Morgunblaðið - 10.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.03.2003, Qupperneq 1
2003  MÁNUDAGUR 10. MARS BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALA SETTI ÍSLANDSMET Í FIMMTARÞRAUT / B12 HERMANN Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, verður frá æf- ingum og keppni næstu vikurnar að sögn lækna Ipswich-liðsins en hann meiddist á hné og var borinn af leik- velli í fyrri hálfleik í leik Ipswich og Stoke á laugardaginn. Þar með lítur allt út fyrir að Hermann geti ekki leikið með ís- lenska landsliðinu á móti Skotum á Hampden Park 29. þessa mánaðar. Hermann lenti í samstuði við Sergei Shtaniuk með þeim afleið- ingum að takkar á skó Hvít-Rússans stungust inn í fót Hermanns rétt fyr- ir ofan hné og opnaðist stór skurður á fæti Hermanns. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð og sauma þurfti til að loka sárinu auk þess sem vöðvi skaddaðist í hnénu. „Það tekur að minnsta kosti tíu daga fyrir saumana að gróa og svo verður maður bara að bíða og sjá. Eins og ég er í dag líst mér ekki vel á að ég geti leikið á móti Skotum en ég verð bara að vona það besta,“ sagði Hermann við Morgunblaðið. Hermann varla með gegn Skotum Aston Villa er með Jóhannes í láni frá spænska liðinu Real Betis og hef- ur Taylor sagt að hann hafi áhuga á að semja til frambúðar við íslenska landsliðsmanninn að því tilskildu að hann sjái ekki fleiri slík brot og þeg- ar Jóhannes braut á Matthew Up- son. „Svona brot eiga ekki að sjást á knattspyrnuvellinum eins og Joey gerði sig sekan um og líkt og Dion Dublin hefur hann enga afsökun fyrir því sem hann gerði. En kringumstæður Joey eru allt öðruvísi. Hann er 11 árum yngri en Dublin, er í láni hjá okkur og er að reyna að fá samn- ing við Aston Villa. Ég veit að hann er harður í horn að taka og vill tækla en hon- um hefur verið sagt það skýrt að hann geri ekkert gagn fyr- ir liðið ef hann lætur Jóhannes Karl fékk sem kunnugter að fjúka útaf í grannaslagn- um í síðustu viku en leikurinn átti lít- ið skylt við knattspyrnu og var fé- lögum til vansa bæði innan sem utan vallar. Jóhannes fékk að líta tvö gul spjöld og þurfti því að fara af leik- velli en tæklingin sem varð til þess að dómarinn vísaði Jóhannesi í bað var ákaflega ljót og verðskuldaði beint rautt spjald. reka sig útaf. Þetta verður Joey að skilja ef hann ætlar að eiga framtíð hjá félaginu. Við höfum fengið þrjú rauð spjöld á leiktíð- inni og Joey á eitt þeirra en hann hefur aðeins spilað fimm leiki. Hann hefur fengið skýr skilaboð frá okkur og þau eru að bæta framkomuna ef hann ætlar að tryggja það að fá samning við Villa,“ segir Taylor. Taylor aðvarar Jóhannes GRAHAM Taylor knattspyrnustjóri Aston Villa hefur varað Jóhannes Karl Guðjónsson við. „Ef þú hagar þér aftur eins og þú gerðir í leiknum við Birmingham þá átt þú enga framtíð hjá Aston Villa,“ eru skilaboðin sem Jóhannes Karl hefur fengið hjá stjóranum og greint er frá á heimasíðu Aston Villa. Jóhannes Karl Guðjónsson Morgunblaðið/Golli ÍA hafði betur gegn KR, 2:0, í deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu í Egilshöllinni í gærkvöldi. Skaga- maðurinn Unnar Valgeirsson er hér með knöttinn en KR-ingurinn Garðar Jóhannsson til varnar. RÚNAR Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, vann til tvennra verðlauna á fimleikamóti sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina en Rúnar keppti þar í tveimur greinum. Rúnar vann gull fyrir æfingar á bogahesti en hann og Svíinn Michael Hjort deildu gull- inu en báðir hlutu þeir 8,6 í ein- kunn. Þá fékk Rúnar brons- verðlaun fyrir æfingar á hringjum en hann fékk einkunnina 8,8. Rúnar hlaut gull og brons

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.