Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 27 ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 Þegar við Rolf urðum vinir í „gamla daga“ var bæjarbragur höfuð- borgarinnar annar en núna, rúmlega hálfri öld síðar. Voru ekki bíó- in og veitingahúsin eitt- hvað tvö eða þrjú af hvoru, ekkert sjónvarp, og kaffi helst drukkið á Hressó? En þá var maður manns gaman fremur en síðar. Og þarna var Rolf, þessi vinsæli, broshýri Aust- firðingur, sem hafði alltaf eitthvað skemmt- legt fram að færa. En það var þá. Framundan var viðburðarík ævi kaupsýslumanns, ræðismanns og fyrst og síðast eiginmannsins og föð- ur á stórheimili þeirra Kristínar. Ef það á við nokkurn, sem ég þekki, er Rolf Johansen það sem Ameríkanar kalla „a self made man“. Ekki skal gert lítið úr því sem Sam- vinnuskólinn lagði honum til og það var vafalítið gagnlegt að hafa unnið hjá Ásbirni Ólafssyni. En Rolf hafði það sem þurfti til að duga í íslensk- um viðskiptaheimi. Þar var að sjálf- sögðu baráttan hörð um innflutn- ingsleyfin, fjármögnun og umboðin en sölumennska og persónuleg sam- bönd urðu að vera í góðu lagi. Rolf Johansen & Company, stofnað 1957, hið blómlegasta fyrirtæki, ber þess vott að stofnandinn hafði í ríkum mæli alla hæfileika góðs stjórnanda sem var traustsins verður. Við rekstri fyrirtækisins tók sonurinn Ásgeir fyrir þrem árum. Heilladísirnar leiddu þau Rolf og Kristínu Ásgeirsdóttur saman í far- sælt hjónaband og þau áttu fyrir höndum að eiga sex börn, þau Agnesi, Johan Thulin, Svövu, Berg- lindi og tvíburana, sem síðast komu, Ásgeir og Kristínu. Að minni taln- ingu eru barnabörnin nú tíu. Mikið fjölskyldusetur var reist á Laugarás- vegi 46 fyrir aldarfjórðungi eða svo, sem gerði vel að hýsa þessa stóru fjölskyldu og gesti og gangandi. Ekki verður sagt að þau hjón hafi beinlínis rekið einangrunarstefnu við umheiminn þegar rifjaðar eru upp miklar gleðistundir í mannfagn- aði á Laugarásveginum. Þetta af- burða fallega stórheimili fannst manni sérlega við hæfi fyrir glæsilega hús- freyju, sem stóð fyrir því sem þurfti fyrir er- lenda viðskiptavini fyr- irtækisins og þá ekki síður vegna ræðis- mennsku Rolfs fyrir Mexíkó á sl. áratug. En þetta var fyrst og fremst heimili fjöl- skyldu en börnin kom- ust sannarlega vel til mennta og manndóms. Þegar ég gegndi starfi sendiherra í Ósló varð Rolf kjörræðis- maður fyrir Mexíkó. Sendiherra hans var í Ósló en átti víst að koma til Íslands svona einum eða tvisvar sinnum á ári. En nú varð alveg ný þróun í samskiptum og átti sendi- herrann engin orð nógu sterk til að lýsa framtaki ræðismannsins í Reykjavík, skrifstofuaðstöðu fyrir hann og gestrisni þeirra hjóna og veislufagnaði. Þegar til kastanna kom taldi sendiherrann sig eiga er- indi hingað á eins eða tveggja mán- aða fresti. Þá var það Rolf alveg að þakka að fenginn var nýr aðalræð- ismaður fyrir Ísland í Mexíkóborg, hinn ágætasti maður. Það var hér um árið að ég fór með Þórhalli Ás- geirssyni ráðuneytisstjóra í embætt- isferð til Tókýó. Rolf hafði þá umboð fyrir japanska hjólbarðaframleið- andann Bridgestone, sem vildi kynna sig, en mjög gagnlegt reynd- ist að fræðast af þessu fólki um þjóð- félag þeirra og stjórnsýslu. Þeir létu afar vel af Rolf. Þá var það annar kapítuli viðskipta fyrirtækisins, sem ég kynntist í París, og snerti kaup á mikilli sorpeyðingarstöð fyrir Suður- nes í Frakklandi. Þar kom sameig- inlegur vinur okkar, Haraldur heit- inn Gíslason, mjög við sögu. En lífið er ekki gengið á einni beinni braut. Eftir að ég kom heim alkominn gátum við Rolf tekið upp þráðinn og farið að hittast reglulega. En þá dró það ský fyrir sólu að Rolf varð fyrir alvarlegu heilsufarslegu áfalli. Nú var okkar góða, gamla Reykjavík víst horfin fyrir fullt og allt. En ekki þitt kankvísa bros og húmör, kæri vinur: Til hamingju með daginn. Einar Benediktsson. ROLF JOHANSEN AFMÆLI FRÁ því að ég man fyrst eftir mér hafa ríkisstyrkir verið veittir, út- hlutað úr úreldingarsjóði, byggða- sjóði og hvað þetta heitir nú allt, til þeirra sem hafa alla getu til að standa á eigin fótum ef þeir aðeins fengju að koma út úr þessu vernd- aða umhverfi sem ríkið er að mynda utan um þá. En með þessu er um leið verið að setja út á þá sem minna mega sín, þá sem ekki geta björg sér veitt vegna veikinda eða óhappa. Það er verið að tala um hvað aumingja Tryggingastofnun þarf að borga mikið til örorkuþega sem er að mínu mati eini sjóðurinn sem hefur tilverurétt um borð í þjóð- arskútunni. Okkar virðulegu bændur hafa t.d. fengið styrki til að rækta lendur sínar, girða svo í kringum þær og nú síðast til að taka til í kringum sig. Nýverið las ég að grænmetis- bændur ættu þann kost að úrelda gróðrarstöðina sína og fá greitt samkvæmt því. Því er eðlilegt að spyrja, er verið að flytja farþega þjóðarskútunnar hægt og rólega í björgunarbátana sem virðast skjótast upp með sjálfvirkum sleppibúnaði? Ef svo er þá velti ég því fyrir mér, eru til björgunarbát- ar fyrir alla? Væri ekki nær að kenna okkur að synda? Margir lenda í því að hafa ekki kost á því að vera bjargað og lenda í því að þurfa að hætta rekstri sínum eða jafnvel að það sé lokað hjá þeim af yfirvöldum og gengið á eigur þeirra án þess að fá neina styrki eða vera úthlutað einu skitnu „björgunarvesti“ úr úreld- ingarsjóði. En neyðin kennir naktri konu að spinna svo það eru, því miður, margir (svo ekki sé meira sagt) sem kjósa þann kost að borga ekki skatta sína og skyldur heldur er fyrirtækið látið skipta um kenni- tölu og byrjað upp á nýtt, jafnvel oft á ári. Þetta er gert allt í kring- um okkur og fólk verður ekki vart við þetta, eða er kannski öllum al- veg sama. Fyrirtæki sem eyða kannski, sínum 19,68% vsk. til að auglýsa reksturinn svo að hann verði betur í stakk búinn þegar næsta kenni- tala lítur dagsins ljós. Hvað er þetta að gera okkur hinum sem eru enn að rembast á þriðja, öðru og fyrsta farrými (ef það er þá til)? Hvað eigum við að láta þetta viðgangast lengi, höfum við bolmagn til að keppa endalaust um þessar dúsur. Ágæti viðskiptaráðherra, ágæti iðnaðarráherra og virðulegu fram- bjóðendur! Eru til einhverjir sjóð- ir fyrir trésmíðaverkstæði sem gengur illa? Eru einhverjir styrkir handa blómabúðum sem hafa ekki framtíðina fyrir sér? Er hægt að úrelda vörubíl sem er hættur að virka. Er eina leiðin fyrir hinn al- menna borgara að stela eins miklu undan og hann getur, fara á haus- inn og byrja aftur næsta dag á sama stað með sömu verkfæri, sama starfsfólk, sama útlit og sömu viðskiptavini en með nýja samvisku og nýja kennitölu? Þetta getur ekki gengið til lengdar. Er ekki eitthvað hægt að gera svo við getum siglt saman í sátt og samlyndi, hlið við hlið jafn- vel á sömu árinni? Ég er og hef alltaf verið á móti ríkisstyrkjum, ég tel að það hafi neikvæð áhrif á þjóðarbúið í heild sinni. Við meg- um ekki ala upp ofalda kálfa. En sé þess ekki annar kostur finnst mér að jafnt skuli ganga yfir alla, líka þá sem hafa samvisku og gengur vel í því sem þeir eru að gera. Ný fyrirtæki gætu fengið skatta fríðindi (afslátt) fyrstu mánuði eða árið, eins og gert er sumstaðar er- lendis til að auðvelda upprisu ný- sköpunar sem þjóðarskútan þarf svo sannarlega á að halda til að styrkja skrokk hennar og segl. En að sjálfsögðu þyrfti þá viðkomandi að sýna fram á að þarna væri um nýtt og skapandi fyrirtæki að ræða. Það mætti þá líka verðlauna þá sem ættu gamlar kennitölur með skattaafslætti. Þá myndu kennitöl- ur verða eldri og skattur yrði borgaður. Með þessu myndu margir hugsa sig um áður en dýr- mæt kennitala yrði sett í ruslið og slóðinn lægi á eftir. Tveir og þrír bændur myndu stofna til sam- vinnu, nota sama traktorinn, hríf- una og skófluna svo kostnaður væri í lámarki. Fyrirtækin yrðu stærri og öfl- ugri sem myndi skila meiri skatt- tekjum til skútunnar sem við höld- um svo mikið upp á. Ágæti lesandi, fyrirgefðu fá- fræði mína en svona lítur þetta út fyrir mér. Styrkir og útgjöld eru leki og lítill leki getur sökkt stórri skútu. Gleðilegar kosningar. JÓN BERGUR HILMISSON, Skjólbraut 11, 200 Kópavogi. Eru allir á sama farrými á þjóðarskútunni? Frá Jóni Bergi Hilmissyni MÁLEFNI Byrgisins í Sandgerði hafa verið í umræðu að undan- förnu. Í dagblaði var það haft eftir fé- lagsmálaráðherra Páli Péturssyni frá Höllustöðum, að ein af ástæð- um þess að þessu þyrfti að loka væri sú að eldhætta væri mikil þarna. Þetta er rangt. Radarstöðin í Rockville var reist fyrir flugher Bandaríkjanna á öndverðum sjötta áratugnum. Byggingarnar eru gerðar samkvæmt byggingastöðl- um Mannvirkjadeildar landhers- ins. Rauði þráðurinn í þessum reglum er óbrennanlegt efni, enda væri það heilmikil áhætta fyrir heilt heimsveldi eins og Bandarík- in að eiga allt sitt undir fullum hermanni sem sofnaði með logandi sígarettu í kjaftinum. Annars mætti setja upp nokkra spilakassa til þess að skaffa Byrg- inu rekstrarfé. Væri þar með komin nokkurs konar eilífðarvél knúin af orku mannlegrar eymdar. Væri það verðugt verkefni líffræðinga að rannsaka slíka vél. Aðalræðismaður Adolfs heitins Hitlers í Reykjavík, dr. Gerlach, sagði að það yrði aldrei merki- legur háskóli sem rekinn væri fyr- ir fé sem fengist með bíórekstri og sölu happdrættismiða. Nú hefur verið bætt í þetta, því Háskóli Ís- lands er kominn í félag við alþjóð- legan spilahring sem heitir Int- ernational Game Technology. Varnarþing þessa félags er í borgini Reno, Nevada, Bandaríkj- um N.A. Megintekjur þessa félags eru af leigu spilavéla, virðist því Háskól- inn aðeins vera leppur fyrir þessa ólöglegu starfsemi. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Rockville Frá Gesti Gunnarssyni Talsvert er orðið síðan asbest var bannað með öllu vegna þess að asbestryk er talið krabbameinsvald- andi. Áður fyrr var asbest algengt milliveggjaefni, auk þess sem það var notað sem hita- og eldvarn- arefni. Asbest var einnig notað í bremsuborða í bílum. Asbest er ekki skaðlegt nema ef af því þyrlast upp ryk en það er talið skaðlegt við innöndun. Því má spyrja sig að því hvort ekki sé tímaskekkja að enn megi blása krabbameinsvaldandi tóbaksreyk ofan í náungann mörg- um árum eftir að asbest hefur verið bannað. Þegar fólk fer á skemmtistaði verður það að sætta sig við að þurfa að anda að sér tóbaksreyk minnihlutans allan tímann, auk þess sem kosta þarf til fatahreinsun í hvert skipti vegna ólyktar. Við sem ekki reykjum látum okk- ur málið miklu varða og bíðum óþreyjufull eftir að einhver stjórn- málamaður sýni nægilegt hugrekki til að taka á málinu af fullri alvöru í eitt skipti fyrir öll. Ekki má gleyma því að við erum tæplega 80% sem ekki reykjum og teljum við okkur eiga fullan rétt á því að vera án krabbameinsvaldandi fíkniefna á borð við tóbaksreyk. Ég veit ekki hvað tefur stjórn- völd í því að banna reykingar á veitingahúsum. Það eitt að setja slíkt bann myndi vafalaust draga verulega úr reykingum lands- manna. Til lengri tíma litið yrði það mjög hagkvæmt fyrir þjóðfélagið á allan hátt. Þá virðast tóbaksvarn- armál ekki vera kosningamál þrátt fyrir að mikill meirihluti lands- manna sé reyklaus. Tel ég að slík mál ættu að styrkja þann flokk sem á þeim tekur öðrum fremur. STEINAR JENS GÍSLASON, Víðimel 48, Reykjavík. REYKINGAR hafa dregist mikið saman undanfarin ár og tóbaksfíkl- um hefur fækkað. Það hljóta að teljast góðar fréttir þar sem reyk- ingar eru eitt stærsta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar. Eigum við Tóbaksvarnanefnd mikið að þakka vegna fræðslu- og forvarnarstarfs í gegnum tíðina. Tóbaksvarnarlögin hafa verið til frá 1984 og er það ekki síst þeirra vegna sem slíkur árangur hefur náðst sem raun ber vitni. Nánast hvar sem drepið er niður fæti í dag er bannað að reykja. Ekki er svo ýkja langt síðan leyft var að reykja í verslunarrýmum kvikmyndahúsa, í Kringlunni, í bönkum og meira að segja í fram- haldsskólum landsins. Nú má ekki lengur reykja þar og fleiri staðir bætast við árlega þar sem bannað er að reykja. Þó er það svo enn þann dag í dag, að þar sem flest fólk safnast saman, á hvað minnstu svæði hvern einasta dag, þar má reykja. Þarna er um að ræða veitingastaði, kaffi- hús og skemmtistaði. Reyndar eru þessum stöðum þröngar skorður settar varðandi aðstæður, en flestir þeirra brjóta tóbaksvarnarlögin án þess að heilbrigðisyfirvöld geri nokkuð í því. Það er í raun fárán- legt að enn skuli leyft að reykja inni á veitingahúsum þar sem fólk hittist til að borða mat. Ef klóaks- leiðsla inni á veitingastað færi að leka og gestirnir fyndu óþefinn hefðu sjálfsagt fæstir áhuga á að snæða þar. Yfirvöld myndu senni- lega loka staðnum þar til klóaks- lögninni yrði kippt í liðinn. Þó er málið enn skrítnara þegar hugsað er til þess að mun minni skaðsemi er af því að anda að sér lykt klóaks en tóbaksreyk. Eru reykingar tímaskekkja? Frá Steinari Jens Gíslasyni Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.