Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég lít til baka og rifja upp hvernig fyrsta barnsminning mín um Áslaugu er kemur alltaf það sama upp í hugann. Hún var hressa, skemmtilega frænkan í útlöndum. Hún var góða, flotta frænkan, sem alltaf var brosandi. Hún var hugmyndaríka frænkan sem gaf skemmtilegu, skrítnu gjaf- irnar. Hún var frænkan sem alltaf var að skrifa Klöru ömmu og Lúðvíki afa eða mömmu og pabba bréf, eða senda þeim póstkort frá ýmsum stöðum úti í hinum stóra heimi. Hún var frænkan sem hringdi alltaf á afmælisdögunum og spilaði afmælislagið á munnhörpu í gegn- um símann. Hún var frænkan sem kom oft í heimsókn til Íslands og gisti þá hjá ömmu og afa, og þá var líf og fjör. Við vorum nefnilega svo heppin að ÁSLAUG SKÚLADÓTTIR ✝ Áslaug Skúla-dóttir fæddist í Danmörku 1. ágúst 1924. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 20. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 29. janúar. búa á hæðinni fyrir neðan ömmu og afa. Þannig sáu barns- augun þessa einstöku konu. Þegar ég komst til vits og ára gerði ég mér fljótt grein fyrir að Áslaug hafði auðvitað miklu meira til að bera en barnssálin var fær um að greina. Ég fór að gera mér grein fyrir ótvíræðum mannkostum hennar. Að eignast stóran, traustan og góðan vina- hóp, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim, er ekki sjálfgefið. Tryggð og trúmennska gagnvart ættingjum sínum og vinum var einn af hennar eðlislægu kostum. Þetta kom berlega í ljós þegar hún kom í sínar fjölmörgu heim- sóknir til Íslands. Dagskráin var þá jafnan þéttskipuð og þaulskipulögð eins og henni einni var lagið. Heim- sóknir til vina og ættingja, matar- boð hér, heimboð þar, leikhús og tónleikar voru yfirleitt fastir liðir. Tryggð, trúmennska og sam- viskusemi gagnvart vinnuveitanda sínum lýsir sér best í 49 ára sam- felldu starfi hjá utanríkisþjónust- unni, lengst af í sendiráði Íslands í Stokkhólmi en einnig í sendiráði Ís- lands í Bonn og um tíma hjá utan- ríkisráðuneytinu í Reykjavík. Hún naut starfsins til hins ýtr- asta alla tíð, enda var sendiráðs- starfið krefjandi, erilsamt og fjöl- breytt. Ekki síst byggðist starfið mikið á samskiptum við fólk. Þar var hún á heimavelli. Að leið- beina, upplýsa og greiða götu fólks, það átti vel við hana. Það var gengið skipulega í öll verk og þau unnin af nákvæmni, röggsemi og festu en um leið með gleði og bros á vör og skopskynið alltaf í lagi. Tryggðin, umhyggjan og hjálp- semin við ömmu og afa, meðan afi lifði, og ömmu eftir lát afa, er mér ofarlega í huga. Í hvert skipti sem hún kom í heimsókn til Íslands gisti hún hjá ömmu. Þessar heimsóknir voru ömmu ómæld ánægja sem hún bjó lengi að á eftir. Á milli heimsókna fékk amma bréf, kort eða segulbandsspólur send frá Áslaugu með jöfnu milli- bili. Þau eru ófá bréfin og kortin sem amma hefur lesið upp fyrir mig í gegnum tíðina með gleði í hjarta. Nú eru báðar vinkonurnar gengnar, Áslaug og Klara amma. Það er mikill sjónarsviptir að manneskju eins og Áslaugu. Það þarfnast ekki nánari skýringa. Það dylst engum sem hana þekkti. En dauðinn er víst óhjákvæmi- legur hluti lífsins. Við fáum ekkert við það ráðið. Eitt er víst að minningin er góð og hún lifir. Ég kveð Áslaugu með virðingu og söknuði. Ásgeir Albertsson. Kær vinkona, Re- bekka Sigríður Jónsdóttir, er nú lát- in. Ég minnist þess þegar ég sá þessa yndislegu konu í fyrsta sinn fyrir tæplega 12 árum, en það var þegar ég var að búa mig undir að stíga niður í skírnarlaugina, þá kom Rebekka og sagðist ætla að aðstoða mig. Þegar ég sté síðan upp úr laug- inni tók hún á móti mér með stórt, hvítt handklæði. Síðan bar ég alltaf virðingu fyrir þessari hæglátu og yndislegu konu. Seinna var þess far- ið á leit við okkur og reyndar þriðju manneskju líka, að lesa Biblíuna með vinkonu hennar, sem þráði að vita meira um Guðs orð. Alltaf hafði Re- bekka margt til málanna að leggja, enda búin að ganga með Jesú síðan hún var ung stúlka. Það var alltaf gott að líta inn til Rebekku, enda heimili hennar mið- svæðis í borginni og alltaf opið, gest- um jafnt sem fjölskyldunni, og ekki síst barnabarnabörnunum, sem fannst svo gott að vera hjá ömmu og afa. Eiga þau Jóhannes og Rebekka REBEKKA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Rebekka Sigríð-ur Jónsdóttir fæddist á Arnarstöð- um í Núpasveit í Presthólahreppi í N-Þingeyjarsýslu 31. desember 1921. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 12. febrúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík 19. febr- úar. hrós skilið fyrir yndis- legt heimili og kær- leiksríka gestrisni. Það er gott að vita að Rebekka á von um upp- risu og eilíft líf. Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðeng- ils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. (1Þ 4.16.) Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svo yndislegri konu sem Rebekka var. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Margrét. Fjölskyldurnar í Noregi vilja senda samúðarkveðjur til Jóhannes- ar, Hjördísar og annarra ættingja vegna andláts Rebekku Sigríðar. Bekka frænka eins og hún var oftast kölluð af okkur var yndisleg kona og þau hjón höfðingjar heim að sækja. Í gegnum árin höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir með Rebekku og Jóhannesi s.s. afmæli, fermingar og ferðir í Stykkishólminn svo eitthvað sé nefnt. Við þökkum samfylgdina og óskum ykkur öllum friðar og farsældar. Bestu kveðjur frá okkur. Bjarni Þór og fjölskylda, Kristinn Kristinsson og fjölskylda, Bergmann og Sigþrúður. Elsku Ella amma hefur kvatt þennan heim og langar mig að minnast hennar og þakka með nokkrum orðum. Fyrst koma upp í hugann sumr- in er ég dvaldi hjá þeim ömmu og afa í Grímsey sem lítil stelpa. Það voru mikil forréttindi að fá að vera hjá þeim. Þar leið manni sko vel og lærði margt. Í minningunni voru alltaf allir í góðu skapi. Það var mjög gestkvæmt á Sveinsstöðum, látlaust rennerí af fólki sem stopp- aði í kaffi og svo allir þeir sem komu úr landi og gistu þá í lengri eða skemmri tíma. Alltaf var nægt pláss í litla húsinu þeirra og öllum leið vel. Við amma brölluðum ým- islegt saman úti í Grímsey. Vænst þykir mér um minninguna um það er við fórum alltaf saman út í fjós að mjólka hana Lindu. Svo fórum við í brunninn til að sækja vatn og flesta daga fór ég í sendiferð í Kaupfélagið. Ég var stolt af því að fá að „hjálpa til“. Hún amma gaf svo mikið af sér með sinni jákvæðni og góð- mennsku. Ég veit að það er mikil eftirsjá að henni á dvalarheimilinu Víðihlíð þar sem hún laðaði að sér bæði starfsfólk og sjúklinga með sínum hressleika og hjartahlýju. Það var unun að fylgjast með henni er hún flutti þangað um áramótin. Hún var eins og drottning, hafði gaman að því að klæða sig upp, spila við „gamla fólkið“ eins og hún sagði og lífsgleðin alltaf til staðar. Ég hélt að amma yrði þar miklu lengur og það er sárt að þurfa að kveðja en ég hugga mig við það að nú er hún laus við vondu verkina og nú líður henni vel. Ég vil að lokum þakka allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. ELÍN ÞÓRA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elín Þóra Sigur-björnsdóttir fæddist á Sveinsstöð- um í Grímsey 1. jan- úar 1909. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Miðgarða- kirkju í Grímsey 22. febrúar. Minninguna um Ellu ömmu mun ég varðveita og bið góðan Guð að geyma hana. Elín Þóra Dagbjartsdóttir. Amma okkar var góð kona, með stórt hjarta, hlýjar hendur og með endalausan áhuga á lífinu og fólk- inu sínu. Hún prjónaði á við heilan hóp prjónakvenna og bak- aði heilu fjöllin af hafrakexi og kleinum. Amma hafði alltaf allt á hreinu og fylgdist vel með því sem við vorum að gera, hvernig gengi í skólanum, hvernig Þórsurunum gengi í boltanum, ást- armálunum og öllu hinu sem gerð- ist í lífi okkar. Það er erfitt að minnast ömmu án þess að nefna afa Óla í sömu andrá. Allt þar til afi dó voru þau eins og ástfangnir unglingar, knús- uðust og héldust í hendur. Þegar við vorum lítil bjuggum við í næsta húsi við afa og ömmu úti í Grímsey. Það voru forréttindi að geta hlaupið á náttfötunum, berfætt í stígvélum yfir til þeirra á morgnana og skríða upp í þar sem þau kúrðu og hlustuðu á útvarpið. Svona týndumst við systkinin stundum en mamma gat alltaf gengið að okkur á vísum stað. Það gekk stundum erfiðlega að fá okk- ur heim frá ömmu og afa en það tókst þó alltaf að lokum með lof- orði frá ömmu um að við mættum bara koma aftur strax á morgun. Það var alltaf jafngaman að koma í Sveinsstaði, ilmur af hafrakexinu sem amma bakaði og sögurnar sem afi sagði á sinn skemmtilega hátt lifa í minningunni. Hjá ömmu og afa voru ekki hefðbundin leikföng, heldur lékum við okkur með pottlok, blað og skæri, spil og síðast en ekki síst tölusafnið hennar ömmu. Með þessu dóti var hægt að skapa skemmtilega veröld með hjálp frá afa og ömmu. Amma taldi heldur ekki eftir sér að vera módel þegar Þóra fór í snyrtileiki og var hin ró- legasta þegar krullujárnið sat sem fastast í hári hennar eitt skiptið og sækja þurfti aðstoð í næsta hús. Kári notaði tölurnar hennar ömmu sem búpening og kom fé sínu fyrir á vísum stöðum. Til að mynda var stofuskápurinn í stofunni á Sveins- stöðum notaður sem Básavík og þangað voru hrútarnir settir. Eitt sinn tók hann upp á því að fara með töluboxið út og setja féð á beit í grasinu fyrir neðan fjárhúsin hans afa. Ekki skiluðu tölurnar sér aftur í hús eftir þetta og amma hafði oft orð á þessu uppátæki. Helgi þótti ansi fjörugt barn, svo mjög að Grímseyingar fóru að kalla hann ,,Helgi ekki má“. Það skipti engu máli hverju drengurinn tók upp á, alltaf hélt amma uppi vörnum fyrir hann og sagði að það ætti nú eftir að rætast úr honum. Árin liðu og smátt og smátt rætt- ust orð gömlu konunnar og var hún óþreytandi við að minna á að þetta hefði hún alltaf sagt. Amma bar aldurinn vel og marg- ir sem kynntust henni á síðustu ár- um áttu erfitt með að trúa því hve gömul hún var orðin. Afi var ekki lítið stoltur þegar hann var spurð- ur hvort unga konan væri konan hans. Amma fór um tíma og spilaði með öldruðum á dvalarheimilinu í Grindavík. Það var ekki laust við að hún vorkenndi gamla fólkinu þar og skipti þá engu þó sumir ,,gamlingjarnir“ væru mörgum ár- um yngri en hún. Amma var einstaklega jákvæð og lífsglöð kona. Hún lifði miklar tækniframfarir og breytingar á lífsháttum fólks. Sodastream, ör- bylgjuofn og tveggja bolla kaffivél eru hlutir sem amma tók fagnandi inn á heimilið og aldrei heyrði maður hana hneykslast á nútíma- þægindum. Henni þóttu allir þeir möguleikar sem bjóðast í dag frá- bærir og hvatti okkur til að njóta lífsins og þægindanna sem í boði eru. Það var stundum eins og amma hefði gleymt því að hún sjálf þvoði lengi vel allt í höndunum, slík var samúðin þegar nýja þvottavélin hennar Þóru bilaði um árið. Það var yndislegt að fá ömmu í heimsókn til okkar á Akureyri um áramótin síðustu. Það var líka stolt amma sem mætti í brúðkaup Þóru í upphlutnum sem hún notaði í fyrsta skipti í brúðkaupi mömmu og pabba, 24 árum áður. Við kveðjum nú elskulega ömmu okkar, með ást og þakklæti fyrir yndislegan tíma sem við áttum með henni. Minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði, Þóra og Kári og Helgi. Mig langar að kveðja stjúpmóður mína, Kristínu Grímsdóttur, með nokkrum fátæk- legum orðum. Ég verð að byrja á að segja frá æskuárum mínum. Móðir mín, Petra Kristjánsdóttir, og faðir minn, Áki Pétursson, skildu, er ég var á fjórða árinu. Var ég þá send í fóstur til móðursystra minna á Hellis- sandi, Neskaupstað, Reykjavík og víðar. Og alltaf er ég var farin að treysta á umhverfið var ég send til næstu systur. Svo er ég sjö ára gömul kom til Viktoríu Kristjánsdóttur, móðursyst- ur minnar, sem bjó á Akureyri, var ég hætt að treysta á að umhverfið héld- ist, og gat ekki kallað hana mömmu, sem henni fannst alltaf leiðinlegt. Ég held að ég hafi aldrei getað sýnt þess- um tveimur konum, sem reyndust mér best, hvað mér þótti vænt um þær. Er ég kom til Viktoríu, sjö ára gömul, var hún ákveðin í að ég kynnt- ist föður mínum og hún tók upp þá hefð að senda mig til Kristínar og pabba á hverju sumri. Kristín tók strax vel á móti mér, og hún var jafn ákveðin í að ég skyldi kynnast föð- urfólki mínu. Og alltaf er ég kom til Reykjavíkur til Kristínar og pabba var drifið í að fara í heimsóknir til Jöru föðursystur. Þar var alltaf fullt af frændsystkinum og mikið fjör. Farið í leiki og raðað púsluspilum. Hjá Helgu föðursystur var umhverfið rólegra. Þar skoðuðum við myndir af fjölskyldunni, það var líka gaman. Svo var farið á Þingvelli með föðurbræðr- unum. Og líka var gengið á fjöll með föðursystkinunum. Þetta voru yndis- legar ferðir, skipulagðar af Kristínu og kannski Ellen, konu Viðars föður- KRISTÍN GRÍMSDÓTTIR ✝ Kristín Gríms-dóttir fæddist á Ísafirði 28. septem- ber 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 11. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. bróður. Ég hlakkaði alltaf til að fara til pabba og Kristínar og henni tókst að mynda gott samband milli mín og föðursystkina minna. Pabbi og Kristín ferðuð- ust mikið til útlanda og alltaf var mér sent kort og fallegt dót. Enginn krakki í göt- unni átti svona flott dót. Er ég var átta eða níu ára sendu þau mér svakalega stórt páska- egg. Þá hafði enginn séð páskaegg fyrr fyrir norðan. Var páskaeggið 31 eða 32 sm á hæð og allir krakkarnir í mínum bekk í skólanum komu að skoða. Ég man enn hvað mér fannst eggið flott, og svakalega stórt. Það var mikið um að vera, er Kristín og pabbi fengu Soffíu, og ég fékk að fylgjast með því og kom suður til að sjá litlu systur. Það var yndislegt fyrir Kristínu að fá þessa litlu dúllu, hún var svo sæt. Yndislegt var að sjá hvað hún var ánægð með barnið, hún þráði alltaf að fá barn, þau reyndu að fá mig, en það fékkst ekki. Kristín vildi að ég gifti mig áður en ég flytti til Stykkishólms og héldu pabbi og Kristín mikla brúðkaups- veislu heima hjá sér. Það var mjög skemmtilegt. Ég hef alltaf búið úti á landi, með heimili og börn, svo sam- bandið rofnaði aðeins síðari ár. Ég hefði mátt vera duglegri að koma í heimsókn. Elsku Kristín, þetta eru fátækleg þakkarorð fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Fyrirgefðu að ég skyldi ekki koma oftar í heimsókn síðustu árin. Ég veit, að nú eruð þið pabbi komin saman og ferðist um eilífðina. Ég þakka fyrir allt og mun alltaf muna hvað þið voruð mér. Elsku Soffía og fjölskylda, góður guð styrki ykkur í söknuði ykkar. Hún átti góða að þar sem þið voruð. Elsku Kristín, ég geymi minning- una um þig og pabba í hjarta mínu, svo ánægð og góð. Guðrún Ákadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.