Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 13
INDÓNESÍSKIR múslímar leggjast niður og hrópa „Allah er mikill“ á útisamkomu í Jakarta þar sem beðið var fyrir friði í Írak. Hermt er að allt að hálf milljón manna hafi sótt samskonar bænafund í Surabaya, höfuðstað Austur-Jövu, á vegum stærstu hreyfingar múslíma í Indónesíu, fjölmennasta múslíma- ríki heims. „Vonandi heyrir Bandaríkja- stjórn bænir mannkynsins,“ sagði Hasan Wirayuda, utanríkisráðherra landsins, á fundinum. „Vonandi opn- ast augu og eyru bandarískra ráða- manna með þessum bænum.“ Reuters Hundruð þúsunda Indónesa biðja fyrir friði ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 13 BRESKIR og bandarískir fall- hlífahermenn eru að búa sig undir að hertaka alþjóðaflugvöllinn í Bagdad í djarfri og hættulegri leifturárás á borgina, að sögn breska blaðsins Sunday Telegraph í gær. Að sögn blaðsins stefna Banda- ríkjamenn og Bretar að því að her- taka Bagdad innan þriggja sólar- hringa eftir að stríð hefst. Blaðið segir að stríðið eigi að hefjast með stýriflaugaárásum og síðan geri flugvélar sprengjuárásir á stjórnstöðvar Írakshers. Árásin á flugvöllinn eigi að hefjast nokkr- um klukkustundum eftir að fyrir- mæli verði gefin um að hefja hern- aðinn þegar loftvarnastöðvar og íraskar hersveitir við flugvöllinn hafa verið upprættar. Talið er að tvær 25.000 fót- gönguliðadeildir Bandaríkjahers ráðist inn í Írak frá Kúveit og breskar og bandarískar skyndi- árásarsveitir geri árásir á Basra, næststærstu borg Íraks. Banda- ríkjamenn vonast enn til þess að tyrkneska þingið veiti þeim heim- ild til innrásar frá Tyrklandi. Hyggjast her- taka Bagdad á þremur dögum RECEP Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi, var kjörinn á tyrkneska þingið í auka- kosningum sem fram fóru í kjör- dæmi hans í gær. Þar með er ekk- ert því til fyrirstöðu að hann taki við embætti forsætisráðherra. Búist er við að Abdullah Gul forsætisráðherra segi af sér á miðvikudaginn kemur. Þing Tyrklands hafði áður sam- þykkti breytingu á stjórnarskránni til að gera Erdogan kleift að verða forsætisráðherra. Þingið af- nam ákvæði sem bannaði Erdog- an, vinsælasta stjórnmálamanni landsins, að gegna opinberu emb- ætti þar sem hann hefur verið dæmdur fyrir að „kynda undir trúarlegu hatri“. Erdogan er hlynntur því að þingið veiti Bandaríkjamönnum heimild til að gera innrás í Írak frá Tyrklandi. Búist er við að eitt af fyrstu verkum hans sem for- sætisráðherra verði að reka ráð- herra sem eru andvígir því að beiðnin verði samþykkt. Erdogan kjörinn á þing Ankara. AFP. Reuters Stuðningsmenn Tayyips Erdogans fagna kjöri hans á þing í gær. LÍKUR eru á að færeyska land- stjórnin falli vegna nýrrar deilu milli stjórnarflokkanna, að sögn danskra fjölmiðla í gær. Deilan hófst í vikunni sem leið þegar Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja og leiðtogi Fólkaflokks- ins, vék Annlis Bjarkhamer úr embætti mennta- og menningar- málaráðherra vegna deilu um skip- un nýs landsbókavarðar. Høgni Hoydal, formaður Fólkaflokksins, og flokksbræður hans eru mjög óánægðir með brottvikninguna og íhuga nú að slíta stjórnarsamstarf- inu, að sögn Jyllands-Posten í gær. Sambandsflokkurinn krafðist þess að stjórnin yrði leyst upp. Fyrr á árinu munaði litlu að stjórnin félli þegar Jørgen Niclas- sen var neyddur til að segja af sér embætti sjávarútvegsráðherra. Færeyska landstjórnin í kreppu ♦ ♦ ♦ COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri vongóður um að níu af fimmtán aðildarríkjum öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna samþykktu nýja álykt- un þar sem Írökum yrði gefinn frest- ur til 17. þessa mánaðar til að hlíta afvopnunarskilmálum ráðsins. Hann viðurkenndi þó að Frakkar, Rússar og Kínverjar væru enn andvígir slíkri ályktun og kynnu að beita neit- unarvaldi sínu gegn henni. Powell kvaðst hafa rætt við nokkra fulltrúa í öryggisráðinu um helgina og telja að stuðningurinn við ályktunartillögu Bandaríkjamanna og Breta væri að aukast. „Ég tel að flest kjörnu aðildarríkjanna séu að gera upp hug sinn núna um helgina og ég hef haft náið samband við þau. Ég er vongóður um að við getum fengið þau níu eða tíu atkvæði sem þarf til að ályktunin verði samþykkt og við verðum að sjá til hvort eitt- hvert ríkjanna vill beita neitunar- valdi.“ Pútín sagður lofa að Rússar beiti ekki neitunarvaldi Bandaríski utanríkisráðherrann bætti við að beittu Frakkar neitun- arvaldi sínu í málinu myndi það hafa „mjög alvarleg áhrif á samskipti ríkjanna“. Tímaritið Time skýrði frá því í gær að Vladímír Pútín Rússlands- forseti hefði fullvissað George W. Bush Bandaríkjaforseta um að Rússar myndu ekki beita neitunar- valdi sínu gegn ályktuninni. Stefnt er að því að hún verði borin undir at- kvæði á næstu dögum, hugsanlega á morgun. The New York Times birti í gær forystugrein þar sem blaðið kveðst vera andvígt hernaði í Írak án stuðn- ings öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Washington. AP, AFP. Vongóður um að níu ríki samþykki ályktunina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.