Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 17. mars. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. 2 fyrir 1 til Prag 17. mars frá kr. 19.550* Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, 17. mars, heim 20. mars. Almennt verð með sköttum. *Flug og skattar per mann m.v. að tveir ferðist saman. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi á Pyramida, per nótt m. morgunmat. Völ um góð 3 og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Fegursta borg Evrópu Munið Mastercard ferðaávísunina FJÖLMENNI lagði leið sína á fjallið Skjaldbreið á laugardaginn síðasta í tilefni af tuttugu ára afmæli ferða- klúbbsins 4 x 4. Ferðalangarnir fengu afskaplega gott veður og tilkomumikla fjalla- sýn eins og sést á þessari mynd sem var tekin af því tilefni. Alls voru um tvöhundruð jeppar með í för upp á fjallið. Á myndinni sést hvar horft er í austurátt ofan af Skjaldbreiði. Fjallið Hlöðufell er fyrir miðju á myndinni, Kálfstindur og Högn- arhöfði eru hægra megin við Hlöðufell, og Hagafellsjökull vinstra megin. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Fanna skautar faldi háum …“ SAMRUNI Síldarvinnslunnar og SR-mjöls var samþykktur á aðal- fundi Síldarvinnslunnar á laugardag. Áður hafði aðalfundur SR-mjöls samþykkt samrunann og er hann því endanlegur og teljast þau eitt félag frá og með 1. janúar síðastliðnum. Félagið mun starfa undir nafni Síldarvinnslunnar og verða höfuð- stöðvar félagsins í Neskaupstað. Forstjóri er Björgólfur Jóhannsson og formaður stjórnar Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri. Aðrir í stjórn hins sameinaða félags eru Kristinn V. Jóhannsson, Neskaupstað, Guð- mundur Bjarnason, Neskaupstað, Finnbogi Jónson, Hafnarfirði, og Heimir V. Haraldsson, Reykjavík. Á fundinum var ákveðið að greiða hlut- höfum 16% arð fyrir árið 2002, en hagnaður Síldarvinnslunnar á síð- asta ári var um 1,2 milljarðar kr. Samruni endanlega samþykktur Síldarvinnslan og SR-mjöl KARLMAÐUR á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus með höfuðáverka við veitingastað- inn Glaumbar í Tryggvagötu kl. 4.20 aðfaranótt sunnudags og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Ekki er ljóst hvernig hann hlaut áverkana. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild í gær var hinn slasaði á batavegi og ekki þörf á að tengja hann við öndunarvél. Lögreglan í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að tildrögum atviks- ins og biður þá sem geta varpað ljósi á málið að hafa samband. Fannst meðvitund- arlaus með höfuð- áverka STJÓRN Landsvirkjunar sam- þykkti á fundi sínum á laugardag að ganga til samninga við Norðurál vegna stækkunar álversins á Grund- artanga um 90 þúsund tonn. Jafn- framt var samþykkt að leita leiða til að tryggja Norðuráli raforku til frekari stækkunar eftir að fram- kvæmdum á Austurlandi lýkur. Friðrik Sophusson forstjóri Lands- virkjunar segir hugsanlegt að nú séu að hefjast framkvæmdir í virkjunar- málum sem standi látlaust frá árinu 2003 og til 2009. Til að mæta orkuþörf vegna fyrri stækkunarinnar verður ráðist í Norðlingaölduveitu á grundvelli úr- skurðar Jóns Kristjánssonar, og leitað samninga við Orkuveitu Reykjavíkur, OR, og Hitaveitu Suð- urnesja, HS, um kaup á orku sem vantar upp á til að mæta orkuþörf vegna stækkunarinnar. Að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, er stefnt að því að ganga frá samningum við orkufyr- irtækin og Norðurál á vormánuðum svo undirbúningsframkvæmdir geti hafist í sumar og afhendingaráætl- anir standist. „Við stefnum að því að ganga frá samningum sem allra fyrst því flýta þarf framkvæmdunum svo þær lendi sem minnst á sama tíma og fram- kvæmdir fyrir austan [við Kára- hnjúkavirkjun og álver á Reyðar- firði],“ sagði Friðrik. Hann segir þegar liggja fyrir viljayfirlýsingu milli Landsvirkjunar og Norðuráls um stækkun álversins um 90 þúsund tonn. „Við gerum ráð fyrir að hægt verði að afhenda orkuna í árslok 2005 og í upphafi árs 2006. Svo fyrri hluta ársins 2006 ætti 90 þúsund tonna stækkunin að vera komin al- farið í gagnið.“ Friðrik segir viðræður við OR og HS þegar hafnar, en þau fyrirtæki þurfa að leggja til meiri orku en í upphafi var gert ráð fyrir, þar sem orkugeta Norðlingaöldu minnkaði með úrskurði setts umhverfisráð- herra. Gert er ráð fyrir að Lands- virkjun útvegi innan við helming orkunnar sem þarf til stækkunar- innar en að OR og HS útvegi það sem á vantar. „Þetta eru flóknir samningar þar sem þeir eru á milli margra aðila,“ segir Friðrik um gang mála. „Einnig vegna nýrra raforkulaga, þar sem segir að gera verði mun á framleiðsluverði og flutningsverði raforkunnar. Það gerir málið ennþá flóknara milli orkufyrirtækjanna.“ Stjórn Landsvirkjunar samþykkti einnig að leitað verði leiða til að tryggja Norðuráli raforku með lang- tíma samningum vegna frekari stækkunar álversins á Grundar- tanga um 60 þúsund tonn til viðbótar í kjölfar framkvæmda á Austurlandi. „Vilji stendur til þess að Norðurál stækki ekki um 60 þúsund tonn til viðbótar fyrr en að loknum fram- kvæmdum fyrir austan. Þess vegna er hugsanlegt að ef við semjum við Norðurál séum við að byrja á fram- kvæmdum í virkjunarmálum sem koma til með að standa frá árinu 2003 og látlaust til 2009.“ Stjórn Landsvirkjunar samþykkir að ganga til samninga við Norðurál vegna stækkunar álversins á Grundartanga Hugsanlega unnið við virkjanir óslitið til 2009 „ÞAÐ er vont veður og lítill afli eft- ir,“ sagði karlinn í brúnni, Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA 300, sem lá við Ægisgarð í gær. Súl- an landaði um 800 tonnum af loðnu í Helguvík í fyrrinótt og beið af sér brælu á miðunum í gær og nótt. Sú hvíld var þó skammvinn, taka átti stefnuna á miðin í morgun enda gerði veðurspáin ráð fyrir skap- legra veðri. Það verður jafnframt síðasti loðnutúr áhafnarinnar að sinni því kvótinn er uppurinn. Frá áramótum hefur Súlan fiskað um 14 þúsund tonn og einungis um 400 tonn eftir af kvóta þegar þessi orð eru skrifuð. Á ýmsu hefur gengið á loðnuvertíðinni í vetur. „Þetta er búinn að vera sérstakur vetur. Það hefur gengið illa að ákveða kvótann, til dæmis, og hvað megi veiða. Það er raunverulega ekki búið að gefa það út enn,“ segir Bjarni. Hann segir skýringuna vera háttalag loðnunnar. Hins vegar hefði þurft að halda sig betur við rannsóknir á loðnunni í vetur en menn hafa gert, að hans mati. „Þeir voru óánægðir þegar þeir komu úr janúartúrnum og þá áttu þeir að halda áfram. Þá tóku þeir hálfs- mánaðarhlé og byrjuðu svo aftur og ég held að það hafi ekki verið góð ráðstöfun,“ segir Bjarni um störf Hafrannsóknastofnunar. Loðnan er á hinn bóginn mjög góð og vel fram gengin, að hans mati. „En hvað er mikið af henni er ómögulegt að segja. Ég er nú búinn að vera 33 vertíðir og þetta er búið að vera eins og í meðalári finnst mér.“ Bjarni hóf störf á Súlunni árið 1968. Hinn 17. mars nk. fagnar hann 35 ára starfsafmæli. „Ég er búinn að vera allar loðnuvertíðir sem hafa verið stundaðar síðan 1970, bæði sumar- og vetrarloðnu- vertíðir.“ „Þetta er búinn að vera sér- stakur vetur“ Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.