Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NORSKA kvennaliðið í skák fór sigurför til Grindavíkur og sigraði bæði á VISA-mótinu og Þorbjarnar-Fiskaness-mótinu. Lokastaðan á Skákmóti Þorbjarn- ar-Fiskaness: 1. Noregur 14½ v. 2. Frakkland 14 v. 3. TG/SG 10 v. 4. Ísland 9½ v. VISA-mótið, fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið, er í raun sama mót en að frádregnum viðureign- um sameiginlegs liðs Taflfélags Garðabæjar og Skákfélags Grindavíkur. Lokastaðan í VISA- mótinu varð þessi: 1. Noregur 10 v. 2. Frakkland 8½ v. 3. Ísland 5½ v. Í sjöttu og síðustu umferð urðu úrslit þessi: Noregur – Ísland 2½-1½ TG/SG – Frakkland 0-4 Skákhátíð Taflfélags Garða- bæjar og Skákfélags Grindavíkur lauk síðan með hraðskákmóti sem teflt var í Bláa lóninu. Þar náðu Garðbæingar bestum árangri: 1. TG 7½ v. 2. Frakkland 7 v. 3. Noregur 6½ v. 4. Ísland 3 v. Með þessu lauk afar vel heppn- aðri skákhátíð TG og SG, en auk mótanna hér að ofan var m.a. efnt til fjölteflis franska kvennalands- liðsins gegn nemendum í Flata- skóla, sem 150 krakkar tóku þátt í, en hefðu líklega orðið mun fleiri ef aðstæður hefðu leyft það. Það má segja að nú sé lokið í bili allsherjar skákveislu sem hófst með einvígi Hannesar Hlíf- ars og Movsesjan, Olís-einvíginu, sem Taflfélagið Hellir stóð fyrir. Síðan tók Hrókurinn við með stórmót sitt og Edduskákmótið ásamt fleiri viðburðum. Einnig lauk Íslandsmóti skákfélaga ný- lega og TG og SG áttu svo síðasta orðið í bili, þó innlend skákstarf- semi haldi áfram af sama krafti og áður. Leko og Kramnik sigruðu í Linares Leko og Kramnik urðu efstir á hinu gríðarlega sterka skákmóti í Linares. Samkvæmt hefðinni í Linares telst Leko sigurvegari mótsins þar sem hann vann fleiri skákir en Kramnik. Kasparov tókst að bæta stöðu sína þegar leið á mótið eftir að hafa verið í neðstu sætunum framan af. Hann endaði í 3.–4. sæti ásamt Anand. Úrslit 14. og síðustu umferðar: Kramnik – Leko ½-½ Anand – Kasparov ½-½ Vallejo Pons – Ponomariov 0-1 Radjabov sat yfir. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1.–2. Kramnik og Leko 7 v. af 12 3.–4. Anand og Kasparov 6½ v. 5. Ponomariov 5½ v. 6. Vallejo Pons 5 v. 7. Radjabov 4½ v. Meistaramót Hellis hafið Meistaramót Taflfélagsins Hellis hófst í gærkvöldi. Enn er þó mögulegt að skrá sig í mótið. Áhugasamir hafi samband við Gunnar í síma 861 9416. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Tafl- félagsins Hellis: www.hellir.is. Önnur umferð fer fram á fimmtudagskvöld. Norska kvennaliðið sigraði á Grindavíkurmótunum Morgunblaðið/Jim Smart SKÁK Saltfisksetrið VISA- OG ÞORBJÖRN-FISKANES SKÁKMÓTIN 5.–9. mars 2003 Daði Örn Jónsson dadi@vks.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Til sölu úr þrotabúi Byggingalistar ehf. 1. Hafnarstræti 18, Þingeyri (fyrrv. slátur- hús), 956 fm, byggt 1980. Á staðnum er uppsett verkstæði til timburvinnslu, framleiðslu glugga, hurða o.fl., með áhöld- um, vélum og tækjum, s.s. raka- og sogkerfi, þykktarpússivél SCM, 2 sambyggðar tré- smiðavélar, bandsög, 5 kílvélar, kantpússi- vél, plötusög SCM, bútsög, gluggasamsetn- ingarpressa, lamafræsari, Írisman Diesel lyft- ari '95 3,5 t., handflekamót ABM, auk ýmissa handverkfæra og fylgihluta með tækjum. 2. Hafnarstræti 24, Þingeyri (fyrrv. fiski- mjölsverksm.), 513 fm, byggt 1978. Hefur verið notað sem timburgeymsla. Eignirnar seljast saman eða hver í sínu lagi. Tilboð berist skiptastjóra, sem veitir nánari uppl., fyrir 20. mars 2003, kl. 12.00. Jónas Þór Guðmundsson hdl., Strandgötu 25, 220 Hafnarfirði, sími 555 1500, bréfsími 565 2644. FYRIRTÆKI Pökkun á þurrkuðum matvælum Fyrirtæki í matvælaframleiðslu óskar eftir sam- starfsaðila um pökkun á þurrkaðri matvöru í 20—40 gr lofttæmdar umbúðir. Viðkomandi þarf að hafa tækjabúnað og heilbrigðisleyfi til pökkunar fyrir útflutning. Vinsamlegast sendið inn upplýsingar til aug- lýsingadeildar Mbl. merktar: „13410“ fyrir þann 14. mars nk. Styrkir til ungverskunáms í Ungverjalandi Félagið Ísland-Ungverjaland býður tvo styrki fyrir Íslendinga til ungverskunáms í Ungverja- landi. Styrkirnir eru í boði ungverska mennta- málaráðuneytisins. Námskeiðin, sem í boði eru, eru haldin hjá Summer University í Debrecen (www.nyariegyetem.hu) sem er þekktasti tungumálaskóli með ungversku- kennslu fyrir erlenda nemendur. Námskeiðin, sem um ræðir sumarið 2003, eru eftirfarandi: 25. maí—8. júní (120 tímar), 13. júlí—9. ágúst (120 tímar), 13.—26. júlí (60 tímar) og 27. júlí—9. ágúst (80 tímar). Styrkirnir fela í sér: Skólagjöld, húsnæði, fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldmat), kvöld- dagskrá, ferðir og annað á vegum skólans, strætókort og 300 HUF á dag í vasapening. Styrkurinn felur ekki í sér flugfarið. Þeir, sem áhuga hafa á að sækja um styrkinn, senda ferilskrá sína ásamt 1 bls. ritgerð um Ungverjaland og ástæður áhuga á Ungverja- landi og ungversku. Umsóknarfrestur er til 31. mars og umsóknum skal koma til Félagsins Ísland-Ungverjaland, Post Box 7306, 127 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að fá með því að senda tölvupóst á netfangið maurizio@hi.is eða í síma 551 2061 — 696 7027. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Árvakur Gatnamálastjórinn í Reykjavík Árvakur hf. og Gatnamálstjórinn í Reykjavík óska hér með eftir tilboðum í jarðvinnu og gatnagerð við Hádegismóa í Reykjavík. Verkið felst í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar prentsmiðjubyggingar Árvakurs og gerð aðliggjandi gatna. Helstu magntölur eru : - Byggingargirðing: 570 lm - Sprengingar: 11.300 m3 - Gröftur og brottflutningur: 13.000 m3 - Tilfærsla efnis innan lóðar: 11.000 m3 - Fyllingar: 2.700 m3 - Púkk: 2.100 m2 - Lagnir í götur: 200 m - Verklok 25. júní 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar í Borgartúni 20 frá og með miðviku- deginum 12. mars 2003. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. mars kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem það kjósa.UPPBOÐ Uppboð á ættfræðigrunni o.fl. Þann 13. mars nk. kl. 14.00 verður á Lynghálsi 10, Reykjavík (gengið inn að ofanverðu), eftir- talið lausafé úr þb. Genealogia Islandorum ehf. selt á nauðungaruppboði á vegum sýslu- mannsins í Reykjavík: 1. Ættfræðigrunnur á tölvutæku formi. Ættfræðigrunnurinn var að grunni til unninn af Þorsteini Jónssyni ættfræðingi. 2. Ýmsar ættfræðibækur af bókalager. Þrotabúð ábyrgist ekki á neinn hátt ástand þess sem selt er. Helgi Jóhannesson hrl., Lex ehf., Sundagörðum 2, Reykjavík, sími 590 2600. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 6003031119 I  HLÍN 6003031119 IV/V I.O.O.F. Rb. 1  1523118- 9.I.II.III.*  Hamar 6003031119 I ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.