Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 9
„Nei, nei, og hef ekki gert. En ég les mikið; ég hef gaman bæði af bókum um sálfræði og leyni- lögreglusögum.“ En hvað með sagnfræðina? „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það þýddi að læra sagnfræði í Sovétríkjunum. Ég las áhugaverðar bækur um fornaldarsögu, um Rómverja og Grikki, og ákvað þess vegna að nema sögu …“ En svo; tja, hann segist hafa misst áhugann á viðfangsefninu þegar hann kynntist „rússneskri“ sagnfræði. Þú nefndir að þolinmæði hefði skort við fram- burðarnámið, er ekki þolinmæði óskaplega mik- ilvæg skákmanni? „Jú, sjáðu til. Þolinmæði er einn þeirra eig- inleika sem atvinnumaður í skák verður að búa yfir. Hann verður að geta setið kyrr í nokkra klukkutíma og hugsað. Ekki eru allir gæddir þeissum hæfileikum; til dæmis konan mín. Hún gæti þetta ekki! En líklega hef ég náð að þróa með mér þolinmæði með því að leika skák reglu- lega. En áður hafði ég vissulega minni þol- inmæði.“ Atvinnumaður í tæp 50 ár Þegar Kortsnoj er spurður hvort það sé ekki erfiðara með aldrinum að standa í því ati sem skákinni fylgir, segir hann: „Sovétríkin lögðu mikla áherslu á blómstr- andi skáklíf. Ég fór að fá greiðslur frá ríkinu ár- ið 1954 fyrir það að tefla og hef því verið at- vinnumaður í nærri 50 ár …“ Og ert ekkert farinn að leiða hugann að því að hætta, eða hvað? „Við búum í Sviss. Konan mín, sem er örlítið eldri en ég, er komin á eftirlaun og ég var reyndar neyddur til þess líka! Í raun er ég því „hættur“ að vinna.“ Segist vera farinn að fá greiddan ellilífeyri, en borgi þó enn í þann sam- eiginlega sjóð sem „starfandi“ skákmaður. Og nú hlær Kortsnoj en svarar svo spurning- unni í raun: „Svo lengi sem ég hef gaman af því að tefla og fólk ánægju af því að horfa á mig tefla þá hætti ég ekki.“ Hann segist einmitt fá mikil viðbrögð við tafl- mennsku sinni. „Já. Fólk kemur mikið að máli við mig og seg- ir gjarnan; skákir þínar eru stórbrotnar. En ég skal viðurkenna að það er aðallega gamalt fólk sem segir þetta. Hörðustu stuðningsmenn mínir og aðdáendur er fólk af minni kynslóð.“ Eftir stutta hláturroku bætir hann brosandi við: „Ég geri mér far um að sýna fólki á þessum aldrei hvers það er megnugt.“ Kortsnoj líður vel. „Nú hef ég búið á Vesturlöndum í 26 ár og lít reykja of mikið í þeim tilgangi að hafa áhrif á andstæðinginn. Ég legg áherslu á að Hjartarson kvartaði ekki. og það var ekki viljandi sem ég gerði þetta; ég var bara taugaóstyrkur og reykti því of mikið.“ Hann segir að nú orðið megi yfirleitt ekki reykja í keppnissalnum og það sé erfitt fyrir suma sem enn reykja. Hætti að keyra … Um sjálfan sig segir hann skyndilega: „Ég hætti nú bara að reykja einn daginn! Það var ekki sérstaklega á dagskrá hjá mér og gerðist í raun nánast eins og af sjálfu sér. Ég les gjarnan bækur um sálfræði og þetta gerðist eftir að ég las bók á ensku sem heitir What do You Say When You Talk to Your Self?“ Á íslensku mætti kalla bókina Hvað segirðu þegar þú talar við sjálfan þig? „Ég komst að því að þegar talað er við sjálfan sig er viðkomandi að tala við eigin undirmeðvit- und. Bókin var vel skrifuð og einhvern veginn hætti ég að reykja eftir að hafa lesið hana!“ Hann segir mörg áhugaverð dæmi hafa verið í bókinni; „ef maður hugðist hætta að reykja var til dæmis ákveðinn texti sem þurfti að lesa. Þennan texta las ég upphátt, hann var satt að segja mjög athyglisverður en ég var ekkert á þeim buxunum að hætta að reykja. Um það bil mánuði síðar gerðist það svo; ég fékk eitthvert hland fyrir hjartað og hætti þá að reykja í eitt skipti fyrir öll!“ Talandi um þetta; er gott líkamlegt ástand skákmanni mikilvægt? „Að sjálfsögðu, eins og fyrir alla aðra. Jafnvel fyrir gamla skákmenn.“ Og enn tekur hann eina af þessum sérkennilegu hláturrokum. Ég spyr í framhaldi þess hvort hann hreyfi sig eitthvað í því skyni að halda líkamlegri heilsu. „Tjaaaaaa!“ Hann hugsar sig um. „Ég geng á skíðum en þar fyrir utan … Jú, ég geng líka mikið og það á sér sérstaka skýringu. Ég geng tilneyddur. Fyrir mörgum árum, þegar ég bjó enn í Leníngrad, ók ég einu sinni á lögreglubíl á götu úti! Ökuskírteinið var þó ekki tekið af mér vegna þess að ég var of frægur, en andlega áfall- ið var svo mikið að ég steinhætti að keyra! Síðan þá neyðist ég til að ganga mikið og er þess vegna í góðu líkamlegu ástandi og get teflt vel.“ Enn hlær Kortsnoj. Það var 1974 sem hann ók á lögreglubílinn. Þarna vendum við okkar kvæði í kross og ég spyr um ástandið í skákheiminum. Hann segist ósáttur við það að skákin sé ekki eins vinsæl víða um lönd og hún var áður fyrr. Gagnrýnir til dæmis að reglur séu mismunandi frá móti til móts. „Áður voru reglurnar fastmót- aðar, alveg sama hvers konar mót var um að ræða en nú veit maður varla hvaða reglur gilda þegar mætt er til leiks.“ Hann nefnir að á Stórmóti Hróksins hafi skákmennirnir haft tvær klukkustundir fyrir 40 leiki og síðan eina klukkustund í viðbót til að ljúka skákinni. „Á mótinu sem ég tók þátt í á Ítalíu um daginn höfðum við eina klukkustund og 40 mínútur fyrir 40 fyrstu leikina og 30 sek- úndur að auki í bónus fyrir hvern leik. Síðan var ein klukkustund, með bónus, fyrir næstu 20 leiki og loks 15 mínútur til að ljúka skákinni – líka með 30 sekúndna bónus fyrir hverng leik. Hvers vegna að gera okkur lífið flóknara en nauðsynlegt er? Maðurinn er ekki tölva! Best er að hafa allt í föstum skorðun, líka hvenær dags- ins sest er að tafli á hverju móti.“ Hann kveðst líka ákaflega svartsýnn vegna „innrásar“ tölvunnar í skáklífið. „Ég sé fyrir mér að hefðbundin skák fólks líði undir lok. Fólk hættir að hafa áhuga á henni þegar hægt er að keppa við tölvu. Eftir nokkur ár verður hægt að kaupa skáktölvu fyrir fáeina dollara úti í búð, tölvu sem hægt verður að stilla á hvaða styrk- leika sem er. Þá geta menn teflt í rólegheitum heima í stofu á því stigi sem hverjum og einum hentar. Þá er enginn andstæðingur sem rekur á eftir, ekkert stress. Ég óttast að þróunin verði þessi mjög fljótlega. Og ég býst við að hefð- bundin skák tveggja lifandi mannvera leggist af. Að hún bókstaflega hverfi.“ Ég nefni að í gegnum árin hafi svo virst sem annað slagið hafi alltaf verið einhvers konar ves- en á FIDE, alþjóða skáksambandinu. Einhvern veginn aldrei allir sáttir. Hvernig metur hann stöðuna á þeim bæ núna? „Tja,“ segir hann og hlær. „Það er spurning!“ Segir svo stutt og laggott: „Mér líkar ekki hvernig FIDE stjórnar skákheiminum. Meira vil ég ekki segja um það.“ Að síðustu spyr ég þennan gamla skákref hver sé besti skákmaður allra tíma. Hann svarar: „Í upphafi þessarar aldar voru stórmeistarar um allan heim spurðir hver væri besti skákmaður 20. aldarinnar og baráttan í því vali stóð á milli Bobby Fischers og Garrí Kasp- arovs. Fischer vann. Hann þykir því besti skák- maður 20. aldarinnar og þar af leiðandi allra tíma.“ Ert þú sammála því? Kortsnoj brosir og segir: „Ég kaus reyndar Kasparov en ég verð að beygja mig undir álit meirihlutans.“ Enn og aftur hljómar þessi skrýtni hlátur. Og augun ljóma. svo á að með því að fara vestur hafi mér tekist að lengja líf mitt vegna þess að langlífi var mjög, mjög óalgengt í Sovétríkjunum.“ Hér eru skákfélagarnir, segir hann, vinirnir, starfið, eiginkonan Petra. Allt sem skipti máli. „Annað slagið heimsækjum við Petra ýmis lönd gömlu Sovétríkjanna og það er áhugavert fyrir hana. Við höfum komið til Rússlands, Úkraínu, Lettlands, Azerbajan, Kazakstan, Moldavíu … Við höfum komið víða.“ Þú ert sagður árásargjarn skákmaður … „Líklega var ég aggressívari áður fyrr en ég er núna og það er auðvitað bara eðlilegt. Ég er ekki haldinn sömu metorðagirnd og fyrir 20 til 30 árum, þegar ég vildi verða heimsmeistari. Markmiðið núna er bara að sýna ungu fólki að það getur ennþá lært af mér. Ég sýndi það til dæmis í dag,“ segir hann og vísar til sigursins á Bacrot. Ert þú bestur þeirra skákmanna sem aldrei náðu því að verða heimsmeistarar? „Tja, það eru nokkrir eins og ég í sögu skák- arinnar, ég get nefnt Polkeres frá Eistlandi, annar er Arkiba Rubinstein frá Póllandi og sá þriðji Nimsovitsj frá Lettlandi. Nokkrir mjög sterkir skákmenn hafa aldrei náð því að verða heimsmeistarar. Voru óheppnir. Ég er oft spurður að því hvers vegna ég varð aldrei heimsmeistari og það væri auðvelt fyrir mig að svara því til að yfirvöld í Sovétríkjunum, Brezhnev og hans menn, hafi tekið Karpov fram yfir mig og það væri eina ástæðan. Hann var vissulega í uppáhaldi hjá þeim, en þegar ég skoða málið hlutlægt er það staðreynd að ákveðnir gallar í mínu eigin eðli komu í veg fyrir að ég gæti orðið heimsmeistari. Sá sem verður heimsmeistari verður að vera afskaplega nákvæmur varðandi allar sínar skák- ir; hann verður að skrifa niður alla leiki, helst í tvíriti. Sami maður getur þótt heldur ónákvæm- ur að öðru leyti í lífinu, en hvað skákina varðar þarf hann að vera fullkominn. Ég var ekki svona; framan af ævinni hélt ég skákum mínum ekki saman, þær voru ekki gefnar út og ég hef líklega glatað einum 400 skákum. Þetta er það sem ég á við með göllum í eigin eðli; ég var ekki nógu sterkur persónuleiki. Þetta var eitt af því sem kom í veg fyrir að ég gæti orðið heims- meistari.“ Sálfræði Þegar ég spyr þennan gamla kappa hvort hann sé mikið við skákborðið nú orðið, dregur hann vinstra augað í pung og segir: „Fyrst eftir að ég fluttist til Vesturlanda tefldi ég allt að 120 skákir á ári. En þeim fer fækkandi, ætli ég tefli ekki svona 80 til 90 skákir á ári nú.“ Stórmót Hróksins var annað mót Kortsnojs á árinu, áður tók hann þátt í opnu móti á Ítalíu þar sem skákirnar voru níu, jafnmargar og á Hróks- mótinu. Í þessum mánuði mætir hann ungum Rússa í einvígi í Kashani í Rússlandi, í apríl tekur hann þátt í móti í Búdapest, móti „sem verður sterkt eins og mótið hér“. Brosir svo og segir: „Það er mikið að gera hjá mér.“ Ég rifja upp það sem Kortsnoj sagði um hinn unga Bacrot í upphafi samtals okkar; að Frakk- anum væri ekki vel við að mæta sér. Spyr í framhaldi þess hvort sálfræði sé ekki gríðarlega mikilvæg við taflborðið. „Já, skákir lifandi fólks snúast að miklu leyti um kænsku og sálfræði. Ég segi skákir lifandi fólks vegna þess að skáktölvur hafa rutt sér til rúms og mér líkar ekki við þá þróun. Ég er stundum spurður hver sé besti skák- maður í heiminum. Ég svara því til að Garrí Kasparov sé bestur. En hver er heimsmeistari? Það er Kramnik, sem lagði Kasparov að velli í einvígi um titilinn. Hvernig var það mögulegt að hann sigraði sterkasta skákmann heimsins? Þar kemur sálfræðin við sögu; Kasparov er alltaf í vandræðum þegar hann mætir Kramnik; það er sálrænt atriði. Sálfræði hefur alltaf skipt miklu máli við skákborðið; enginn skyldi gera lítið úr því at- riði.“ Ég rifja upp í huganum þegar Kortsnoj blés sígarettureyknum yfir Jóhann í Kanada, eins og frægt varð á Íslandi, og spyr sakleysislega hvort hann hafi sjálfur notað mikið af sálfræðibrögð- um í gegnum tíðina? „Já, líklega meira í gamla daga en nú orðið. Ég var svo metnaðargjarn að ég var tilbúinn til að gera hvað sem er til að auka líkur á vel- gengni.“ Það er nefnilega það, hugsa ég og spyr: Nefndu dæmi um einhver brögð sem þú beittir. Þá hugsar hann sig um og endurtekur, „ein- hver brögð sem ég beitti. Sjáum nú til; ef þú átt við að ég hafi notað einhver óþokkabrögð þá tel ég mig geta haldið því fram að svo hafi ekki ver- ið.“ Nefnir svo dæmi um skákmenn sem stunda það að koma of seint að taflborðinu, meðal ann- ars í því skyni að hafa slæm áhrif á andstæðing- inn. „Það er ekki í andstöðu við reglur FIDE og þar af leiðandi ekkert við því að segja.“ Mér finnst þetta loðið svar, og segi því, til að nálgast málið öðruvísi: Þú reyktir mikið á árum áður, meira að segja við skákborðið … „Já, ég reykti. Mér dettur einmitt í hug ein- vígi mitt við [Jóhann] Hjartarson fyrir 14 árum í Kanada þar sem ég tapaði. Meðan á þeirri keppni stóð fannst dómurunum ég einmitt Morgunblaðið/Ómar hafði áhuga á að verða leikari og í þriðja lagi skák.“ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 B 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.