Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, stendur frammi fyrir vaxandi andstöðu í röðum eigin flokksmanna við stefnu sína í Íraksmálinu. Nú hafa einn ráðherra í ríkisstjórn hans og nokkrir aðstoðarráðherrar hótað afsögn, ákveði Blair að brezki herinn taki þátt í hernaðaríhlutun í Írak án þess að hafa til þess skýrt umboð Sameinuðu þjóðanna. Clare Short, ráðherra al- þjóðaþróunarmála, lýsti því yfir í BBC-útvarpsviðtali á sunnudag, að hún myndi segja af sér færu Bretar með Bandaríkjamönnum í stríð gegn Írak án þess að fá fyrst nýja ályktun um afvopnun Íraka samþykkta í ör- yggisráði SÞ, eða ef bandaríski her- inn en ekki Sameinuðu þjóðirnar myndi hafa umsjón með endur- uppbyggingu í Írak að loknum stríðsátökum. Short kvartaði sáran yfir því að haldið hafi verið á Íraks- málinu á „einstaklega ábyrgðar- lausan“ hátt. Köld gusa Þessar yfirlýsingar ráðherrans komu sem köld gusa í andlit Blairs, en talsmenn hans höfðu fullyrt við fjölmiðla að ráðherralið flokksins stæði „bjargfast“ að baki forsætis- ráðherranum í þessu máli. Að brezk- um lögum getur ríkisstjórnarleið- toginn tekið ákvörðun um að heyja stríð og þarf ekki neina heimild þingsins fyrir því. Tímasetning „uppreisnar“ Short og skoðanasystkina hennar í þingliði Verkamannflokksins er mjög við- kvæm, þar sem Blair er að reyna sitt bezta til að telja ráðamenn fleiri landa sem eiga sæti í öryggisráðinu á að styðja brezk-bandarísk- spænsku ályktunartillöguna sem vænzt er að verði borin undir atkvæði í ráðinu í vikunni. The Sunday Tele- graph sagðist á sunnu- dag hafa heimildir fyr- ir því að allt að 200 þingmenn Verka- mannaflokksins myndu leggjast gegn stefnu stjórnarinnar hæfi hún hernað í Írak án nýrrar SÞ- ályktunar. Og The Sunday Times skýrði frá því að allt að tíu að- stoðarráðherrar hafi hug á að segja af sér ef þetta gerist. Dyggur stuðningur Blairs við stefnu George W. Bush Bandaríkja- forseta í Íraksmálinu hefur bakað forsætisráðherranum óvinsældir meðal margra brezkra kjósenda, samkvæmt skoðanakönnunum. Óánægjan í þingliði Verkamanna- flokksins kom með áberandi hætti upp á yfirborðið í síðasta mánuði, er 122 af 410 þingmönnum flokksins (alls eiga 659 manns sæti í neðri deild brezka þingsins) rufu sam- stöðu með stjórninni og greiddu at- kvæði með ályktun um að ekki væru nægjanlegar sannanir fyrir hendi um brot Íraka á afvopnunarkröfum SÞ til að réttlæta hernaðaríhlutun. Toppurinn á ísjakanum? Í fréttaskýringu á fréttavef BBC segir, að ákvörðun Short um að stíga nú fram og hóta afsögn, sem og af- sagnarhótanir aðstoðarráðherranna, gefi til kynna að klofn- ingurinn innan flokks- ins vegna þessa máls sé alvarlegri en áður var talið. „Spurningin sem þetta kallar á er hvort Short sé aðeins topp- urinn á ísjaka sem gæti sökkt forsætisráð- herratíð Tony Blairs,“ skrifar BBC. Aðrir ráðherrar í stjórn Blairs eru sagðir hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem stríð í Írak myndi hafa í för með sér. Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi þingforseti með ráðherra- tign, er sagður fremstur í þeim flokki. Nú virðist sennilegt að ákveði Blair að fara í stríð án nýrrar öryggisráðsályktunar sjái þeir sig knúna til að segja hug sinn op- inberlega og hugsanlega fara að dæmi Short. Clare Short hefur reyndar komið sér upp því orðspori, að vera mann- eskja sem hiki ekki við að segja af sér embættum þegar sannfæringu hennar er misboðið; þannig sagði hún af sér ábyrgðarembætti í flokknum í Persaflóastríðinu 1991. Vegna þessa orðspors Short kann að vera að Blair geti látið sér afsagn- arhótun hennar í tiltölulega léttu rúmi liggja. Fullvíst er talið að hann muni ekki reka hana, a.m.k. ekki í bili, en að sögn fréttaskýranda BBC myndi slíkt aðeins verða til þess að gera hana að píslarvotti innanflokks- andstæðinga hans. Hitt megi hins vegar bóka, að hún – og hinir „upp- reisnarmennirnir“ – fái að gjalda þess með einhverjum hætti að hafa stigið fram með svo alvarlega gagn- rýni á hendur forsætisráðherranum á svo viðkvæmri stundu. Á hinn bóginn er einnig hægt að lesa út úr „uppreisninni“ að þeim fari fjölgandi í flokknum sem séu farnir að líta til framtíðar þar sem Blair hafi lokið leiðtogahlutverki sínu. Óhætt er að fullyrða að ákveði Blair að fara í stríð án nýrrar örygg- isráðsályktunar og stríðsreksturinn fari illa – svo sem að engin gereyð- ingarvopn finnist í fórum Saddams Husseins eða að mannfall verði mik- ið í röðum óbreyttra borgara – verði staða hans sem forsætisráðherra og flokksleiðtoga orðin fallvölt. Eins og staðan er núna veðjar Blair augljóslega á að önnur ályktun fáist samþykkt í öryggisráðinu. Ger- ist það, falli flestir innanflokks- gagnrýnendur hans frá andófi sínu og fylki sér að baki honum á ný. Viðvarandi klofningur En þar sem enn er með öllu óljóst hvort tilskilinn stuðningur næst við nýja ályktun í öryggisráðinu þarf Blair hugsanlega að treysta á önnur ráð. Þau eru mun áhættusamari, enda byggjast þau helzt á því að eft- ir að hernaðaríhlutun hefst komi fljótt í ljós að Blair hafi haft rétt fyr- ir sér um gereyðingarvopnaeign Íraka og ógnina sem stafað hafi af Saddam Hussein. Fréttaskýrendur eru þó flestir á því, að fari Blair þessa leið tæki hann þar með mestu pólitísku áhættuna á ferli sínum. En jafnvel þótt hernaður í Írak heppnist vel og átökin taki fljótt af, þykir ljóst að sá klofningur sem kominn er upp í Verkamannaflokkn- um núna muni ekki verða auðbætt- ur. Það verði eftir sem áður stór hópur innan flokksins sem aldrei framar verði reiðubúinn til að veita Blair jafneindrægan stuðning og áð- ur. Íraksstefna Blairs mætir vaxandi innanflokksandstöðu Reuters Tony Blair í ræðustól á þingi hinn 26. febrúar sl., er 122 þingmenn úr hans liði „sviku lit“ í Íraksmálinu. Næst Blair situr Robin Cook, sem er sagður einn efasemdamannanna í forystuliði flokksins um hernaðaríhlutun í Írak. „Nei, forsætisráð- herra“ gæti verið yf- irskriftin yfir þeirri at- burðarás sem nú á sér stað í þingliði brezka Verkamannaflokksins. Auðunn Arnórsson komst að því að innan- flokksandstaða við stefnu Tony Blairs í Íraksmálinu gæti reynzt honum mikill fjötur um fót. ’ Fari Blair þessaleið – í stríð án nýrrar öryggisráðs- ályktunar – tæki hann þar með mestu pólitísku áhættuna á ferli sínum. ‘ Clare Short auar@mbl.is TALSMENN pakistönsku leyniþjónustunnar sögðu á fréttamannafundi í gær, að hringurinn um Osama bin Lad- en, leiðtoga al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna, þrengdist stöðugt og orðuðu það þannig, að þeir væru „aðeins nokkrar klukkustundir á eftir honum“. Sögðu þeir, að Khalid Sheikh Mohammad, þriðji æðsti maður samtakanna, sem handtekinn var fyrir viku, hefði veitt þeim mikilvægar upplýsingar um bin Laden. Staðfest væri, að þeir hefðu hist í desember sl. Samsæri um fjöldamorð ÞÝSKUR dómstóll fann í gær fjóra múslíma, þrjá Alsírmenn og einn Frakka af alsírskum uppruna, seka um að hafa ráð- gert sprengjutil- ræði á fjöl- sóttum markaði í Strassborg í Frakklandi í desember 2000. Var einn þeirra dæmdur í 12 ára fangelsi, tveir í 11 ára og einn í 10 ára fangelsi. Sagði dómarinn, að mennirnir hefðu ætlað að drepa saklaust fólk í því skyni að valda skelfingu í Frakklandi og allri Evrópu. Höfðu verjendur þeirra farið fram á vægari refs- ingu í ljósi þeirrar játningar þeirra, að þeir hefðu aðeins ætl- að að sprengja upp autt sam- kunduhús gyðinga í borginni. Börnin við slæma heilsu AÐEINS þriðjungur rúss- neskra barna er við góða heilsu, 7% færri en fyrir áratug. Kom þetta fram hjá ITAR-Tass- fréttastofunni, sem sagði, að 33% af 31,6 milljónum barna, 18 ára og yngri, væru við eðlilega heilsu. Hin þjást af alls kyns meinum en þó einkanlega í önd- unarvegi. Var ónógu heilbrigð- iseftirliti í skólum kennt um. Þar við bætist mikil og út- breidd fátækt. Olíuverð hækkar OLÍUVERÐ hækkaði í gær vegna áhyggna af stríði í Írak þótt talsmenn OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, segðu, að nóg olía væri til á markaði. Fór verðið á Brent-olíu í 34,15 doll- ara en í framvirkum samning- um í New York fór verðið í 37,78 dollara olíufatið. Tals- menn OPEC segja, að lítið svigrúm sé til að auka fram- leiðsluna komi til stríðsátaka og telja raunar ekki mikla þörf á því. Birgðir séu almennt góðar og nú með vorinu minnkar yf- irleitt eftirspurn eftir olíu. Hættulegt sjónvarpsgláp MIKIÐ sjónvarpsgláp barna getur leitt til ofbeldisfullrar hegðunar síðar, jafnvel eftir 15 ár. Er það niðurstaða umfangs- mikillar könnunar en í henni var fylgst með börnunum allan uppvaxtartíma þeirra. STUTT Á hælum bin Ladens Aeroubi Beandalis, einn hinna dæmdu. EGYPSKUR íslamisti ljóstraði upp um Khalid Sheik Mohammed, sem talinn er þriðji æðsti maður al- Qaeda-samtakanna, gegn greiðslu að upphæð 25 milljónir dollara, tæp- ir tveir milljarðar íslenskra króna, að því er fréttatímaritið Newsweek greindi frá í gær. Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september, var handtek- inn 1. mars skammt utan við Isl- amabad í Pakistan samkvæmt ábendingu frá Egyptanum, sem hafði verið handtekinn skömmu áð- ur í atlögu að bæli al-Qaeda-liða, að því er Newsweek greinir frá. Bandarískir og pakistanskir lög- reglumenn höfðu verið á hælum Mohammeds í um það bil mánuð þegar uppljóstr- ari sagði þeim að íbúð í landa- mærabænum Quetta kynni að vera áhugaverð fyrir þá. Þar handtók pakist- anska lögreglan bróður Mohamm- eds, Mohammed Abdel Rahman, ásamt Egyptanum, en Newsweek hafði ekki upplýsingar um nafn hans. Egyptinn bauðst til að koma upp um Mohammed gegn því að fá þær 25 milljónir dollara sem settar höfðu verið til höfuðs honum, en vildi fá tvær milljónir til viðbótar til að geta flutt fjölskyldu sína til Bretlands, sagði í Newsweek. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er nú með tvo syni Mohammeds í varðhaldi, og er vonast til að það muni liðka um málbeinið í Mo- hammed, að því er norska blaðið Aftenposten greindi frá í gær. Drengirnir eru sjö og níu ára og voru handteknir í tengslum við til- raun til að handtaka föður þeirra í Pakistan í september í fyrra. Mo- hammed náði að flýja, en synirnir tveir og annar háttsettur maður í al- Qaeda voru teknir höndum. Síðan hafa drengirnir verið í umsjá pakist- anskra yfirvalda, en um helgina voru þeir fluttir til Bandaríkjanna þar sem þeir verða yfirheyrðir um föður sinn. Kom upp um Mohamm- ed fyrir tvo milljarða New York. AFP. Khalid Sheikh Mohammed OFFITA er það heilsufars- vandamál, sem hrjáir breska hunda mest að því er fram kem- ur í nýrri skýrslu. Á hæla henni kemur síðan sú hætta, sem hundunum stafar af umferð- inni, og í þriðja lagi eru það vandamál vegna slits í þófum á milli hryggjarliða. Sagði frá þessu á fréttavef CNN. Hundarnir eru of feitir af sömu ástæðu og mannfólkið, þeir fá of mikið að borða en of litla hreyfingu. Það er sem sagt sífellt verið að gefa hundunum með þeim afleiðingum, að heilsa þeirra og vellíðan minnk- ar. Skýrsluhöfundar segja, að hugsanlega sé eitthvað hæft í því að margt sé líkt með holda- fari manna og hunda þeirra. Of- fita er líka að verða eitt mesta mannameinið í Bretlandi. Offita hrjá- ir hundana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.