðaráætlun um 50 milljónir króna til að geta staðið betur að gerð og eftirvinnslu myndarinnar. Með Eurimages-styrknum vantar því aðeins tæplega 20 milljónir til viðbótar og segist Skúli vera bjartsýnn á að það fé fáist. Nú er einnig verið að vinna að ráðningum leikara í myndina, en stefnt er að því að Niceland fari í tökur á næstu mánuðum. Niceland fær 200 milljónir  Niceland/B11 FRAMLEIÐSLA á tómötum við raf- lýsingu hefur verið að aukast á und- anförnum árum. Nú eru starfræktar þrjár stöðvar þar sem tómatar eru ræktaðir undir lýsingu allt árið. Að sögn Helgu Karlsdóttur, garðyrkju- bónda á Melum, er ágætur markaður fyrir tómata núna og nánast beðið eftir hverjum tómati. Á myndinni tín- ir Lesya Proniv frá Úkraínu tómata í gróðurhúsi á Melum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Beðið eftir hverjum tómati Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.