Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 B 5 ROBERTO Carlos, brasilíski heims- meistarinn, sem leikur með Evr- ópumeisturum Real Madrid, segir í samtali við breska blaðið News of the World að hann hafi tekið stefn- una á að leika í ensku úrvalsdeild- inni þegar samningur hans við Real Madrid rennur út eftir tvö ár. Carl- os, sem er 29 ára gamall og hefur um árabil talist í hópi bestu knatt- spyrnumanna heims, segist horfa til Arsenal, en þar vill hann spila. „Mér líst ákaflega vel á Arsenal. Tveir landar mínir leika með liðinu, þjálfarinn er frábær og mannskap- urinn sem liðið hefur yfir að ráða er geysilega góður. Það er mjög margt líkt með Arsenal og Real Madrid. Bæði leika þau af miklu sjálfstrausti og það er erfitt að leggja þau að velli. Ég hef nokkrum sinnum kom- ið til London og þar kann ég mjög vel við mig,“ segir Carlos. Reynsla Arsenal af Brasilíu- mönnum er góð en með liðinu leika Gilberto Silva og Edu. Carlos vill spila með Arsenal  JUVENTUS er með þriggja stiga forskot á Inter í ítölsku 1. deildar- keppninni í knattspyrnu, A-deild- inni. Juventus vann 1:0 sigur á Ud- inese í gær og skoraði Frakkinn David Trezeguet, sem kom inná sem varamaður, sigurmarkið sjö mínút- um fyrir leikslok.  ÚRÚGVÆINN Alvaro Recoba var hetja Inter í leiknum við Bologna í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu. Recoba skoraði bæði mörk Inter sem sigraði, 2:1, og sigurmarkið sex mín- útum fyrir leikslok.  Í borgarslag Rómarliðanna skildu Roma og Lazio jöfn, 1:1, þar sem ein- um leikmanni úr hvoru liði var vikið af velli. Dejan Stankovic kom Lazio yfir á 6. mínútu en tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Antonio Cass- ano metin. Á lokamínútunni sauð upp úr sem endaði með því að Marko Delvecchio, sóknarmaður Roma, og Stankovic voru sendir í bað.  REAL Madrid er komið á góða siglingu í spænsku 1. deildinni og leikmenn Racing Santader fengu að kenna á snilli Evrópumeistaranna. Madridarliðið sýndi allar sínu bestu hliðar og vann öruggan sigur, 4:1. Luis Figo, Zinedine Zidane, Javier Portillo og Guti settu mörkin fyrir Real Madrid.  BÖRSUNGAR urðu að láta sér lynda 1:1 jafntefli á móti Valladolid. Bæði mörkin voru sjálfsmörk. Börsungar komust yfir með sjálfs- marki Torrez Gomes en markvörður Barcelona, Bonano, varð fyrir því óláni að slá boltann í eigið mark og jafnaði þar með metin.  BAYERN München náði um helgina 13 stiga forskoti í þýsku Bundesligunni þegar liðið vann Bayer Leverkusen, 3:0, á ólympíu- leikvanginum í München. Givovane Elber skoraði tvö markanna líkt og hann gerði á móti Leverkusen í síð- ustu viku þegar Bæjarar báru sig- urorð af Leverkusen í bikarkeppn- ninni, 3:1.  MICHAEL Ballack, miðjumaður- inn snjalli hjá Bæjurum, meiddist illa á ökkla og var borinn útaf á 22. mín. Áætlað er að hann verði frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina.  MIKAEL Forsell, Finninn sem er í láni hjá Gladbach frá Chelsea, skor- aði eina mark sinna manna sem gerðu titilvonir meistara Dortmund að engu. Forsell skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.  HERTHA Berlín var í miklu stuði á Ólympíuleikvanginum í Berlín þeg- ar liðið tók lið 1860 München í karp- húsið og sigraði, 6:0. Brasilíumaður- inn Marcelinho og Michael Preetz skoruðu tvö mörk hvor fyrir Berl- ínarliðið.  ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, lék einungis fyrri hálfleikinn fyrir Bochum sem tapaði fyrir Werder Bremen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu á laug- ardaginn. Eyjólfur Sverrisson var ekki í leikmannahópi Herthu Berlin sem burstaði 1860 München, 6:0. FÓLK Heiðar Helguson stóð sig vel þeg-ar Watford vann Burnley á heimavelli sínum, 2:0. Heiðar fór mikinn í sókninni þótt honum tækist ekki að skora. Hann átti hinsvegar þátt í báðum mörkum liðsins sem þeir Tommy Smith og Stephen Glass skoruðu með sex mínútna millibili á síðustu 16 mínútum leiksins. Í fyrra markinu vann Heiðar hornspyrnu eftir að markvörður Burnley hafði varið hörkuskot hans. Upp úr horn- spyrnunni skoraði Smith mark sitt. Sex mínútum síðar var brotið á Heiðari rétt utan vítateigs og dæmd aukaspyrna. Glass skoraði beint úr spyrnunni og innsiglaði verðskuldað- an sigur Watford og þar með sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar. Sigurinn ætti að vera til þess að lyfta brún forráðamanna Watford og auka tekjur þess en fjárhagur Watford hefur verið í molum eins og svo margra annarra liða á Englandi. „Við ætlum að njóta stundarinnar og sjá síðan til hver örlög okkar verða í undanúrslitunum. Áður en að undanúrslitunum kemur eigum við nokkra leiki í deildinni fyrir hönd- um,“ sagði Glass og var með báða fætur á jörðinni. Smith, sá sem skoraði fyrra mark- ið, lenti í umferðarslysi fyrir hálfum mánuði og var reiknað með því að hann yrði frá keppni um tíma af þeim sökum. Bati hans varð hins vegar skjótari en gert var ráð fyrir. „Það var var stórkostlegt að vinna og ekki síður að koma liðinu á bragðið þótt markið væri ekki það glæsilegasta sem sést hefur,“ sagði Smith með bros á vör í leikslok. „Ég hélt bara að við ætluðum aldrei að skora en líkt og í mörgum leikjum í vetur þá gáf- umst við aldrei upp, börðumst allt til enda og að þessu sinni uppskárum við samkvæmt því,“ sagði Smith enn- fremur. Kabba skaut Leeds úr keppni Steve Kabba skaut Leeds út úr bikarkeppninni þegar hann skoraði sigurmark Sheffield United tólf mín- útum fyrir leikslok. Þetta var tíundi sigur liðsins á heimavelli í bikar- keppnunum tveimur á leiktíðinni og prísuðu leikmenn sig sæla yfir því að þurfa ekki að fara á Elland Road og leika að nýju, en viðureignin í gær þótti tilþrifalítil og lengi vel stefndi í markalausa viðureign. „Við uppskárum eins og við sáðum í þessum leik, það er því miður ekki alltaf svo í knattspyrnunni,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield, glaður í bragði eftir leik- inn. „Við verðskulduðum svo sann- arlega þennan sigur og sæti í undan- úrslitum. Um leið eflast mínir menn af reynslu og dug. Okkur þyrsti í sig- ur en mér fannst eins og leikmenn Leeds lékju upp á jafnteflið, vildu mæta okkur á nýjan leik á sínum heimavelli. Þeim varð ekki að ósk sinni,“ sagði Warnock sem sá sína menn skella Leeds öðru sinni á leik- tíðinni. Hann segist hafa breytt um leikskipulag frá fyrri leiknum og það hafi komið Leeds í opna skjöldu. „Nú styrktum við miðjuna og létum nægja að hafa einn frammi. Þessi breyting skilað sér.“ Draumur Jones er úti David Jones, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Southampton, sem nú stýrir Wolves, sótti ekki gull í greip- ar síns gamla liðs. Draumur hans um að koma Úlfunum í undanúrslitin varð að engu. Chris Mardsen skoraði fyrra mark Southampton um miðjan síðari hálfleik en hann er einn þeirra leikmanna sem Jones keypti til Southampton í stjórnartíð sinni. Paul Butler, varnarmaður Úlfanna, varð síðan fyrir því óláni að skora í eigið mark 15 mínútum fyrir leikslok og þar með lágu úrslitin fyrir og Southampton verður annað tveggja úrvalsdeildarliðanna í pottinum þeg- ar dregið verður til undanúrslita í dag. „Ég er sáttur við frammistöðu minna manna í leiknum,“ sagði Jon- es. „Þeir mættu til leiks og lögðu sig fram. Því miður nægði það ekki,“ sagði Jones ennfremur og er þakk- látur fyrir hlýjar móttökur sem hann fékk hjá stuðningsmönnum South- ampton, en hann var látinn fara frá félaginu fyrir nokkrum árum. „Ég samgleðst öllum þeim sem vinna fyrir félagið að það skuli vera komið svona langt í bikarkeppninni og eiga þar með möguleika á að kom- ast alla leið í úrslit,“ sagð Gordon Strachan, knattspyrnustjóri South- ampton. „Við verðskulduðum þenn- an sigur fyllilega. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en við vorum mun sterkari í síðari hálfleik.“ Um óska- mótherja í undanúrslitunum sagði Strachan. „ Að sjálfsögðu óskum við þess að fá annað hvort liðanna úr 1. deild frekar en Arsenal eða Chelsea, það er alveg ljóst.“ Heiðar fór mikinn í sókn Watford SOUTHAMPTON, Watford og Sheffield United tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu og síð- asttalda liðinu tókst að slá Leeds í annað sinn í vetur út úr bik- arkeppni en í haust hafði Sheffield United betur gegn Leeds í deildabikarnum. Þar með er ljóst að helmingur liðanna í undan- úrslitunum koma úr 1. deild. VELSKI framherjinn John Hartson var hetja meistara Celtic þegar þeir lögðu granna sína og erkióvini í Rangers, 1:0, í rimmu Glasgow-risanna á Parkhead, heimavelli Celtic. Hartson skoraði með föstu við- stöðulausu skoti á 57. mínútu leiksins framhjá Þjóðverj- anum Stefan Klose í marki Rangers. Þar með opnaðist einvígi liðanna um skoska meistaratitilinn upp á gátt því forysta Rangers er nú aðeins eitt stig en Celtic á leik til góða. „John er einstaklega góður í að nýta svona færi og ég vissi að hann myndi skora. Það var lífsnauðsynlegt fyrir okkur að vinna því ósigur hefði þýtt að titillinn væri líklega á leið frá okkur,“ sagði Chris Sutton, fé- lagi Hartsons í framlínu Celtic. Celtic lagði Rangers AP Tommy Smith, sóknarleikmaður Watford, skorar hér fyrra mark liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.