Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEXTÁN mörk Ólafs Stefánssonar dugðu ekki til og Magdeburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik þar sem liðið átti titil að verja. Magdeburg sótti Portland San Antonio heim í síðari viðureign liðanna á Spáni á laugardags- kvöldið og skildu liðin jöfn, 34:34, eftir að Magdeburg hafði haft yfir í leikhléi, 19:16. Þar sem Spánverj- arnir unnu fyrri leikinn í Magde- burg um síðustu helgi, 26:22, eru þeir komnir í undanúrslit keppn- innar en lærisveinar Alfreðs Gísla- son ljúka tímabilinu að öllum lík- indum tómhentir því liðið á litla möguleika á að blanda sér í barátt- una um þýska meistaratitilinn og er úr leik í bikarkeppninni. Ólafur fór algjörlega á kostum í leiknum og 13 af mörkunum 16 sem hann skoraði í leiknum komu utan að velli. Magdeburg hafði undir- tökin lengi vel en upp úr miðjum síðari hálfleik náðu Spánverjarnir að komast fram úr og voru 31:28 yf- ir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur var eins og áður segir lang- atkvæðamestur sinna manna, Joel Abati kom næstur með 5 mörk. Sig- fús Sigurðsson skoraði 2 mörk í leiknum. Spænski landsliðsmað- urinn Urdiales skoraði 9 mörk fyrir San Antonio. Sextán mörk Ólafs dugðu skammt Ólafur Stefánsson Heimamenn byrjuðu á að leika5-1 vörn en komu auk þess vel út á móti skyttum gestanna. Það virtist ganga bærilega en engu að síður skoruðu svíarnir þrjú fyrstu mörk sín með skot- um utan vítateigs. Svíarnir aftur á móti spiluðu svotil flata vörn, fóru vel út á móti stórskyttunni Aleks- andr Petersons og tókst auk þess að hafa línumenn Gróttu/KR í góðri gæslu. Um miðjan hálfleik fóru þessi hlaup í vörninni að taka sinn toll og sóknarleikur Gróttu/ KR-manna varð frekar daufur. Þegar svo fjögur hraðaupphlaup þeirra höfðu farið í súginn náðu mótherjar þeirra tveggja marka forystu, sem hefði orðið enn meiri ef Hlynur Morthens hefði ekki sýnt góð tilþrif á milli stanganna. Leikmenn Gróttu/KR náðu að hrista af sér slenið og komast inn í leikinn en ekki meira en það – hefðu þurft að brjóta hann betur upp en staðan í hálfleik var þó 10:9 fyrir Gróttu/KR. Eftir hlé héldu gestirnir áfram með sína flötu vörn og Grótta/KR með sína framliggjandi en nú voru Svíarnir búnir að átta sig á veik- leikum hennar og skoruðu mikið af mörkum af línunni. Það seig því á ógæfuhliðina fyrir Gróttu/KR enda var sóknarleikur þeirra ekki nægi- lega yfirvegaður og áhorfendur sumir bentu þeim á að skora bara eitt mark í hverri sókn. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir kom nokkur deyfð yfir heimamenn og gestirnir gengu á lagið fullir sjálfs- trausts enda nokkuð vissir um að vera komnir áfram á keppninni. Þeir komust í 21:20 en með góðum stuðningi áhorfenda tókst heima- mönnum að rífa sig upp úr lægð- inni, skora fjögur mörk í röð og tryggja sér 24:22-sigur. Kæruleysi í hraðaupphlaupunum Leikmenn Gróttu/KR mættu að vísu ákveðnir í að sigra en það virtist samt vanta nægilega mikinn neista til að vinna upp átta marka forskot gestanna úr fyrri leiknum. Það gekk vel til að byrja með en of mörg slök skot ásamt kæruleysi í hraðaupphlaupunum komu ekki bara í veg fyrir enn meira forskot heldur virtist draga aðeins úr bar- áttuandanum. Síðan þegar leit út fyrir að það yrði mikill barningur að vinna upp átta marka forskotið var ekki skipt um gír, svo sem með því að brjóta upp leikinn með meiri hörku til að slá mótherjana útaf laginu eða sýna mun meira áræði í sókninni því það var of mikið um slök skot og vantaði að keyra í gegnum leikkerfin af meira öryggi. Það var hægt enda sýndu leikmenn oft góð tilþrif sem gáfu mörk. Engu að síður má hrósa lið- inu fyrir að rífa sig upp úr lægð- unum þegar illa áraði og í heild komast vel frá leiknum. Sigur get- ur verið viðunandi niðurstaða en menn vildu meira. Sem fyrr segir var Hlynur sterkur í markinu og varði mörg skot úr góðum færum. Petersons var vel gætt en hann hefur oft gert betur í að rífa sig úr gæslu og láta mótherjana hafa fyr- ir sér. Það kom því í hlut Páls Þór- ólfssonar að bjóta ísinn og það gerði hann, smeygði sér oft í gegn- um vörn gestanna og skapaði usla. Magnús Agnar Magnússon reyndi sitt besta á línunni en komst lítt áleiðis og Davíð Ólafsson skilaði sínu í horninu. Nýttu sér veika punkta Sænska liðið er gott enda meðal þeirra bestu þar í landi. Leikmenn voru stórir og snöggir þótt sumir virtust ekki miklir bógar þegar kæmi að baráttu í návígi. Þeir kunnu einnig nokkuð fyrir sér í íþróttinni og tókst að nýta sér veiku punktana, sem skapast af framliggjandi vörn eins og Grótta/ KR spilaði. Lítið sást til Kim Anderson hjá Sävehof enda náðu heimamenn að halda vel aftur af honum þegar hann ætlaði sér að taka flugið. Það var samt helst markvörðurinn Per Sandstrom sem reyndist leikmönn- um Gróttu/KR óþægur ljár í þúfu. Morgunblaðið/Go Páll Þórólfsson var atkvæðamestur í liði Gróttu/KR í leiknum við Sävehof á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Hér hefur Páll snúið á sænsku vörnina og skorar eitt níu marka sinna í leiknum. Evrópuþátttöku leikmanna Gróttu/KR lokið að sinni BRUGÐIÐ gat til beggja vona þegar sænska liðið Sävehof sótti Gróttu/KR heim á Seltjarn- arnesið í gærkvöldi í síðari leik liðanna í áskorendakeppni Evr- ópu. Líkurnar á að vinna upp átta marka sigur Svíanna í fyrri leiknum voru ekki miklar en Ís- lendingarnir reyndu þó sitt besta. Það vantaði samt bæði neista og klókindi til að vinna nægilega stóran sigur enda mótspyrnan í meira lagi. Það var ekki fyrr en með góðum loka- spretti að Grótta/KR hafði 24:22-sigur, sem er þó sárabót fyrir leikmenn og ekki síður áhorfendur, sem studdu dyggi- lega við bakið á sínum mönnum. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Golli Aleksander Pettersons er hér í kröppum dansi gegn varnar- mönnum Sävehof sem höfðu góðar gætur á pilti en hann skor- aði eigi að síður fimm af mörkum Gróttu/KR í leiknum. Sigur í lokaleik var sárabót Kannski var óðagotið stundum fullmikiðog það varð okkur dýrkeypt. Við lögð- um upp með að fara rólega af stað og reyna svona hægt og bítandi að ná yfirhöndinni – sem okkur svona virtist vera að takast en í blálok fyrri hálfleiks hefðum við getað náð þriggja marka for- skoti en klikkuðum á hraðaupphlaupi og þeir minnkuðu muninn í eitt mark. Ég er virkilega ánægður með stuðning- inn frá áhorfendum – glæsilegt að fá fullt hús. Nú þurfum við að einbeita okkur að deildinni sem er framundan og þar eru fimm úrslitaleikir eftir,“ sagði Ágúst Jó- hannsson, þjálfari Gróttu/KR. Aldrei raunhæfur möguleiki „Kannski áttum við aldrei raunhæfa möguleika á að komast áfram – náðum aldr- ei að koma þessu í fimm, sex mörk sem hefði þurft til að stressa þá aðeins upp. Við fórum einnig illa með dauðafæri á viðkvæmum stundum í leiknum. En við unnum leikinn og ég er mjög sáttur við það,“ sagði Páll Þórólfsson, leikmaður Gróttu/KR, en hann skoraði 9 mörk og var atkvæðamestur heimamanna í leiknum. „Leikurinn þróaðist allt öðruvísi en sá fyrri, þeir voru skynsamari og héldu hrað- anum niðri. Það var ekkert launungarmál að við ætluðum að spila fast á þá, ok tókst líka að halda Kim Andersson niðr hann skoraði ekki nema tvö mörk nú móti fjórtán í fyrri leiknum. En þeir voru hinsvegar með annan mann, Jonas Larholm, sem ekki sp fyrri leikinn og hann skipti sköpum fyri að þessu sinni. Hann var gríðarlega kló þó mörkin hefðu ekki verið fleiri en tv leikur liðsins breyttist talsvert með h innanborðs,“ sagði Páll ennfremur. Grótta/KR erfiðir heim að sækja „Ég bjóst ekki við öðru en sigri en spiluðum samt mjög vel. Leikurinn mjög erfiður en við bjuggumst við þv þeir myndu setja tvo til þrjá leikmen Kim Andersson og því lögðum við upp það í huga, það gekk svo eftir. Ég m aldrei trúnna á leikmönnum mínum þ fyrir að við höfum lent undir og mér fa við spila betur í kvöld en í fyrri leikn Dómararnir áttu hins vegar slakan leik fengum dæmd á okkur allt of mörg víta og brottvísanir. Grótta/KR er með betra lið en ég b við og það stóð sig mikið betur en ég eftir fyrri leikinn ytra um síðutu he sagði sigursæll Rustan Lundbäck, þjá Sävehof. Ánægður með sigur „ÉG ER ánægður með sigurinn, við spiluðum góða varnarvinnu en fórum of með góð tækifæri í sókninni,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir að flautað var til leiksloka á Evrópuleiknum liðsins við sænska liðið Sävehof á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Eftir Andra Karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.