Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 B 3 ROBERT Jan Derksen, kylfingur frá Hollandi, kom, sá og sigraði á Dubai Classic mótinu í golfi sem lauk í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær en mótið var liður í Evróputúrnum svokallaða. Derksen, sem ekki er einu sinni á lista yfir 3.000 bestu kylfinga í heimi, hafði betur á móti S-Afríku- manninum Ernie Els, heitasta kylf- ingi heims um þessar mundir, og kom þar með í veg fyrir fimmta sig- ur Els á þessu tímabili. Derksen fékk fugl á lokaholunni og lék hringinn á 65 höggum, eða sjö undir pari vall- arins, og það dugði honum til sigurs. Derksen lauk keppni á 217 höggum, 17 höggum undir parinu, en Els lék á 218 höggum. Els gat jafnað Derk- sen á lokaholunni með því að fara hana á fugli en það tókst honum ekki. Els fékk par á holuna og þar með var sigurinn í höfn hjá Derksen. „Ég er hreinlega orðlaus og þetta er stærsta stund í mínu lífi. Þetta er hreint ótrúlegt,“ sagði Hollending- urinn sem fyrir mótið var nánast al- gjörlega óþekktur kylfingur en þetta var hans fyrsti sigur á ferl- inum. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hætti við þátttöku á mótinu vegna fyrihugaðs stríðs Bandaríkja- manna á hendur Írak og það var til þess að Derksen var boðin þátttaka á mótinu. Óþekktur Hollendingur stal senunni í Dubai Reuters Robert Jan Derksen LIVERPOOL vann sinn fyrsta sig- ur á heimavelli í ensku úrvals- deildinni frá því í nóvember þegar liðið bar sigurorð af Bolton, 2:0, í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Senegalinn El Hadji Diouf skoraði fyrra mark Liver- pool undir lok fyrri hálfleiks og Michael Owen innsiglaði sigur „rauða hersins“ um miðjan síðari hálfleik með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum og þessi mikli markahrókur hefur nú skorað 20 mörk á leiktíðinni. Með sigrinum komst Liverpool upp í sjötta sæti og eygir þar með enn möguleika á að ná Meist- aradeildarsætinu en Bolton er í fjórða neðsta sæti, með jafnmörg stig og West Ham, sem er í fall- sæti. „Við lögðum að velli gott lið sem veitti okkur virkilega harða keppni. Bolton nær yfirleitt að spila vel á móti betri liðum eins og dæmin sanna á móti okkur, Man- chester United, Chelsea og New- castle. Við vorum okkur meðvit- andi um það, mér fannst mínir menn andlega sterkir og þó svo ég hafi merkt ákveðna þreytu í mann- skapnum sá ég að viljinn var mik- ill í liðinu,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Guðni Bergsson lék allan leikinn í vörn Bolton. Langþráður heimasigur Liverpool Reuters Michael Owen, fyrir framan Guðna, sendir knöttinn framhjá Jussi Jaaskelainen, markverði Bolton. Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson ráða ríkjum á miðjunni hjá Lokeren, Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið öflugur þar hjá Aston Villa, sem og Þórður bróðir hans í Bochum, Helgi Kolviðsson hjá Kärnten og Brynjar Björn Gunnarsson með Stoke. Þessir eru allir heitir og hljóta allir að vera sterkir kandídatar í miðjustöðurnar. Þá hefur Bjarni Guðjónsson leikið flesta leiki Stoke hægra megin á miðjunni og Marel Baldvinsson hefur fest sig í sessi sem miðjumaður vinstra megin hjá Lok- eren. Atli hefur því um marga kosti að velja þegar kemur að því að raða upp miðvallarleikmönnum Íslands. Eiður og Rúnar frammi? Þrír íslenskir leikmenn hafa farið á kostum í sóknarleik sinna félagsliða í vetur, Eiður Smári Guðjohnsen með Chelsea, Heiðar Helguson með Wat- ford og Rúnar Kristinsson með Lokeren. Þar hefur Rúnar skilað nýrri stöðu með afbrigðum vel og hefur sennilega sjaldan eða aldrei leikið betur en einmitt um þessar mundir. Það væri forvitnilegt að sjá jafnflinka og útsjónarsama leikmenn og Rúnar og Eið Smára glíma saman við skosku varnarjaxlana, og eins þarf enginn að efast um ósérhlífni og kraft Heiðars í þeirri baráttu. Sterk varnarlína Fimm íslenskir varnarmenn eru á fullum krafti í tveimur efstu deild- unum í Englandi. Guðni Bergsson er enn lykilmaður í vörn Bolton, 37 ára gamall, og stenst snúning hvaða sóknarmanni úrvalsdeildar sem er. Lárus Orri Sigurðsson hefur spilað mikið í úrvalsdeildinni í vetur, Her- mann Hreiðarsson og Ívar Ingimars- son eru lykilmenn í vörnum sinna liða í 1. deildinni og þó að Pétur Mar- teinsson hafi spilað minnst af þeim 16 leikmönnum sem hér hafa verið tínd- ir til, hefur hann jafnan staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri með Stoke. Meira að segja verið kjörinn „maður leiksins“ í stöðu hægri bakvarðar, stöðunni sem hefur verið helsta vandamál landsliðsins upp á síðkastið. Það er hins vegar ekki raunhæft að reikna með því að Guðni verði kallaður til nú, frekar en áður, en þeir Hermann, Ívar, Lárus Orri og Pétur eiga að geta leyst varn- arstöðurnar fjórar með sæmd. Óvíst er þó með þátttöku Hermanns eftir meiðslin sem hann varð fyrir á laug- ardag. Margir fleiri til taks Þetta er sá leikmannakjarni sem væntanlega mun bera uppi lið Ís- lands á Hampden Park en eflaust koma einhverjir af Norðurlöndunum inn í hópinn, þó varla til annars en að vera til taks í þetta skiptið. Þar eru þeir Tryggvi Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Gylfi Einarsson, Jóhann B. Guðmundsson, Indriði Sigurðs- son, Hjálmar Jónsson, Ólafur Stígs- son, Atli Sveinn Þórarinsson, Auðun Helgason, Andri Sigþórsson og Bjarni Þorsteinsson, ásamt Árna Gauti Arasyni þegar hann verður leikfær á ný. Þá eru ónefndir margir leikmenn íslenskra liða sem verða betur í stakk búnir fyrir verkefni með landsliðinu eftir nýtt og betra undirbúningstímabil í höllunum. Úr þessum hópi munu eflaust einhverjir leika stærri hlutverk í verkefnum landsliðsins síðar á árinu. Núna er hins vegar tækifærið til að nýta krafta hinna sem best. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúnar Kristinsson, fyrirliði landsliðsins, Bjarni Guðjónsson og Heiðar Helguson.                      !"   " # $% &          vs@mbl.is  ARNAR Grétarsson, 31 árs, 57 landsleikir, 2 mörk. Hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum með Lokeren í efstu deild í Belgíu.  ARNAR Þór Viðarsson, 25 ára, 22 landsleikir. Hefur leik- ið alla 24 leiki Lokeren og skorað 2 mörk í efstu deild í Belgíu. Fyrirliði Lokeren.  BJARNI Guðjónsson, 24 ára, 12 landsleikir, 1 mark. Hefur leikið 33 leiki með Stoke og skorað 1 mark í ensku 1. deild- inni.  BRYNJAR Björn Gunn- arsson, 27 ára, 34 landsleikir, 3 mörk. Hefur leikið 30 leiki með Stoke og skorað 4 mörk í ensku 1. deildinni.  EIÐUR Smári Guðjohnsen, 24 ára, 20 landsleikir, 6 mörk. Hefur skorað 9 mörk í 27 leikj- um með Chelsea í ensku úr- valsdeildinni.  GUÐNI Bergsson, 37 ára, 77 landsleikir, 1 mark. Hefur leik- ið 22 leiki og skorað 1 mark fyrir Bolton í ensku úrvals- deildinni. Fyrirliði Bolton.  HEIÐAR Helguson, 25 ára, 23 landsleikir, 2 mörk. Hefur skorað 9 mörk í 25 leikjum með Watford í ensku 1. deild- inni.  HELGI Kolviðsson, 31 árs, 29 landsleikir. Hefur leikið 19 leiki og skorað 3 mörk fyrir Kärnten í austurrísku úrvals- deildinni.  HERMANN Hreiðarsson, 28 ára, 46 landsleikir, 2 mörk. Hefur leikið 28 leiki með Ips- wich í ensku 1. deildinni.  ÍVAR Ingimarsson, 25 ára, 9 landsleikir. Hefur leikið 14 leiki með Wolves (2 mörk) og 4 leiki með Brighton í ensku 1. deildinni.  JÓHANNES Karl Guð- jónsson, 22 ára, 9 landsleikir, 1 mark. Hefur leikið 5 síðustu leiki Aston Villa í ensku úr- valsdeildinni en lék einn leik með Real Betis á Spáni fyrir jól.  LÁRUS Orri Sigurðsson, 29 ára, 37 landsleikir, 2 mörk. Hefur leikið 22 leiki með WBA í ensku úrvalsdeildinni.  MAREL Baldvinsson, 22 ára, 11 landsleikir. Hefur leikið alla 5 leiki Lokeren í efstu deild í Belgíu eftir að hann kom þang- að í janúar.  PÉTUR Marteinsson, 29 ára, 25 landsleikir. Hefur leikið 11 leiki með Stoke og skorað 2 mörk í ensku 1. deildinni.  RÚNAR Kristinsson, 33 ára, 96 landsleikir, 3 mörk. Hefur leikið 19 leiki og skorað 8 mörk fyrir Lokeren í efstu deild í Belgíu.  ÞÓRÐUR Guðjónsson, 29 ára, 43 landsleikir, 11 mörk. Hefur leikið 22 leiki og skorað 3 mörk fyrir Bochum í efstu deild í Þýskalandi. Þetta hafa þeir gert í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.