Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 36
Í KVÖLD, þriðjudagskvöldið 11. mars, verður kvöldvaka í Fella- og Hólakirkju ætluð fullorðnum og hefst hún stundvíslega kl. 20:00. Á dagskrá verður söng-og danssýn- ing eldri borgara úr félagsstarfinu í Gerðubergi, upplestur o.fl. Kaffi- veitingar í boði sóknarnefnda Fella-og Hólabrekkusókna. Kvöld- vökunni lýkur um klukkan 21:15 með stuttri kvöldandakt í kirkjunni í umsjón sr. Svavars Stefánssonar sóknarprests í Fellasókn. Allir vel- komnir. Áhrif atvinnumissis á líðan fólks Á MORGUN, miðvikudaginn 12. mars kl. 13:30, verður haldinn fræðslu- og umræðufundur í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækj- argötu 14a, (á horni Lækjargötu og Vonarstrætis) um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Á fundinum mun Gunnlaug Hart- mannsdóttir, verkefnastjóri Mímis símenntunar, fjalla um hvaða áhrif atvinnumissir getur haft á sjálfs- mat fólks og hvaða þættir það eru sem hafa þar mest áhrif á líðan þess. Í framhaldi verður boðið upp á umræður. Kærleiksþjónustusvið biskups- stofu býður alla velkomna á fund- inn. Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar AÐALSAFNAÐARFUNDUR Garðasóknar, Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, verður haldinn sunnudaginn 16. mars, í safnaðarheimili Vídalínskirkju, að aflokinni guðsþjónustu og léttum málsverði. Venjuleg aðalfund- arstörf. Mætum vel og látum okkur skipta hið góða starf sem unnið er í kirkjunni okkar. Sóknarnefnd. Guðsþjónustan í ljósi hversdagslífsins Í DAG, þriðjudaginn 11. mars, hefst í Leikmannaskólanum námskeiðið Helgihald og hversdagsleiki. Kenn- ari er sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor. Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk helgihalds í lífi kristins manns og tengsl sunnudagsguðs- þjónustunnar við trúariðkun hinna virku daga. Námskeiðið er byggt upp á fjór- um stefjum; bæninni, orðinu, mál- tíðinni og söngnum. Er það mark- mið námskeiðsins að tengja í gegnum þessi fjögur stef daglega tilbeiðslu og helgihald einstaklinga við hina almennu guðsþjónustu sunnudagsins. Einnig verður velt upp þeirri spurningu hvernig trúarlíf þeirra, sem ekki finna leiðina til hins sam- eiginlega helgihalds safnaðarins, nærist. Kennari á námskeiðinu er sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor við guðfræðideild HÍ ásamt því að vera verkefnisstjóri á sviði helgi- siða og kirkjustónlistar á Bisk- upsstofu. Kristján hefur víða haldið erindi og námskeið um efni er teng- ist helgihaldi og helgisiðum, m.a. í Leikmannskólanum. Námskeiðið er fjögur skipti og kennt er á þriðjudögum kl. 18–20, 11. mars til 1. apríl. Skráning fer fram á skrifstofu Leikmannaskól- ans í síma 535 1500 eða á vef skól- ans <http://www.kirkjan.is/ leikmannaskoli/?skraning>. Kennt er í Háskóla Íslands, aðalbyggingu, stofu V. „Á leiðinni heim“ í Grafarvogskirkju Í ÞESSARI viku verða lesnir Pass- íusálmar í Grafarvogskirkju kl. 18.15-18.30. Þeir sem lesa eru: Í dag, þriðjudag 11. mars Bryn- dís Pétursdóttir; miðvikudag 12. mars Ari Trausti Guðmundsson; fimmtudag 13. mars Margrét Helga Jóhannsdóttir og föstudag 14. mars Einar Már Guðmundsson. Kvöldvaka í Fella- og Hólakirkju MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunn- ar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna kl. 14 í neðri safn- aðarsal. Tólf spora fundur í kvöld kl. 19. Opinn bænafundur á sama tíma, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Bjarni Karlsson, sóknarprestur, tal- ar. Yfirskriftin er þessi: Eigum við hug- sjón? Unnið verður í hópum að stefnu- mótun kirkjunnar í samvinnu við Öddu Steinu Björnsdóttur, verkefnastjóra á Biskupsstofu. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Öllum opið og gaman að taka þátt. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Mar- grétar Scheving, sálgæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir vel- komnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Kl. 16.15– 17.15. STN – Starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Kl. 12 heimsókn í Hjallakirkju. Matur og helgi- stund í umsjá starfsfólks Hjallakirkju. KFUM&K í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki kl. 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa nám- skeið kl. 19. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra- morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna, fyrir aðstand- endur barna undir grunnskólaaldri, mömmur, pabbar, afar og ömmur, öll velkomin með eða án barna. Kaffi, djús, spjall og notalegheit í góðu um- hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Kvöldvaka í safnaðar- heimilinu kl. 20 ætluð fullorðnum. M.a. söng- og danssýning eldri borgara úr fé- lagsstarfinu í Gerðubergi. Kaffiveitingar í boði sóknarnefnda. Kvöldvökunni lýkur með kvöldandakt kl. 21.15 í umsjón sr. Svavars Stefánssonar. Allir hjartanlega velkomnir. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting- ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Alfa-námskeið kl. 19–22. Æskulýðs- félag í Rimaskóla kl. 20–22, fyrir ung- linga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Graf- arvogskirkju, kl. 20–22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kóræfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorg- unn kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsókn- ar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Bibl- íulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17– 18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakk- ar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15:00 Kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. Keflavíkurkirkja. „Úr heimi bænarinnar“ eftir Ole Halles- by kl. 20-22. Umsjón með bænahópn- um hafa Laufey Gísladóttir og Sigfús Baldvin Ingvason. Einnig verður komið saman í heimahúsum. Heitt á könn- unni. Fundur í Félagi aðstandenda alzheim- erssjúklinga og annarra minnissjúkra í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum verður í Kirkjulundi kl. 20. Fundir verða eft- irleiðis fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði kl. 8 í Kirkjulundi (alls 7 skipti á ári) Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Kristín Magnúsdóttir verður með frjálst innlegg. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðaldeild KFUK. Kristniboðsvika. Kl. 20. Kristniboðsvika „Allt á iði hjá Abra- ham“. Upphafsorð: Sigurjón Gunnars- son. Söngur: Hörður Geirlaugsson og Laufey Geirlaugsdóttir. „Allt á iði hjá Helga“ – myndband frá Eþíópíu. Hug- leiðing: Sr. Anna S. Pálsdóttir. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30. Allir hópar. Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi kemur í heimsókn. Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Það sækja að manni margar minningar. Ég sit sem 9 ára snáði í eldhúsinu hjá ömmu og spyr um nöfnin á kindunum hennar sem eru yfir 100 talsins. Hún byrjar alvöru- gefin að telja upp nöfnin þar til pjakkurinn er orðinn þreyttur á að skrifa. Fyrir um 7 árum heimsækjum við hjónin hana svo aftur í sveitina, þar sem hún býr nú einsömul 75 ára. Þar njótum við alþekktrar gestrisni hennar. Hún eldar fyrir okkur og sýnir okkur sveitina jafnframt því sem hún vinnur við þvotta í ná- grenninu. Hún spjallar um síðustu kartöfluuppskeruna og hvað hún hefur verið að vefa upp á síðkastið. Um 5 árum síðar eigum við svo kost á því að endurgjalda gestrisn- ina þegar hún áttræð heimsækir okkur til Suður-Frakklands ásamt dóttur sinni og þrammar eldhress með okkur um frönsku bæina og sveitirnar. Eins og sjá má af þessu, þá var amma einstök á margan hátt. Dug- leg og sterk kona sem ólst upp og vandist við líf sem oft gat verið hart. Hún var einnig blíð og lífsglöð kona sem var ávallt tilbúin að reyna eitt- hvað nýtt eins og til dæmis að taka upp á því að fara að ferðast um heiminn þegar hún var komin á efri ár. Hún hefur gefið mér margar góðar minningar. Gunnar Traustason. Þegar mér verður hugsað til ömmu minnar kemur stundum ákveðinn dagur upp í hugann. Þennan dag var ég á ferðinni og ákvað að renna upp í Gunnlaugs- staði í heimsókn. Kannski má segja að ekkert við þennan dag ætti að vera sérstaklega eftirminnilegt því ég hafði farið þangað svo oft áður – heimsótt ömmu – og fór oft eftir það, en samt man ég þetta alltaf ANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Anna Björg Sig-urðardóttir fæddist á Vaði í Skriðdal 11. nóvem- ber 1920. Hún lést aðfaranótt 13. febr- úar sl. á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum og var útför hennar gerð frá Egilsstaða- kirkju 22. febrúar. eins og það hefði gerst í gær. Amma tók á móti mér að venju með bros á vör, ánægð að sjá mig og virtist hafa allan tíma í heiminum til að ræða málin. Áður en ég vissi af var ég sestur í kunnuglegu eldhúsinu, og fylgdist með henni hella uppá og taka til kökur og kleinur. Fljótlega var ég kominn með kaffi í glas fyrir framan mig og það var eins og klukkan hætti að skipta máli. Ég held að það sem hafi gert þessa heimsókn svona sér- staka var að það hvíldi ýmislegt á mér – hlutir sem ég gat eiginlega ekki talað um en átti erfitt með að bera einn. Áður en ég vissi af var ég búinn að létta á hjarta mínu við hana. Við ræddum málin lengi þennan dag og hún sagði mér aldrei hvað ég ætti að gera heldur alltaf hvað henni fannst á sinn sérstaka og hreinskilna hátt. Ég dvaldi óvenju lengi á Gunnlaugsstöðum þennan dag og þegar ég þurfti að fara var eins og þungu fargi væri af mér létt. Þetta var ekki í eina skipti sem ég upplifði það eftir heimsókn til hennar en ég held að ég hafi gert mér óvenju vel grein fyrir því þegar ég renndi niður heimkeyrsluna frá bænum og vildi núna óska að ég hefði einhverntíma sagt henni frá því. Gunnlaugsstaðir voru, meðan amma bjó þar ennþá, alltaf griða- staður í huga mínum. Ég held að ég hafi ekki leitt almennilega hugann að því fyrr en síðustu daga, hversu stór hluti af staðnum amma var. Það er mjög erfitt að reyna að kveðja manneskju, sem ég hef þekkt alla mína ævi, í einu stuttu bréfi, og reyna að lýsa því hvað það var sem gerði hana sérstaka. Lík- lega myndi heil bók ekki duga en ég held að ég eigi eftir að minnast hennar sem sterkrar konu sem lá aldrei á skoðunum sínum, konu sem var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Ég held að ég treysti mér ekki til að hafa þetta lengra, elsku amma mín, en ætla að enda þetta með að segja að ég mun alltaf sakna þín og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu – líklega mun stærri en þú hefur nokkurntíma gert þér grein fyrir. Aðalbjörn Sigurðsson. Elsku amma mín. Mig langar með þessum fátæklegu orð- um að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Því miður hvarfstu frá okkur allt of fljótt og saknaði ég þess að verða fullorðin og geta ekki talað við ömmu í Götu og látið hana leiðbeina mér í lífinu. En núna loksins ertu búin að fá hvíldina góðu og veit ég að þér líður vel. En minningarnar um ömmu í Götu eru ljúfar og góð- ar. Þá er mér nú efst í huga að alltaf áttir þú eitthvað gott í svanga munna – man ég þá helst eftir klein- um og snúðum og pylsum með kart- öflustöppu því auðvitað fengu barnabörnin það sem þeim fannst ÞORGERÐUR JÓHANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Þorgerður Jó-hanna Jónsdóttir fæddist á Merkigili í Eyjafirði 7. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 7. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 17. febrúar. best þegar þau komu og gistu í Götu. Á morgnana fórst þú allt- af fyrst á fætur og smurðir brauð í boxið svo allir fengju smurt brauð með morgun- kaffinu. Og þá var þar auðvitað alltaf brauð með mysuosti. Í einni skúffu í eldhúsinu var oftar en ekki til blár opal og var því laumað í litla munna sem kunnu vel að meta gotterí, litla mæru. Ég verð líka að minnast á það elsku amma þegar þú varst að kenna nöfnu þinni að prjóna. Ansi oft þurftir þú að laga og sýna upp á nýtt og þó að prjónarnir væru orðn- ir ansi stífir þá sagðir þú alltaf að þetta gengi vel hjá okkur. Litlu strákarnir mínir misstu af miklu að hafa ekki fengið að kynnast þér en ég mun svo sannarlega segja þeim frá langömmu í Götu. Elsku besta amma mín, takk fyrir alla leiðsögnina, þolinmæðina og ástúðina. Guð geymi þig, þín Hanna Gerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.