Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 15
AP Bush forseti í símanum á skrif- stofu sinni í Hvíta húsinu. GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti neitaði að taka við skilaboðum frá Saddam Huss- ein Íraksforseta þar sem sá síð- arnefndi lofaði að fara að vilja Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn því að fá að sitja áfram við völd í Írak, að því er arabíska blaðið Asharq Al-Awsat greindi frá í gær. Sagði blaðið að utanríkisráð- herra Qatar, Sheik Hamad bin Jassem al-Thani, hefði ætlað að færa Bush bréf frá Saddam er hann hitti Bandaríkjaforseta stuttlega síðastliðinn föstudag. „Bush forseti neitaði að taka við skilaboðunum,“ hafði blaðið eftir ónafngreindum, arabísk- um embættismanni. Blaðið hafði ennfremur eftir bandarískum heimildarmanni að Saddam hefði tvisvar sent bandarískum stjórnvöldum skilaboð með arabískum stjórn- arerindrekum og boðið Banda- ríkjamönnum „að gefa eftir í ol- íu- og öryggismálum gegn því að þeir láti af hernaðaraðgerð- um sínum“. Bush hefur opin- berlega hvatt til þess að skipt verði um stjórn í Írak, á þeim forsendum að Saddam hafi neitað að fara að kröfum SÞ um afvopnun. Asharq Al-Awsat sagði að Bush hefði hitt utanríkis- ráðherra Qatar stuttlega er sá síðarnefndi átti fund með Condoleezzu Rice, þjóðar- öryggisráðgjafa Bush, á föstu- daginn. Hefði Bush þakkað ráðherranum fyrir þann stuðn- ing og aðstöðu sem Qatar hefði veitt Bandaríkjamönnum. Bush vildi ekki bréf frá Saddam Riyadh. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 15 ÍRASKIR drengir etja hér kappi í knattspyrnuleik á götu í Bagdad. Nota þeir sandpokavirki sem mark en þau hafa verið að rísa um alla borgina vegna stríðs- átakanna sem hugsanlega eru framundan. Hafa virkin einkum verið reist við stjórnarstofnanir og aðra mikil- væga staði í írösku höfuðborginni. AP Í fótboltaleik í Bagdad GEORGE Bush, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, hefur sagt syni sínum, nú- verandi Banda- ríkjaforseta, George W. Bush, að vonir um frið í Miðausturlönd- um verði að engu ef farið verði í stríð við Íraka án al- þjóðlegs stuðnings. Greint er frá þessu á fréttavef breska blaðsins The Times í gær. Bush eldri sagði, í ljósi reynslu sinnar fyrir og eftir Persaflóastríðið 1991, að vonarneistinn sem kviknaði fyrir u.þ.b. áratug, um frið milli araba og Ísraela, hefði aldrei orðið til ef Bandaríkjamenn hefðu virt vilja Sameinuðu þjóðanna að vettugi. The Times segir ennfremur, að Bush eldri hafi varað son sinn við því að vera langrækinn, og hvatt hann til að bæta samskipti Bandaríkjanna við Þýskaland og Frakkland. „Maður verður að reyna að ná til annarra. Maður verður að sannfæra þá um að langtímavinátta sé ákjós- anlegri en skammtímaandstaða,“ sagði Bush eldri. Hann var ekki að ávarpa son sinn beint, heldur kom þetta fram í ræðu sem hann hélt í Tufts-háskóla í Massachusetts. Fréttaskýrendur sögðu að það færi þó ekki milli mála að Bush hefði ver- ið að senda syni sínum skilaboð. Bush eldri sagði ennfremur að það væri „umdeilanlegt“ hversu mikið af gereyðingarvopnum Írakar hefðu nú undir höndum. Málið gegn Saddam Hussein Íraksforseta núna væri „ekki eins afdráttarlaust“ og það hafi verið 1991, er Bandaríkjastjórn, undir forsæti Bush eldri, fór fyrir al- þjóðlegu bandalagi er hrakti íraskar hersveitir út úr Kúveit. Bush eldri var- ar son sinn við George Bush eldri LÝÐVELDISHERINN, úrvalssveit- ir íraska hersins, fór frá Kúrdaborg- inni Kirkuk fyrir viku en haft er eftir íbúum á svæðinu, að aðrir hermenn búist til að verja borgina komi til inn- rásar og augljóslega með það fyrir augum að berjast hús úr húsi. Haft er eftir fólki, sem komið hefur frá Kirkuk, að sveitir Lýðveldishersins hafi verið fluttar til Tikrit og Bagdad í síðustu viku en í borginni sé þó enn fjölmennt lið íraskra hermanna. „Ástandið í Kirkuk einkennist af mikilli spennu. Fólk getur varla farið ferða sinna vegna varðstöðva og mörgum húsum hefur ýmist verið breytt í vélbyssuhreiður eða sprengjugildrum komið fyrir í þeim,“ sagði Tariq Rashid Ali, bæjarstjóri í Chamchamal, bæ, sem Kúrdar ráða. Haft er eftir fólki, sem komið hefur frá Kirkuk og vildi ekki láta nafns síns getið, að íraskir hermenn hefðu grafið mikinn skurð umhverfis borgina og fyllt hann með tjöru og olíu, augljós- lega í því skyni að kveikja í honum verði ráðist gegn borginni. Olíumannvirki sprengd? Þá var það einnig haft eftir starfs- manni við olíuvinnsluna, að komið hefir verið fyrir sprengjum við olíu- lindirnar og olíumannvirkin á svæð- inu. Inni í borginni hafa verið grafnar skotgrafir og byrgi og sumir sögðu, að fólki hefði verið vísað burt úr hús- um, jafnt í útjaðri borgarinnar sem annars staðar, og þeim breytt í vél- byssuhreiður. Kúrdar hafa hug á því að gera Kirkuk að höfuðborg Kúrdahérað- anna í norðausturhluta Íraks en á þessum slóðum er unninn um þriðj- ungur írösku olíunnar. Ferðafólk segir frá viðbúnaði í Kirkuk Ætla að berj- ast hús úr húsi Chamchamal. AFP. Skurður um borgina; vélbyssuhreið- ur og sprengjugildrur í fjölda húsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.