Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bíó A DAPTATION merkir að- lögun og, nánar tiltekið, í samhengi kvikmyndanna, aðlögun bókmenntaverks að kvikmyndaforminu. Myndin hefst á tökustað annarrar myndar, ekki síður skrýtinnar, Being John Malkovich (1999), fyrra samstarfsverkefnis Kaufmans handritshöfundar og Spike Jonze leikstjóra. Þar sagði frá brúðuleik- ara sem finnur inngönguleið inní huga annars leikara, John Malk- ovich, sem raunverulega er til utan myndar, eins og kunnugt er. Í upp- hafi Adaptation er sem sagt Nicolas Cage að leika handritshöfundinn Charlie Kaufman á tökustað Being John Malkovich. Hann er voða nervös yfir því að hafa tekið að sér að aðlaga metsölubókina The Orch- id Thief eða Orkídeuþjófinn eftir blaðakonuna Susan Orlean, þar sem sögð er sönn saga af braski með sjaldgæfar blómategundir. Nicolas Cage leikur einnig tvíburabróður- inn Donald Kaufman sem er and- stæða Charlies, brattur og svalur, og kann að geta hjálpað Charlie við að ljúka verkinu þegar það er að lenda í ógöngum og skilafrestur nálgast. Þannig er upplegg Adapta- tion. Satt og logið Nú er rétt að taka fram að þótt Donald Kaufman sé ekki til þá er bókin The Orchid Thief til og Susan Orlean líka og Charlie Kaufman var í raun og sann ráðinn til að aðlaga hana kvikmyndaforminu í handriti. Í þrjú ár var Charlie að basla við að breyta bókinni í línulaga frásögn sem hentaði kvikmynd. „Ég gat ekki gert það,“ segir hann. „Það eina sem ég gat gert til að leysa málið var að skrifa sjálfan mig inn í það, eða a.m.k. báðar hliðar mínar.“ Og hann skrifaði líka Orlean inn í söguna. Hún er leikin af Meryl Streep. Nú eru þau Kaufman, Cage, Streep og meðleikarinn, hinn stór- snjalli Chris Cooper, öll tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir verkið. Ofangreind ummæli lét Charlie Kaufman falla í viðtali við The Sunday Times. Þau eru eitt það heildstæðasta og skiljanlegasta sem ég hef séð haft eftir honum. Að flestu leyti eru þeir Kaufman og samstarfsmaður hans, leikstjórinn Spike Jonze, samstíga í því að vera jafn mikil ólíkindatól í viðtölum og í verkum sínum; þeir eru frægir fyrir að snúa út úr, muldra og tuldra, tala óljóst og helst ekki útskýra nokkurn skapaðan hlut. Kaufman neitar gjarnan að leyfa myndatökur af sér og leigði eitt sinn leikara til að leika sig á blaðamannafundi. Jonze er sekur um svipuð látalæti og þóttist í viðtali vera aðstoðar- maður sinn og rægði sjálfan sig í bak og fyrir. Í „samtali“ við The Guardian seg- ir Jonze um Adaptation: „Ég hugsa að ... frekar en að útskýra söguna höfum við í rauninni meiri áhuga á viðbrögðum áhorfenda við henni. Skilurðu? Þannig að .. þetta er eins og ... Eða hvernig myndir þú lýsa því sem gerist?“ Þessu reynir Nicolas Cage aðal- leikari, sem fer afburða vel með tvöfalt hlutverk sitt, að svara í sama viðtali: „Fyrir mig er myndin um lífið og sköpunarferlið. Ég skynja hana nánast eins og ljóð. Leynd- ardómsfullt ljóð.“ Og gagnrýnendur grípa til orða- leppa eins og að myndin sé „póst- módernísk“ og „speglasalur“ og „völundarhús“ og sjálfsagt myndi maður gera það sjálfur ef þörf krefði. Adaptation er að vissu leyti í líkingu við fyrra verk Kaufmans og Jonze, Being John Malkovich, og því mætti líka tala um blöndu af súrrealisma og realisma. Í því verki nálgaðist Jonze hina klikkuðu grunnhugmynd Kaufmans með blátt áfram, raunsæislegum hætti þannig að útkoman var einhvern veginn kristaltær í trúverðugleika sínum; áhorfandinn lifði sig inní þá hugmynd að hægt væri að komast inn í heilabúið á John Malkovich og lifa gegnum hans sýn og hans skynjun um stund. Það er mikil kúnst að fá fólk til að kaupa svo svikna vöru sem raunverulega. Charlie og Spike Hverjir eru þessir furðufuglar og ólíkindatól sem náð hafa að skapa sér svo frumlega sérstöðu á flat- lendi Hollywood-framleiðslunnar? Mennirnir sem gera leik með sann- leika og lygi, sköpunina og skap- arann, að jafn kostulegri upplifun og skemmtun og raun ber vitni? Ef við byrjum á Charlie Kaufman er hann jafn dularfullur og tregur til að ljóstra upp um fortíð sína og hann er til að ræða sköpunarverk sín. Kannski helgast það af því að hluti af þessari fortíð liggur í amer- ísku sjónvarpi sem þekkt er fyrir forheimskun og formúlur en ekki frumleika og sköpun. Kaufman er, eftir því sem næst verður komist, 44 ára að aldri. Tæplega þrítugur að aldri hafði hann að loknu kvik- myndanámi við New York-háskóla, stuttmyndagerð, leik og starfi með leikhópum, í dreifingardeild dag- blaðs og á listasafni, flust til Los Angeles til að freista gæfunnar sem handritshöfundur. Verkefni hans þar voru við sápuna Get a Life, skemmtiþáttinn The Dana Carvey Show, grínsyrpuna Ned and Stacy og hann var framleiðandi skamm- Með heljarstökk í huganum Reuters Ólíkindatól í Berlín: Charlie Kaufman, Nicolas Cage og Spike Jonze, sem tekur ljósmyndir af ljósmyndurum, fóru heim af kvikmyndahátíðinni með Silfurbjörn. Nú er spurningin hvort þau Kaufman, Cage og Meryl Streep fá Óskarsverðlaunin. „Ég býst við að myndin lýsi hvernig mér mistekst að vinna vinnuna mína,“ segir Charlie Kaufman, hinn raun- verulegi handritshöfundur Adaptation, sem tvíburabróðir hans Donald er hins vegar skrifaður fyrir. Donald er nefni- lega ekki til — nema í Adaptation. Skrýtið? Svo sann- arlega. Árni Þórarinsson reynir að fá einhvern botn í söguna á bak við sögu einhverrar skrýtnustu myndar sem nokkurn tímann hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Myndin var frumsýnd hérlendis um helgina. Reuters Önnur kvikmynd breska leikstjórans Stephens Daldrys, The Hours, eða Stundirnar, hreppti 9 tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna. Þrjár fengu aðalleikkonur myndarinnar, Nicole Kidman, Julianne Moore og Meryl Streep, sú síðastnefnda reyndar fyrir leik sinn í annarri mynd, Adaptation, en báðar eru þær frumsýndar hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson skoðar viðhorf leikkvennanna til The Hours, sem tvinnar saman stundir úr lífi breska rithöfundarins Virginia Woolf og tveggja eftirkomenda hennar.  Kidman leikur Virg- inia Woolf, rithöfundinn fræga sem átti jafn glæstan feril og einkalíf hennar var erfitt; Woolf var gift en elskaði kon- ur. Kidman, sem á síð- ustu árum hefur komist í fremstu röð leik- kvenna samtímans með myndum á borð við Moulin Rouge og The Others, er sem næst óþekkjanleg í hlutverkinu. Slíkt er ævinlega ósk- arsvænt. Til að hún líktist Woolfe sem mest var sett á leikkonuna gervinef, bogið og gróft, í al- gjörri andstöðu við hennar, fínlega uppbretta nef, klæðnaður er púkalegur og hún talar djúpri röddu með enskum hreim. Kidman er listamaður þeirrar gerðar sem gengur algjörlega inní hlutverk sitt, ummyndast í persónuna. Af því Woolf handvafði sígarettur sínar fór Kidman að gera það líka. Hún er örvhent en gerðist rétthent af því Woolf var það og náði að herma nákvæmlega eftir rithönd hennar. Hún las allar bækur Woolfs og flest sendibréf hennar og á þriggja vikna tökutíma The Hours bjó hún einsömul í skógarkofa, las, skrifaði og lét sig dreyma, „rétt eins og Virginia myndi hafa gert,“ segir Kidman í viðtali við tímaritið Premiere. „Fyrir mig er þetta nauðsynlegt því þegar maður breytist í aðra manneskju sem eitt sinn lifði vill maður verða trúr kjarna hennar en ekki aðeins líkja eftir henni.“ Um hlutverkið segir hún: „Virginia kom inn í líf mitt þegar ég þurfti virkilega á henni að halda. Á erfiðasta tímabili ævi minnar var ég að leika konu, eina mestu andans konu sögunnar, á henn- ar erfiðasta æviskeiði. Að ganga inn í hugs- anaferil hennar á þessum tíma var dásamlegt fyrir mig, upplýsandi og frelsandi. Hún þjáðist, en tókst á við þjáninguna. Hún hellti sér út í allt og gerði sér ekkert auðvelt. Ég dáist að slíku fólki, sem er reiðubúið að horfast í augu við vanda- málin og vill ekki læsast eða hlaupast á brott frá þeim.“ Nicole  Streep gæti þess vegna verið guðmóðir stallsystra sinna úr The Hours, Nicole Kidman og Julianne Moore, því hún hefur á aldarfjórðungs- ferli í kvikmyndum orðið tákngervingur þess hvert metnaður, sjálfstæði, og fjölbreyttir hæfileikar geta borið leikkonur í Hollywood. Hún hefur ekki verið sérlega áber- andi undanfarin ár en núna blómstrar hún sem aldrei fyrr, 53 ára að aldri, í tveimur helstu myndum Ósk- arsársins, The Hours og Adaptation. Í The Hours leikur Meryl Streep Clarissa Vaughan, lesbíu á Manhattan nútímans sem í lífinu virðist fórna sér fyrir aðra, hvort heldur er sambýliskonuna, dóttur á táningsaldri eða fyrrverandi ástmann sem bíður dauðans af völdum alnæmis. Eftir jafn fjölskrúðug hlutverk og raun ber vitni í myndum eins og The Deer Hunter, Manhattan, Kram- er vs. Kramer, Sophie’s Choice, The French Lieuten- ant’s Woman, Silkwood, Out of Africa, Plenty, Heart- burn, Ironweed, The River Wild og The Bridges of Madison County er fórnfús lesbía ný rós í hnappagat Streep. Um hlutverkið segir hún: „Fólk getur sagt að Clarissa sé þrátt fyrir allt borgaraleg. Hún hefur sterka móðurtilfinningu. Það er auðvelt að líta niður á slíkar konur. Að telja sér trú um að þær séu á ein- hvern hátt lítt áhugaverðar.“ Í túlkun afburða sterkrar leikkonu eins og Meryl Streep er lítil hætta á slíku. Meryl Óskars-Stundir þriggja leikkvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.