Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verður kosningabarátta Samfylkingarinnar bara leðju drifin slóð? Fyrirlestraröð um vímuvarnir Vímuvarnar- starf er eilífð- arverkefni FræðsluhópurinnNáum áttum stend-ur fyrir fræðslu- og umræðufundi um vímu- varnir og lífsleikni í sal Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, í dag klukkan 15.30. Um er að ræða ann- an fundinn af þremur í fundaröð með yfirskrift- inni: Hugmyndir um áfengis- og vímuvarnir í skólum. Fundunum er ætl- að að vekja athygli á því að þegar fer fram mikið for- varnarstarf í skólum og leikskólum. Kristín Karlsdóttir ræddi við Morgunblaðið um fundinn í dag og sagði að á fundinum í dag yrðu dregin fram dæmi um út- færslu lífsleikniverkefna skóla og uppeldisstofnana á öllum skólastigum. Á þriðja fundinum, sem verður í apríl, verður tekið fyrir hvernig ýmsir utanaðkom- andi aðilar, s.s. foreldrafélög, heilsugæsla, lögregla og frjáls fé- lagasamtök, geta stutt við for- varnarstarf í skólum. – Segðu okkur aðeins frá þessu starfi. „Náum áttum er opinn sam- starfshópur um fræðslu- og fíkni- efnamál sem undanfarin ár hefur staðið fyrir á annan tug fræðslu- og umræðufunda um vímuvarnir og málefni tengd þeim fyrir fag- fólk og almenning. Að hópnum koma fulltrúar Rauða krossins, Geðræktar, Götusmiðjunnar, Landlæknis, Vímulausrar æsku, Barnaverndarstofu, Samstarfs- nefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Áfengis- og vímuvarnarráð, Heimilis og skóla, Lögreglunnar í Reykjavík, Bind- indissamtaka IOGT, Biskups- stofu, Félags grunnskólakennara, Ríkislögreglustjóra og stundum nemenda í framhaldsskólum. Þessi hópur var upphaflega mynd- aður til að skipuleggja ráðstefnu um vímuvarnir haustið 2000 fyrir tilstilli Íslands án eiturlyfja og Götusmiðjunnar sem fengu styrk úr forvarnarsjóði til verksins.“ – Fyrirlestrarnir í dag, um hvað fjalla þeir? „Í upphafi er fyrirlestur sem Al- dís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, flytur um vímuvarnir og uppbyggingu lífs- leiknináms. Því næst tala ég fyrir hönd hóps leikskólakennara sem hefur hist reglulega um margra ára skeið og rætt um og lesið fræðilegt efni sem leikskólastarf byggist á. Mest höfum við kynnt okkur hugsmíðahyggju Kamii og DeVries en þær eru amerískar fræðikonur sem leggja áherslu á sjálfræði barnsins sem felst í því að barnið finni sjálft lausnir en sé hvatt til að taka mið af tilfinning- um og skoðunum annarra. Ég mun í þessu erindi fjalla um rannsóknir sem greint hafa per- sónulega og félagslega þætti sem eru taldir einkenna einstaklinga sem síður ánetjast fíkniefnum. Tilraun er gerð til að tengja þessa þætti við starf með börnum og greint er frá því á hvern hátt leikskólinn og for- eldrar geta haft áhrif á þætti í fari barna og umhverfi þeirra. Forvarnarstarf Lindarskóla í Kópavogi verður kynnt sem dæmi um útfærslu forvarnarstarfs í grunnskóla. Guðrún Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi, og Guð- rún Soffía Jónasdóttir aðstoðar- skólastjóri munu annast þessa kynningu og njóta við það aðstoð- ar Ástu Maríu Harðardóttur og Arnars Páls Birgissonar sem bæði eru nemendur í 10. bekk skólans. Loks mun María Pétursdóttir, forvarnarfulltrúi Borgarholts- skóla, kynna útfærslu forvarnar- starfs í framhaldsskóla.“ – Tilurð og tilgangur þessa? „Aðstandendur Náum áttum hópsins vilja með þessari funda- röð vekja athygli á fjölbreyttu for- varnarstarfi og þar með vímu- varnarstarfi skólanna. Undan- farin ár hafa nýjar hugmyndir um bestu aðferðir við forvarnarstarf verið að ryðja sér til rúms og það er full ástæða til að gera tilraun til að kynna þessar hugmyndir sem allra víðast. Vonast er til að þessir fundir verði fólki sem vinnur að forvörnum, hvort sem er innan skólanna eða í tengslum við þá, hvatning í starfi og hugmynda- brunnur um hvernig er hægt að stunda for- varnarstarf.“ – Hvernig standa annars málin í þessum eilífðarslag? „Vímuvarnarstarf er eilífðarverkefni. Það er ekki víst að aðferðir sem virka í dag komi að gagni á morgun og það felst sífellt áskorun í því að leita nýrra leiða og að reyna að skyggnast inn í framtíðina til að sjá við þeim sem eru að markaðs- setja vímuefni. Því fleiri sem taka þátt í þeirri vinnu þeim mun meiri líkur eru á því að árangur náist.“ Kristín Karlsdóttir  Kristín Karlsdóttir er lektor í leikskólafræði við Kennarahá- skóla Íslands. Hún er stúdent frá MR 1974 og lauk BA-prófi í sál- fræði við HÍ og útskrifaðist sem leikskólakennari frá Háskól- anum í Gautaborg. Lauk kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ 1996 og meistaraprófi frá KHÍ 2001. Stundar nú nám í „psycodrama“ í samstarfi þriggja háskóla á Norður- löndum. Vann við ýmsa leikskóla 1981–1994, en eftir það sem kennari við Fósturskóla Íslands og síðan KHÍ. Hefur unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast námi og kennslu yngri barna. M.a. þátttakandi í Evrópuverk- efnum sem unnið hafa námsefni fyrir uppeldisstéttir um leik barna og samfélag án aðgrein- ingar. Maki er Guðmundur Sverrisson læknir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. …gera tilraun til að kynna þessar hug- myndir sem allra víðast STOFNAÐ var áhugamannafélag um vegtengingu milli lands og Eyja sl. laugardag. Félagið heitir Áhuga- mannafélag um Vestmannaeyja- göng. Á stofnfundinn mætti um 120 manns en mikill áhugi er í Vest- mannaeyjum um bættar samgöngur við fastalandið. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi og formaður stjórnar Spalar, sem reisti og rekur Hvalfjarðar- göngin, flutti framsöguerindi sem var bæði forvitnilegt og mjög fróð- legt fyrir áhugasama Vestmannaey- inga. Þá flutti Ingi Sigurðsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, erindi um sama mál. Kom fram í máli þeirra beggja að þar sem jarðgöng hefðu verið grafin og bætt sam- göngur milli tveggja staða hafa áhrifin verið mjög jákvæð. Þannig sagði Gísli frá því að byggð beggja vegna við Hvalfjörð hefði styrkst með tilkomu Hvalfjarðar- ganga og umferð um göngin verið langt umfram allar áætlanir. Í máli hans kom fram að það sama hefði gerst í Færeyjum, jarðgöng hefðu eflt byggðir og skapað jákvætt and- rúmsloft fyrir smærri fyrirtæki að flytjast til staða þar sem bættar samgöngur hafa verið forsenda upp- byggingar smáfyrirtækja. Fram kom á fundinum að jarð- göng milli lands og Eyja verði á bilinu 15–18 kílómetrar. Í dag kosti hver kílómetri í göngum 500 millj- ónir. Í Hvalfjarðargöngunum kost- aði hver kílómetri 900 milljónir á verðlagi þess tíma. Tveggja tíma ferð Með göngum milli lands og Eyja má komast til Reykjavíkur á tveimur klukkustundum. Þau bæjarfélög sem nú blómstra á landinu eru innan tveggja stunda radíuss frá Reykja- vík, þar má nefna Akranes, Borgar- nes og Selfoss. Jarðgöng milli Vest- mannaeyja og lands myndu styrkja allt Suðurland og mynda nýtt kjarnasvæði á Suðurlandi sem gæti samnýtt ýmsa þætti í atvinnu, menntun, íþróttum og fl. Þetta svæði, Hella, Hvolsvöllur, Vest- mannaeyjar og sveitir gæti orðið um 10 þúsund manns innan ekki langs tíma. Í skýrslu sem Vegagerðin lét gera árið 2000 kom m.a. fram að göng milli lands og Eyja myndu rjúfa samgöngulega einangrun eyjanna og valda byltingu í allri að- stöðu þar fyrir atvinnu og mannlíf. Þau myndu án efa einnig hafa mikil áhrif á austanverðu Suðurlandi. Samþykkt voru lög fyrir félagið og kosin stjórn. Hana skipa Ingi Sig- urðsson, bæjarstjóri, formaður, Ey- þór Harðarson, Friðrik Friðriksson, Helgi Bragason, Börkur Grímsson, Ólafur Hreinn Sigurjónsson og Sig- urður Páll Ásmundsson. Telja jarðgöng munu styrkja allt Suðurland Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Um 120 manns stofna félag um vegtengingu milli lands og Eyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.