Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 B 7  HEIÐMAR Felixson skoraði þrjú mörk fyrir Bidasoa þegar liðið tap- aði, 24:23, fyrir neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, CB Torrevieja. Bidasoa er í 10. sæti af 16 liðum í deildinni með 15 stig.  GYLFI Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Wilhelmshavener er liðið vann TuS N-Lübbecke, 30:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Wilhelmshavener er í 10. sæti í deildinni af átján liðum.  GYLFI varð fyrir meiðslum snemma í fyrri hálfleik. Hann togn- aði á kálfa og er talið að hann verði frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar og þar með er útilokað að leitað verði til hans þegar íslenska landsliðið verður valið fyrir leikinn við Þjóðverja ytra um aðra helgi.  EINAR Örn Jónsson var ekki á meðal markaskorara Wallau Mass- enheim þegar liðið vann Wetzlar, 27:20, á heimavelli. Róbert Sighvats- son skoraði þrjú af mörkum Wetzlar en Róbert Julian Duranona komst ekki á blað að þessu sinni. Wallau Massenheim er í 8. sæti deildarinn- ar, en Wetzlar er í 14. sæti.  ATLI Hilmarsson, þjálfari Fries- enheim, stýrði liði sínu til sigurs gegn TVA Saarbrücken, 34:28, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á laugardaginn. Fries- enheim er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig en draumurinn um sæti í 1. deild að ári er svo gott sem út sög- unni. SG Kronau/Östringen er efst í deildinni.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lék ekki með Conversano sem sigraði Bologna á útivelli, 28:25, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik. Convers- ano á deildarmeistaratitilinn næsta vísan en liðið hefur níu stiga forskot á Prato þegar þrjár umferðir eru eftir en 3 stig eru gefin fyrir sigur.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 6 mörk fyrir Tvis/Holstebro þegar liðið tapaði 29:23 fyrir Skov- bakken/Brabrand í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær. Tap- ið þýðir að Tvis/Holstebro getur ekki lengur bjargað sér frá falli úr úrvalsdeildinni og leikur þar með í 1. deild á næstu leiktíð.  STEMNINGIN var allsráðandi í Kaplakrika á sunnudag. FH-ingar fengu þá granna sína úr Haukum í heimsókn. Heimamönnum var boðið upp á andlitsmálun og félagsvarning. Stuðningsmönnum liðanna var skip- að til sætis sitt hvorum megin við völlinn og voru leikmenn vel hvattir áfram allan leiktímann með trumbu- slætti og söng.  HAUKAR hafa unnið FH-inga í ellefu leikjum í röð í deild og bikar og þarf að fara allt til ársins 1998 til að finna sigur þeirra svarthvítu en þá sigraði FH lið Hauka í bikarkeppn- inni, 25:24. FÓLK Frá mínum bæjardyrum séð erhreinlega slys í uppsiglingu. Ég sé nákvæmlega ekki hverju er verið að breyta með þessu fyrirkomulagi. Það er einfaldlega verið að búa til auka- keppni sem þjónar að mínu mati engum tilgangi,“ sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið. Áhuginn sífellt minnkandi Viggó segir að vandamálið sem blasir við mönnum í dag sé að keppn- istímabilið sé keppnislaust í átta mánuði og áhugi fólks fari sífellt minnkandi. „Þetta breytist ekkert ef á að taka upp þetta fyrirkomulag að skipta mótinu upp í þrjá hluta. Það er búið að gera tilraun með að reyna að hjálpa lakari liðum með því að leyfa þeim að vera í einni deild. Mér finnst sú tilraun hafa mistekist gjörsam- lega vegna þess að deildinni hefur hrakað, áhuginn hefur minnkað og þessi tillaga leysir ekki þetta vanda- mál sem er fyrir hendi. Það eina sem verið er að gera er að bæta við einni áhugalausri keppninni í viðbót.“ Tillögur Viggós Viggó segist hafa verið að hugsa mikið um hvaða best sé að gera og hans hugmyndir ganga út á ef liðin verða áfram 14 talsins þá sé best að spila mótið í tveimur hlutum. „Mín tillaga gengur út á að spila fyrir áramót í tveimur riðlum. Efstu tvö liðin í hvorum riðli leika til úrslita um deildameistaratitilinn. Eftir ára- mótin hefst síðan 10 liða keppni þar sem liðin leika tvöfalda umferð þar sem leikið verður um Íslandsmeist- aratitilinn. Þá mundu allir leikir skipta máli og fyrir vikið yrði spenn- an miklu meiri. Með þessu fyrir- komulagi yrði keppnin spennandi hvað sem svo verður gert við þau fjögur lið sem ekki komast áfram. Það er bara ekki réttlætanlegt að halda úti fjögurra mánaða umspili af því að þessi lið þurfa að hafa eitt- hvert verkefni. Best væri að búa til 2. deildar keppni sem þau færu í því slökustu liðin eiga ekki heima með þeim bestu.“ Fólk vill sjá leiki sem skipta máli Viggó tekur dæmi að á dögunum mættust Haukar og Þór á Ásvöllum. 140 manns borguðu sinn á leikinn og hann segir að það yrði nákvæmlega eins ef Haukar og Þór hefðu verið að spila í 8 liða deild. „Þessar aukakeppnir um að kom- ast í aðalkeppni vekja ekki áhuga fólks. Fólk vill sjá leiki sem skipta máli og það getur ekki verið lausn að spila í forkeppnum í átta mánuði til þess að komast í úrslitakeppni þar sem 80% liðanna eru fallin út eftir einn heimaleik. “ Viggó segir að þjálfarar og leik- menn líti varla lengur á forkeppnina sem einhverja keppni; „Menn æfa átta sinnum í viku og spila í átta mánuði 26 leiki sem hafa litla sem enga þýðingu og fyrir mér er deilda- meistaratitillinn nánast verðlaus þó svo að það geti verið gaman að vinna bikar. Ég held þegar öllu á botninn er hvolft að menn séu að sökkva sér niður í einhverja ímyndaða lausn en vonandi sjá menn að sér áður en árs- þingið skellur á,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, tjáir sig um nýtt mótafyrirkomulag Slys í upp- siglingu Morgunblaðið/Ásdís Það má segja að Viggó Sig- urðsson hafi fórnað höndum þegar hann sá nýju móta- tillöguna. VIGGÓ Sigurðssyni, þjálfara Hauka, líst illa á hið nýja móta- fyrirkomulag í meistaraflokki karla í handknattleik sem Morg- unblaðið greindi frá á dögunum að til stæði að taka upp á næstu leiktíð. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að Íslandsmótinu verði skipt upp í þrjá hluta – for- keppni, deildakeppni og úr- slitakeppni. Eftir Guðmund Hilmarsson ÞÝSKA meistaraliðið Kiel féll úr leik í meistaradeild Evrópu í hand- knattleik í gær þegar liðið tapaði, 28:26, á heimavelli fyrir Prule 67 Ljubljana frá Slóveníu í síðari leik liðanna. Fyrri viðureignin í Slóven- íu fyrir hálfum mánuði endaði með jafntefli, 33:33. Slóvenska liðið lék af mikilli skynsemi í Kiel í gær og náði að halda leikmönnum þýska liðsins í skefjum, voru m.a. einu marki yfir í hálfleik, 15:14. Þar með eru bæði þýsku liðin fallin úr keppni í meistaradeildinni en Magdeburg féll úr leik fyrir Portland San Antonio. Auk þess féll Nordhorn úr EHF-keppninni um helgina þegar liðið tapaði fyrir rússneska liðinu Dynamo Astr- achan, 33:28. Kiel er úr leik GUÐJÓN Valur Sigurðsson átti ljómandi góð- an leik þegar Tusem Essen vann Willstätt/ Schutterwald, 37:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón skoraði 8 mörk og var markahæstur í liði Essen sem er nú í 4. sæti deildarinnar með 32 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir Magdeburg sem er í þriðja sæti en 5 stigum á undan Nordhorn sem er í 5. sæti. Essen er hins vegar 12 stigum á eftir Lemgo sem trónir á toppnum og ekkert lið í Þýska- landi virðist geta hindrað í að vinna þýska meistaratitilinn í vor. Guðjón hefur leikið einkar vel með Essen á leiktíðinni og alls gert 86 mörk og er á meðal markahæstu leikmanna liðsins. Patrekur Jóhannesson náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði aðeins eitt mark úr víta- kasti fyrir Essen-liðið en Patrekur hefur nú um langan tíma glímt við meiðsli. Guðjón Valur með 8 mörk Morgunblaðið/Golli Guðjón Valur Sigurðsson olli        !   "# ! $%&&'(%&&) *   "  +      !     45 , % !,    6   !7 4 ..  68  % !8 49   ,   6   ! ,6' % % 6:7% %7 4$  ;5   !    45 , % !,  68) !% % !   ,)% !8 ,!6! 7 4#    !% %!  68) !% % !7 4# 7:=>6' % % 7:6:7% %,6'  ..  !2 % !   4$  ;# :=?'' % % :=@':7% %,6' 7 .. ,- ! .    .        !    + 49 A 6!8  !  6   ! A!  6' % % :7% %7 4$  ;B  ..  ..    6' % %   6  2 % !   /        , 0(  )+ 1+ 2+ 3+  '+  0 , 4 5 67 0 ! "  8(  %+ '+ 9+ &+ %+ )+ ,  7 :  :,    8  ;  ! 0 8,  0%0 8% 7 0', 8':  0)4 8):, 015 67 81   00 ! 8 8 02"  82 %+<! '+;  +:  *#=    +    #.  "+!! "! kkur ri og úna á leik- pilaði ir þá ókur vö og hann n við var ví að nn á með missti þrátt annst num. k, við aköst bjóst hélt elgi,“ álfari r f illa ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.