Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 6
Ferðalangar sem ætla til Finn- lands gætu haft not af því að skoða www.travel.fi/int/ VALENCIA er þriðja stærsta borg Spánar og fyrsta sunnudag mars- mánaðar ár hvert hefst þar ein íburð- armesta og skemmtilegasta hátíð Spánar, Las Fallas, sem stendur fram til 19. mars. Hana heimsækja tvær til þrjár milljónir ferðamanna á ári hverju. Allt árið keppast ótal borgarbúar við að hanna og smíða 10–20 metra há líkneski af stjórn- málamönnum, íþróttafólki, teikni- myndahetjum, goðsögnum eða kvik- myndaleikurum, og nota til þess pappírsmauk, vax og við. Einnig er keppt í fallegustu götu- skreytingunum og bestu „paellunni“ eða “pælunni“ eins og Íslendingar kalla gjarnan þennan þjóðarrétt Val- encia-héraðs. Þá eru og reist stór tjöld í hverri götu og íbúarnir halda vikulanga veislu með tilheyrandi tónlist, lúðra- blæstri, skrúðgöngum og mascletá (þúsundir kínverja sem eru sprengd- ir alla hátíðina um alla borg og allt hérað og valda svefnröskun og heyrnarleysi í marga daga á eftir.) Allt þetta til heiðurs verndara Val- encia-héraðs, heilögum Jósef. Stórfenglegt lokakvöld Rúsínan í pylsuendanum er svo stórfenglegt lokakvöld Las Fallas, þegar dýrasta flugeldasýning Spán- ar fer fram með það að markmiði að gera betur en árið áður. Þrátt fyrir mikla reynslu af flugeldasýningum á heimsmælikvarða, samanber íslensk áramót, tók ég andköf hvað eftir ann- að þegar færustu skotmeistarar sem völ er á hverju sinni, létu ljós sitt skína. Öll sagan er þó ekki sögð því það sama kvöld er kveikt í öllum líkneskjunum í einu, nema því sem valið er fallegasta líkneskið það árið og þykir það mikill heiður fyrir hönn- uði og smiði sem komu að því verki. Á mörgum götum standa risastór líkneski í ljósum logum, líkneski sem fólk hefur kannski verið heilt ár að hanna og móta. Gestrisnir borgarbúar Ekki má svo gleyma að íbúar Val- encia eru með afbrigðum gestrisnir, sérstaklega þessa viku og ekki ólík- legt að ferðamönnum sé boðið að smakka á paellu. Í Valencia er saga við hvert fótmál eins og annars staðar á Spáni, góðir veitingastaðir og barir, og kannski það sem kom mér mest á óvart við borgina er hversu lítil og vinaleg hún er þrátt fyrir íbúafjölda upp á tæpar 3 milljónir. Las Fallas er án alls vafa skemmtilegasta hátíð landsins og ómissandi fyrir ferðalanga sem vilja upplifa eitthvað öðruvísi og spenn- andi. Hins vegar er ekki víst að fólk fái gistingu ef það ætlar að skella sér núna út og taka þátt í hátíðahöldun- um. Ráðlegt er að verða sér úti um hótelherbergi eða aðra gistingu með allt að árs fyrirvara því aðsóknin er það mikil. Einnig er ráðlegt að vera fótgangandi þessa daga því allur miðbærinn sem og margar aðrar götur eru lokaðar þennan tíma og fyrir ókunnuga getur verið erfitt að rata eftir að myrkur skellur á. Með flugi eða lest Til Valencia er hægt að fljúga beint frá ýmsum áfangastöðum m.a. frá London. Einnig er spennandi kostur að fljúga fyrst til Barcelona og taka þaðan lest til Valencia. Hún fer að mestu leyti meðfram strand- lengju Spánar og er margt að sjá á leiðinni. Ef ekið er frá öðrum stöðum er ráðlegt að vera mjög tímanlega og þolinmóð því umferðin er mikil. Í Valencia er fín strönd en þar eru engar ferðamannagildrur. Stór höfn er þar nálægt og ekki er ráðlegt að synda mikið í sjónum þess vegna. Á móti kemur að hitinn í mars er varla nægur til að busla í sjónum og ekki þörf á mikilli sólvörn. Ein stærsta uppákoma ársins í Valencia á Spáni Íburðarmikil og skemmtileg hátíð Borgarbúar keppast við að hanna og smíða 10—20 metra há líkneski af stjórn- málamönnum, íþróttafólki, teiknimyndahetjum, goðsögnum eða kvikmynda- leikurum, og nota til þess pappírsmauk, vax og við. Reuters  Slóðir sem koma að góðum notum ef fólk vill taka þátt í há- tíðahöldunum í Valencia í mars að ári eða skella sér strax og ná í skottið á skemmtuninni. www.spainunlimited.com/ spain/fiestas/lasfallas.asp Góð síða á ensku um Las Fallas og aðrar hátíðir á Spáni. www.2camels.com/ destination56.php3 Þessi slóð er ítarlegri og á ensku með upplýsingum um hótel og gistihús á svæðinu. www.turisvalencia.es. Heimasíða ferðamálaráðs Val- encia. Á slóðinni eru veittar upplýsingar um borgina, merki- lega staði, gistimöguleika í öll- um verðflokkum, allar hátíðir, leikhús og aðra viðburði alla daga ársins. Enska og spænska. Um síðustu helgi hófst hin árlega Las Fallas-hátíð í Valencia á Spáni. Albert Örn Eyþórsson hefur tekið þátt í þessari skrautlegu uppákomu. SÍÐASTLIÐIN sumur hefur Enskuskóli Erlu Ara staðið fyrir námsferðum til Englands í sam- vinnu við skólann Kent School of English. Í ferðunum eru íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Í fréttatilkynningu frá Erlu Ara kemur fram að enskunám sé stundað í skólanum en þess fyrir utan taki nemendur þátt í dagskrá svo sem fótbolta, tennis, blaki, sundi, diskóteki, bíóferð og fleiru. Á laugardögum er haldið í dags- ferðir til London, Cambridge, Canterbury og víða um hin ensku sveitahéruð. Í London er farið á söfn og í leikhús auk þess sem markverðustu staðir og byggingar eru skoðaðar. Stendur til að bjóða upp á tvær þriggja vikna ferðir í sumar. Sú fyrri verður í júní og sú síðari í ágúst. Námsferðirnar kosta 145.000 krónur. Innifalið er flug, nám, gisting, fæði, öll dagskrá og dagsferðir auk þjónustu hópstjór- anna sem eru til staðar til þess að halda utan um hópinn. Námsferðir til Englands  Enskuskóli Erlu Ara Sími: 891 7576 Tölvupóstur: erlaara@simnet.is Vefsíða: simnet.is/erlaara Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.