Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÚBUMAÐURINN Jaliesky Garcia skrifaði um helgina undir nýjan eins árs samning við bikarmeistara HK en samningur stórskyttunnar átti að renna út í sumar. Garcia, sem er 28 ára gamall, er að leika sitt þriðja tímabil með Kópavogslið- inu en vitað er að félög, meðal ann- ars í Þýskalandi, hafa verið með Kúbumanninn undir smásjánni. „Við erum ákaflega kátir með að vera búnir að ganga frá þessu máli og tryggja það að hann verði áfram í okkar röðum. Við stefnum á þátt- töku í Evrópukeppninni og erum að svipast um eftir örvhentri skyttu til að styrkja liðið,“ sagði Hilmar Sig- urgíslason, formaður handknatt- leiksdeildar HK, í samtali við Morg- unblaðið. Garcia hefur leikið stórt hlutverk með HK-mönnum undafarin ár og segja má með sanni að koma hans hafi verið mikill hvalreki fyrir Kópavogsliðið. Umsókn Garcia um að gerast íslenskur ríkisborgari liggur fyrir allsherjarnefnd Alþing- is og góður möguleiki er á hann að fái ríkisborgararéttinn áður en Al- þingi lýkur störfum í vor. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari er einn þeirra sem fylgjast spenntir með framgangi þess máls en Garcia yrði svo sann- arlega öflugur liðstyrkur fyrir landsliðið í verkefnum þess á næsta ári, en landsliðið tekur þátt í úr- slitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu og keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu. Jaliesky Garcia áfram hjá HK Jaliesky Garcia ÞJÓÐARLEIKVANGURINN í Búk- arest í Rúmeníu er líkari kartöflu- garði en grasvelli og hefur verið um alllangt skeið. Eigi að síður léku heimamenn við Norðmenn á vell- inum í haust í undankeppni EM 2004. Ekki hefur völlurinn batnað í vetur og nú er framundan viðureign við Dani á vellinum í lok þessa mán- aðar. Standa menn ráðþrota frammi fyrir því vandamáli að völlurinn er ekki boðlegur. Meðal þeirra hug- mynda sem komið hafa fram til lausnar, a.m.k. fyrir leikinn við Dani, er að kaupa gras frá Hollandi og leggja yfir völlinn nokkrum dög- um fyrir viðureignina. Þá kemur annað vandamál og það er að pen- inga vantar fyrir graskaupunum, flutningum á því og lagningu. Nokkrir leikmenn rúmenska lands- liðsins, sem leika með félagsliðum utan heimalandsins og þykja loðnir um lofana, hafa boðist til þess að greiða kostnaðinn úr eigin vasa. Ekki hugnast öllum þessi hugmynd og er ósennilegt að henni verði tekið og því líklegt að reynt verði að leika í vellinum eins og hann er. Víst er að tíðarfar í Búkarest um þessar mund- ir gefur ekki mikla ástæðu til bjart- sýni að völlurinn verði brúkhæfur þegar að landsleiknum kemur um næstu mánaðamót. Hiti hefur verið um frostmark og grasspretta í al- gjöru lágmarki. Landsliðsmenn vilja bjarga þjóðar- leikvanginum Það hefur oft loðað við íslenskalandsliðsmenn í knattspyrnu að þeir hafa gegnt misstórum hlutverk- um í sínum félagslið- um erlendis. Stund- um hafa leikmenn í byrjunarliði Íslands ekki verið í mikilli leikæfingu, þar sem þeir hafa ekki verið í náðinni hjá sínu félagsliði í lengri eða skemmri tíma. Dæmi eru um að landsleikur hafi verið eini leik- ur viðkomandi í langan tíma, á undan eða á eftir. Sextán á fullri ferð En í þetta skiptið á Atli kost á 16 útispilurum, flestum reyndum lands- liðsmönnum, sem leika í löndum þar sem keppnistímabilið er í fullum gangi, í Englandi og á meginlandi Evrópu, og þeir eru flestallir búnir að spila mikið og eru í góðu ásig- komulagi. Þetta eru þeir leikmenn sem Atli einbeitir sér væntanlega að fyrir slaginn á Hampden Park hinn 29. mars. Markverðirnir tveir sem síðan fylla 18 manna hópinn koma hins vegar örugglega frá íslenskum liðum. Árni Gautur Arason er úr leik vegna aðgerðar og við blasir að Birk- ir Kristinsson og Ólafur Gottskálks- son, sem tvímælalaust standa Árna Gaut næstir að getu, og búa yfir mestri reynslu, verði í Skotlands- hópnum. Sem betur fer verða þeir í betri leikæfingu um þetta leyti en markverðir íslenskra liða hafa til þessa átt kost á, því þeir hafa spilað af fullum krafti í knattspyrnuhúsun- um í vetur. Val miðað við árstíma Ísland á eftir að leika fimm leiki í undankeppni Evrópumótsins á þessu ári og þeir fara fram á mismunandi árstímum. Það er því viðbúið að Atli miði val sitt á leikmönnum við það. Í lok þessa mánaðar er leikurinn við Skota í Glasgow. Leikurinn sem sker úr um hvort Ísland verður áfram með í keppninni um annað sæti riðils- ins. Þar ætti tvímælalaust að nota fyrst og fremst leikmennina frá Eng- landi og meginlandi Evrópu, þar sem þeir eru í fullri leikæfingu, á meðan íslensku leikmennirnir á Norður- löndunum eru enn á sínu undirbún- ingstímabili og ekki farnir að spila al- vöruleiki. Næst er leikið gegn Færeyjum og Litháen í júní, og þá er allt önnur staða uppi. Þá verða „Englending- arnir“ og „Evrópubúarnir“ flestir komnir í sumarfrí og þar með væri eðlilegt að einhverjir „Norður- landabúanna“ kæmu inn í landsliðs- hópinn á ný og lékju veigameiri hlut- verk. Þegar kemur að Færeyja- leiknum ytra 20. ágúst verða allir komnir af stað á ný og sama er að segja um leikina tvo gegn Þjóðverj- um í september og október. Í þessum síðustu þremur leikjum má segja að allir standi svipað að vígi og þá velur Atli einfaldlega þá sem eru bestir á þeim tíma. Umhverfið er að breytast Um það á val á landsliði einmitt að snúast, sama hvort um er að ræða það íslenska eða eitthvert annað. Það er erfitt að horfa langt fram í tímann og leggja mikla vinnu í að skapa liðs- heild eða byggja upp lið til framtíðar. Umhverfið í knattspyrnunni er að breytast, vægi vináttulandsleikja er að minnka og ef svo heldur fram sem horfir munu þeir heyra sögunni til áður en langt um líður. Sívaxandi gagnrýni og þrýstingur frá félagslið- unum um að leikmenn séu sparlega eða alls ekki notaðir í slíkum lands- leikjum er þegar farin að hafa mikil áhrif. Formaður KSÍ sagði síðasta haust að það væri áhyggjuefni að landsliðsmenn legðu sig ekki nægi- lega fram í vináttuleikjum og þær raddir hafa farið stöðugt vaxandi í vetur og náðu hámarki til þessa í leikjahrinunni í febrúar þar sem Englendingar stilltu t.d. upp tveimur liðum, sínu í hvorum hálfleik, gegn Áströlum til að dreifa álaginu sem mest. Ekki fær Atli mikil tækifæri fyrir tilraunastarfsemi í vináttuleikjum. Aðeins einn slíkur hefur verið stað- festur hjá íslenska liðinu á þessu ári og hann er í Finnlandi í lok apríl. Hann þarf því nú, frekar en nokkru sinni fyrr, að leggja áherslu á að kalla saman sterkasta hópinn hverju sinni – ná saman þeim leikmönnum sem eru bestir þá stundina og virkilega tilbúnir í slaginn. Margir kostir í miðjustöðurnar Þegar litið er á þessa 16 leikmenn sem eru á fleygiferð í Englandi og Evrópu um þessar mundir má sjá að það gæti líka orðið talsverður höfuð- verkur fyrir Atla að stilla upp byrj- unarliði. Ekki síst vegna þess að miðjumenn eru fjölmennir og þeir eru margir í miklum ham. Arnar Óðum styttist í stóra Evrópuslaginn gegn Skotum á Hampden Park hinn 29. mars í Glasgow Morgunblaðið/Brynjar Gauti Atli Eðvaldsson hrópar skipanir til sinna manna í landsleik.                                              " #   " $  #    % #   &'  #   ( !)   *       +,          !   -. / 0     "  $ #) 1  2-!   3+            ! Atli stendur frammi fyrir „jákvæðu vandamáli“ ATLI Eðvaldsson á við vandamál að glíma þegar hann sest niður til að velja endanlegan hóp fyrir EM-leikinn gegn Skotum í Glasgow hinn 29. mars. Það er þó óhætt að segja að um „jákvætt vandamál“ sé að ræða í þetta skiptið. Atli hefur nefnilega aldrei haft úr jafn- breiðum leikmannahópi að velja fyrir mikilvægan landsleik – hann hefur aldrei átt kost á jafnmörgum leikmönnum sem eru að spila af fullum krafti með sínum félagsliðum einmitt á þeim tíma sem við- komandi landsleikur fer fram. Og margir þeirra hafa leikið sér- staklega vel undanfarnar vikur og mánuði. Víðir Sigurðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.