Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ hefðum ekki stundað þessar veiðar væri hlutur okkar afar rýr. Hér vil ég benda á að öllum var frjálst að vinna sér inn veiðireynslu,“ sagði Björgólf- ur. Hann rakti síðan söguna frá upp- hafi kvótakerfisins og markmiðin með því og benti á að árið 1984 voru gerðir út 518 bátar stærri en 20 rúm- lestir. Nú væru þeir 233 og væru þá bátar án aflahlutdeildar ekki með- taldir. Þetta væri hagræðingin sem skapast hefði í fiskveiðum á Íslandi og var meginmarkmið laganna um stjórn fiskveiða. Mönnum getur ekki verið alvara „En skoðum aðeins nýjasta af- kvæmið sem sett er fram af þing- flokki anga gömlu A-flokkanna. Þar fer fremstur í flokki snillingur í útgerð sem strandaði við Austur- völl. Lagafrumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða liggur nú frammi á hinu háa Alþingi. Þar er lagt til að farin verði svokölluð fyrn- ingaleið. Í þeirri leið felst einfaldlega eignaupptaka og rústun á uppbygg- ingu eins og þeirri sem átt hefur sér stað hér hjá Síldarvinnslunni hf. Hvernig sjá menn fyrir sér skipu- lagningu á fyrirtækjum þegar fram- tíðin er óviss, uppboð á aflamarki og óvíst hver fær. Hvernig liði bæjar- stjóranum í Fjarðabyggð ef Hrað- frystihús Eskifjarðar og Síldar- vinnslan næðu ekki nægilega háu tilboði í loðnu og/eða kolmunna! Ég hugsa að hann yrði nokkuð óhress þau 5 ár sem hann væri hugsanlega án afla með tilheyrandi afleiðingum. En bæjarstjórinn á smámöguleika. Jú, það er nefnilega sett örlítil glufa, hann getur sótt um sérstaklega, eftir úttekt Byggðastofnunar, til ráðherra BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir að úthlutun veiðiheimilda í kvótakerfinu sé réttlát. „Hún er raunar réttlát að mínu viti þar sem þeir aðilar sem tekið hafa áhættu í fjárfestingum í sjávarútvegi, at- vinnutækin sem eru grundvöllur þessa alls, nýta auðlindina og skila í þjóðarbúið hámarksafrakstri,“ sagði Björgólfur í ræðu sinni á aðalfundi SVN. Hann sagði einnig að auðsöfn- un í sjávarútvegi sé ekki meiri en í öðrum atvinnugreinum og að nýliðun innan núverandi kerfis sé möguleg. „Til frekari rökstuðnings þessu vil ég benda á veiðar á kolmunna, sem voru frjálsar þar til á síðasta ári. Út- gerðarmenn hafa á undanförnum ár- um fjárfest fyrir milljarða til að geta stundað þessar veiðar. Þær hafa tryggt stöðu okkar í samningum við önnur ríki þegar kemur að skiptingu kolmunnans milli þeirra ríkja sem eiga rétt á úthlutun. Umtalsvert tap var af veiðunum lengst af og það var ekki fyrr en á síð- asta ári sem afkoman var í lagi. Hverjir áttu svo að fá kvótaúthlutun í kolmunnanum? Þeir sem lögðu í kostnaðinn og tóku áhættuna eða hinir sem sátu heima? Sama á við um úthlutun á úthafskarfa og í norsk- ís- lensku síldinni, rækjunni á Flæm- ingjagrunni og þorskinum í Barents- hafi. Þau réttindi sem við Íslendingar höfum á þessum svæðum eru til kom- in vegna þess að útgerðarmenn lögðu í áhættu við að skapa þá veiðireynslu sem skilaði okkur úthlutun. Við hefð- um ekki eitt kíló í úthlutun ef ekki hefðu komið til veiðar á rækjunni og þorskinum í Barentshafi. Varðandi síldina, kolmunnann og úthafskarf- ann þá skiptir hin líffræðilega dreif- ing stofnanna einnig máli en ef við um að útgerð, sem skuldbindur sig til að landa í Fjarðabyggð, fái mögu- leika til að bjóða í einhverjar heim- ildir. Ég vil vitna beint í þetta orða- lag: „Sé atvinnuöryggi í sjávarbyggð ógnað vegna skorts á afla til vinnslu er ráðherra þó heimilt að láta bjóða aflaheimildir sérstaklega til leigu til útgerða sem skuldbinda sig til að landa afla til vinnslu þar. Heimildin er háð því skilyrði að Byggðastofnun hafi að beiðni sveitarstjórnar metið aðstæður og lagt til að heimildinni verði beitt.“ Hvurslags vitleysa er þetta, mönn- unum getur ekki verið alvara. Hag- ræðingu undanfarinna ára í útgerð og fiskvinnslu yrði sópað burt á svip- stundu. Þessi framtíðarsýn hugnast mér ekki og getur raunar ekki verið nein alvara á bak við tillögurnar. Ég vil vona að það verði einhverjir við Austurvöll sem hafa vit fyrir þeim sem leggja fram þessar tillögur. Horfum aðeins á Síldarvinnsluna hf. og hvað hefur verið gert undan- farin ár. Kaup félagsins á kvóta í samvinnu við Seyðfirðinga, kaup fé- lagsins á uppsjávarhluta Snæfells hf., kaup félagsins á útgerð á Reyðarfirði og síðast kaup á hlutabréfum í SR- Mjöli hf. Samtals nemur kaupverð þessara hluta ríflega 5 milljörðum á verðlagi hvers árs. Nú á að taka þennan kvóta af Síldarvinnslunni og hún getur hugsanlega leigt hann af ríkissjóði. Hvert er réttlætið? Útgerðarmenn samþykktu að greiða auðlindagjald bundið því skil- yrði að sátt næðist um gjaldtökuna og fiskveiðistjórnunina. Því miður hefur hvorugt gengið eftir. Það er mikilvægt fyrir útgerðina að stöðugleiki ríki um fiskveiðistjórn- unarkerfið og að horft sé til lengri tíma,“ sagði Björgólfur Jóhannsson. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fjölmennt var á aðalfundi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Úthlutun veiði- heimilda réttlát“ HAGNAÐUR af rekstri Landsvirkj- unar á síðasta ári nam 5.729 millj- ónum króna, samanborið við 1.839 milljóna króna tap árið á undan og er munur á afkomu milli ára rúmir 7,5 milljarðar króna. Meginástæða batn- andi afkomu fyrirtækisins er fyrst og fremst lækkun fjármagnskostnaðar vegna gengisþróunar á árinu, en mestur hluti skulda fyrirtækisins er í erlendum gjaldmiðlum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Reksturinn stöðugur Friðrik Sophusson, forstjóri fyrir- tækisins, segir að síðasta ár hafi verið ákaflega gott og það besta hjá Lands- virkjun í mörg ár. Hann segir að handbært fé frá rekstri sýni hvað reksturinn er stöðugur en handbært fé frá rekstri 2002 nam 6.432 millj- ónum króna samanborið við 5.542 milljónir króna á árinu 2001. „Hand- bært fé frá rekstri, eða það fé sem við getum notað til að greiða niður skuld- ir eða fjárfest fyrir, er upphæð sem er orðin stöðug frá einu ári til annars. Á síðasta ári nam hún 6,4 milljörðum króna sem er talsvert meira en árið þar á undan, sem sýnir að reksturinn er afskaplega stöðugur.“ Friðrik segir að Landsvirkjun hafi verið að efla áhættustýringu hjá sér með framvirkum samningum og reynsla af slíku hafi verið góð á síð- asta ári. „Við þurfum að gera meira af þessu því sífellt stærri hluti tekn- anna er háður gengi og álverði í heiminum. Þegar við gerðum okkar arðsemisútreikninga vegna Kára- hnjúkavirkjunar var ekki sérstak- lega gert ráð fyrir að við myndum nota virka áhættustýringu en það er augljóst að hún ætti að geta skilað ár- angri og þar með betri arðsemi í framtíðinni, og jafna út þessar sveifl- ur sem eru óheppilegar í rekstrin- um.“ Rekstrartekjur hækkuðu Rekstrartekjur Landsvirkjunar jukust samtals um 568 milljónir króna eða 4,4% á síðasta ári. Tekjur af sölu til almenningsrafveitna hækk- uðu um 3,5% en tekjur af sölu til stór- iðju hækkuðu um 5,4%. Á sama tíma hækkaði rekstrar- og viðhaldskostn- aður um 141 milljón króna, eða 3,3%. Í fréttatilkynningunni segir að rúmlega 200 milljóna króna lækkun afskrifta stafi að mestu af endurmati eigna. Reiknaðir raunvextir lang- tímaskulda voru neikvæðir um 2,0% á árinu, samanborið við 6,3% raun- vexti á árinu 2001. Í árslok námu heildareignir fyrir- tækisins 121,2 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 33%. 7,5 milljarða umskipti hjá Landsvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.