Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBLRadío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hlaut 2 Golden Globe verðlaun, bresku BAFTA kvikmyndaverð- launin og Silfur- björninn á kvik- myndahátíðinni í Berlin. Óskarsverðlauna- leikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kost- um í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. "Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN" Yndislega svört kómedía frá meistara Kaurismaki. Einstök kvikmynd sem hefur heillað áhorfendur jafnt sem gagnrýnendur, um heim allan, og sópað til sín verðlaunum. i l rt í fr i t r ri i. i t i f r ill rf r j f t r r, i ll , til í r l . Mynd eftir Aki Kaurismäki Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8, OG 10.10. B. I. 16. Þetta var hinn full- komni glæp- ur þar til hún neitaði að vera hið fullkomna fórnarlamb. Háspennu- mynd ársins með hinum frábæra Kevin Bacon (“River Wild”, “Stir of Echoes”) og Charlize Theron (“Devil’s Advocate”). ingarfullum vandræðum með aðlaga bókina handritaforminu. Að lokum fer Charlie mjög óvenjulegar leiðir með skrifin sín. Þetta gerðist víst í alvörunni. Á meðan þarf Charlie að horfa upp á tvíburabróður sinn, Donald, skrifa sitt klisjukennda og forheimska tryllihandrit með minnstu vandkvæðum og góðum viðtökum. Sumum gæti þótt þetta fullsjálfhverf saga, en mér fannst hún áhugaverð og minnti mig ör- lítið á Ástfanginn Shakespeare sem fjallaði á skemmtilegan hátt um ritstíflur og heim leik- hússkálda fyrr á öldum. Nú eru það þjáningar kvikmyndahandritahöfundarins og löngun hans til að skrifa frá hjartanum. Þjáningar þess sem ekki hefur þennan opna og hressa Holly- wood-persónuleika og þess sem beittur er þrýstingi formúlunnar sem þar ræður ríkjum. Charlie og Donald eru í raun tvær ýktar hlið- ar á sömu mannverunni, líkast til Charlie Kauf- man hinum raunverulega. Hann er áreiðanlega ekki einsog nafni hans í myndinni, en hefur án efa einhvern tímann liðið þannig. Charlie lang- ar að vera líkari Donald, auk þess sem það væri hentugra fyrir hann, en um leið hefur hann ímugust á honum. En handritið gekk ekki upp nema með hjálp frá Donaldi, og þótt hann sé ekki raunverulega til, er ekki annað hægt en að ÉG ER víst ein af þeim fáu sem fannst ekk- ert svo mikið til kvikmyndarinnar Að vera John Malkovich koma, þótt vissulega hafi hún verið mjög fersk og frumleg. Þessa nýja mynd tvíeykisins Jonze/Kaufman finnst mér hins vegar alveg frábær. Af öllum þeim fagmann- legu kostum sem myndin hefur að bera, standa skriftirnar upp úr. Handritið er einfaldlega snilldarlega skrifað, og fjallar reyndar um það flókna ferli sem það reyndist vera að skrifa það. Sko, þannig er að handritshöfundurinn Charlie Kaufman er beðinn um að skrifa kvik- myndahandrit eftir bókinni Orkedíuþjófnum, sem fjallar um furðufugl í Flórída. Charlie langar að skrifa um fegurð orkedíunnar og um alvöru persónur sem ekkert gerist hjá, rétt einsog í lífinu (að hans mati). En hann á í þján- kreditera hans persónu fyrir hans augljósa framlag til handritsins. Charlie hefði aldrei dottið þessi endir í hug. Hugmyndin er mjög skemmtileg og vel útfærð, og þótt myndin fjalli um þröngan heim handritshöfunda, hefur hún vissulega vísun í sammannlegan reynsluheim. Handritinu er meira en haganlega raðað sam- an, þar sem mætast mörg tímabil úr lífi margra persóna, atriði úr skálduðum heimi, ímyndaðir atburðir, atburðir úr sögu heimsins og þróun- arsögunni, atriði úr bók, úr handriti, úr raun- veruleikanum og sviðsett atriði. Hér mæstast raunverulegar persónur sem eru leiknar, raun- verulegar persónur leika sjálfar sig og upp- spunnar persónur. Og allar eru persónurnar ólíkar, skemmtilegar og áhugaverðar, leiknar óaðfinnanlega af frábærum leikurum. Cage, sem stundum getur verið leiðigjarn, er frábær í sínu tvöfalda hlutverki, alltaf jafngaman að sjá hversu fjölhæfur Chris Cooper er, og m.a.s. Meryl Streep missti eitthvað af sínum vanalega hátíðleika. Já, þetta er mjög óvenjuleg kvikmynd, fersk, frumleg og áhugaverð. Sannarlegt gleðiefni. En nú hef ég ekki meiri tíma til að skrifa um hana. Ég þarf að skrifa eitt kvikmyndahandrit eða svo. Alveg einsog ég vil hafa það. Þjáningar handritshöfundarins KVIKMYNDIR Háskólabíó AÐLÖGUN/ADAPTATION Leikstjórn: Spike Jonze. Handrit: Charlie og Donald Kaufman, byggt lauslega á bókinni Orkedíuþjófnum eftir Susan Orlean. Kvikmyndataka: Lance Acord. Brellur: Gary D’Amico. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Chris Cooper, Meryl Streep, Tilda Swinton, Cara Seymour og Brian Cox. 114 mín. BNA. Good Mach- ine International 2002. Hildur Loftsdóttir Charlie og Donald, „tvær ýktar hliðar á sömu mannverunni, líkast til Charlie Kaufman“, hand- ritshöfundi Aðlögunar. frásagnarsviðum, eitt gerist í nútímanum, ann- að um miðja 20. öldina og það þriðja árið 1923, en þar fylgjumst við með breska rithöfund- inum Virginiu Woolf (Nicole Kidman) þar sem hún er að hefjast handa við að skrifa Mrs. Dalloway, skáldsögu sem þykir almennt hafa markað skil í listrænum þroska hennar og færni. Söguhetjan í nútímanum er hin 52 ára gamla Clarissa Vaughan (Meryl Streep), vel stæður ritstjóri sem býr með kærustu sinni, sjónvarpsframleiðandanum Sally (Alison AÐ BÚA til kvikmynd eftir Pulitzer-verð- launaskáldsögu Michaels Cunninghams, The Hours, er ekki síður krefjandi verkefni en Cunningham sjálfur lagði upp með, þegar hann skrifaði umrædda bók. Þar sækir hann inn- blástur og efnivið sinn til skáldsögu eftir Virg- iniu Woolf, Mrs. Dalloway frá árinu 1925, um leið og hann leitast við að fanga í bókinni sköp- unargáfu og hugmyndaheim Woolf sjálfrar, með því að gera hana að einum þriggja aðal- persóna skáldsögu sinnar. Leikstjórinn Stephen Daldry (sem gerði síð- ast Billy Elliot) og handritshöfundurinn David Hare hafa unnið einkar vandaða kvikmynd eft- ir bókinni, sem stendur í senn sem sjálfstætt dramatískt verk og inniheldur tengingar við hið margræða samhengi sem Cunningham skapaði bók sinni. Kvikmyndin The Hours eða Stundirnar á sér stað (líkt og skáldsagan) á þremur megin- Janney), á besta stað á Manhattan, og þriðja söguhetjan er Laura Brown (Julianne Moore), ófrísk móðir í stöðluðu úthverfi í Los Angeles árið 1951, sem nær engan veginn að lifa sig inn í tilbreytingarsnautt hlutverk sitt sem heimavinnandi húsmóðir. Allar sögurnar tengjast skáldsögu Virginiu Woolf um frú Clarissu Dalloway á einhvern hátt, saga Clar- issu Vaughan er nokkurs konar nú- tímaútgáfa af skáldsögunni, þar sem við sögu koma áþekkar persónur, at- burðarás og viðfangsefni. Saga Lauru Brown er laustengdari við skáldsögu Woolf en vísanir og endurvinnsla á minnum úr henni þó fyrir hendi. Laura leitar sér til dæmis aukinnar lífsfyll- ingar með því að lesa bókmenntir, m.a. skáldsöguna Mrs. Dalloway. Glíma Virginiu Woolf við skáldskapargyðj- una, hugleiðingar hennar um Mrs. Dalloway og vitneskjan um endalok Virginiu sjálfrar (en hin örlagaríka stund er Virginia Woolf drekkti sér ár- ið 1941 er sýnd í byrjun myndarinnar) eru þó nokkurs konar grunnur sem hinar sögurnar eru sprottnar úr, kall- ast á við og útfæra frekar. Sögurnar þrjár eru þó ekki aðeins tengdar saman heldur lúta þær allar ákveðinni grunnfrásögn, allar sögurnar eiga sér stað á einum degi, allar aðalpersónurnar fá óvænta heimsókn og allar eru þær að bisa við að skapa eitthvað, hvort sem það er skáldverk, afmæl- isterta eða fínt boð, og tilraunin til sköpunar verður þeim öllum tilefni til djúplægra vanga- veltna um merkingu tilveru sinnar. Þær hug- leiða einnig endimörk tilvistar sinnar og hug- leiða flótta úr lífinu sem þær hafa búið sér. Þeir Daldry og Hare notfæra sér óspart þessar frásagnarhliðstæður til að skapa þær samsvaranir milli hlutskiptis persónanna, sem svo áberandi eru í skáldsögunni. Ýmsir sjón- rænir þættir eru notaðir til að tengja sögur þeirra svo þær nái að mynda samfelldan vef, sem flæðir yfir tíma og rúm, t.d. með klipp- ingum sem tengja allar þrjár persónurnar. Í kvikmyndaaðlöguninni er óhjákvæmilega ekki rúm fyrir þau margræðu tengsl og það innra hugarflæði sem einkennir texta bókar- innar og er því gripið til einfaldana sem verða til þess að færa kvikmyndina nokkur skref frá samhengi skáldsögunnar. Kvikmyndaútgáfan er þegar upp er staðið myrkari og átakanlegri en skáldsagan, þar er lögð megináhersla á tregafulla tilvist persónanna, hina tragísku hugleiðingu um dauðann sem er undirliggjandi í sögunni. Þannig er skerpt nokkuð á örvænt- ingu kvenhetjanna þriggja, og Virginia Woolf er þar í afar miðlægu hlutverki. Clarissa tekur sömuleiðis nokkrum stakkaskiptum frá skáld- sögum Woolfs og Cunninghams, þegar hún lætur hinar innri efasemdir ná tökum á sér í kvikmyndinni, og brotnar saman. Á þennan hátt er leitast við í kvikmyndinni að skapa sög- unum áþreifanlegri ytri átök, en um leið er horfið frá þeim grundvallareinkennum kven- hetja Cunninghams sem birtast í óbilandi styrk þeirra og hæfni til að velja leið til að lifa lífinu sem er þeim hollust, hvað sem aðrir kynnu að halda. Þó svo að gagnrýna mætti persónusköp- unina í myndinni fyrir að gera sterkar kven- hetjur veikari er útfærslan það vönduð (leikur Kidman, Streep og Moore vegur þar þungt), að eftir stendur kvikmynd með áhrifaríkan dramatískan þunga. Yfir tíma og rúm KVIKMYNDIR Regnboginn THE HOURS / STUNDIRNAR Leikstjórn: Stephen Daldry. Handrit: David Hare, byggt á skáldsögu Michaels Cunninghams. Kvik- myndataka: Seamus McGarvey. Tónlist: Philip Glass. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Nicole Kidman, Julianne Moore, Ed Harris, Alison Janney og John C. Reilly. Lengd: 114 mín. Bandaríkin. Paramount Pict- ures, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Í umsögn segir að Stundirnar séu kvikmynd „með áhrifaríkan dramatískan þunga“. Nicole Kidman í hlutverki Virginiu Woolf. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.