Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 13
lífrar sápu sem hét Misery Loves Company. Svo virðist sem Kaufman skammist sín nú fyrir þessa fortíð því hann vill sem minnst tala um hana og hefur sagt í viðtölum að áhrifavaldar hans séu Flannery O’Connor, Samuel Beckett, Shirley Jackson og Franz Kafka frekar en amerískt sjónvarp. Og myndu ekki flestir höfundar með metnað segja það? Það var undir lokin á ferli Kaufmans í sjónvarpinu sem Being John Malkovich fæddist. Eins og eðlilegt er gekk í basli að finna framleiðanda en sá sem beit á agnið þarf ekki að iðrast því myndin vakti mikla athygli og handrit Kaufmans var tilnefnt til Óskars og Gullhnatt- ar og hreppti fjölda verðlauna. Þarna lágu leiðir þeirra Spike Jonze saman og hafa ekki skilið síð- an. Hann er tæpum áratug yngri en Kaufman og heitir réttu nafni Adam Spiegel og mun vera erfingi mikils verðlistaveldis. Gælunafnið Spike fékk hann ungur að árum en Jonze varð eftirnafn hans síðar á lífsleiðinni til heiðurs öðrum prakk- ara, hljómsveitarstjóranum og grín- istanum Spike Jones. Foreldrarnir skildu og Jonze ólst upp hjá móður sinni í Maryland þar sem hann fékk áhuga á m.a. hjólabrettum og ljós- myndun. Eftir mislukkaða tímarits- útgáfu vann hann fyrir sér við myndbandagerð og ljósmyndun, einkum í tengslum við hjólabretta- kúnstir. Spike og Björk Hljómsveitin Sonic Youth fékk hann til að leggja slíkt myndefni til myndbandsins 100% árið 1992 og eftir það varð Jonze eftirsóttur poppmyndbandahöfundur fyrir hljómsveitir eins og The Breeders, R.E.M. og Weezer. Hann blés nýju lífi í formið með ferskri myndhugs- un og uppátækjum, eins og þegar hann leikstýrði Björk Guðmunds- dóttur í hinu snilldarlega It’s Oh So Quiet söng-og dansavídeói eða þeg- ar hann fékk leikarann Christopher Walken til að steppa við lag Fatboy Slim Weapon Of Choice. Nýlega fékk hann Björk, sem þá var 8 mán- uði gengin með barn, til að synda gegnum upplýstar skógartjarnir. „Hún var til í tuskið,“ hefur hann sagt um það ævintýri, „en sjálfur var ég skíthræddur.“ Hollywood var ekki sein að kveikja á hæfileikum þessa kynd- uga myndbandasmiðs. Hann tók að sér leikhlutverk í nokkrum mynd- um og þótti standa sig vel, ekki síst sem hermaður í Flóabardagamynd Davids O. Russell, Three Kings. Strax 1995 var hann kominn með leikstjórnarverkefni á prjónana en það komst aldrei af þróunarstiginu. Það gerði Being John Malkovich hins vegar nokkrum árum síðar og Jonze fékk ekki færri tilnefningar og verðlaun en félagi hans Kauf- man. Jonze er nú kvæntur Sofia Coppola, dóttur Francis Fords og frænku Nicolas Cage, aðalleikara Adaptation. Spike, Charlie, Björk og Michel Um samstarf þeirra Kaufmans segir Jonze: „Það er erfitt að út- skýra það en ég held að okkur finnist hinn áhugaverður persónu- leiki.“ Og Kaufman um sama: „Ein ástæða þess að við vinnum vel sam- an er að ég veit að Spike virðir mig bæði sem manneskju og höfund ...“ Jonze: „Við höfum sameiginlegan áhuga á því hvernig taugaveiklunin nær tökum á fólki, hvernig hug- urinn tekur heljarstökk og hvernig hann læsist í mynstur.“ Þessi viðfangsefni hefur Charlie Kaufman glímt við í tveimur öðrum handritum sem kvikmynduð voru í fyrra, Confessions Of A Dangerous Mind, sem er velmetin frumraun George Clooney í leikstjórn og Human Nature, sem kollegi Jonze úr poppmyndbandagerð, Frakkinn Michel Gondry, leikstýrði. Gondry hefur einnig gert myndbönd fyrir Björk og það var Jonze sem kom þeim saman vegna þess að „ég taldi að þeim myndi líka hvoru við ann- að“. Gondry leikstýrir einnig næsta handriti Kaufmans, Eternal Sun- shine of the Spotless Mind, en þar reyna Jim Carrey og Kate Winslet að bjarga sambandi sínu með því að láta fjarlægja slæmar minningar með skurðaðgerð. Heljarstökk hugarins eru greini- lega áleitið viðfangsefni. Tveir fyrir einn: Charlie Kaufman ræðir við Donald Kaufman um ritkreppu sína. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 B 13 bíó GRUNNSKÓLANEMENDUR Fyrir samræmdu prófin í 10. bekk Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskólum Íslenska - stærðfræði - enska - danska Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Kynning og ráðgjöf í Lyfju Mánudaginn 10. mars Smáratorg Miðvikudaginn 12. mars Lágmúla Fimmtudaginn 13. mars Grindavík Fimmtudaginn 13. mars Smáralind Föstudaginn 14. mars Smáralind Laugardaginn 15. mars Smáralind Karin Herzog tilboð í verslunum Lyfju Gjöfin þín þegar keyptir eru tveir hlutir í Karin Herzog Snyrtibudda með Súrefnismaska 50 ml Vitami H Cream 5 ml Mild Scrub 5 ml Gjöfin er að verðmæti kr. 4.730 KVIKMYNDIN Shanghai Knights, sem verður frumsýnd hérlendis á næstunni, gerist á tímum Vikt- oríu drottningar. Hinir ólíku félagar Roy O’Bannon (Owen Wil- son) og Chon Wang (Jackie Chan), sem skemmtu bíógestum í gamanvestranum Shanghai Noon, eru ekki fyrr mættir í Lundúnaþokuna en þeir frétta af því að hræðilegur fjöldamorðingi, Jack the Ripper, leiki lausum hala í borginni og myrði gleðikonur á báða bóga. Tvímenn- ingarnir einsetja sér að hafa uppi á þessum drápsglaða skuggabaldri. Málið bólgnar út því félagarnir komast í leiðinni að útsmognu samsæri um að velta drottningunni úr sessi. Það gengur ekki, að þeirra mati. Auk Wilsons og Chans fara Aaron Johnson, Fann Wong, Donnie Yen og Gemma Jones með helstu aðalhlutverk. Handritshöf- undur er Alfred Gough og leikstjórn í höndum Davids Dobkins. Á frumsýningu: Jackie Chan og Owen Wilson. Fjöldamorðingi gengur laus  SÍGILT meistaraverk japanska leikstjórans Akira Kurosawa Sjö samúræjar frá árinu 1954 var árið 1960 endurgert í Hollywood í vestraformi og kallaðist The Magnificent Seven eða Sjö hetjur. Þessi mynd Johns Sturges naut mikilla vinsælda og jók frægð leikara á borð við Yul Brynner, Steve McQueen, James Coburn og Charles Bronson. Nú hyggst Miramax-félagið mjólka klassík Kurosawas enn frekar og hefur ráðið handritshöfundinn Scott Marshall Smith (Men of Honor) til að smíða nútímaútgáfu af sög- unni um þorpsbúa sem ráða hóp vígamanna til að verja þorp sitt gegn innrás bófaflokks. Kanar endurgera Sjö samúræja  EIN helsta lifandi goðsögn tónlistarheimsins, söngvarinn Ray Charles, sem nú er 72 ára að aldri, verður viðfangsefni kvik- myndarinnar Unchain My Heart: The Ray Charles Story. Jimmy White semur handritið að myndinni sem mun lýsa tor- færri leið Charles úr sárri fátækt til frægðar og frama, baráttu hans við blindu, eiturlyfjafíkn, kynþáttahatur og sviptingasöm ástarmál. Jamie Foxx mun leika söngvarann, Regina King ást- konu hans og barnsmóður og Kerry Washington eiginkonu hans. Leikstjórinn er Mark Rydell sem áður hefur gert bærilega heppnaða mynd um ævi og ástir söngkonu, The Rose með Bette Midler. Ævi og ástir Ray Charles  Moore leikur Laura Brown, einmana og ör- væntingarfulla móður og eiginkonu í Kaliforníu á 6. áratugnum. Hún þráir sjálfstæði og frelsi, eins og það sem hún les um í skáldsögu Virginia Woolf, Mrs. Dalloway. Julianne Moore er, eins og Nicole Kidman, orðin ein helsta leikkona samtímans og hefur skilað eftirminnilegum mannlýsingum í mynd eftir mynd, eins og Boogie Nights, The End of the Af- fair, An Ideal Husband, Magnolia og Hannibal. Moore hafði verið mikill aðdáandi skáldsögunnar The Hours eftir Michael Cunningham en hún varð ekki aðeins metsölubók heldur hreppti Pulitzer- verðlaunin að auki. Moore segist hins vegar aldrei hafa búist við að unnt yrði að kvikmynda söguna því hún væri svo innhverf. Hún tók því handriti Davids Hares eftir bókinni fagnandi þegar hún fékk það sent og svo vildi einnig til að persónan sem heillaði hana mest var einmitt Laura Brown. „Vandi hennar hafði mikil áhrif á mig, kannski vegna þess hversu vel ég skildi samband hennar við son sinn því ég á einnig dreng. Sonurinn skynj- ar af eðlisávísun það sem er að gerast í tilfinn- ingalífi móður sinnar og það var mér einkar ná- komið.“ Moore segir að Laura Brown lifi í eigin hug- arheimi. „Líf hennar kviknar á meðan hún les. Hún er hamingjusömust og sjálfsöruggust í sögu ein- hvers annars. Hún er ekki hamingjusamlega gift; hún er óörugg sem móðir. Hún elskar son sinn út af lífinu, en finnst hún ekki höndla móðurhlut- verkið vegna þess að hún er í öðrum heimi. Hún vill ekki einu sinni vera í sama herbergi. Hún vill vera í bókinni. Og svo er það spurningin um kyn- hneigð hennar. Hún veit ekki hver hún er, nema hvað hún hefur aldrei fundið jafn sterkar tilfinn- ingar og til konunnar í næsta húsi. Og hún verður skelfingu lostin.“ Í The Hours kyssir Laura Brown þessa konu, sem Toni Collette leikur. Um það atriði segir Jul- ianne Moore, sem aldrei hafði áður kysst konu: „Það var gott. Hún var svo mjúk. Ég meina, þann- ig er að kyssa konur. Og maður hugsar: Já, þetta er það sem karlmenn meina þegar þeir segja að konur ilmi vel og séu mjúkar.“ Julianne

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.