Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, keppti á þremur mótum í Voss í Noregi um helgina og átti góðu gengi að fagna. Dagný Linda sigraði í svigi á föstudagskvöld og fékk þá 45,35 FIS-punkta. Á laugardag hafnaði hún í öðru sæti í stórsvigi og fékk 46,03 FIS-punkta, og loks varð hún önnur á öðru stórsvigsmóti á sama stað á sunnudaginn. Þá fékk hún 52,93 FIS-punkta. Dagný Linda vann í Voss GUÐNI Bergsson, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Bolton, sagði á heimasíðu félagsins í gær að hann vonaðist til þess að geta haldið heim til Íslands í vor með bros á vör, eftir að hafa hjálpað Bolton til að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Guðni var óhress með ósigurinn gegn Liverpool, 2:0, á laugardaginn og sagði að munurinn á liðunum hefði verið lítill en leikmenn Liver- pool þyrftu ekki mörg færi til að tryggja sigur og þar hefði skilið á milli liðanna. „Við eigum níu leiki eftir og ef við horfum á næstu þrjá, eigum við að geta unnið þá alla. Þeir eru gegn Sunderland úti og Tottenham og Manchester City á heimavelli. Það er mikil reynsla í okkar liði, sem ætti að nýtast okkur, en það eru líka leikmenn í okkar röðum sem hafa ekki áður tekið þátt í fallbar- áttu. Núna reynir á hvernig liðið bregst við þessari stöðu og hvort samstaðan og styrkurinn til að tak- ast á við hana eru til staðar. Við þurfum að ná því besta út úr liðinu. Það er engin spurning um hæfileik- ana, þeir eru til staðar, en þeim þurfa að fylgja ákveðni og löngun, sem þarf að endurspeglast í hverj- um einasta leik,“ segir Guðni Bergsson. Guðni vill fara brosandi heim Reuters Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, á hér í höggi við Ray Parlour, miðjumann Englandsmeistara Arsenal. FÓLK  JÓHANNES Harðarson, fyrr- verandi leikmaður ÍA í knatt- spyrnu, lék allan leikinn með Veendam sem tapaði, 1:0, fyrir Volendam í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Viktor Bjarki Arnarsson fór af velli á 82. mínútu hjá TOP Oss sem tapaði, 1:2, heima fyrir Den Bosch í sömu deild. Íslendingaliðin eru bæði í ró- legri stöðu um miðja deild.  EINAR Þór Daníelsson var rek- inn af velli í upphafi síðari hálfleiks þegar KR tapaði fyrir ÍA, 2:0, í deildabikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Einar Þór verður því í leikbanni í næsta leik KR í keppn- inni sem er gegn Þór 21. mars.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segist ekki hafa neinar ráðagerðir um að hvíla ein- hverja af landsliðsmönnum sínum þegar lið hans mætir Chelsea öðru sinni í 8-liða úrslitum ensku bik- arkeppninnar þann 25. mars. Að- eins fjórum dögum síðar leikur England við Liechtenstein og Frakkland við Möltu í undan- keppni EM.  WENGER segir að landsliðin hafi fjögurra daga rétt á leikmönn- unum og þau geti ekki gert neinar kröfur til þess að þeir verði hvíldir. „Svona eru reglurnar, það getur enginn komið í veg fyrir að við not- um leikmennina á þriðjudegi. Þess- ar reglur geta bæði unnið með og á móti landsliðunum og þær hafa margoft verið notaðar gegn okk- ur,“ segir Wenger.  BRETT Emerton leikmaður Feyenoord í Hollandi var um helgina útnefndur knattspyrnu- maður ársins í Eyjaálfu. Emerton er Ástrali og skoraði annað af mörkum Ástrala í sigrinum á Eng- lendingum í síðasta mánuði. Land- ar Emertons urðu í tveimur næstu sætum. Harry Kewell, Leeds, varð annar og Mark Schwarzer mark- vörður Middlesbrough í þriðja.  SHAY Given markvörður New- castle meiddist á fingri á æfingu liðsins um helgina og óvíst hvort hann geti staðið í marki liðsins í leiknum við Inter í Meistaradeild- inni sem fram fer á San Síró í Míl- anó í kvöld. Bobby Robson, stjóri Newcastle, hefur sagt Steve Harp- er varamarkverði sínum að vera viðbúinn að spila en leikurinn er nánast úrslitaleikur um það hvort liðið komist áfram í 8-liða úrslitin.  LEWIS Neal, miðjumaðurinn efnilegi, hefur skrifað undir nýjan samning við Íslendingafélagið Stoke City til tveggja ára. Neal, sem er 21 árs, lék sem lánsmaður með ÍBV um skeið fyrir tveimur árum en hann hefur þótt standa sig mjög vel að undanförnu og fékk sérstakt hrós fyrir frammistöðu sína í sigurleik Stoke gegn Bright- on í ensku 1. deildinni á dögunum. Keppnin felst í að keppendureiga að skjóta í mark af 25 metra færi, með 22ja kalíbera skammbyssu, 60 skotum í tólf hrin- um með 5 skotum í hverri. Þeir fá mest tíu stig fyrir að hitta í miðhringinn sem er 4 senti- metrar í þvermál en síðan stigi minna fyrir næsta tveggja senti- metra hring og svo framvegis. Í fyrstu hrinu fær hver 150 sek- úndur til að skjóta hverjum 5 skot- um og í næstu 25 sekúndur en mesta spennan og mestu svipting- ar eru í lokahrinunni þegar kepp- endur fá 10 sekúndur til að skjóta fimm skotum. „Ég hef stundum kroppað í efstu sætin og vann með sportbyssu í fyrra en hef aldrei unnið þessa grein áður,“ sagði Eiríkur eftir mótið. Honum gekk ekki sem best til að byrja með en hann náði sér á strik í lokin. „Það er mjög sárt að skjóta langt framhjá því það getur verið erfitt að vinna sig upp úr því. Það þarf ekki nema eitt skot út fyrir. Það þarf því ekki bara ná- kvæmni heldur er tíminn naumur og ekkert svigrúm fyrir mistök. Ég keppi líka með loftbyssu og ætli hún sé ekki skemmtilegust því þar eru mistök ekki eins afdrifarík en þegar maður er í uppsveiflu er gaman í þessum greinum,“ sagði Eiríkur sem er þrítugur lögreglu- maður og keppir fyrir íþróttafélag lögreglunnar. Í öðru sæti varð Steindór Hr. Grímarsson og brons hlaut Carl J. Eiríksson eftir bráða- bana við Gunnar Sigurðsson. Kristína var eina konan í keppn- inni því aðrar sem æfa voru fjarri góðu gamni. „Við erum tvær sem keppum í þessari grein. Ég keppi líka í loftbyssu og sportskamm- byssu en þetta er erfiðasta greinin því það er svo stuttur tími sem maður fær til að skjóta. Samt er þetta allt jafn skemmtilegt en fer eftir því hvernig maður finnur sig í hverri grein,“ sagði Kristína sem einnig er í lög- reglunni. „Ég byrjaði 1995 þeg- ar við nokkrar stelpur í lögregl- unni vorum í handbolta en það gekk ekki sem best svo að við snerum okkur að byssunum. Við byrjuðum fimm en ég er ein eft- ir.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Lögreglumennirnir Kristína Sigurðardóttir og Eiríkur Jónsson unnu Íslands- mótið með staðlaðri skammbyssu á laugardaginn. Þau hampa hér verðlaun- um sínum og byssum en lögregluhundurinn Barón lætur sér fátt um finnast. STÖÐUG hönd skipti öllu máli þegar Íslandsmótið í skotfimi með staðlaðri skammbyssu fór fram í Digranesi á laugardaginn enda þurfti helst að hitta á 4 sentimetra hring af 25 metra færi til að krækja sér í tíu stig. Þegar upp var staðið reyndist Eiríkur Jónsson hlutskarpastur af körlunum með 518 stig en Kristína Sigurðardóttir í kvennaflokki með 468. Eiríkur besta skyttan Stefán Stefánsson skrifar Undanfarin ár hefur farið framforkeppni, síðan hafa 16 lið leikið í fjórum riðlum og eftir það verið leikin útsláttarkeppni átta liða. Næsta vetur munu hinsvegar 32 lið hefja keppni í átta riðlum. Tvö efstu lið í hverjum riðli fara síðan í 16 liða útsláttarkeppni. Þjóðverjar og Spánverjar munu eiga þrjú lið í keppninni, hvor þjóð, og Ungverjar, Slóvenar, Króatar og Danir fá tvö lið hver þjóð. Síðan munu 18 næstu þjóðir á styrkleika- lista Evrópu eiga sinn fulltrúann hver í keppninni. Ólíklegt er að ís- lensku meistararnir komist inn í deildina vegna lítillar þátttöku ís- lenskra liða í Evrópumótunum undanfarin ár og meistaralið Ís- lands í vor fer því væntanlega í EHF-bikarinn. Nýja fyrirkomulagið þýðir að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, á góða möguleika á sæti í meistaradeildinni næsta vet- ur þrátt fyrir að hafa fallið úr keppni í 8-liða úrslitum hennar um helgina. Magdeburg er í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar og haldi liðið þeirri stöðu, fer það í meist- aradeildina ásamt Lemgo og Flensburg. Þá stefnir allt í að Ciudad Real, lið Rúnars Sigtryggs- sonar, sem Ólafur Stefánsson gengur til liðs við í sumar, komist einnig í deildina. Breytt meistaradeild Evrópu í handknattleik FRAMKVÆMDASTJÓRN Handknattleikssambands Evrópu, EHF, ákvað á fundi sínum í Vínarborg um helgina að breyta keppnisfyr- irkomulaginu á Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.