Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samband sveitarfélaga Suðurnesjum auglýsir stöðu atvinnuráðgjafa á Suðurnesjum Menntunar- og hæfniskröfur:  Menntun á háskólastigi og haldgóð starfs- reynsla.  Frumkvæði, hugmyndaauðgi og metnaður.  Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálf- stæði í vinnubrögðum.  Færni í að tjá sig í ræðu og riti. Helstu verkefni eru:  Stefnumótun í samstarfi við sveitarfélögin.  Upplýsingaöflun tengd atvinnustarfsemi á svæðinu.  Stjórnun verkefna á sviði atvinnumála og nýsköpunar.  Samstarf við fyrirtæki og sveitarfélög á starfssvæðinu.  Fræðsla til aðila á svæðinu um stofnun og rekstur fyrirtækja.  Þróunarverkefni á sviði byggðamála.  Verkefni og aðstoð vegna flutnings fyrirtækja inn á svæðið. Ráðið verður í stöðuna til 1 árs til að byrja með og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, í síma 421 3788 og einnig er að finna upplýsingar á heimasíðu SSS http://www.sss.is Umsóknum ber að skila til Sambands sveitar- félaga Suðurnesjum fyrir kl. 12:00 mánudaginn 24. mars nk. Deildarstjóri félagsstarfs Laust er til umsóknar starf deildarstjóra í fé- lagsstarfi við Félags- og þjónustumiðstöðina Hvassaleiti 56—58. Um er að ræða 80—100% starf eftir samkomulagi. Deildarstjóri hefur umsjón með opnu félags- starfi ásamt forstöðumanni í samvinnu við leið- beinendur og notendur. Í starfinu felst meðal annars kynning á starfseminni og móttaka gesta. Undirbúningur og skipulagning marg- víslegra og breytilegra dagskrárliða og uppá- koma, sem þarf að aðlaga að fjölbreyttum not- endahópi. Starfið krefst þjónustulundar og hæfni í mann- legum samskiptum, sveigjanleika og frum- kvæðis ásamt stjórnunar- og skipulagshæfileik- um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavík- urborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Allar nánari upplýsingar veitir Álfhildur Hall- grímsdóttir, forstöðumaður, í síma 535 2720. Netfang: alfhildurh@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Við leitum að starfsmannastjóra Visa Ísland óskar að ráða starfsmannastjóra. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á að starfsmannastjórnun sé í samræmi við stefnu og framtíðarsýn VISA Íslands og þau megingildi um fagmennsku, færni, forystu og fólkið séu í heiðri höfð. Starfsmannastjóri tekur þátt í stefnumótun VISA Íslands. Umsóknir merktar „Starfsmannastjóri VISA Íslands“ óskast sendar til radningar@hagvangur.is fyrir 22. mars nk. Upplýsingar eru einungis veittar hjá Katrínu S. Óladóttur. Netfang: katrin@hagvangur.is Starfssvið: Dagleg stjórnun Almenn starfsmannamál Launamál Stefnumótun og starfsmannastefna Starfsþróun Ráðningar og móttaka starfsmanna Þjálfun og fræðsla Hæfniskröfur: Háskólamenntun, framhaldsmenntun er æskileg Reynsla af starfsmannastjórnun Góð þekking á upplýsingatækni Þekking og reynsla af stefnu- mótun og markmiðasetningu Mikil samskiptahæfni Frumkvæði Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Hjá VISA Íslandi eru gefnar út tíu gerðir kreditkorta: Almennt kort, Farkort, Svartakortið, Viðskiptakort, Gullkort, Eðalkort auk Vildarkorta í samstarfi við Flugleiðir. VISA styður ýmsa menningar- og íþróttastarfsemi ötullega og Menningarsjóður VISA var stofnaður 1992. www.visa.is Auglýsinga- sölumaður Öflugt fyrirtæki óskar að ráða sölumann í fullt starf. Starfið felst í sölu á auglýsingavörum til fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið er með umboð fyrir þekkt vörumerki á sínu sviði. Hæfniskröfur eru: Reynsla af sambærilegum sölustörfum, reglusemi, þjónustulund, sam- starfsvilji, skipulagshæfni, frumkvæði, reynsla af Excel og öðrum hefðbundnum hugbúnaði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Vinsamlegast sendið uppl. til augldeildar Mbl. merktar: „cib - 13404“ eða í box@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.