Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 1
FÉLAG sem sér um leiguflug á vegum Flugleiða heima og erlendis fær nafn Loft- leiða í dag, en þá eru jafnframt liðin 59 ár frá stofnun Loft- leiða, sem er ann- að af þeim tveimur félögum sem Flug- leiðir urðu til úr árið 1973. Hitt fé- lagið var Flug- félag Íslands. Sigþór Einars- son, framkvæmda- stjóri Flugleiða leiguflugs hf., sagði að frá og með deginum í dag fengi félagið nafn Loftleiða og héti Loftleiðir Icelandic ehf. Með þessari nafnbreytingu væri stefnt að því að gefa þessari starfsemi Flugleiðasam- stæðunnar sterkari ímynd jafnframt því að aðskilja hana með skýrari hætti frá annarri starfsemi Flugleiða. „Síðan teljum við að þetta sé sterkt vöru- merki víða erlendis í þeim heimi sem við störfum í, þ.e.a.s. í heimi rótgróinna fyr- irtækja á sviði flugs og ferðaskrifstofu- rekstrar,“ sagði Sigþór. Breiðþota bætist í flotann í haust Leiguflug Flugleiða er nú með fjórar Boeing 757-flugvélar í rekstri, auk þess sem fimmta flugvélin bætist í flotann í þessari viku. Þá bætist breiðþota í hópinn í haust af gerðinni Boeing 767, en það er fyrsta breið- þota Flugleiða frá því þeir hættu rekstri DC-10-breiðþotunnar fyrir mörgum árum. Þá er rekstur á fleiri breiðþotum í athugun, að sögn Sigþórs, en félagið mun fyrst og fremst markaðssetja þessar tvær flugvéla- tegundir gagnvart flugfélögum og ferða- skrifstofum. Hann sagði að á næstunni yrði kynnt nýtt merki félagsins og útlit flugvéla þess, en ekki yrði um það að ræða að nota merki Loftleiða óbreytt. ALLT að 30 manns var bjargað úr ofsaveðri og blindbyl á Hellis- heiði síðdegis í gær. 16 bifreiðir lentu í árekstri og meiddust þrír svo flytja varð þá á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meiðsli þeirra voru þó ekki al- varleg og voru allir útskrifaðir samdægurs að sögn læknis. Þá meiddist björgunarsveitamaður lítillega við störf sín er ekið var á hann. Litlu mátti muna að stórslys yrði, þegar ein bifreiðin lenti harkalega aftan á kyrrstæðri lögreglubifreið með blikkandi ljósum með þeim afleiðingum að töluvert eignatjón hlaust af og minniháttar meiðsli. Veginum var lokað klukkan 16 og var fjöl- mennt björgunarlið kallað á vett- vang til aðstoða ferðafólkið. Var unnið fram á kvöld við að ná bif- reiðum niður af heiðinni, sem opnuð var aftur kl. 19.30. Gríðarlegt eignatjón varð í árekstrinum Gríðarlegt eignatjón varð í árekstrinum, að sögn lögreglunn- ar á Selfossi, og voru sex bifreið- ir fluttar á brott með kranabif- reið. Að sögn Jóhanns Más Ævars- sonar, varaformanns Hjálpar- sveitar skáta í Hveragerði, voru fimm börn og sex fullorðnir með- al þeirra sem bjargað var og voru þau flutt til Hveragerðis en þangað voru þau sótt eða héldu áfram leið sinni með öðrum Fjölda fólks bjargað úr ofsaveðri á Hellisheiði Þrír meiddust þegar 16 bílar lentu í árekstri Fjöldi bifreiða var skilinn eftir á Hellisheiði á meðan fólki var bjargað í öruggt skjól fyrir veðrinu. hætti. Nokkur fjöldi bifreiða hafði lent út af og voru tvær dráttarbifreiðir notaðar fram til kvölds við að draga þær niður af heiðinni. Að sögn Jóhanns Más var fólkinu mjög brugðið eftir reynslu sína í óveðrinu, en mjög hvasst og blint var á heiðinni, auk þess sem hálkublettir voru víða. Sem fyrr segir lentu 16 bílar í árekstri í gær. Metfjöldi bíla í árekstri er 23 en það varð í óhappi sem varð á Kringlumýr- arbraut í Reykjavík í febrúar 1997. „SKYGGNIÐ versnaði í sífellu uns kominn var blindbylur svo maður sá rétt fram fyrir sig,“ sagði Ólaf- ur Leifsson, einn vegfarenda sem meiddust í árekstri í Hellisheið- inni í gær. Hann var á leið austur þegar hann ók fram á bílaþvögu í sortanum efst í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum og lenti á einni bifreiðinni. Á næsta augnabliki lenti rúta aftan á jeppa hans og þeytti honum á lögreglu- bifreið. Ólafur fékk háls- og bak- hnykk og kom sér heim svo fljótt sem auðið varð. „Mér fannst veðr- ið í fyrstu ekki mjög slæmt en þegar ég kom upp á háheiðina missti ég allt skyggni.“ Í kjölfar árekstrarins komu fleiri bifreiðir og lentu hver aftan á annarri. Þótt jeppi Ólafs væri skemmdur að framan og aftan tókst honum að aka út úr þvögunni og heim til sín. Með honum fór fólk úr mikið skemmdri bifreið sem lent hafði í árekstri við björgunarsveitarbíl. Skyggnið versnaði sífellt Hugað að námi Á þriðja þúsund manns sótti námskynningu háskólanna 6 Landsleikur nálgast Atla Eðvaldssonar bíður vanda- samt val Íþróttir B2 Létu hnefana tala Jafntefli við Dani í landsbardaga í Laugardalshöllinni Fólk 31 STOFNAÐ 1913 67. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Loftleið- ir í loftið að nýju Leiguflug Flugleiða fær nafn Loftleiða Gamla Loftleiðamerkið. FORSÆTISRÁÐHERRA Möltu, Eddie Fen- ech-Adami, fagnaði í gær sigri í þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild landsins að Evrópu- sambandinu. Aðildarsamningurinn var samþykktur með 53,6% atkvæða. „Það er alveg ljóst að þetta er skýr vilji þjóðarinnar, þannig að Malta verður aðili að Evrópusambandinu 1. maí 2004,“ sagði for- sætisráðherrann. Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnar- andstöðuflokkur landsins, sagði hins vegar að stuðningsmönnum ESB-aðildar hefði ekki tek- ist að tryggja stuðning meirihluta þeirra, sem voru á kjörskrá, við aðildina. Alfred Sant, leið- togi flokksins, sagði að þúsundir kjósenda, þeirra á meðal hann sjálfur, hefðu ekki greitt atkvæði til að mótmæla aðildarsamningnum. Kjörsóknin var 91% en yfirleitt er hún meiri í kosningum á Möltu, til að mynda 96% í síð- ustu þingkosningum. Aðild að ESB samþykkt á Möltu Valetta. AFP. Reuters Úrslitum þjóðaratkvæð- isins um aðild Möltu að ESB fagnað í Valletta. CLARE Short, ráðherra þróunar- aðstoðar í bresku stjórninni, hótaði í gærkvöldi að segja af sér ef stjórnin ákveður að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Fyrr um daginn hafði einn af að- stoðarmönnum ráðherra bresku stjórnarinnar á þinginu sagt af sér vegna Íraksdeilunnar og búist er við fleiri afsögnum. „Ef Sameinuðu þjóðirnar heim- ila ekki hernað í Írak og endur- uppbyggingu landsins mun ég ekki styðja brot á alþjóðalögum eða að- gerðir sem grafa undan Sameinuðu þjóðunum og segja af mér sem ráð- herra,“ sagði Short í viðtali við breska ríkisútvarpið í gærkvöldi. Þingmaðurinn Andrew Reed staðfesti í gær að hann hygðist segja af sér sem aðstoðarmaður Margaret Beckett umhverfisráð- herra á þinginu. The Sunday Tim- es sagði að búist væri við að allt að níu aðrir aðstoðarmenn ráðherra á þinginu færu að dæmi hans vegna mikillar andstöðu við stríð í Írak í þingliði Verkamannaflokksins. Allt að 200 þingmenn and- vígir stríði án stuðnings SÞ The Sunday Telegraph skýrði frá því að allt að 200 þingmenn Verkamannaflokksins myndu leggjast gegn stefnu stjórnarinnar hæfi hún hernað í Írak þótt örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti ekki nýja ályktun sem heimilaði sjálfkrafa að hervaldi yrði beitt. Doug Henderson, fyrr- verandi hermálaráðherra, kvaðst telja þetta eina mestu kreppu inn- an Verkamannaflokksins í sögu hans. Ráðherra hótar afsögn vegna Íraksdeilunnar Stefnir í upp- reisn gegn stefnu Blairs á breska þinginu London. AFP, AP. Clare Short  Vongóður/13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.