Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 7 MIKLIR fagnaðarfundir urðu í gær þegar vélsleðamennirnir Knútur Hreinsson og Jón Bjarni Hermannsson hittu fjölskyldur sínar í Reykjavík eftir að hafa verið týndir á Langjökli í aftaka- veðri í nærri sólarhring. Þeim tókst að halda lífi með því að hörfa niður af jöklinum og grafa sig í fönn uns þeim var bjargað. Víðtæk leit var gerð að þeim í einni umfangsmestu björgunar- aðgerð í langan tíma. Alls týnd- ust þrír á jöklinum á sunnudag, en einn þeirra, Bjarni Guð- mundsson, fannst klukkan 23.15 þá um kvöldið eftir illa vist uppi á jökli. Knútur og Jón Bjarni fundust síðan heilir á húfi undir hádegið í gær eftir næturlanga leit og voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykja- víkur. „Við vissum að veðrið væri miklu betra neðar og fórum nið- ur af jöklinum, í átt að Hveravöll- um,“ sagði Knútur um viðbrögð þeirra Jóns Bjarna þegar ljóst var orðið að þeir höfðu týnt fé- lögum sínum í svartabyl. Þeir höfðu þá ekið í klukkustund suð- ur frá Hveravöllum og héldu til baka í átt að Þjófadölum þar sem þeir grófu sig í fönn. „Þegar við vorum komnir niður í skaplegra veður grófum við okkur niður. Við hittum ekki alveg á Þjófadali en stöðvuðum þar rétt hjá.“ Þeir tvímenntu á einum sleða niður af jöklinum, en hinn sleðann fundu leitarmenn í fyrrinótt yfirgefinn uppi á jökli. Knútur sagði vistina ekki hafa verið góða í fönninni en skap- lega, auk þess sem þeir höfðu gott nesti, ólíkt Bjarna Guð- mundssyni, sem hafði ekki annað en eitt súkkulaðistykki og gadd- freðna kók til matar á sunnudag- inn. Honum tókst ekki að grafa sig í fönn vegna veðurs og hírðist við sleða sinn allan sunnudaginn og var orðinn mjög kaldur á ann- arri hendinni þegar hann fannst. Gott að sjá þyrluna „Við erum fegnir að vera komnir heim og það var gott að sjá þyrluna þegar hún kom. Við urðum varir við björgunarmenn í [gær]morgun og það var gaman að heyra í þeim. Við vissum alltaf að tveir fyrstu [Magnús Guðjóns- son og Samúel Magnússon] hefðu komist til byggða en vissum ekki hvert Bjarni hefði farið. Hann er hins vegar vanur sleðamaður og gjörþekkir svæðið,“ sagði Knút- ur. Spurður um hvernig tilfinning það væri að vera kominn til baka eftir dvöl á jöklinum sagði Jón Bjarni að það væri yndislegt að komast aftur til byggða. Hann sagðist aldrei hafa gefið upp von- ina heldur hafi þeir Knútur graf- ið sig í fönn. „Þetta er engu að síður ævintýri sem maður vill helst ekki lenda í,“ sagði Jón. Magnús Guðjónsson sagðist feginn að sjá félaga sína komna fram heilu og höldnu eftir miklar raunir. „Veðrið var þannig að sleðarnir drápu á sér og ekkert annað að gera í stöðunni en að kalla út aðstoð í Tjaldafelli,“ sagði hann, en þangað komust þeir Samúel og tilkynntu um hvarf félaga sinna þriggja. „Ég held að við hefðum engan veginn getað brugðist öðruvísi við. Við viljum skila innilegu þakklæti til Landsbjargar og allra þeirra sem komu að þessu máli. Það er yndisleg tilfinning að heimta hópinn úr helju. Við höfum verið í þessu í 20 ár og aldrei lent í því að missa menn frá okkur. Þessi reynsla undirstrikar mikilvægi þess að allir séu með GPS-tæki.“ Morgunblaðið/Golli Jóni Bjarna Hermannssyni, t.v., og Knúti Hreinssyni var vel fagnað af ástvinum sínum við heimkomuna. „Fegnir að vera komnir heim“ Sunnudagur 9. mars Kl. 14.35. Lögreglu tilkynnt um að þrír vél- sleðamenn hafi orðið viðskila við tvo ferða- félaga sína norðan við Þursaborgir á Langjökli. Kl. 15. Fyrstu björgunarsveitir kallaðar út. Kl. 15–16. Einn mannanna þriggja hefur símasamband og segist hafa týnt félögum sínum. Ákveðið að sækja hann upp á jök- ulinn. Kl. 18. Voru um 40 björgunarsveitarmenn á jeppum, vélsleðum og snjóbílum við leit á jöklinum. Kl. 23.15. Manninum sem hafði hringt komið til bjargar. Um nóttina eru 113 björg- unarsveitarmenn við leit. Mánudagur 10. mars Kl. 4.30. Vélsleði annars mannanna tveggja finnst yfirgefinn. Kl. 7. Fleiri björgunarsveitir kallaðar út. Kl.7.45. TF-LÍF fer í loftið með björgunar- sveitarmann og leitarhund um borð. Vegna aðstæðna á jöklinum var ekki talið líklegt að hundurinn kæmi að gagni og fór hann því aldrei til leitar. Kl. 8.30. Samtals 236 björgunarsveitarmenn leita á jöklinum á 38 jeppum, 76 vélsleðum og 10 snjóbílum. Kl. 10.45. Björgunarsveitarmenn fóru fram á að óskað yrði eftir aðstoð og búnaði slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Heim- ild fékkst frá yfirstjórn Varnarliðsins. Þá var þyrlusveit Varnarliðsins einnig í við- bragðsstöðu. Kl. 11.24. Björgunarmenn á vélsleða fundu mennina tvo sem saknað var heila á húfi en kalda og hrakta. Kl. 11.46. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LÍF hélt frá Reykjavík til að sækja menn- ina. Kl. 12.25. TF-LÍF lendir hjá sleðamönnunum. Kl. 13.12. TF-LÍF lenti í Reykjavík með vél- sleðamennina innanborðs. Atburðarásin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.