Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bónus-spaugararnir eru mættir með þáttinn sinn „Viltu vinna 300 millur??“. Trúverðugleiki framburðar vitna Yfirheyrslur eru flóknar ATHYGLISVERTnámskeið verðurhaldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands á Dunhaga á morgun, þriðjudaginn 11. mars. Yf- irskrift þess er „Mat á trú- verðugleika framburðar vitna“ og kemur námskeið- ið í kjölfar frétta um þau málefni. Umsjónarmaður námskeiðsins og einn kennara á því er dr. Jón Friðrik Sigurðsson, for- stöðusálfræðingur á geð- lækningasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, og svaraði hann nokkrum spurningum sem Morgun- blaðið lagði fyrir hann. – Hverjir eru helstu fyr- irlesarar og hver verða þeirra helstu kennslusvið og áherslur? „Þeir eru prófessor Gísli J. Guð- jónsson réttarsálfræðingur, sem er þekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði réttarsálfræði, en hann hef- ur um árabil rannsakað yfir- heyrsluaðferðir lögreglu ásamt samstarfsmönnum sínum í Bret- landi og á Íslandi, og Andrew Parker, yfirlögreglumaður (De- tective Chief Inspector) hjá lög- reglunni í Lundúnum, sem starfar nú við rannsókn alvarlegra af- brota í Lundúnum auk þess sem hann vinnur að doktorsritgerð sinni, sem fjallar um rannsóknir á ásökunum um löngu liðna mis- notkun, undir leiðsögn Gísla. Andrew og Gísli eru að rannsaka mismunandi aðferðir til að meta áreiðanleika vitna og þolenda og bæta aðferðir til þess að gera greinarmun á fölskum og sönnum vitnisburði. Á námskeiðinu verður fjallað um mat á trúverðugleika fram- burðar vitna, um minni og rann- sóknir á „endurvöktum minning- um“ og tengslum þeirra við raunveruleikann, bælingu og deil- ur um falskar minningar. Einnig verður fjallað um rannsóknir á ásökunum um kynferðislega mis- notkun og muninn á ásökunum um nýliðna misnotkun og löngu liðna misnotkun og vandamál vegna rannsóknar slíkra mála. Þá verður fjallað um yfir- heyrsluaðferðir og endurbætur á þeim, einkum aðferðum er notaðar hafa verið við yfirheyrslur á börn- um. Einnig verður fjallað um rannsóknir á yfirheyrsluaðferðum og þær aðferðir sem bestar eru taldar í dag til að yfirheyra við- kvæma einstaklinga, s.s. börn og þroskahefta. Þá verður fjallað um aðferðir til að meta trúverðugleika framburðar og áhrif þroska, vits- muna og málhæfni á slíkt mat.“ – Yfirskrift námskeiðsins er efni sem talsvert hefur verið í fréttum að undanförnu, er það til- efni námskeiðsins? „Í raun og veru ekki þó að tíma- setningin sé heppileg. Hugmyndin að þessu námskeiði kviknaði vegna rannsóknar á framburði barna, sem talið er að hafi orðið fyrir kynferð- islegu ofbeldi og koma til yfirheyrslu í Barna- húsi. Við Gísli vinnum að þessari rannsókn ásamt samstarfskonum okkar Jó- hönnu K. Jónsdóttur, sem stundar framhaldsnám í sálfræði við Há- skóla Íslands, og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem starfar hjá Barnahúsi. Þetta er viðamikil rannsókn unnin fyrir Barnavernd- arstofu og styrkt af Rannís, sem tekur til framburðar á þriðja hundrað barna. Í rannsókninni er m.a. lagt mat á trúverðugleika framburðar barnanna og munu Gísli og Andrew koma að þeim þætti með okkur. Á undanförnum árum hafa fjölmargar sálfræðileg- ar rannsóknir verið gerðar á fram- burði fólks við yfirheyrslur, bæði barna og fullorðinna, og hafa nið- urstöður þessara rannsókna m.a. verið notaðar til þess að bæta yf- irheyrsluaðferðir lögreglu víða um heim.“ – Hvað er það sem helst hefur breyst á þessu sviði á síðustu ár- um? „Það er helst verið að bæta yf- irheyrslutækni og auka sérhæf- ingu við yfirheyrslu vitna og þol- enda, sérstaklega í kynferðis- brotamálum. Annað er að viðkvæmir þolendur geta gefið vitnisburð í gegnum fjarfundabún- að eins og nú er gert í Barnahúsi og í nokkrum dómhúsum á land- inu.“ – Er hægt að flokka vitni í ein- hverja staðlaða hópa þegar trú- verðugleiki skal metinn? „Já, það er vissulega hægt, en það er hins vegar heldur langt mál og erfitt að svara því í stuttu máli.“ – Hvert er markmið þessa nám- skeiðs? „Markmiðið er að fræða þá sem að yfirheyrslum koma um það sem er efst á baugi á þessum vettvangi. Yfirheyrslur eru flókið fyrirbæri sem krefst mikillar þjálfunar og þekkingar af hálfu þess sem yfir- heyrir. Þeir sem yfir- heyra þurfa að beita mismunandi aðferðum eftir því hverja þeir eru að yfirheyra, s.s. börn eða fullorðna, eftir ástandi þess sem þeir yfirheyra og alvarleika málsins.“ – Fyrir hverja er námskeiðið hugsað? „Það er hugsað fyrir lögreglu, dómara, lögmenn, sálfræðinga, fé- lagsráðgjafa og lækna, eða alla þá sem á einhvern hátt koma að yfir- heyrslum eða eru í þeirri aðstöðu að þurfa að meta áreiðanleika framburðar.“ Dr. Jón Friðrik Sigurðsson  Dr. Jón Friðrik Sigurðsson er forstöðusálfræðingur á geðsviði Landspítala – háskólasjúkra- húss. Sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði. Lauk meistaraprófi í heilsusálfræði frá Stirling-háskóla í Skotlandi 1988 og doktorsprófi frá Institute of Psychiatry við King’s College í Lundúnum 1998. Vann 13 ár hjá Fangelsismálastofnun og LH síð- an haustið 2001. Hefur unnið ým- is rannsóknarstörf síðustu árin og verið stundakennari í sálfræði við HÍ. Maki er Ásrún Matthías- dóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, og eiga þau tvö börn, Ara og Ásrúnu, 18 og 16 ára. Þurfa að beita mismunandi aðferðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.