Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 45 FÓLK  DANÍEL Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir Haslum og þeir Theodór Valsson og Heimir Örn Arnarson eitt hver þegar liðið tapaði á heima- velli fyrir Fyllingen, 25:18, í B-úrslit- um norsku 1. deildarinnar í hand- knattleik. Haslum er í þriðja sæti með 18 stig eins og Kristianstad og Fyllingen en Heimdal er efst með 20 stig. Fjögur efstu liðin komast í úr- valsdeildina á næstu leiktíð en tvö efstu leika til úrslita um norska meistaratitilinn.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 2 mörk fyrir Wasaiterna sem tapaði fyrir Malmö, 30:29, í sænsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudag- inn. Guðfinnur og lærisveinar hans fóru illa að ráði sínu. Þeir voru 21:14 yfir þegar 15 mínútur voru til leiks- loka en á lokakaflanum hrökk allt í baklás hjá liðinu. Wasaiterna er í 7. sæti af 12 liðum.  ALEKSANDR Rymanov verður ekki endurráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Minden eftir þetta tímabil. Horst Bredemeier, framkvæmdastjóri Minden, tilkynnti þetta í gær og sagði að meðal þeirra sem til greina kæmu væru Richard Ratka, þjálfari Düsseldorf, og Walt- er Schubert, þjálfari Spenge.  TOM Pappas, einn sjö andstæð- inga Jóns Arnars Magnússonar í sjö- þraut á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum í Birmingham um næstu helgi, tók þátt í bandaríska meistara- mótinu í fjölþraut um helgina. Hon- um gekk ekki sem skyldi og lauk að- eins keppni í fjórum greinum.  PAPPAS hljóp 60 m á 6,94 sek., varpaði kúlu 16,15 metra, hljóp 60 m grindina á 7,84 sek., og stökk 5 metra í stangarstökki. Hann gerði ógilt í öll- um tilraunum í langstökki, felldi byrjunarhæð í hástökki og lauk ekki keppni í 1.000 m hlaupi. Paul Tereh varð bandarískur meistari í sjöþraut, hlaut 5.870 stig.  JÓNAS H. Hallgrímsson, frjáls- íþróttamaður úr FH, stökk 6,96 m í langstökki á háskólamóti í Fullerton í Bandaríkjunum um helgina. Með þessum árangri bætti Jónas sinn fyrri árangur í langstökki um tíu sentímetra. Þá kastaði hann kringlu 39,55 metra.  ÞESS má geta að þjálfari Jónasar í langstökki við háskólann sem leggur stund á nám við er enginn annar en heimsmethafinn í langstökki, Mike Powell. Powell keppti með læri- sveinum sínum á mótinu um helgina, stökk 7,39.  RONALDO, brasilíski knatt- spyrnusnillingurinn hjá Real Madrid, hefur keypt hlut í spænska 2. deild- arfélaginu Salamanca fyrir um 2,4 milljónir króna. Juan Jose Hidalgo, forseti Salamanca, er mikill vinur Ronaldos, sem kvaðst vilja hjálpa honum við að koma félaginu upp í deild þeirra bestu þar sem liðið lék síðast fyrir fjórum árum. HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, segist vera heppinn þrátt fyrir að ljóst sé að hann verði 5–6 vikur frá keppni vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Stoke City á laugardaginn. Hermann lenti þá í návígi við Sergei Shtainuk, hvít-rússneska mið- vörðinn hjá Stoke, og skarst illa rétt ofan við hné. Nú er nokkuð ljóst að hann leikur ekki með Ís- lendingum gegn Skotum í und- ankeppni EM í Glasgow 29. mars og þar verður skarð fyrir skildi. „Þetta eru verstu meiðsli sem ég hef lent í á ferlinum, ég hef sloppið mjög vel hingað til. Ég var heppinn í þetta skiptið því þetta gat farið mun verr. Ég hefði getað fótbrotnað,“ sagði Hermann við blaðið Evening Star í gær. Shtaniuk baðst afsökunar „Þegar ég sá hve stór skurð- urinn var, brá mér nokkuð. Ég ætlaði að standa upp en komst að því að það var ekki til neins,“ sagði Hermann en félagi hans, Marcus Bent, greip inn í og ýtti Hermanni niður á ný þegar hann ætlaði að standa á fætur. Hann kvaðst staðráðinn í að leika aftur með Ipswich á þessu tímabili en liðið á nú á brattann að sækja í baráttunni um að kom- ast í úrslitakeppni um sæti í úr- valsdeildinni. Shtaniuk baðst afsökunar á óhappinu í gær. „Ég er mjög leið- ur yfir þessu atviki. Þetta var hreint slys og ég óska Hermanni alls hins besta,“ sagði Hvít- Rússinn. Verstu meiðsli Hermanns á ferlinum STABÆK, norska knatt- spyrnufélaginu sem Tryggvi Guðmundsson leikur með, hefur verið hótað gjaldþroti af bæjaryfirvöldum í Bærum, útborg Óslóar, þar sem félag- ið hefur aðsetur. Bæjaryf- irvöld hafa krafist þess að Stabæk geri upp skuld sína vegna vallarleigu á síðasta tímabili, um 10 milljónir króna, fyrir 1. apríl. Að öðr- um kosti verði óskað eftir því að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Gudbrand Fossbråten, for- maður Stabæk, sagði við stað- arblaðið Asker og Bærums Budstikke að hann hefði von- ast eftir lengri greiðslufresti en félagið myndi ganga frá sínum skuldum fyrir tilsettan tíma. „Ég hafði vonast eftir annarri og betri samvinnu við bæjarfélagið,“ sagði Foss- bråten, vonsvikinn með gang mála. Stabæk hótað gjald- þroti Heiðar Helguson og félagar erukomnir í undanúrslit bikar- keppninnar og sá árangur færir fé- laginu miklar tekjur sem ekki hafði verið reiknað með. Stjórnin hefur nú lýst því yfir að leikmenn og ann- að starfsfólk sem hafi sýnt félaginu mikinn skilning á erfiðum tímum fái greitt til baka. Tekjurnar af bik- arkeppninni verði notaðar til þess. Watford fékk um 25 milljónir króna í sinn hlut fyrir að komast í átta liða úrslit keppninnar, og við það bætast aðsóknar- og auglýsinga- tekjur. Nú þegar félagið er komið í fjögurra liða úrslit á það von á enn hærri upphæðum í sinn vasa. Þrátt fyrir þennan árangur er framtíðin óljós hjá flestum leik- manna Watford. Örfáir þeirra hafa fengið samning fyrir næsta tímabil en Heiðar er þó einn þeirra heppnu því félagið samdi við hann fyrir skömmu. Á meðal þeirra sem vita ekki hvað bíður þeirra er skoski miðjumaðurinn Stephen Glass, sem skoraði síðara markið gegn Burn- ley á laugardaginn með hörkuskoti, beint úr aukaspyrnu. „Ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig. Það eru margir í liðinu á sama báti og ég en við ætlum að njóta þess sem við höfum gert – við eig- um framundan undanúrslitaleik í bikarnum og það verður frábær dagur,“ sagði Glass við The Times í gær. Ray Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, segir að Glass hafi vitað um skeið að hann geti ekki leikið áfram með félaginu. „Samt hefur hann aldrei gefið minna en 100 prósent í leikina og ég vona bara að einhver hafi efni á að ráða hann til sín,“ segir stjórinn. Leikmenn Watford fá endurgreitt STJÓRN enska knattspyrnu- félagsins Watford hefur heitið leikmönnum liðsins því að launa þeim hollustuna við félagið síð- asta haust þegar þeir sam- þykktu 12 prósent launalækkun vegna fjárhagsvandræða Wat- ford. Þá forðuðu þeir félaginu frá því að verða sett í fjárhags- lega gjörgæslu. AP Leikmenn Watford fagna bikarsigri á Burnley. MARK Crossley, markvörður Stoke, sem er í eins mánaðar láni frá Nottingham Forest, er þakk- látur Hermanni Hreiðarssyni og finnst hann hafa sýnt mikinn heið- arleika í leik Ipswich og Stoke á Portman Road á laugardaginn. Crossley viðurkennir að hafa togað í Hermann inni í vítateignum og segir með réttu að Ipswich hefði átt að fá vítaspyrnu og dómarinn að vísa sér af leikvelli en sem betur fer hafi Hermann ekki fallið niður í teignum. „Hermann var kominn framhjá mér svo ég greip til þess ráðs að toga í treyju hans. Það virtist ekki duga til að hann félli við svo mér tókst að síðustu stundu að hreinsa boltann frá. Hermann á heiður skil- inn. Hann lét sig ekki falla þrátt fyrir brotið og það varð mér til láns því að öðrum kosti hefði dómarinn dæmt vítaspyrnu og rekið mig útaf. Mér þótti það sárt þegar Hermann þurfti að fara af leikvelli eftir harkalegt samstuð og vona innilega að hann verði fljótur að jafna sig,“ segir hinn 33 ára gamli Crossley. Crossley heldur í vonina um að vinna sér sæti í velska landsliðinu sem mætir Aserbaidsjan síðar í þessum mánuði en aðstoðarmaður Mark Hughes landsliðsþjálfara var á meðal áhorfenda á Portman Road. „Það hefði verið hræðilegt ef mér hefði verið vísað af velli. Ég ákvað að fara til Stoke með það fyrir augum að spila og freista þess að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir Crossley. Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leik- maður Ipswich, fær hrós frá Mark Crossley, markverði Stoke. Crossley þakklátur Hermanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.