Morgunblaðið - 11.03.2003, Page 1

Morgunblaðið - 11.03.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 68. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is „Byrja á því að hætta“ Haraldur Finnsson lætur af störfum eftir áratuga starf 18 Skytturnar tvær Kristjana og Eiríkur meistarar með staðlaðri skammbyssu Íþróttir 44 Lesið og hlustað Hvað er 252 síður í bókarformi ofan í kassa? Fólk 51 Líklegt þykir að Bretar og Banda- ríkjamenn beri ályktunardrög sín upp til atkvæða í öryggisráðinu í dag eða á morgun. Til að tillagan nái fram að ganga þurfa níu ríki af fimm- tán að greiða atkvæði með henni, auk þess sem ekkert þeirra ríkja sem hefur neitunarvald má vera í hópi þeirra sem greiðir atkvæði gegn henni. Tók Chirac af skarið með það í sjónvarpsviðtali í gærkvöld að Frakkar myndu beita neitunarvald- inu gegn hverri þeirri ályktun sem hefði að geyma úrslitakosti sem gætu leitt til hernaðarátaka. Bætti Chirac því við að Banda- ríkjamenn væru reyndar víðs fjarri því að tryggja sér stuðning níu ríkja í öryggisráðinu, þannig að ekki myndi endilega koma til þess að Frakkar þyrftu að beita neitunarvaldi sínu. Annan varar Bandaríkin við Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að Frakkar ætluðu að láta sverfa til stáls í málinu. Margir höfðu hins vegar spáð því að Rússar myndu kjósa að sitja hjá við af- greiðslu málsins, fremur en beita neitunarvaldi sínu. Ummæli Ívanovs gáfu hins vegar annað til kynna. Breyti Bretar og Bandaríkjamenn orðalagi ályktunardraganna er þó enn ekki talið óhugsandi að Rússar leyfi samþykkt þeirra. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lét þau orð hins vegar falla að ef Bandaríkin réðust á Írak, þrátt fyrir að öryggisráðið neitaði þeim um heimild þar að lútandi, yrðu Banda- ríkin brotleg við stofnsáttmála SÞ. Frakkar og Rússar beita neitunarvaldi JACQUES Chirac Frakklandsforseti sagði í gærkvöld að Frakkar myndu beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunardrögum sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa lagt fram og fela í sér að ráðist verði á Írak hafi Írakar ekki afvopnast fyrir 17. mars nk. Þetta er í fyrsta skipti sem Chirac lýsir því ótvírætt yfir að Frakk- ar muni beita neitunarvaldi því sem þeir hafa í öryggisráðinu eins og Rússar, Kínverjar, Bretar og Bandaríkjamenn. Fyrr um daginn hafði Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, lýst hinu sama yfir. Reuters París, New York, Washington. AFP. Chirac segir Bandaríkjamenn ekki hafa nægan stuðning í öryggisráði SÞ  Ætla að berjast/15 TVEIR vélsleðamenn, sem saknað var á Langjökli á sunnudag, voru heimtir úr helju um hádegið í gær eftir gríðarlega umfangsmikla leit á þriðja hundrað björgunarsveitar- manna. Vélsleðamennirnir týndust í aftakaveðri á jöklinum en þeim tókst að hörfa niður í Þjófadali og grafa sig í fönn þar sem þeir biðu björgunar aðfaranótt sunnudags. Félaga þeirra var bjargað seint á sunnudagskvöld þar sem hann hírðist við sleða sinn uppi á jökli án skjóls og matar. Alls voru vélsleðamennirnir fimm saman en tveimur þeirra tókst að komast niður í Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar og tilkynna um hvarf félaga sinna. Hófst þá leit kl. 15 á sunnudag sem lauk tæpum sólar- hring síðar. Einn vélsleðamannanna, Jón Bjarni Hermannsson, sagði við kom- una til Reykjavíkur í gær að það væri yndislegt að komast aftur til byggða. Hann gaf aldrei upp vonina um björgun heldur hafi þeir fé- lagarnir Knútur Hreinsson grafið sig í fönn og beðið björgunar. „Þetta er engu að síður ævintýri sem maður vill helst ekki lenda í,“ sagði Jón. Hann sagði að staðsetningarbún- aður hafi verið með í för en verið í ólagi. Jón og Knútur fundust skömmu fyrir hádegi við Fögruhlíð skammt inn af Þjófadölum. 236 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. „Yndislegt að komast aftur til byggða“ Morgunblaðið/Golli Jón Bjarni Hermannsson fékk hlýlegar móttökur frá dóttur sinni við kom- una til Reykjavíkur í gær eftir að hafa verið týndur á Langjökli. Heimtir úr helju  Mikil gleði/6–7 236 björgunarsveitar- menn leituðu vélsleða- manna um helgina Þunglyndislyf kunna að skerða hæfni ökumanna ALLT að ein milljón öku- manna í Bretlandi kann að þjást af aukaverkunum þunglyndislyfja, þ.á m. árásargirni, svima og sjóntruflunum, að því er greint var frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Samtök breskra bif- reiðaeigenda, RAC, fer fram á að frekari rann- sóknir verði gerðar á áhrifum þunglyndislyfja á ökuhæfni. Hefur BBC eftir framkvæmdastjóra sam- takanna, Edmund King, að vísbendingar séu um að eldri gerðir þunglyndis- og deyfilyfja dragi úr öku- hæfni og auki þannig slysahættu. „Það hafa hins vegar ekki verið gerðar nægjanlega ítarlegar rannsóknir á nýrri þung- lyndislyfjum með tilliti til ökuhæfni,“ sagði hann. Sagði King mikilvægt að frekari rannsóknir færu fram en að ökumenn sem taka þunglyndislyf ættu í millitíðinni að gæta sérstakrar varúðar í um- ferðinni. EINN af þingmönnum breska Verkamannaflokksins, Tom Dalyell, fór í gær fram á af- sögn Tonys Blairs forsætisráð- herra vegna afstöðu hans í Íraksmálunum. Áður hafði Clare Short, ráðherra þróun- armála í ríkisstjórn Blairs, hót- að afsögn ef Bretland ætti að- ild að árás á Írak sem ekki hefur verið samþykkt af ör- yggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Tom Dalyell, sem er elstur núverandi þingmanna í breska þinginu, er í órólegu deildinni í Verkamannaflokknum. „Bandaríkin og Bretland eru í miklum órétti,“ sagði hann í gær. „Persónulega þá vil ég sjá nýjan forsætisráðherra. Við erum að svipast um eftir ein- hverjum til að taka við,“ sagði hann í viðtali á franskri út- varpsstöð. Bætti hann því við að Blair bæri að segja af sér tafarlaust. „Við erum afar reið yfir þeirri stefnu sem Bretland og Bandaríkin hafa markað.“ Blair á nú í vök að verjast heima fyrir en talið er að allt að 200 þingmenn breska Verka- mannaflokksins séu ósammála leiðtoga sínum hvað varðar af- stöðuna til Íraksmálanna. Krefst af- sagnar Blairs París. AFP.  Íraksstefna/16 HLUTABRÉF féllu töluvert í verði í kauphöllinni á Wall Street í New York í gær og er ástæðan einkum talin vera auknar líkur á stríði í Írak. Bæði Dow Jones-hlutabréfa- vísitalan og Nasdaq lækkuðu um rúmlega 2%. AP Verðfall á mörkuðum Jacques Chirac segir ekki koma til greina að samþykkja stríð gegn Írak eins og málum sé nú háttað. Fastur fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.