Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 43 DAGBÓK 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 11. mars, er sextugur Gunnar Kárason, Reynilundi 2, Akureyri. Eiginkona hans, Svana Þorgeirsdóttir, nær sama áfanga hinn 14. maí og af þessu tilefni bjóða þau ættingjum og vinum að gleðjast með sér laug- ardaginn 3. maí á Jaðri, fé- lagsheimili Golfklúbbs Ak- ureyrar. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. febrúar sl. í Víði- staðakirkju af sr. Braga J. Ingibergssyni þau Kolbrún Ósk Svansdóttir og Eðvarð Árni Kjartansson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson UNDANFARIN átta ár hefur stórfyrirtækið NEC staðið að baki alþjóðlegri bridshátíð í Yokohama í febrúarmánuði. Þunga- miðja hátíðarinnar er sveitakeppni, þar sem fyrst er keppt í riðlum en síðan spila efstu sveitirnar út- sláttarleiki um NEC-bikar- inn. Keppnin í ár var sögu- leg. Enska sigurliðið frá því í fyrra endurheimti titilinn með því að sigra Pólverja með 0.5 IMPa mun í úr- slitaleik. Þar voru að verki Brian Senior, Brian Call- aghan, John Armstrong og Pablo Lambardi (sem reyndar er frá Argentínu). Pólsku mótherjarnir voru Martens, Lesnievski, Kwiecien og Pszczola, allt margreyndir landsliðs- menn. Þetta var síðasta spil leiksins: Norður gefur; NS í hættu. Norður ♠ ÁK53 ♥ 765 ♦ Á ♣K8543 Vestur Austur ♠ G108 ♠ 94 ♥ G2 ♥ K1084 ♦ K1085432 ♦ DG7 ♣7 ♣Á1097 Suður ♠ D762 ♥ ÁD93 ♦ 96 ♣DG2 Úrslitaleikurinn var 64 spil, eða fjórar 16 spila lot- ur. Fyrir síðustu lotuna höfðu Pólverjar náð 50 IMPa forystu og það virtist formsatriði að klára leik- inn. En þeir ensku hrukku í stuð á síðasta sprettinum og varð allt að gulli, jafnvel vitleysurnar. Þegar spil 64 kom á sýningartjaldið var staðan 111-110 Englend- ingum í vil! Pólverjar höfðu hálfan IMPa í „carry-over“ og myndu því vinna á jöfnu. Skýrendur í töflusalnum rýndu spenntir í síðasta spilið og veltu fyrir sér hugsanlegri sveiflu, þó ekki væri nema upp á einn IMPa. Augljóslega er forgangs- atriði fyrir NS að komast í fjóra spaða. Sem er alls ekki auðvelt ef AV hindra kröftuglega í tígli. En bæði NS-pörin leystu þann vanda kunnáttusamlega: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Martens Armst. Lesn. Callagh. -- 1 lauf Pass 1 hjarta 3 tíglar Dobl* 4 tíglar Dobl* Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Lambardi Kwiecien Senior P.zola -- 1 lauf Pass 1 hjarta 3 tíglar Pass Pass Dobl* Pass 4 tíglar Dobl Pass Pass Redobl* Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Öll dobl og RD eru til út- tektar, sem dugði til þess að spaðasamlegan fannst á elleftu stundu. Einspilið í laufi kom út á báðum borð- um. Lesnievski tók strax á laufás og gaf makker stungu. En fleiri urðu slag- ir varnarinnar ekki. Í lok- aða salnum fór fiðringur um mannskapinn í sýning- arsalnum þegar Senior lét lítið lauf í fyrsta slaginn. En þegar til kom kostaði það ekki slag. Sagnhafi tók þrisvar tromp og spilaði litlu laufi úr borði. Senior dúkkaði nú aftur og þar með komst sagnhafi ekki hjá því að gefa slag á hjarta í lokin: 650 á báðum borð- um – engin sveifla þar. Þessir duglegu strákar héldu tombólu til styrktar Ein- stökum börnum og söfnuðu kr. 8.263. Þeir eru Magnús Eð- vald Halldórsson, Alexander Þór Hafþórsson og Jóhann Gunnar Kristinsson. 1. e4 e5 2. Rc3 Bc5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Rc6 5. Rge2 a6 6. O-O d6 7. d3 Be6 8. h3 h6 9. Be3 Bxe3 10. fxe3 Re7 11. Dd2 Rg6 12. Kh2 c6 13. Rg1 De7 14. Rf3 Hd8 15. Had1 d5 16. exd5 cxd5 17. a3 h5 18. De2 Hd6 19. Hde1 h4 20. g4 Staðan kom upp á Eddu skákmótinu, minningar- móti Guð- mundar J. Guðmunds- sonar sem lauk fyrir skömmu. Iv- an Sokolov (2688) hafði svart gegn Stefáni Frey Guðmunds- syni (1965). 20...Bxg4! ríf- ur upp kóngs- stöðu hvíts sem ekki á sér viðreisnar í framhaldinu. 21. hxg4 Rxg4+ 22. Kg1 h3 23. Bh1 h2+ 24. Rxh2 24. Kg2 gekk ekki upp vegna e4 25. dxe4 dxe4 26. Rd4 Dh4 og svartur vinn- ur. 24...Rxh2 25. Hf2 Dg5+ 26. Hg2 Rf3+ 27. Dxf3 Hxh1+! 28. Kxh1 Dh4+ 29. Hh2 Dxe1+ 30. Kg2 Rh4+ 31. Hxh4 Dxh4 32. Rxd5 Hg6+ 33. Kf1 Dh2 34. Rc7+ Kf8 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. YFIR LÍFSINS SVÖRTU SANDA Yfir lífsins svörtu sanda sendu náðarbrosið þitt. Eftir villu, brot og blekking blessa, Drottinn, hjarta mitt. Drottinn, vægðu, dæm þú eigi, Drottinn Guð, ég trúi á þig. Jesús, þínum jólum fagna, Jesús Kristur, heyr þú mig. Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert nútímalegur ein- staklingur og framsækinn. Per- sóna þín er fljót að tileinka sér nýjungar sem gerir þér kleift að vera skrefi á undan öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt eftir að lenda í harka- legri deilu vegna stjórnmála- skoðana, trúarmála eða mál- efna sem snúa að erlendum ríkjum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að skapa ekki stærri vandamál með fram- komu þinni heldur en þau sem þú ætlar að leysa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðastu að lenda í deilum við yfirmenn þína í dag, því marg- ir sem þú starfar með eru fast- ir á sínum skoðunum. Reyndu að haga seglum eftir vindi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur sterkar skoðanir á barnauppeldi, listum, um- hverfismálum, heimsmálum, íþróttum og skemmtunum. Þú finnur fyrir mikilli þörf til þess að leggja eitthvað til mál- anna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur stundum tekið á að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Nú kemur sér vel að eiga góða samstarfs- menn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einstaklingar í merkinu ættu að vera tilbúnir að meðtaka breytingar og stuðla að stakkaskiptum í ákveðnum málum. Margir gætu hins vegar lent í vanda vegna þess að þeir eru ekki tilbúnir að breyta hegðun sinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að koma í veg fyrir að fólk reyni að sannfæra þig um ágæti skoðana sinna. Haltu þínu striki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarfnast friðar og hefur þörf fyrir að vera í nálægð við vini þína og ættingja. Það skiptir máli að sýna samvinnu í samskiptum við aðra, en láttu ekki vaða yfir þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana, en með réttu hugarfari ferðu létt með það. Farðu þér hægt og sérstaklega í fjármálum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vélar, tölvur eða kerfi, gætu látið undan og bilað á vinnu- staðnum í dag. Það skiptir máli að grípa til aðgerða og gera við hlutina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Persóna þín er staðráðin í að sannfæra fólk um eitthvað sem stendur þér nærri. Þú hefur sterkar skoðanir á hlut- unum, en mundu að kapp er best með forsjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert í skapi til þess að berj- ast fyrir málstað annarra á vinnustað. Fjármál skipta miklu máli, en í raun er þetta ekki rétti dagurinn til þess að standa með öðrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA Hlutavelta ÞJÓNUSTA LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sól- arhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar- hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653. Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú glæsilegt úrval sérferða sinna fyrir árið 2003, þar sem þú getur valið um spennandi nýjar ferðir með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á land og þjóð og tækifæri til að upplifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða með nýjum hætti á nýju ári. Hvort sem þú vilt stutta helgarferð til að njóta náttúrufegurðar Gardavatns, sitja á útitónleikum í Arenunni í Verona, fara í menningar- reisu um hjarta Evrópu eða ganga um ítölsku Alpana, þá bjóðum við þér spennandi valkosti á nýju ári. Munið Mastercard ferðaávísunina Fáðu bæklinginn sendann 5/5 12/5 12/5 16/5 21/5, 4/6, 17/9, 24/9 28/5, 11/6, 10/9 28/5 25/6 23/5, 3/6, 29/7, 18/8 23/5 3/6 18/8 29/7 2/7 16/7 30/7 6/8 27/8 18/6 3/9 4/11 13/11 Budapest-Vín Mið-Evrópu ævintýri Vorsigling á Dóná Róm Rómantík í Verona Draumadvöl við Gardavatn Glæsisigling um Adría- og Eyjahafið Króatía - Ítalía Sumar í Prag Karlovy Vary - Prag Vín-Bratislava- Prag Dresden - Prag Kraká - Pólland-Tékkland Sumar í Tíról Bled - Portoroz Töfrar Toscana Perlur Ítalíu Haustsigling á Dóná Gönguferð í ítölsku Ölpunum Gönguferð í Toscana Kúba Dóminíska lýðveldið Ferð Dags. Glæsilegar Sérferðir Heimsferða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.