Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 41 UM þessar mundir taka fjölmargir 7. bekkir á Reykjavík- ursvæðinu þátt í verkefni sem nefnist Dagblöð í skólum. Krakkarnir vinna með dagblöð í skólanum samkvæmt leiðbein- ingum kennara og fara svo í kjöl- farið í heimsókn á alvöru dagblað til að skoða starfsem- ina betur. Það var einmitt erindi 7. bekkjar hóps 16 úr Fossvogsskóla sem heiðraði Morgun- blaðið með komu sinni nýverið. Morgunblaðið kann þessu prúða unga fólki bestu þakkir fyrir kom- una. Morgunblaðið/Kristinn Í MBL., 20.2., skrifar Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair (ekki Flugleiða), grein um viðskiptasiðferði. Tilefnið er önnur grein sem birtist nokkrum dögum fyrr, þar sem menn voru óánægðir með viðskipti við Flugleiðir (eða Ice- landair). Sjálfur lenti ég í þessu sama, þ.e. ég pantaði á netinu með góðum fyrirvara ferð til Baltimore fyrir 2 og greiddi um 112.000 fyrir. Í síðustu viku kemur svo tilboð sem ég hefði getað notað og hefði sparað okkur um 50.000 kr. Eins og upplýs- ingafulltrúinn bendir á í grein sinni er ég algjörlega réttlaus í málinu en Flugleiðum finnst rétt að láta þá for- sjálu borga meira í þessu tilfelli. Ég fór til Glasgow í byrjun mánaðarins, miðinn kostaði 92.000 kr. en ef ég hefði verið fram á sunnudag í stað föstudags hefði hann kostað um 25.000. Ekki nóg með það, þessi 92.000 kr. miði var ekki einu sinni fullgildur miði því ef hefði þurft að breyta honum hefði það kostað 20.000 í viðbót. Flugleiðum finnst það eðlilegt viðskiptasiðferði að níð- ast á sínum bestu viðskiptavinum, þ.e. þeim sem þurfa að skreppa til útlanda í viðskiptaerindum. Ef Ice- landExpress hefði verið byrjað að fljúga hefði ég áreiðanlega skoðað þann möguleika. En svo ég vitni aft- ur í grein upplýsingafulltrúans þá segir hann og er að tala um útsölur. „Það hvarflar samt ekki að neinum í fullri alvöru að koma í búðina aftur eftir að varan er komin á tilboðsverð og krefjast endurgreiðslu vegna þess að hún hafði verð keypt áður á hærra verði....“. Til fóðleiks fyrir hann vil ég benda á grein sem var í MBL fyrir stuttu um að þetta hafði nú einmitt gerst í viðskiptum við IKEA (á Íslandi) og þeim fannst eðlilegt að endurgreiða mismuninn. Upplýsingafulltrúinn hefur væntan- lega oft komið til Bandaríkjanna. Ef þar er keyptur hlutur sem síðan fer á útsölu nokkrum dögum síðar er það talið sjálfsagt mál að endurgreiða mismuninn, þeirra viðskiptasiðferði er þannig og þeir vilja fá viðskipta- vininn aftur en Flugleiðir notfæra sér einokunaraðstöðuna eins og hægt er. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessi mál? Hvaða flug- félög eru að skila hagnaði? Hvernig gengur stærstu flugfélögum Banda- ríkjanna sem nota sömu aðferðir og Flugleiðir við verðlagningu? Jú, þau eru að missa sína bestu farþega til lágfargjaldafélaga og riða sjálf á barmi gjaldþrots HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON, Kríunesi 8, Garðabæ. Viðskiptasið- ferði Flugleiða Frá Hjálmtý Guðmundssyni NÝLEGA las ég í Mbl. mjög at- hyglisverða grein eftir Elínu Ólafsdóttur þar sem hún fjallar um vinnuþrælkun foreldra og mik- ið álag á börn. Elín á þakkir skilið fyrir að vekja athygli á þessu mál- efni sem lengi hefur brunnið á mér og fleirum. Því miður er svo komið að marg- ir foreldrar þurfa, sökum bágbor- ins fjárhags, að vinna myrkranna á milli sem svo aftur bitnar á sam- vistum við börnin. Samverustundir fjölskyldunnar verða æ færri og daprari því oft eru foreldrarnir of þreyttir til að hafa frumkvæði að einhverju skemmtilegu eða hrein- lega kunna ekki að tala við börnin því þau þekkja afkvæmin hrein- lega svo lítið. Hins vegar er önnur hlið á málinu sem mér finnst þörf á að vekja athygli á en hún snýr að tómstundastarfi. Þá er ég ekki að- eins að tala um þá gegndarlausu áþján margra barna sem eru í hér um bil hálfri vinnu í tómstunda- starfi. Þetta er allt vel meint, mikil ósköp og allir vita um forvarn- argildi íþrótta, þroskandi tónlist- arnám og allt það … en … hvenær eiga blessuð börnin að hafa tíma til að leika sér, hafa ofan af fyrir sér, hugsa, þroskast eða bara vera?? Dagskrá þeirra er oft svo þétt- skipuð að þau leggjast kúgupp- gefin til svefns að kveldi og stund- um er ekki mikil orka eða tími eftir fyrir t.d. samverustundir með pabba og mömmu. Svo er annað sem snýr að tómstundastarfi en það er gífurleg ásókn foreldranna í ýmiss konar félagsstarf, líkams- rækt, afþreyingu eða hvað allt þetta nú heitir. Það hvarflar stundum að manni að eitthvað eigi þetta skylt við veruleikaflótta, ja eða flótta frá ábyrgð. Og hver er það svo sem á að ala ungviðið upp? Jú menntastofnanir og starfs- fólk þeirra, er það ekki? Stundum spyr maður sig til hvers í ósköp- unum svona önnum kafið fólk sé að eiga börn. Kannski það sé til þess að skapa vinnu fyrir kennarana, eða til að uppfylla einhverja staðla? Það er a.m.k. nokkuð ljóst að margir eru ekki að eignast börn til þess að njóta félagsskapar við þau. Hvert skyldum við annars vera að stefna í allri firringunni og hrað- anum? Ég styð hugmyndir Elínar um fjölskylduvæna stefnu stjórn- valda af heilum hug og þakka henni kærlega fyrir góða grein. Lítum svo í eigin barm áður en við fyllum dagskrá okkar og barnanna af „uppfyllingarefni“. Það kemur aldrei í staðinn fyrir heilbrigð samskipti foreldra og barna. INGUNN SIGMARSDÓTTIR, Jörfagrund 36, Rvk. Vökulög fyrir börn? Frá Ingunni Sigmarsdóttur KANNSKI það sé valdafýsn sem fær mig til að svara pistli Þor- steins Gylfasonar frá laugardegi, deginum sem grínþáttur er í sjón- varpi allra landsmanna og fátt sagt í alvöru yfirhöfuð. „Kvenna- ráð“ var yfirskrift pistilsins og umfjöllunarefnið tök kvenna á þjóðmálum. Þorsteinn segir konur þjást af fýsn til valda þar sem karlar hafi heilbrigðan metnað. Konur nærist á kjaftasögum, kveneðlið felist í því, meðal annars væntanlega, að þegja aðrar konur í hel, það sé einn veikleiki kynsins, því konur séu konum verstar. Þessi skrif eru án efa stríðni, en orð eru dýr og það veit Þorsteinn vel. Hvort heldur þau eru grín, al- vara eða stólpagrín. Hið síðasta gildir um ábendingarnar sem hann setur fram á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna. Fyrir þann góða vilja verður að þakka. Umhugsunarefni kann að vera hvaðan valdafíknin komi. Ætli hún sé sprottin af heilbrigðum metnaði karla, sem eflaust hafa óvart hald- ið konum niðri árum og öldum saman, svo þær þurfa að leggja mikið á sig til að hafa rödd? Síðan hverfi röddin í kodda sem aðrar konur og skæðustu keppi- nautar halda yfir vitum kynsystra sinna. Ætli það nokkuð, ætli það sé ekki barasta kjaftasaga, hvorki næring fyrir konur né karla, ekki nógu staðgóð til þess. Líklega eru til hrappar og merð- ir af báðum kynjum, fólk sem vill öðrum minni vegsemd en sjálfu sér og óskar því slakari árangri af erfiði. Líka velviljað fólk og fólk með húmor, eins og Þorsteinn. Af því og af réttsýni kennarans gaf hann lexíu um eðli kynjanna, kannski í þeirri von að einhver gangi í gildru. Það er ekki lóðið hér, heldur ánægja með þessa spaugstofu á síðum blaðsins. Fleiri lexíur væru vel þegnar og þá þyrfti að gaumgæfa þær, af virð- ingu og með vinsemd, vegna þess að hálfkæringur og þögn duga skammt þegar mikilvæg mál eru til umfjöllunar. Alvöru grín gildir. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR, Keilugranda 4. Keppi- nautar og ráðu- nautar Frá Þórunni Þórsdóttur Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 Yfir 60 ára frábær reynsla Bæjarhraun 10 • sími 565 1000 • bedco@bedco.is Fáðu þé r nýjan skjalask áp á frá bæru verði, va ndaðan skáp frá BIS LEY. Farðu í skúf funa og skoðaðu þar raunver ulegar gersemar á öruggum sta ð. Fáðu þér sæ ti og sýndu þí na kosti og se ttu fullt af gögnum og geymdu þínar g ersemar þar. Fallegir skápar í margskonar litum. Allt er gaman og allt er saman. Ég er frá BISLEY. Brostu þínu breiða brosi Lundúnamessa í Dómkirkjunni Sr. Jón A. Baldvinsson, sendiráðsprestur, sem staddur er hér á landi í námsleyfi, mun syngja messu í Dómkirkjunni sunnud. 16. mars kl. 14. Messan er að frumkvæði fyrrverandi sóknarbarna hans á Bretlandseyjum og er hugsuð sem kærkomið tækifæri til endurfunda. Eftir messu verður kirkjukaffi á veitingastaðnum Apótekinu og mun undirbúningsnefndin viðra þar hugmyndir um árlega samkomu þessa hóps. Gamlir og nýir félagar úr Íslenska kórnum í London eru beðnir að koma til æfingar í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 11. mars kl. 20. Undirbúningsnefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.