Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMAÐUR og eiginkona hans, ásamt þriðja manni hafa verið dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi hvert fyrir að hafa í blekk- ingarskyni og heimildarleysi sett á tvær bifreiðir skráningarnúmer sem voru ranglega sögð innlögð til skráningarstofu ökutækja, en með- ákærði hjónanna gekk frá tilkynn- ingu þar að lútandi. Meðákærði neitaði frá upphafi að hafa vitað um að umrædd ökutæki yrðu notuð eftir að hann hafði látið skrá það í ökutækjaskrána að skráningarmerkin hefðu verið lögð inn. Var það tekið til greina og hann því sýknaður af því að hafa átt þátt í að hjónin frömdu brot sitt. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa sent ranga tilkynningu til skráningarstofu um innlögn ofan- greindra skráningarnúmera án þess að þau væru í raun innlögð og kom- in í vörslu hans. Sama gilti um út- tekt beggja númeranna um hálfum mánuði seinna, þrátt fyrir að núm- erin væru þá á bifreiðunum. Brot hjónanna þóttu til þess fallin að raska mikilsverðum opinberum hagsmunum og einkahagsmunum og var það metið þeim til refsiþyng- ingar. Þá vó það til að þyngja refs- ingu eiginmannsins sérstaklega að hann var yfirmaður í lögreglu er brotið var framið. Þó var og litið til þess að honum var vikið úr því starfi um stundarsakir vegna máls- ins. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi lög- reglumannsins var Karl Georg Sig- urbjörnsson hrl. og verjandi eigin- konu hans Björn Þorri Viktorsson hdl. Verjandi meðákærða var Örn Clausen hrl. Lögreglumaður dæmdur í fangelsi fyrir blekkingar SAMFYLKINGIN mælist með 36,2% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 35,2% í könnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær um fylgi stjórnmála- flokka vegna alþingiskosninga í vor. Fylgi beggja flokka hefur minnkað frá seinustu könnun blaðsins fyrir viku en þá mældist Samfylkingin með 37,9% og Sjálfstæðisflokkurinn 38,6%. Vinstrihreyfingin – grænt framboð bætir við fylgi sitt frá síð- ustu könnun og mælist nú með 13,5% en mældust með 8,6% fyrir viku. Frjálslyndi flokkurinn eykur einnig við fylgi sitt skv. könnuninni og mælist nú með 4,7% fylgi en var með 2,3% fyrir viku. Framsóknar- flokkurinn tapar hins vegar fylgi, fær nú 9,7% skv. könnuninni en mældist með 12,5% í síðustu könnun blaðsins. Könnunin var gerð sl. laugardag. Hringt var í 600 manns á landinu öllu og tóku 66,8% afstöðu. VG og Frjálslyndir bæta við sig fylgi ÆFÐ var rýming í grunnskóla Mýrdalshrepps vegna hugsanlegs Kötlugoss. Æfingin felur í sér að unnið verð- ur eftir innanhússneyðaráætlun skólans og æfð viðbrögð við hættu vegna eldsumbrota í Mýrdalsjökli. Að sögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur skólastjóra gekk æfingin mjög vel. Það tók aðeins sautján mínútur að rýma skól- ann og koma öllum nemendum í öruggt skjól í gistiheim- ilinu Ársölum sem stendur ofarlega í þorpinu. Gert er ráð fyrir að svona æfing verði haldin á hverju ári. Þátt- argerðarfólk frá sænska sjónvarpinu fylgdist með æf- ingunni og ræddi við nokkra nemendur og kennara en þeir eru að vinna að gerð þáttar um börn nærri háska. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kötluæfing í grunnskólanum í Vík Vík. Morgunblaðið. FJÓRIR stjórnarmenn í Hf. Eim- skipafélagi Íslands hætta störfum á aðalfundi félagsins nk. fimmtudag, þar á meðal stjórnarformaður fé- lagsins, Benedikt Sveinsson, sem lætur af störfum að eigin ósk. Auk hans hætta í stjórninni þeir Jón H. Bergs, Gunnar Ragnars og Kristinn Björnsson. Í kjölfar skipulagsbreytinga sem orðið hafa hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands verður fækkað í stjórn móð- urfélagsins og því koma einungis tveir nýir menn inn í stjórn í stað þeirra sem hætta, eða þau Inga Jóna Þórðardóttir og Einar Sveins- son. Inga Jóna er jafnframt fyrsta konan sem tekur sæti í stjórninni. Garðar Halldórsson, Jón Ingvars- son, Kolbeinn Kristinsson, Benedikt Jóhannesson og Páll Sigurjónsson bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Vill draga saman seglin Benedikt Sveinsson segist í sam- tali við Morgunblaðið vilja draga að- eins saman seglin en hann á nú sæti í stjórnum þriggja félaga auk Hf. Eimskipafélags Íslands, þ.e. Flug- leiða, Marels og Sjóvár-Almennra en hann er jafnframt formaður stjórnar þeirra tveggja síðasttöldu. Benedikt telur að nú sé réttur tími til að hverfa úr stjórn. „Ég átti þátt í því á síðasta ári að stækka fé- lagið um helming, og breyta mjög mikið til í rekstrinum. Mér finnst þetta því heppilegur tími að hverfa þarna frá. Aðalástæðan er þó sú að ég hef heldur viljað draga úr mínum umsvifum, enda er maður víst ekki að yngjast,“ segir Benedikt Sveins- son. Benedikt segir að starfið fyrir Hf. Eimskipafélag Íslands hafi verið það lang umsvifamesta af þeim fjór- um framantöldu. „Þetta hefur verið tímafrekasta starfið enda er í svo mörg horn að líta. Þetta er gert í góðu samkomulagi við mína sam- starfsmenn og þetta er alfarið mín ákvörðun.“ Aðalfundur Hf. Eimskipafélags Íslands verður haldinn nk. fimmtu- dag. Fjórir stjórn- armenn Eim- skips hætta Inga Jóna fyrst kvenna í stjórn MISMUNUR á flutningskostnaði á loðdýrafóðri milli Suðurnesja og Danmerkur, annars vegar, og Suð- urnesja og Vopnafjarðar, hins veg- ar, skýrist af stærðarhagkvæmn- inni. Þetta segir sölustjóri land- flutningafyrirtækisins Flytjanda hf. Á landsþingi Frjálslynda flokks- ins síðastliðinn laugardag kom fram í máli Guðmundar W. Stefánssonar, bónda á Fremri-Núpum í Vopna- firði, að það kosti þrjár krónur að flytja hvert kíló af frystu refafóðri frá Suðurnesjum til Danmerkur. Hins vegar kosti þrjátíu krónur að flytja hvert kíló til Vopnafjarðar. Sagði Guðmundur að hægt væri að taka fullt af slíkum dæmum. Að hámarki 24 tonn í ferð Loftur Sigurðsson, sölustjóri hjá landflutningafyrirtækinu Flytjanda hf., segir að samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins kosti 32,57 krónur að flytja hvert kíló af vöru milli Reykjavíkur og Vopnafjarðar. Hann segir að ástæðan fyrir hærra verði í landflutningum, annars veg- ar, og sjóflutningum til Danmerkur, hins vegar, sé fyrst og fremst stærðarhagkvæmnin. Með bílum Flytjanda sé hægt að flytja allt að 24 tonn og þau þurfi að greiða ferða- kostnaðinn. Meðalfrystiskip geti hins vegar flutt um 3 þúsund tonn. Þessi munur skýri verðmuninn á mismunandi flutningskostnaði á einingu. Skinnfiskur ehf. í Sandgerði framleiðir loðdýrafóður. Ari Leifs- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segir að flutningskostnaður á loðdýrafóðri frá Suðurnesjum til Danmerkur sé 3–5 krónur á kílóið. Hann segir að færeysk skip sigli með fóðrið, sem sé fryst. Því sé skipað út í mjög stórum förmum og það sé meginskýringin á því hve verðið fyrir flutninginn sé hagstætt. Minnst sé skipað út eitt þúsund tonnum af loðdýrafóðri og allt upp í tvö þúsund tonn. Að sögn Ara er verðið fyrir flutn- ing á loðdýrafóðri mun lægra en út- flytjendur á sjávarafurðum þurfa að greiða fyrir flutning á afurðum sín- um í gámum með skipafélögunum. Magnið af loðdýrafóðrinu sé miklu meira en af sjávarafurðunum í hverri ferð. Ari segir að Skinnafiskur fram- leiði 15-20 þúsund tonn af loðdýra- fóðri á ári og að um 97% þess fari til Danmerkur. Um 10-12 manns starfa hjá fyrirtækinu. Gjaldskrár hafa hækkað umfram vísitölu Fyrri part árs 2002 tók til starfa starfshópur sem samgönguráð- herra skipaði til að fjalla um al- mennan flutningskostnað miðað við þarfir atvinnulífsins. Hópurinn skil- aði niðurstöðum í janúar síðastliðn- um. Í niðurstöðunum segir að veru- legar sviptingar hafi átt sér stað að undanförnu í flutningum um landið. Framboð strandflutninga hafi dreg- ist saman og aðeins eitt áætlunar- skip sigli nú með strönd landsins en á sama tíma hafi framboð landflutn- inga vaxið verulega. „Samþjöppun aðila í landflutning- um og þátttaka skipafélaga gerir það að verkum að tveir flutnings- aðilar eru með nær alla landflutn- inga á Íslandi – fákeppni er því ráð- andi í þessum flutningum. Samfara þessu hafa gjaldskrár flutningsaðila hækkað verulega umfram þróun neysluvöruvísitölu,“ segir í niður- stöðum starfshóps samgönguráð- herra. Flutningskostnaður er hærri innanlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.