Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 29 MÉR þykir bæði rétt og skylt að taka strax fram að afstaða til íþróttamála er ekki flokks- pólitískt mál. Úr öllum flokkum og á öllum tímum hafa valist menn til forystu í íþróttahreyf- ingunni án tillits til stjórnmála- skoðana og sömuleiðis er að finna í öllum stjórnmálaflokkum bæði konur og karlmenn, sem sýnt hafa íþróttalífi og íþrótta- iðkun áhuga og stuðning. Þetta er auðvitað eðlilegt og um leið ánægjulegt, vegna þess að íþróttir eru ekki einkamál íþróttanna sjálfra og þeirra sem þær stunda eða þar starfa. Iðk- un íþrótta, hvort heldur til af- reka eða afþreyingar, er sam- félaginu öllu til hagsbóta og hollustu og ég leyfi mér að full- yrða að ekkert forvarnarstarf kemur heilbrigðiskerfinu betur, engin tómstundaiðja er hollari og eftirsóknarverðari en hreyf- ing og aftur hreyfing. Þetta á jafnt við um ungviðið, sem lærir sína íþrótt og býr að því alla ævi, sem hina eldri, sem þannig njóta útivistar og líkamlegrar áreynslu, sér til heilsubótar og ánægju, á efri árum. Íþróttastarfinu í landinu er að langmestu leyti haldið gang- andi af hinum fjölmörgu íþróttafélögum um land allt. Hvert og eitt sérsamband stendur síðan undir þátttöku okkar í alþjóðakeppni og teflir fram liðum eða einstaklingum í nafni þjóðarinnar. Það á bæði við um íþrótta- félögin og sérsamböndin að auknar kröfur, dýrt úthald og vaxandi þátttaka veldur því að endar nást sjaldan saman milli tekna og útgjalda. Útgjöldin hafa vinninginn. Svo snýst þetta einnig um aðstöðu, félagsleg áhrif, framlag sjálfboðaliða og starfsumhverfi. Einhvern veginn er það svo að opinberar aðilar hafa til- hneigingu til að líta svo á, að íþróttahreyfingin bjargi sér sjálf. Þetta sé frjáls fjöldahreyf- ing, frjálst val hvers og eins að taka þátt, og samfélaginu komi það ekki beint við, hvort fjár- hagurinn og félagsskapurinn standi undir starfi og rekstri. Gildir þá einu, hverjir sitja við stjórnvölinn hverju sinni. Það er mín skoðun að þetta sé rangt mat. Og það sé einnig rangur hugsunarháttur að fram- lög opinberra aðila til íþrótta- mála séu styrkir, sem hreyf- ingin geti verið þakklát fyrir. Auðvitað er ekkert vanþakk- að sem vel er gert. Hitt vil ég leiðrétta að liðveisla opinberra aðila sé gustukaverk. Peningum sem renna til íþróttahreyfingar af almannafé er vel varið. Vegna þess að þeir eru ekki styrkir heldur framlag skatt- borgaranna til starfsemi, sem skilar sér margfalt, í heilbrigð- ari æsku, í betri heilsu, í meiri vellíðan, í fullnægjandi tóm- stundaiðju, í góðum félagsskap og ekki síst í meiri afrekum, sem unnin eru í nafni þjóð- arinnar og eru jákvæð auglýs- ing fyrir íslenska þjóð. Ég hef verið lengi í forystu íþróttahreyfingarinnar á Ís- landi. Þótt ég segi sjálfur frá tel ég mig hafa starfað þar af heil- indum og skiptir þá engu máli, hvar ég hef skipað mér í póli- tískan flokk. Alveg eins og fjöl- margir aðrir forystumenn fé- laga og íþróttasamtaka hafa gert, án tillits til stjórnmála- skoðana. Kjarni málsins er sá, að það hlýtur að vera styrkur fyrir svo stóra fjöldahreyfingu að hafa fólk, hverju nafni sem það nefnist, innan raða stjórn- málaflokkanna og inni á Al- þingi, sem þekkir vanda og við- fangsefni íþróttanna og getur talað máli þeirra. Íþróttir eru ekki einkamál. Þær eru sameiginlegt, sam- félagslegt verkefni. Ekki síst á vettvangi löggjafar og fjárveit- inga. Það getur varla skaðað að eiga þar hauka í horni. Íþróttir eru ekki einkamál Eftir Ellert B. Schram „Íþróttir eru ekki einkamál. Þær eru sameiginlegt, sam- félagslegt verk- efni.“ Höfundur er í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. HINN 17. desember sl. var birt hér í blaðinu grein mín sem bar fyrirsögnina „Vanrækir Ísland OSPAR-samninginn?“ Nú hef ég grennslast betur fyrir um málið og því miður er það svo að gögn málsins gefa tilefni til þess að breyta fyrirsögninni úr spurn- ingu í fullyrðingu. Lítið verið gert Árið 1992 gaf skrifstofa OSPAR-samningsins út tilmæli um að aðildarríkin skyldu stöðva notkun skaðlegra sápuefna sem heita nónýlfenóletoxýlöt (NFE). Í náttúrunni brotnar NFE niður í nónýlfenól (NF) sem er fitu- leysanlegt og hefur neikvæð áhrif á lífríki sjávar sökum hormónavirkni. Samkvæmt til- mælunum átti að stöðva notkun efnanna alfarið árið 2000. Dap- urlegt er að umhverfisyfirvöld á Íslandi höfðu vart hafist handa við að framfylgja tilmælunum þegar ég bar fram fyrirspurn til umhverfisráðherra seint í fyrra. Í framhaldi af fyrirspurn minni óskaði ég eftir að fá afrit af þeim skýrslum sem yfirvöld áttu, skv. tilmælunum, að senda skrifstofu samningsins um framgang máls- ins. Nýlega bárust mér umbeðn- ar upplýsingar sem voru heilar átta línur, enda lítið verið gert og því frá litlu að segja. Tylliástæða Í fyrstu „skýrslunni“ sem Ís- land sendi frá sér til skrifstofu samningsins 1995 kom fram að til stæði að taka á málinu með reglugerð. Slíkt hefði verið í fullu samræmi við tilmælin frá OSPAR. Víkjum þá að „skýrsl- unni“ sem umhverfisyfirvöld sendu árið 1998. Þar kemur fram að tilmælunum hafi ekki verið komið í framkvæmd með reglu- gerð, þrátt fyrir fyrirheitin í „skýrslunni“ frá 1995. Fram kemur að setningu reglugerðar hafi verið frestað af lög- fræðilegum ástæðum. Vænt- anlega hafa íslensk yfirvöld ekki verið viss um hvort þau gætu bannað efnin þar sem þau hafa ekki verið bönnuð í öllum aðild- arríkjum Evrópska efnahags- svæðisins. Og í „skýrslunni“ frá 2001 segir einfaldlega: „Tilmælin hafa ekki verið innleidd.“ Núna liggur fyrir að Norð- menn hafa bannað notkun þess- ara efna með setningu reglu- gerðar. Norðmenn eru jú aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu rétt eins og við. Þar með ætti öll- um að vera ljóst að það eru ekki lögfræðileg álitamál sem tefja málið heldur einfaldlega áhuga- leysi sitjandi stjórnvalda á mál- efninu. Að vera sjálfum sér samkvæmur Rétt er að taka það fram að aðildarríkin eru ekki skuldbund- in til þess að framfylgja til- mælum frá OSPAR. En við skul- um hafa í huga að OSPAR gegnir lykilhlutverki í baráttunni fyrir verndun hafsins. Undir liðnum „erlend samskipti“ í verk- efnaskrá umhverfisráðuneytisins fyrir það kjörtímabil sem senn er á enda segir: „Áfram verði unnið að verndun hafsins þar sem við höldum forystuhlutverki okkar á alþjóðavettvangi.“ Þarf að minna ráðherrann á að OSPAR er samningur um verndun hafsins og tilmælin um að stöðva notkun NFE-efna voru gefin út til þess að vernda hafið? Eru þessi vinnubrögð til þess fallin að halda forystuhlutverki okkar í þessum málaflokki? Ísland vanrækir OSPAR-samninginn Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Nýlega bárust skýrslur um málið frá umhverfis- ráðuneytinu en þær voru samanlagt heilar átta línur.“ Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. GÍFURLEGT átak stendur nú fyrir dyrum í samgöngumálum landsins, eftir að samþykkt hef- ur verið að veita samtals 4.600 milljónum króna aukalega til vegamála á næstu 18 mánuðum. Með þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið um að flýta vega- framkvæmdum má segja að í það minnsta þrjár flugur hafi verið slegnar í einu höggi; vegir landsins verða bættir mun fyrr en ella hefði orðið, atvinna er efld á réttum tíma og búið er í haginn til að síðar verði unnt að beita ríkisfjármálum til mót- vægis þegar mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar munu standa yfir eftir fáein ár. Þær vegaframkvæmdir sem um ræðir ná til landsins alls og munu greiða mikið fyrir sam- göngum og auka öryggi á veg- um landsins. Tengingar þétt- býliskjarna og dreifðari byggða munu batna til muna og á þetta ekki síst við um þær fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Suðurkjördæmi. Á Hellisheiði verða vegabætur fyrir 200 millj- ónir króna og sömu fjárhæð verður varið til Gjábakkaleiðar. Sérstök áhersla er lögð á að lagfæra hættulega vegakafla og má sem dæmi nefna gatnamótin við Þrengslaveg og gerð hring- torgs á Hellu. Þá er afar þýð- ingarmikið að 500 milljónum króna verður varið til lagningar Suðurstrandarvegar, en sá veg- ur mun tengja saman byggðir í Suðurkjördæmi og verða til þess að efla atvinnu á svæðinu öllu. Má þar meðal annars benda á tenginguna við Kefla- víkurflugvöll, en hún skiptir miklu máli bæði fyrir útflytj- endur og ferðaþjónustu á Suð- urlandi. Raunar er það svo að allar þessar vegabætur eru mjög til þess fallnar að efla ferðaþjónustu á svæðinu með því að greiða ferðamönnum leið og auðvelda þeim að komast til þeirra eftirsóttu ferðamanna- staða sem er að finna á Suður- landi og Reykjanesi. Mikið verk hefur verið unnið í samgöngumálum hér á landi á síðustu árum eins og allir þeir sem ferðast um landið þekkja af eigin raun. Í samgönguáætlun til næstu tólf ára er gert ráð fyrir áframhaldandi mikilli upp- byggingu. Ætlunin er að verja um 240 milljörðum króna á þessu tímabili til samgöngu- mála, þar af um 162 milljörðum króna til vegamála. Inni í þess- ari áætlun er tvöföldun Reykja- nesbrautar og eins og þeir sem aka Reykjanesbrautina vita er sú framkvæmd þegar hafin. Sú framkvæmd er mikil samgöngu- bót og eykur öryggi þeirra sem um brautina aka. Með þeirri ákvörðun að nýta verðmæti landsmanna í Bún- aðarbankanum, Landsbankanum og Íslenskum aðalverktökum til að flýta framkvæmdum hefur ríkisstjórnin sýnt framsýni í at- vinnumálum, vegamálum og rík- isfjármálum, um leið og ríkið er með ákvörðuninni dregið end- anlega út úr verktaka- og bankastarfsemi. Ákvörðunin efl- ir atvinnulífið bæði beint og óbeint, sérstaklega til skamms tíma, en vegabæturnar munu nýtast landsmönnum um ókomin ár. Vegabótum hraðað Eftir Drífu Hjartardóttur „Ákvörðunin eflir atvinnulífið bæði beint og óbeint, sér- staklega til skamms tíma, en vegabæturnar munu nýtast landsmönnum um ókomin ár.“ Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. mál. áherslu á ist í bar- ahindrun- Schlüter, sráðherra því eftir. oul berst ankayfir- ra reglur auðveld- ríkisfang ennitölur na á ein- Siv og Berit heimsóttu í gær höfuðstöðvar þjónustusímans Halló Norðurlönd en hann er til húsa hjá Norræna félaginu. Þjón- ustusíminn er ætlaður þeim sem þarfnast upplýsinga um búsetu á Norðurlöndum. Í fyrra voru hringingar um 250 en þær hafa aukist mjög að undanförnu og eru þegar orðnar 109 það sem af er þessu ári. Esther Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þjónustusím- ans, sagði betri kynningu á þjón- ustunni að undanförnu skila til- ætluðum árangri. gi um nafnamál mæra- r vegi Morgunblaðið/Kristinn ga í tölvuna í Norræna félaginu. r vikum og þá jókst áhugi hennar á að koma ða húsið. „Þessi aðferð setur barnið í for- og allir aðilar vinna saman að því að rann- fbeldi gegn því. Allt er gert með hagsmuni ns fyrir brjósti og forðast eftir fremsta að setja barnið í erfiðar aðstæður. Ég er rifin og verð að segja að það er mikill áhugi óð um Barnahúsið.“ fst af Barnahúsi Morgunblaðið/Kristinn t Andnor Barnahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.