Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTAMÁL hafa verið mjög til um- fjöllunar í aðdraganda kosninganna í vor og er það vel. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hóf þá umræðu með yfirlýsingu sinni á Viðskiptaþingi Verslunarráðs í febrúar um að bæði væri tilefni og svig- rúm til enn meiri skattalækkana en þeg- ar eru komnar til framkvæmda og lögð yrði fram áætlun um aðgerðir í skatta- málum, sem hefðu það sérstaklega að markmiði að bæta kjör heimilanna og al- mennings í landinu. Í kjölfar orða forsætisráðherra hafa fleiri stjórnmálamenn gefið yfirlýsingar í sömu átt, enda er þeim ljóst að mikill stuðningur er meðal kjósenda við aðgerð- ir af því tagi. Framsóknarmenn boðuðu víðtækar skattalækkanir á flokksþingi sínu á dögunum og jafnvel eru sumir af frambjóðendum Samfylkingarinnar farnir að tala eins og sérstakir áhugamenn um skattalækkanir, þrátt fyrir að sá flokkur og þingmenn hans hafi til þessa haft lít- inn áhuga á aðgerðum af því tagi. Það eru helst Vinstri grænir sem ófeimnir lýsa því viðhorfi að þeir telji háa skatta af hinu góða og ber að sjálfsögðu að þakka þeim hreinskilnina. Kjósendur vita þá á hverju þeir mega eiga von ef sá flokkur fær tækifæri til að hafa áhrif á stjórn landsmálanna í nýrri sam- steypustjórn vinstri flokkanna. Skoðum loforðin í ljósi reynslunnar Það eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi að stjórnmálamenn hafi uppi loforð um skattalækkanir í kosningabaráttu. Kjós- endur verða hins vegar að leggja á það sjálfstætt mat, hvort þeir trúi því að lof- orðin verði efnd eftir kosningarnar. Í þeim efnum skiptir reynslan mestu máli. Hafi menn áður gefið fyrirheit um skatta- lækkanir fyrir kosningar og staðið við þau á kjörtímabilinu er rökrétt að ætla að þeim megi áfram treysta til að standa við orð sín og stíga fleiri skref í sömu átt. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn ófeiminn við að leggja spilin á borðið í þessari k endur ge skattamá sömu sök anlegt að arinnar o telji sig k um skatt anburði o reyndum um á und Dæmi finna í gr fylkingar hefur skr anförnu, valið þá l Skattar hafa lækk máttur almenning Eftir Birgi Ármannsson „Talnaleikfimi út frá takm uðum forsendum breytir e þeirri staðreynd að skatta verið lækkaðir stórlega á anförnum árum.“ EKKI er hægt að kalla það annað en kattarþvott þegar frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins með fjármála- ráðherra í broddi fylkingar reyna að telja fólki trú um að skattahækkanir í tíð þessara ríkisstjórnar séu skatta- lækkanir. Það er auðvitað það sama og að segja fólki að hvítt sé svart og svart sé hvítt. En blákalt og blygð- unarlaust segja sjálfstæðismenn að skattbyrði fólks hafi ekki aukist þótt það sé þvert á staðreyndir. Buddan og skattarnir Varla þarf að draga fram tölulegar staðreyndir til að sannreyna þetta. Fólk finnur þetta best á sinni eigin buddu. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur átt sér stað mikil tilfærsla á skattbyrði af fjármagni yfir á vinnuafl og launatekjur. Skattbyrði launafólks og lífeyrisþega hefur m.ö.o. þyngst verulega en skattbyrði á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur hefur minnkað mikið. Þetta var meðvituð ákvörðun stjórnvalda með þeim skattalaga- breytingum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir. Þetta er þvert á þá þró- un sem verið hefur í öðrum ríkjum OECD en þar hefur skattbyrði ein- staklinga minnkað en skattbyrði fyr- irtækja aukist. Hér á landi er tekju- skattur einstaklinga, sem og skattar á vöru og þjónustu, með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkja. Skipting heildarskattgreiðslna fyrirtækja og einstaklinga sýnir að einstaklingar greiða 83% en fyrirtækin 17%. Skattar stórfyrirtækja og fjármagnseigenda lækka Skattalagabreytingar ríkisstjórn- arinnar fólust helst í því að lækka tekjuskatt fyrirtækja úr 30% í 18%, auk þess að lækka skatta á eignir og fjármagnstekjur. Á móti hækkuðu þeir tryggingargjald en það kom sér ákaflega illa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, ekki síst í frumkvöðla- starfsemi og sprotafyrirtæki í þekk- ingariðnaði. Þetta var líka sannkallaður lands- byggðarskattur því útreikningar Þjóðhagsstofnunar sýndu að hækkun á tryggingargjaldi tók að verulegu leyti til baka lækkunina á tekjuskatti í landsbyggðarkjördæmunum. Þar við bættist að loforðið um að lækka stimpilgjöld um 900 milljónir, sem koma átti til framkvæmda á þessu ári, var svikið. Skattar einstaklinga hækka Það er rangt að halda því fram, eins og sjálfstæðismenn gera, að aukna skattbyrði einstaklinga megi helst rekja til meiri tekna og aukinnar veltu. Staðreyndin er sú að í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur stað- greiðsluskattur hækkað að meðaltali um 107% á hvern skattgreiðanda en laun um 63%. Einnig má benda á að af auknum skatttekjum ríkissjóðs frá árinu 1995 er að meðaltali hægt að rekja um 30 milljarða á ári til auk- innar skattbyrði, þegar frá hefur verið dregin aukin landsframleiðsla og launabreytingar. Aukning kaupmáttar á árum áður þýddi ekki sjálfkrafa þyngingu á skattbyrði. Þannig nutu landsmenn mikillar kaupmáttaraukningar bæði upp úr 1970 og aftur 1986–‘87 án þess að skattbyrðin ryki upp. Það er fyrst eftir að tenging persónuafsláttar og vísitölu var rofin 1995 sem skatt- byrðin tók að rjúka upp samfara launahækkunum. Persónuafsláttur ætti í dag að vera 40 þúsund kr. en ekki 26 þúsund og skattleysismörkin um 90 þúsund kr. en ekki tæp 70 þús- und ef fylgt hefði verið vísitölubreyt- ingum. Með því voru tugir milljarða hafðir af launafólki og lífeyrisþegum. Þeir milljarðar stóðu undir skatta- lækkunum á fyrirtæki og fjármagns- eigendur. Þá hefur ekki verið talið til að barnabætur hafa verið skertar um meira en 10 milljarða króna. Tekju- tenging barnabóta er svo mikil, að einungis um 11% einstæðra foreldra og um 3% hjóna fá óskertar barna- bætur. Þetta eru því heldur láglaunabætu Láglaunafólk og axla byrð Stöð 2 sýndi á dög dæmi um hvernig ója byrðinni hefur aukis ríkisstjórnar. Þannig maður 6,2% meira af skatt, eða 109 þúsun ári, árið 2002 en árið með meðallaun greid launum sínum í skatt árið 1995, þ.e. um 77 skatta á ári. Þeir sem þúsund kr. mánaðart greiddu síðan 0,7% m launum sínum en ári gerir 29 þúsund krón ríkisstjórnar hefur s fólks m.ö.o. aukist fjó þeirra efnameiri. Þetta kemur heim reikninga Þjóðhagss sýndu að á árinu 200 láglaunafólk og lífeyr tekjur undir 90 þúsu um 1 milljarður krón þegar núverandi ríki greiddu þeir tekjulæ isþegar, sem eingöng mannatrygginga sér engan skatt. Nú grei þúsund kr. í skatt á á ur kostnaður við lyf o ustu aukist gífurlega árum. Ofaná beinar s hefur því hverskonar brigðiskerfinu aukist Fólk ætti að fara v stjórnarflokkunum þ skattalækkun. Málflu stæðismanna um að hafi verið skattalækk kjörtímabili segir sín Skattahækkun er ekki skattalækkun Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Fólk ætti að fara var- lega í að trúa stjórn- arflokkunum þegar þeir nú lofa skatta- lækkun.“ Höfundur er alþingis STJÓRNARSKRÁIN OG FRAMSAL RÍKISVALDS Davíð Þór Björgvinsson lagapró-fessor skrifar grein í Morgun-blaðið í gær og gerir þar að um- talsefni hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, í því skyni að kveða skýrt á um heimild til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana. Tilefni greinar prófessorsins er um- ræður um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í niðurlagi greinar- innar segir hann hins vegar: „Jafnvel má færa fyrir því rök að heppilegt kunni að vera að ræða breytingar á stjórnar- skránni án þess að tengja það sérstak- lega við hugsanlega aðild að ESB. Má leiða líkur að því að með því að skilja þetta að aukist líkur á að ákvörðun í þessu efni verði tekin með heildarhags- muni íslensku þjóðarinnar til lengri tíma að leiðarljósi, fremur en að menn skipi sér í fylkingar með eða á móti slíkum breytingum á stjórnarskrá eftir afstöðu þeirra til ESB sérstaklega,“ segir Davíð Þór. Full ástæða er til að taka undir þetta hjá Davíð Þór Björgvinssyni. Morgun- blaðið hefur áður bent á að þótt aðild Ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu hafi einkum orðið til þess á síðustu árum að skapa óvissu um heimildir stjórnarskrárinnar til fram- sals valds til alþjóðastofnana sé ekki ástæða til að einblína á Evrópusamstarf- ið í þessu sambandi. Blaðið hefur bent á að margt hafi breytzt með þeirri þróun í viðskiptum, samgöngum, hernaðartækni, umhverfismálum og á fleiri sviðum, sem kennd er við hnattvæðingu; ákvarðanir stjórnvalda í einstökum ríkjum séu nú og verði í framtíðinni ævinlega háðar utan- aðkomandi þáttum. Með þessu hafi inn- tak fullveldishugtaksins breytzt; ekkert ríki taki lengur ákvarðanir óháð öðrum. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 4. nóvember 2001 sagði þannig m.a.: „Ríki hafa framselt hluta af því valdi, sem þau áður höfðu, til alþjóðastofnana sem eru í stakk búnar að takast á við ýmis þau við- fangsefni, sem tengjast hnattvæðing- unni, en þau hafa á móti áhrif á ákvarð- anir þessara alþjóðastofnana. Það er óþarfi að einblína á EES eða Schengen í þessu sambandi; sviðið er miklu víðara og nær m.a. til mannrétt- indamála, umhverfismála, öryggis- og varnarmála og alþjóðaviðskipta. Spyrja má hvort stjórnlög, sem gera á engan hátt ráð fyrir þessari þróun, henti nú- tímalegu ríki sem vill gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og tryggja hagsmuni sína sem bezt með því að nýta kosti al- þjóðlegs samstarfs.“ Það er því full ástæða til að taka þessi mál til umfjöllunar, burtséð frá um- ræðum um aðild að ESB. Eins og Davíð Þór Björgvinsson bendir á í grein sinni væri með stjórnarskrárákvæði, sem heimilaði framsal ríkisvalds að tilteknum skilyrðum uppfylltum, fólgin yfirlýsing af Íslands hálfu um vilja til að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja á grund- velli þjóðaréttar, þar sem ríkin eftirlétu sameiginlegum stofnunum ákvörðunar- rétt á tilteknum sviðum. Slíkt ákvæði væri jafnframt fallið til að setja framsali ríkisvalds skýrari skorður en nú gilda og myndi koma í veg fyrir að í hvert sinn, sem stofnað er til nýs alþjóðlegs sam- starfs, rísi vafi um það hvort stjórnar- skráin heimili þátttöku í slíku samstarfi. FRAMTÍÐ OG ÞRÓUN HEILBRIGÐISKERFISINS Sameining Ríkisspítalanna og Sjúkra-húss Reykjavíkur í eitt stórt sjúkra- hús var mikil og flókin aðgerð. Þótt þrjú ár séu liðin frá sameiningunni er enn ver- ið að takast á við ýmis vandamál henni tengd. Enn er verið að ræða hversu víð- tækt hlutverk hinnar nýju risavöxnu sjúkrastofnunar eigi að vera og hvernig samspili hennar og annarra þátta heil- brigðiskerfisins, t.d. sjúkrahúsa utan höfuðborgarsvæðisins, heilsugæslunnar og einkarekinna læknastofa, eigi að vera háttað. Að hluta til snúast þessar umræð- ur og á stundum deilur um það hvernig það fjármagn sem varið er til heilbrigðis- kerfisins nýtist best. Að hluta til snúast þær um hvernig hið íslenska heilbrigðis- kerfi eigi að þróast í framtíðinni. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, ræðir þessi mál í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag. Sjónarmið Sigurbjarnar eru um margt athyglisverð. Hann segir meðal annars: „Það er mín skoðun að læknar og aðrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins verði að horfast í augu við að það voru fyrst og fremst fjárhagslegar forsendur fyrir þessari sameiningu. Með fylgdu fagleg rök um bætta þjónustu vegna sameining- ar kraftanna, minni tvíverknað og þess háttar. Væntingarnar voru þess vegna fjárhagslegs eðlis og þrýstingur á stjórn- endur sjúkrahússins að ná fram sparnaði nánast þegar í stað.“ Sigurbjörn telur hins vegar að jafnvel hafi dregið úr þjónustu í sumum tilvikum í kjölfar sameiningarinnar. „Rúmum hef- ur fækkað í tilteknum greinum, t.d. í taugasjúkdómum og krabbameinslækn- ingum. Fjöldinn átti að standa í stað eða jafnvel aukast. Ákvarðanir hafa verið teknar um lokanir deilda með litlum fyr- irvara. Starfsfólkið hefur auðsjáanlega ekki verið haft með í ráðum og óþægindi hafa skapast fyrir aðstandendur sjúk- linga.“ Það er ástæða til að velta fyrir sér þessari þróun, sem formaður Lækna- félagsins lýsir. Ef rétt er að með samein- ingu sjúkrahúsanna hafi þjónusta við sjúklinga versnað til muna í sumum til- vikum erum við ekki á réttri leið. Þá er nauðsynlegt að grípa í taumana til að tryggja að svo verði ekki. Sameiningin var réttlætanleg og skynsamleg á þeirri forsendu að samlegðaráhrif myndu leiða til þess að hægt væri að veita meiri og betri þjónustu fyrir sama fjármagn. Ef niðurstaðan er sú að dregið hefur úr þjónustu á mikilvægum sviðum er eitt- hvað að. Þá má barátta um völd, fjármuni og áhrif innan heilbrigðiskerfisins ekki bitna á sjúklingum. Formaður Læknafélags Íslands telur ekki rétt að snúa sameiningunni við en telur að hugsanlega geti verið skynsam- legt að hugsa hlutverk spítalans upp á nýtt. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir hann: „Möguleikinn fyrir okkur er að reyna að búta LSH niður í sjálfstæðar einingar, þar sem boðleiðir yrðu styttri en nú er og hver eining hefði mikið sjálf- stæði um fjárhag. Ákvarðanir í ein- stökum einingum sjúkrahússins, eða yfirstjórnarinnar, á miðju rekstrartíma- bili gætu ekki haft nema takmörkuð áhrif á aðrar einingar. Mér sýnist að ef þessi leið yrði farin þá þyrfti fjármagnið að fylgja verkefnunum. Hver eining myndi þannig greiða fyrir verk unnin í hennar þágu á öðrum deildum.“ Spítalinn gegnir lykilhlutverki í ís- lensku heilbrigðiskerfi og því mikilvægt að lausn finnist sem breið sátt ríkir um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.